Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 1
25. tbl. — 10. júlí 1966. — 41. árgangur fFormáli þýðarans. — Þegar Craigie flutti erindi þetta, voru liðin fimmtán ór frá því er hann hafði síðast verið á íslandi, og á þeim háifum öðrum ára- tug höfðu hér orðið miklar og marg- víslegar breytingar, en bersýnilegt að hann miðar þó allt við óbreytt ástand — jafnvel fólksfjöldinn. Þetta ber að hafa í huga þegar lesið er. Erindið var að sjálfsögðu prentað í safnriti stofnunarinnar, en ekki voru tekin af því nema örfá sérprent, titil- „ blaðslaus. Það er því að kalla má með . öllu óþekkt hér á landi, ekki vitað að Z til sé í landinu nema eitt eintak og Z jafnvel á Bretlandi mun það naumast ' að finna utan bókasafna hinn stærstu jj menntastofnana. En ekki geta þess verið ■ mörg dæmi að í jafn-stuttu máli hafi • j^ÍH-skýrlega verið gerð grein fyrir þvi, I frá öllum hliðum og sjónarmiðum, hvað ! íslenzkar fornsögur séu í rauninni og ! hver séu höfuðeinkenni þeirra. Áheyr- ! endur að erindinu hafa að sjálfsögðu - eingöngu verið úr hópi hinna fremstu j menntamanna (Sir Arthur Keith sat 1 ■ íorsæti — was in the chair — þetta ■ kvöld), en þó má gera ráð fyrir að Z flestir hafi þeir verið allsendis ókunn- Z ugir efninu, og af þeirri ástæðu varð I fyrirlesarinn eðlilega að segja ýmislegt ■ það, er allir íslendingar vita, en þó mun ■ það hverfandi lítið. Meginhluti erind- ■ isins mun hjálpa því nær hverjum ís- ■ lenzkum lesanda til glöggvari skilnings ; á þessu ramíslenzka efni og skýrara ! yfirlits yfir það. Það er því skaði að í! erindið _ skuii ekki fyrir löngu hafa • komið út í íslenzkri þýðingu. En svo - mætti að vonum segja um fleira, sem ■ Craigie, þessi sérstæði meistari, ritaði ■ um íslenzk efni. NuIIum quod tetiget ■ non ornavit. Ekki snart hann svo neitt ; að eigi fegraði hann það. Mætti sérstak- Z lega minna á hina litlu bók hans um Z trúarbrögð norrænna þjóða í fornöld. ■ Til þess að sýna dæmi um þær dul- • rænu frásagnir sem fornsögur okkar, ■ einkum Islendingasögur, eru svo auðug- ■ ar af, hefir Craigie endursagt þátt þeirra ■ frændanna og fóstbræðranna í Ólafs- ! dal, Eyjólfs Þórdísarsonar og Þorgeirs Z hófleysu. Naumast mundi unnt að finna ! betra dæmi, því hér er dulræna efnið - tvíþætt: örlagasaga fóstbræðra (hvort ■ sem söguritarinn ætlast til að spá gömlu ■ konunnar beri að skilja einfaldlega sem ! sýn inn í framtíðina, eða áhrinsorð ! sem skapraunin knýr upp úr undir- Z djúpi særðrar sálar) og svipirnir, Þor- ■ geir Hávarsson og þeir sem með hon- • um féllu, sem þeir Kálfur og Steinólf- ■ ur sjá rétt fyrir bræðravígin og ein- ; mitt á þeim slóðum, þar sem þau urðu. ; Til þess að atburðurinn (sem fræði- ! menn telja að gerzt hafi árið 1026) Z verði ennþá áhrifameiri, ennþá drama- - tískari, gerist hann einmitt þegar Eyi- ■ ólfur er á leið heim til sín frá greftrun ; gömlu konunnar, er sagt hafði hann fyr- ; ir. Allt er þetta svo ógnþrungið, að það ; ætti vel heima í grískum sorgarleik. ! Orlagaþræðirnir eru svo margslungnir. Z En slíkar sögur, slíkir atburðir, þar sem - dularmögn tilverunnar grípa inn í hvers ■ dagslegt mannlífið, orkuðu alla tíð mjög ■ á Sir William Craigie, og má vera ■ að keltneska ætternið hafi þar sagt til ■ sín, því móðir hans var af hálenzkum ; ættum. í þessari ritgerð