Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Qupperneq 8
Dauði Finns Vigfússonar Hrakningasaga f A prestskaparárum séra Hallgríms Tónssonar á Hólmum í Reyðarfirði var um nokkurra ára bil vinnumaður hjá honum að nafni Finnur Vigfússon. Var hann einn af mörgum systkinum. Höfðu foreldrar hans (Vigfús og Þórdís) um eitt skeið búið að Baulhúsum í Reyð- arfirði (eftir sögn Ólafar Baldvinsdótt- ur, saumakonu á Eskifirði). En Baul- hús voru í eyði, þegar séra Hallgrímur var á Hólmum. Gætti Finnur þar sauða fyrir prest á vetrum, ásamt Bjama Eiríkssyni, bróður Eygerðar, fyrri konu Sigurðar Oddssonar bónda að Kolla- leiru í Reyðarfirði, föður Sigríðar Sig- urðardóttur, sem nú er húsfreyja að bænum Eskifirði. Um 1880 flutti Finnur frá Hólmum út á Eskifjörð. Keyptu þá þeir bræð- ur, Finnur Vigfússon og Guðni íbúðar- hús, sem búið var að réisa undir þak og stóð inn á svokölluðu Bleiksártúni, skammt innan við þorpið. Var hús þetta eign frú Gyðu Thorlacius, ekkju Bjarna Thorlacius, læknis á Eskifirði. Lét hún byggja hús þetta eftir dauða manns síns og ætlaði að búa þar, en entist ekki ald ur til að sjá það fullsmíðað. Mun þetta hús hafa verið reist þama milli 1870— 1880, þó nær 1880. Rifu þeir bræður nú hús þetta og fluttu út í mitt kaup- túnið. Stendur það þar enn og er jafn- an nefnt Finnshús. Bjuggu þeir bræður Finnur og Guðni þar saman, báðir ó- kvæntir. Oll þau ár, sem Finnur var vinnumaður á Hólmum hafði hann fé á kaupi sínu. Einnig átti hann nokkrar ær á leigu hjá bændum þar í sveit. Atti hann því allstóran kindahóp, þeg- ar hann fór þaðan. Fékk Finnur þá leigðan nokkurn hluta af jörðinni að bænum Eskifirði og reisti þar hús fyr- ir kindur sínar. Var það ærinn beitar- húsvegur, þegar styttist dagur og snjór var kominn og allra veðra von. Vet- urinn 1905 mun hafa verið nokkuð snjóþungur hér austan lands. Hafði Finnur Vigfússon þá fé sitt að vanda í húsum, sem stóðu á túninu að bæn- um Eskifirði. Var annað húsið nær yzt á túninu, en hitt á svokölluðum Hól, sem er beint upp af íbúðarhúsinu, spöl- korn í burtu. Gekk Finnur þangað dag- lega um veturinn utan úr Eskifjarðar- kaupstað, sem er um tveggja kílómetra leið, til hirðingar á fénaði sínum. Eftir Bergþóru Pálsdóttur frá Veturhúsum Laugardaginn 7. janúar 1905 var áköf snjókoma seinni hluta dagsins og snjó- aði þá ofan á harðfenni. Logn var, en sjóndeildarhringurinn þó svo lítill, að hann var ekki nema nokkrir faðmar. Faðir minn, Páll Þorláksson, fór þann dag út á Eskifjörð, þegar hann hafði lokið gegningum í gripahúsum sínum. Var þá farið að bregða birtu. Fór hann frá Veturhúsum, sem leið lá um hlað á bænum Eskifirði og eftir veginum, sem liggur gegnum túnið til þorpsins. Þegar hann var kominn utarlega á túnið í Eskifirði sér hann hvar maður kemur á móti sér, og er ferðmikill. Sýnist honum þetta vera Finnur Vigfússon, en skilur ekkert í, hvers vegna hann sé á innleið einmitt nú á þeim tíma, þegar hann sé vanur að vera kominn heim til sín. Ofurlítið lækjargil bar á milli þeirra og bjóst faðir minn við, að þeir myndu mætast á ytra barmi þess. En þegar hann kom upp úr gilinu, sá hann engan mann. Hélt hann áfram leið sinni, en var þó tæpast viss hvort um missýningu hefði verið að ræða eða hvort maðurinn hefði getað verið svo fljótur að breyta stefnu í gripahúsin, sem stóðu þarna skammt frá eða nokkru ofar á túninu. (Taldi hann það síðar óhugsandi að athuguðu máli). Átti faðir minn erindi í verzlun Karls Tulinius, kaupmanns á Eskifirði, og fór þangað beina leið. Sá hann þá sér til undrunar að Finnur Vigfússon sat þar á öðrum enda búðarborðsins, eins og hans var oft venja á kvöldin, þegar hann var ekki við vinnu. ]\Íorguninn eftir, eða 8. janúar, var enn mikil snjókoma. Stormhrinur var 1 fjöllum og veðurútlit