Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Page 16
NVIR STRAUMAR I KVIKMYHDAGERÐ AF ÖLLUM listgreinum á kvikmyndalistin erfiðast uppdráttar og engin listgrein er eins háð fjáimagninu og almennum vin- sældum. Allt frá því er hinir fyrstu flöktandi ljósgeislar féllu á hvíta tjaldið hefur baráttan staðið á milli þeirra sem vilja eingöngu græða fé af almenningi og þeirra sem hafa séð að kvikmyndavélin er dásam- legt tæki í höndum Hstamanns til túlkunar á samtíð hans og verðmæt- um lifsins. í hinni hörðu samkeppni við sjónvarpið um hylli áhorfenda, hafa framleiðendur tekið til þeirra ráða, að gera sifellt lengri og stærri myndir r— risamyndir sýndar á risa- tjaldi með stereóhljómi og alls kon- ar tæknibrögðum. Oftast hefur kvik- myndalegt gildi þeirra veiið í öf-. ugu hlutfalli við stórkostlegheitin og íburðinn. Undir básúnuhljómi þess- „Orfeu Negro“, nútímagerð goð- sagnarinnar um Orfeus i undir- heimum, verður sýnd í Austur- bæjarbíói bráðlega. Myndin hlaut Gullpálmann í Cannes 1959. — ara tröllmynda eiga hógværar og íburðarlitlar kvikmyndir, gerðar af samvizkusömum listamönnum, sem er annara um að skapa sanna list en að stunda annárleg loddarabrögð, erfitt aðgöngu að mannanna eyrum og hjörtum. Mikill kostnaður við gerð kvikmynda og tillit það sem verður að taka til fjármálalegrar ávöxtunar hefur orðið fjötur um fót þeirra manna, sem hafa viljað lyfta kvikmyndagerð upp úr rás vanans og beina henni inn á nýjar og ókannaðar brautir og ekki viljað láta binda sig á þann bás sem pyngjusjónarmiðið afmarkar með ákveðnum formúlum fyrir því hvað helzt muni lokka almenning inn í myrkur sýningarsalanna. sér hljóðs á sviði kvikmyndagerð- ar, bæði austan hafs og vestan. Menn, sem hafa sýnt að hægt er að gera góðar myndir með litlum til- kostnaði, og vilja fara nýjar leiðir í kvikmyndasköpun. Þessir menn hafa verið flokkaðir undir ýms nöfn, „nýja aldan“ (la nouvelle vague) í Frakklandi, „ameríska nýja aldan“ í Bandaríkjunum og „hinir reiðu ungu menn“ í Bretlandi. „Nýja aldan“ hefur sú hreyfing verið kölluð, sem hófst í franskri kvikmyndagerð fyrir nokkrum ár- um. Á kvikmyndahátíðinni í Cann- es 1959 hófst merki þeirrar hreyf- ingar fyrst á loft með Ungum flótta- manni (gerð af Truffaut), Hiroshima — ástin mín (Resnais) og Orfeu Negro (Mareel Camus). Athyglin sem þessar myndir vöktu, opnaði dymar að frönskum kvikmyndaver- um'fyrir unga og áhugasama menn, sem vildu kanna nýjar leiðir, en ekki þræða hinar gömlu og troðnu. Kvikmyndagerð er kostnaðarsamt fyrirtæki og áhættusamt og því ekki verið að hætta á þá tvísýnu að leyfa óreyndum mönnum að fikta við slíkt. Hinir gömlu og reyndu voru einráðir og einungis tveir eða þrír nýir leikstjórar fengu að spreyta sig á þessum vettvangi ár- lega. En svo skipast veður skyndi- lega í lofti. Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting í franskri kvikmyndagerð og franskar myndir ekki verið jafn miklar að gæðum síðan á blómatíma þeirra á þriðja tug aldarinnar — á tímum Marcel Carné og René Clair. Á árinu 1959 gera 23 nýir menn sínar fyrstu kvikmyndir og 1960 bætast við um 40 óþekktir leik- stjórar. Frönsk kvikmyndagerð tek- ur þar með miklum stakkaskiptum og það verða byltingarkenndar breyt ingar í framleiðslu og toku kvik- mynda. Þessir ungu menn hafa ver- ið dregnir í dilk af utanaðkomandi mönnum og á þá stimplað „nýja ald- an“, en þeir eru innbyrðis mjög ó- líkir og vilja ekki láta flokka sig í ókveðinn hóp. Það sem þeir eiga sa.meiginlegt er áhuginn á kvik- myndaforminu og viljinn til að gera góðar myndir á ódýran hátt. X þeirri viðleitni hafa þeir sagt skilið að nokkru við hin dýru kvikmyndaver og taka gjarnan myndir sínar á göt- um úti, í heimahúsum eða úti á landsbyggðinni, sleppt íburðarmikl- um atriðum og dýrum stjörnum, en notað áður óþekkta leikara, sem hafa síðar öðlazt frægð, til dæmis Jean-Claude Brialy og Gérard Blain, sem báðir léku í myndum Chabrols Le Beau Sergé og Les Cousins og eru nú með þekktustu kvikmynda- leikurum Frakka. Með þessu hefur þeim tekizt að lækka kostnaðinn við kvikmyndagerð án þess að það bitni á gæðum myndanna. Þeir nota gjarnan litlar og þægilegar mynda- vélar, sem