Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Page 4
ALLTAFAD BYGGJA ÚSIÐ — Vallartröð 7 — stendur svo til hæst á hálsinum. Þaðan sér í björtu í flestar áttir: Reykjanes- skagann bláan á sumri og hvítan á vetri; Snæfellsjökulinn í senn eins og dýrlegt ský á himni og freyðandi öldufaldur; opið hafið eins og l , srnskunnar. Þó sér ekki til Eyja- fjalla, þar sem hjónin, Guðmundur Guðjónsson og Ása Gissurardóttir slitu fyrst skónum; það er eini gallinn við útsýnið, en innsýnin bjargar því að nokkru og þrjú málverk á veggjum stofunnar af bernskustöðvunum. ÍSLENZK HEIMILI C-. • | Fjölskyldan á Vallar- tröð 7: Gissur og Jón sitja milli foreldranna, en Hrafnhildur og Kol- brún standa aff baki. — Ég er frá Skógum en hún frá Drangahlíð, segir Guðmundur, það er ekki steinsinar á milli. — Svo þetta er kannski æskuást? — Nei, okkur var víst heldur lítið gef- ið um hvort annað í bá daga — I>ó við værum fermingarsystkin, segir Asa. — Hvað eruð þið búin að vera gift lengi? — Þú getur svarað þvi, segir hún, við hann. — Ég man það skollan ekki, segir hann. — Sautján ár, segir hún. — Og höfum hugsað okkur að halda iþví áfram, segir hann. — Gátuð þið ekki tougsað ykkur að búa í sveit? — Jú, segir Guðmundur, en bað var engin jörð laus í sveitinni okkar, og ann- ars staðar kærðum við okkur ekki um að búa. — Hver málaði þessa stóru mynd af bemskustöðvunum? — Matthías. — Það var fyrst önnur mjmd undir henni, segir sonur þeirra, sem situr og hlustar á útvarp. — Já, ég vann þá mynd í happdrætti, segir Ása. — Bn hún var svo ljót, segir Guð- mjundur, að við þoldum hana ekki til lengdar. Þá datt mér í hug að biðja Matt. hías að mála mynd af bernskustöðvum okkar yfir hana. — Svo þetta varð góður vinningur eft- ir allt, segir Ása. — Hvað eruð þið búin að búa hér lengi? — El'lefu og 'hálft ár. — Frumibyggjar? — Já, við byrjuðum með tvær hendur tómar, segir Guðmundur, og vissum stundum varla, hvað ætti að hafa til næstu máltíðar. — Hvaða áhrif hefur það eftir á? — Ég beld að flestir verði ánægðir, sem hafa baft fyrir því að koma sér upp eigin húsnæði og móta það eftir eigin smekk eða smekkleysi. — Við hvað miðasit smekkur ykkar? — Að okkur líði vel heima og börnun- um, segir Guðmundur það má ekkert vera svo fínt eða heilagt, að bömin megi t. d. ekki koma inn í stofuna nema á tyllidögum — „aðeins fyrir gesti" stend- ur ekki fyrir ofan dyrnar hjá okkur. — Hvað eigið þið mörg börn? — Fjögur, tvær dætur fimmtán og þrettán ára og tvo drengi, ellefu og átta ára. — Það hallast ekki á. — Ég var nú orðinn hálfsmeykur í þriðja sinn, segir Guðmundur. — Honum var líka tilkynnt, að það væri stelpa, þriðja bamið. segir Ása. — Nú? — Já, ljósmóðirin var nýbúin að taka é móti stelpu, þegar ég hringdi, segir Guðmundur, og ruglaðist í ríminu. Ég ■var svo sem búinn að sætta æig við það, að það væri enn stelpa, en svo var hringt aftur og beðizt afsökunar: það ihefði verið strákur, og ég sagðist bara kunna þeirri breytingu vel, og hef ekkl séð eftir henni. — Afi, afi, kallar lítil stúlka og kemur trítlandi inn í stofuna. — Ertu orðinn afi? —- Nei. ekki í alvöru, segir Guðmund- ur, þá væri konan mín lika orðin amma. — Þetta er dóttir konu, sem leigði í risinu hjá okkur, segir Ása, hún missti patoba sinn og gerði Guðmund að afa sínum til að bæta sér það upp að ein- hverju leyti. — Við