því mjög ískyggilegt. Hafði þá snjóað alla nótt- ina og var fannkyngi orðið svo mikið að hvergi sást á dökkan díl. Hafði fað- ir minn venju fremur hratt við með gegningar í gripahúsum sínum, því að honum skyldist, að ef eitthvað hvessti myndi geta orðið erfitt að komast leið- ar sinnar, þótt ekki væri um langan veg að fara. Klukkan á ellefta tímanum settist .allt heimilisfólkið í Veturhús- um inn í svefnherbergi foreldra minna og faðir minn fór að lesa húslestur, eins og hans var venja á sunnudögum og öðrum helgidögum. Var snjóiðan þá svo mikil að rétt sást út úr gluggunum niður á hlaðið. Hvessti þá skyndilega af norðvestri svo mikið, að allt virt- ist ætla um koll að keyra. Fuku þá rör, sem lágu frá eldavél upp úr þaki á íbúðarhúsinu að Veturhúsum og fór faðir minn út, til þess að koma þeim aftur á sinn stað. Heppnaðist honpm með erfiðismunum að ná bæjardyrum aftur, því þótt hann þyrfti ekki að fara frá húsinu ætlaði stormurinn hvað eftir annað að hrekja hann þaðan í burtu. Veðurofsinn hélzt það sem eftir var þann dag og fram á nóttina og var eng- um manni talið fært að fara frá hús- um. Reif þá einnig upp skara, svo að buldi á húsum og rúður brotnuðu. Hafði Finnur Vigfússon farið þennan morg- un, eins og hans var venja, utan af Eskifirði til fjárhúsa sinna. Töldu menn þar víst, að h'ann myndi annað tveggja hafa gist í fjárhúsum sínum eða náð bænum Eskifirði. Mánudaginn 9. janúar var farið að létta í lofti, en var þó dá- lítið skýjað. Allmikil kólga var og skaf- renningur, svo að skyggni var þar af leiðandi ekki mikið. Þegar leið undir hádegi varð bóndinn, Eyjólfur Péturs- son, sem þá bjó að Eskifirði, þess var, að ekki var hreyft við húsum Finns Vigfússonar. Þótti honum það ekki góðu spá og gerði þegar viðvart út á Eski- fjörð,- til þess að upplýst yrði, hvernig á því stæði. Var þá þegar hafizt handa um leit. Var fyrst leitað í fjárhúsum hans, ef vera mætti, að hann héldist þar enn við. Hefði ef til vill orðið veik- ur eða af öðrum ástæðum ekki komizt út, því að fennt var að dyrum. En með því, að dagur var stuttur og veður ó- hagstætt vannst ekki tími til frekari leitar þann dag. í birtingu á þriðju- dagsmorgun 10. janúar var hópur manna sáman kominn að bænum Eski- firði til leitar að Finni Vigfússyni, sem allir töldu þá andaðan, sem og líka var. Var þá komið stillt og bjart veður. Voru þá kannaðir allir skaflar og öll gil í nánd við bæinn að Eskifirði og út fyrir Bleiksá, en hún rennur, eins og kunnugt er skammt innan við þorpið og skiptir landi milli Eskifjarðarkaup- staðar og býlisins að Eskifirði. Um kl. ellefu sama dag voru allir leitarmenn aftur saman komnir að bænum Eski- firði, ráðþrota og vonlausir um, að þeim yrði auðið að finna lík Finns að svo stöddu. Kom þá Eyjólfur Péturs- son, sem áður getur, auga á einhverja dökka þúst, sem hann átti ekki von á úti á svokölluðum Hólma sunnan við Eskifjarðará. (Á þessi rennur eftir miðj- um Eskifjarðardal, en bærinn að Eski- firði stendur undir hlíðinni að norðan. Dalurinn liggur í austur og vestur.) Reyndist þetta vera lík Finns Vigfússonar, sem lá þar á grúfu. — Var það álit manna, að Finnur hefði farið frá húsi sínu á Hólmum og ætlað heim að bænum Eskifirði, en beitt sér um of í storminn og þar af leiðandi lent niður fyrir framan húsið og siðan hrakið alla þessa leið. F innur Vigfússon var mörgum harmdauði hér í þessu byggðarlagi, enda prúðmenni í alla staði, vinfastur og hjálpsamur þeim, sem á einhvem hátt voru útundan í lífinu. Veitti hann mörg- um fjárhagslega aðstoð, án þess aðhafa orð um eða krefjast endurgjalds. Finn- ur starfaði oft sem aðstoðarmaður við heimilisstörf (sótti eldivið, vatn og þess háttar) í húsi Karls Tuliniusar, kaup- manns á Eskifirði. Mun trémennska hans og háttprýði