hans, er saga Z Eyjólfs og Þorgeirs eini kaflinn, sem ! hann tekur upp úr fornsögunum í löngu I máli, og gerir sjálfur grein fyrir ástæð- • unni — sem vitanlega er i fyllsta máta ■ réttmæt. • Margur mun minnast þess við lest- ■ urinn, að hópsýnir látinna manna telja ; ýmsir sig sjá enn í dag. En sjaldan ! Erindi sem Sir William Craigie flufti í Royal Institution ot Creat Britain 24. apríl 1925 orð sem svarar til sagnarinnar að segja. Saga er einfaldlega eitthvað sem sagt er eða greinir frá einhverju, og sem tæknilegt orð táknar það frásögn skipu- lega fram setta og í meira eða imnna listrænu formi, eftir því hvernig hatt- ar um efnið og hæfileika sögumanns- ins. Til þess að úr verði saga, verður að liggja fyrir söguefni, sem vera má hvort ui þá ætlun, að nokkuð sem skugga- legt sé eða kynlegt umlyki íslenzkar fornsögur. Það er óumdeilanlega merki- legt að þær skyldu verða til á afskekktu eylandi og hjá fámennri þjóð, en ég vona að það sýni sig að þær voru eðii- legur ávöxtur sögu þess lands og þeirr- ar þjóðar. 1. Landið. — ísland er eyja, svo norðlæg að heimskautsbaugur snertir er neitt beinlínis dramatískt við þær sýnir, og langoftast eru það nýdrukkn- aðar skipshafnir, er menn nú þykjast sjá, en sjaldan eða aldrei hópar löngu látinna manna. Á Englandi aftur á móti ber það enn við að menn telji sig sjá fylkingar rómverskra hermanna, og má um þær sýnir lesa nokkuð í Kvöld- vöku 1951, bls. 41—49, en þó einkum í bók þeirri, sem þar er vitnað til sem heimildarritsl • E itt hið merkilegasta við íslenzk- ar fornsögur er það, hve miklum mis- skilningi þær hafa valdið. Mjög almennt hefir verið talið að þær væru eitthvað sérlega frumstætt, sérlega dularfullt, upprunnið í veröld torskilinna þjóðsagna og goðsagna, formlaus óskapnaður, eitt- hvað líkt því sem fornnorræn goðafræði nefnir Ginnungagap. Þrálátasti mis- skilningurinn og mesta öfugmælið er þó hitt, að íslenzkar fornsögur séu kvæði. Jafnvel í góðri bók um germönsk munn- mæli hefi ég rekið mig á, að vitnað væri til „hins langa íslenzka kvæðis Þiðrekssögu". Ef sá maður, er þannig ritaði, hefði opnað bókina ,mundi það hafa blasað þar við honum, að frá upp- hafi til enda er hún óbundið mál Það er því ekki úr vegi að ég hefji mál mitt á því, að geta þess skýrt og skilmerkilega, hvað orðið saga táknar og hefir ávallt táknað í munni hvers íslendings. Það er blátt áfram nafn- heldur satt eða logið, eða samsuða af hvorutvegga. Islenzkar fornsögur geta þannig verið allar götur frá sagnfræði- legum sannindum eða hálfsannindum, munnmælum af ýmsu tagi, og loks hreinn tilbúningur. Sjálft heitið saga gefur enga bendingu um það til né frá hvort frásögnin er sönn eða ekki. íslendingar hafa aldrei lagt niður að rita sögur. Þeir rita þær enn í dag. En heitið íslenzkar fornsögur er venju- lega viðhaft í takmarkaðri merkingu um sögulegar bókmenntir íslands þær er til urðu á tímabilinu frá miðri tólftu öld til loka fjórtándu aldar. Teknar sem heild eru þessar bók- menntir mjög yfirgripsmiklar og til full skil í einu klukkustundar erindi. þess væri enginn vinnandi vegur að gera þeim og öllum þeirra sérkennum Ég hugsa mér því það eitt að ræða einungis nokkur fá af sérkennum þess- ara sagna, og einkum að sýna hvernig þessar bókmenntir urðu af eðlilegum ástæðum til fyrir