leigðum risið út fyrstu tíu árin, segir Guðmundur, þegar hann hefur tek- ið litlu stúl’kuna í fangið, alltaf sama fólkinu, og við urðum öll eins og ein fjölskylda. — Húsið var fyrst ekki nema tvö her- bergi og eldhús á hæðinni, segir Ása, og þrjú herbergi í risinu, en hann þarf allt- af að vara að brjóta niður og byggja. — Hvað er húsið stórt? — Hundrað og þrjátíu fermetrar. Það kemuir sér vel eftir að börnin stækkuðu, segir Guðmundur, stúlkurnar hafa t. d. svefnherbergi og stofu uppi núna, og fyrir bragðið eru þær miklu meira heima, þegar vel er að þeim búið. — Mamma er búin að setja tré allt í kring, svo pabbi geti ekki byggt meira, segir sonur þeirra. — Já, segir Guðmundur, en ég ætla að byggja fyrir framan anddyrið, tvö her- bergi í viðbót, þar eru engin tré. — Hann þarf al'ltaf að vera að byggja, segir Ása. — Ég er líka búinn að byggja sextíu fermetra bíLskúr á lóðinni, segir Guð- mundur. — Áttu toíl? — Það er næsta heimilistækið, sem við ætlum að fá okkur. — Kann konan á bíl? — Nei, en hún ætti að geta lært það. — Ætlarðu að leyfa henni það? — Já, en ég er ekki viss um, að ég þyrði að vera farþegi hjá henni, en sjálf er hún viss um að húm geti stjórnað hon- um jafn vel og saumamaskínu. — Er hún flínk á hana? — Já, hún saumar hverja flík á fjöl- skylduna. — Fara þá flestar tómstundir hennar í saumaskap? — Já, ef tómstundir skyldi kaila. — En hvað gerir þú í tómstundum þínum. — Hanm les, segir Ása. — Ég kamm bezt við mig inmam um bækur, segir Guðmundur og horfir á bókahiliurnar, sem mynda skilrúm í stof- unni. — Eru þetta alit bækur frá BókfeUs- útgáfunni? — Nei, ég les þær sízt í tómstundum, því ég er yfirleitt búinn að lesa þær áð- ur. — Hvað ertu búinn að starfa þar lengi? — Jafn lengi og ég er búinn að vera giftur. — Þú ert ekki fyrir tilibreytingu. — Nei, kannski ekki, en ástæðan til þess að ég er búinn að vera svona lengi, er sú, að mér líkar þar vel, og ég vildi óska að sem flestir ungir menn eignuð- ust jafn góða yfinmenn eða húsbændur og ég. — En hvernig líkar þér við Finnboga Rút? — Mér líkar vel hér í Kópavoginum. — Hann hélt nú fyrst að hann myndi aldrei f-esta yndi hér, segir Ása, en það fór á annam veg. — Já, við bjuggum fyrst í miðbænum, segir Guðmundur, og það var anzi stórt stökk þá að fara 'hingað. — Bíllinn, sem þú taldir heimilistækl áðan, hlýtur að brúa bilið enn betur. — Já, segir Guðmundur, við erum bú- in að fá okkur öll önnur heimiilistæki, síðast uppþvottavél. — Já, hann þurfti einu sinni að vaska upp, segir Ása. — Ég hafði satt að segja ekki gert mér grein fyrir því, hvað það er mikil vinna, segir Guðmundur, en svo rétt fyrir jólin í fyrra varð konan veik. Þá lenti það allt á mér. Ég safnaði saman öllu leirtauinu en féllust næstum því hendur, þegar ég leit yfir öll þessi ósköp. Fyrsta verk mitt eftir jólin var að panta uppþvottavél. — En ég skil ekki hvernig bú hefur tíma til að standa í iþessum sífelldu bygg- ingum. — Jú, sagði Guðmundur, það er svo fallegt hérna á kvöldin að sólarhringur- inn verður lengri en venjulega, þá finnst mér ég verða að vaka og gera eitthvað. — Farið þið þá aldrei út að sikemmta ykkur? — Jú, við förum á félagsvist og dana á eftir, segir Ása, tvisvar í mánuði. — Og tvisvar á mánuði í kirkju, bætir Guðmundur við. i.e.s. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.