hafa verið- metin þar að verðleikum, því að hann naut mik- illar velvildar hjá allri fjölskyldunni. Sem dæmi um það má geta þess, að einn af sonum Karls Tuliniusar. Thor Tulinius, stórkaupmaður í Kaupmanna- höfn, lét heita nafni hans og er það séra Finn Tulinius, sem oft hefur kom- ið til Reykjavíkur og er mörgum kunn- ur hér á landi. Þess má geta, að í þessu sama veðri eða 8. janúar 1905, varð einnig Bjarni Eiríksson, sá er gætti sauða með Finni Vigfússyni fyrir Hallgrím prest að Hólmum, úti. Átti hann þá heima að Bakkagerði í Reyðarfirði. Var hann einnig að koma frá gegningum á sauð- fé, en hafði ekki komizt upp úr lækj- argili, sem er utan við íbúðarhúsið þar. Bjami var kvæntur Guðrúnu Hall- dórsdóttur, systur Sigurbjargar, konu Bóasar Bóassonar, sem fyrrum bjó að 5tuðlum í Reyðarfirði. Dóttir Bjarna, Valgerður Bjarnadóttir, er á lífi, gift Jónasi Bóassyni frá Stuðlum í Reyð- arfirði. Er heimili þeirra að Bakka I Reyðarfirði. Skrifað að Eskifjarðarseli, 30. des. 1956 Um hús það sem um er getið i grein þess- ari virðast vera nokkuð skiptar skoðanir hér í byggðarlaginu. Ýmsir telja það vera Gyðu- borg, hús reist að Helgustöðum i Belgustaöa- hrepp, 1804. Eign frú Gyðu Thorlacíus. konu Þóraðar Thorlaciusar, sýslumanns í Suður- Múlasýsiu 1801—1812. Tei ég heimildir þær mjög á reiki og með ólíkindum, og margt benda til þess að nöfnum þessara tveggja kvenna sé einungis blandað saman, sem og ekki er undarlegt þar sem þær heita báðar sama nafni, og eiginmenn þeirra bera báðir sama ættarnafn. í endurminningum frú Gyðu Thorlacius, um dvöl hennar á íslandi 1801—1815, lýsir hún húsi því sem tengdafaðir hennar og*faðir létu reisa að Helgustöðum 1804, handa þeim hjón um, rúmbetri, þægilegri og vistlegri íbúð en þau höfðu áður átt að venjast á íslandi, og á engan hátt er þar hægt að álíta annað en að hús það hafi verið í alla staði full smið- að. 1812, selur svo Þórður Thorlacíus, jarðeign sína að Helgustöðum og húsið Gyðuborg. Hinn 7 .janúar 1884, fær Guðni Vigfússon, afsal á húsi i Bleiksá. Er talið að hús það hafi verið að mestu óinnréttað. Munu þeir bræður Guðni og Finnur hafa búið þar nokkur ár og Vilhelmína Vigfúsdóttir, systir þeirra verið bústýra hjá þeim. En 1893 er húsið komið út I Eskifjarðarkauptún á þann stað sem það stendur nú. og 1895, áttu þar heima á neðri hæð Stefán Magnússon, og Vilhelmína Magnús dóttir, systif hans sem þá var saumakona og nýlega komifc heim frá Danmörku. Finnur Vigfússon bjó þá I útendanum uppi á loftinu sem þá var enn óinnréttað nema þar sem Finn ur svaf. Enn sést móta fyrir grunninum inni á Bleiks ártúni þar sem sagt er að húsið hafi staðið og enn lifa minningar í hugum eldra fólks, sem á þjóðsagnalegan hátt áttu að sýna bústað hinnar öldnu konu eftir þeim friðsæla bústað sem hún vildi reisa sér á hólnum neðan við brekkuna innan við fjarðarbotninn, þar sem skipakoman blasti við augum og vegir skipt- ust í þrjár áttir, skammt frá bæjardyrum hennar. Nýlegra er lokið hjá Decca upptöku á „Othello" eftir Verdi, og er það 100. heildarupptaka á óperu, sem fyrirtækið gefur út. Stjórnandi er Herbert von Karajan, og með aðalhlutverkin fara Renata Tebaldi, Mario del Monaco og Aldo Protti. Fílharmóníuh'ljómsveitin í Vín leikur. — Jafnframt er „Othello“ hin fyrsta af nærri 30 óperum, sem Decca og RCA Victor hyggjast taka upp í heild á þessu ári í Evrópu og Ameríku, og mun það vera eitt mesta stórvirki sinnar tegundar í sögu hljóm- plötunnar. Aif öðrum óperum, sem ráð- gerðar eru í þessum flokki, má nefna „Rigoletto“ (með Joan Sutherland í hlutverki Gildu) og „Salome“ eftir Richard Strauss (með Birgit Nilsson í aðalhlutverkinu). — _ _ , Kom þá Eyjólfur Pétursson auga á dökka þúst. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.