þeir geta haldið á og skera niður allan tækniútbúnað. — Heiztu menn þessarar nýju hreyf- ingar eru Claude Chabrol, Alain Resnais, Jean-Luc Godard, Francois Truffaut, Louis Malle og Alexandre Astruc. Af myndum Chabrols hafa tvær verið sýndar hér, Les Cousins (Hrópaðu ef þú getur) og Le Beau Sergé (Vinirnir), báðar mjög athygl- isverðar myndir, sérstaklega Vinim- ir, sem er ein fyrsta mynd „nýju öldunnar". Hiroshima — ástin mín, eftir Resnais, vakti mikla athygli hvarvetna þar sem hún var sýnd. Næstu mynd hans, Fyrir ári í Mar- ienbad (L’Année Derniére á Marien- bad), fáumvið ef til villaðsjá hérá landi áður en mjög langt liður, en sú mynd hefur vakið geysimikla at- hygli. Godard hlaut Silfurbjörninn í Berlín 1960 fyrir leikstjórn á mynd inni A Bout de Souffle (Á öndinni), en næsta mynd hans, Le Petit Sold- at (Litii hermaðurinn) var bönnuð af frönskum yfirvöldum, þar sem hún fjallaði um hið mikla tabú — Alsírstyrjöldina. Kvikmyndafrelsið er takmarkaðra en ritfrelsið. f fyrra fékk hann aftur verðlaun í Berlín fyrir Une Femme est une Femme (Kona er ávallt kona) og eiginkona hans, hin danska Anna Karina, hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þeirri mynd. Truffaut þekkjum við af hinni frábæru mynd Ungur flóttamaöur (Les Quatre Cents Coups) og Malle af Elskendunum (Læs Amants), sem var sýnd hér í fyrra. Sérstaka at- hygli vöktu hin löngu ástaratriði í þeirri mynd, en eitt þeirra vakti hneykslun margra og þótti ganga of nærri raunveruleikanum og var það klippt úr mörgum útgáfum myndarinnar, meðal annars þeirri sem sýnd var hér. Af myndum Al- í „Le Petit Soldat" (Litli her- maðurinn) er baksviðið Harm- leikur Alsírstríðsins. f myndinni er langt pyndingaratriði sem kostaði bann frönsku stjómar- innar. exandres Astruc mun engin sýnd hérlenöis ennþá, en þekktust þeirra er Le Rideau Cramoise (Tjaldið rauða), sem var gerð 1952 og er hans bezta mynd. Hefur hún haft áihrif á leikstjóra „nýju öldunnar" og er Astruc talinn fyrirrennari þeirra. Síðari myndir hans hafa ekki þótt eins vel gerðar og Tjaldið rauða, með hverri Astruc gerði tilraun til að spanna út yfir hefðbundinn vett- vang kvikmyndagerðar, þar sem mynd hans er sálkönnun á persón- um hennar, likt og í myndum Ant- onionis. Einnig skai nefna Marcel Camus, en mynd hans Orfeu Negro, sem er hyggð á goðsögninni um Orfeus í undirheimum, en færð í nútímabún- ing og gerist á kjötkveðjuhátíð í Ríó, verður sýnd í Austurbæjarbíói í vor. Myndin hlaut Gullpólmann —. Palme d’Or — í Cannes 1959 og er heillandi kvikmyndaverk. Orfeus er leikinn af fyrrverandi knattspymu- manni, Breno Mello, og Evrydike af Marpessa Dawn. Bæði eru hörunds- dökk og bera tignarlegan þokka kynþáttar síns í rikum mæli. Af öllum þeim fjölda .nýrra leik- stjórá, sem hafa borizt til frama í straumi „nýju öldunnar", hafa marg- ir ekki reynzt þeir hæfileikamenn sem vonazt var tál og margir helzt úr lestinni, en þeir sem hér hefur verið getið lítillega, eru orðnir fast- ir í sessi og munu án efa koma mikið við sögu franskrar kvik- myndagerðar í framtíðinnL Fétur Ólafsson, En undanfarið hafa heyrzt radd- ir, sem sýna að fólk er að verða fullmett af formúluhakkinu og heimtar betri myndir — myndir, sem eru ekki móðgun við smekk og þroska áhorfandans. Sá hópur fer vaxandi, sem ekki fer einungis í kvikmyndahús til að drepa tím- ann, heldur til að sjá fjallað um viðfangsefnið á sannfærandi og list- rænan hátt og verða ef til vill rík- ari af reynslu og skilningi á eðli mannsins og vandamálum. Menn eins og Fellini, Bergman, Kazan, Antoni- oni, Truffaut, Bunuel og fieiri, sem geta haldið áhorfandanum hugföngn um með hæfileikum sínum án þess að misbjóða skynsemi hans, eru menn sem minnzt verður löngu eft- ir að iúðurþeytarar tröllmyndanna eru þagnaðir. Á undanförnum árum hafa marg- ir ungir og efnilegir menn kvatt „A Bout de Souffle fjallar um lassarónann Michel (Jean-Paul Belmondo), sem hefur orðíð lögreglumannl að bana, og amerísku blaðakonuna Patricia (Jean Seberg), sem hann ætlar að taka með sér til Ítalíu, þegar hann hefur safnað nægu fé. En hún fær eftirþanka og kemur upp um haim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.