landshættina og iög- uðust eftir þeim og lífsskilyrðum ís- lenzku þjóðarinnar á tímum sagnarit- unarinnar. Með þessu móti hygg ég að það muni reynast auðvelt að kveða nið- Sir William Craigie nyrztu odda hennar. Það er stærra en írland, en aðeins lítill hluti þess er byggilegur og þar getur aðeins lítiiLl fólksfjöldi framfleytt sér. Jafnvel nú á tímum er íbúatalan ekki nema um það bil níutíu þúsund, og fyrr á tímum má vera að hún hafi verið helmingi minni. Þeir sem fyrstir fundu ísland voru írskir og skozkir munkar (Kuldear), sem hættu sér út á ókunn höf á veik- byggðum bátum í leit að einveru. Þeir höfðu þar nokkra fámenna aðseturs- staði þegar norrænir menn fyrst upp- götvuðu tilveru landsins. Munnmælin tilgreina þrjá menn, er þetta hafi gert: Naddoð, víking frá Færeyjum, og nefndi hann landið Snæland; Garðar, ssenskan mann, og eftir honum var það um hríð nefnt Garðarshólmur; og loks Flóka, sem gaf því nafnið ísland. » Uppgötvun þessi varð á hentugum tíma, því þá voru að gerast þau tíðindi í Noregi sem stuðluðu að miklum út- flutningi fólks þaðan. Haraldur hár- fagri var að leggja undir sig allan Noreg og gerast einvaldur, en áður höfðu verið þar margir smákonungar, jarlar og stórmenni, sem ófúsir voru að afsala sér sjálfstæði sínu. Þeir sem lifðu af ófriðinn og vildu ekki lúta sigur- vegaranum, leituðu sér bústaða í öðr- um löndum. Margir fóru til Hjaltlands og Orkneyja, til norðausturstrandar og vesturstrandar Skotlands, og til írlands. Ófáir þessara — og sama gil'ti um ýmsa þá, er ekki voru þegar flúnir úr Nor- egi — glöddust yfir því, að fundið var nýtt land og ónumið, þar sem þeim gafst tækifæri til að setja sig niður við ærið olbogarúm og búa við svipuð skil- yrði og þeir höfðu áður haft. (2.) Uppliaf landnáms. Landnám á íslandi er talið að hefjist með komu Ingólfs Arnarsonar þangað árið 874, en hann tók sér bólfestu í Reykjavik. Um nálega hálfrar aldar skeið flóði stöðug- ur straumur landnámsmanna þangað,-* einkum frá vesturströnd Noregs, unz allt byggilegt land við sjávarsíðuna og inn til dala var numið. Eftir það dró eðlilega úr fólksflutningunum, enda þótt strjálingur héldi áfram að koma enn um tuttugu til þrjátíu ára skeið. Um 960, ef ekki fyrr, hafði landið ver- ið numið til fulls. Landnemarnir voru af einum og sama kynstofni og mæltu allir á sömu tungu — vesturnorsku eins og hún var í þá tíð. Að vísu voru þeir dálítið blandaðir öðrum þjóðern- um — keltnesku, slavnesku, o.s.frv. — en þessa gætti nálega ekki í tungu eða menningarerfðum þjóðarinnar í heild. Hún var í þessum efnum hreinlega norræn, eins og frændur hennar í Nor- egi. (3.) Island séð innanfrá á söguöld. —• Við verðum því að hugsa okkur Is- land þessa tíma sem nýtt land, bygg^ (að svo miklu leyti sem það var byggi- legt) vöskum og hugrökkum mönnum — mönnum sem haft höfðu manndóm til þess að fyrirláta sín fyrri heimkynni til þess að skapa sér ný í öðru landi. Margir höfðu þeir séð mikinn hluta Vestur-Evrópu áður en þeir settust að á íslandi. Margir voru þeir af háum stig- um ^ í Noregi, jafnvel konunga-ættum, og áttu göfuga ættmenn í öðrum lönd- um. Fáir höfðu þeir skap til þess að sætta sig við afskipti eða ásælm af hálfu granna sinna, og mannskæðar illdeilur voru ekki fátíðar. Um nálega hálfrar annarrar aldar skeið (þangað til um 1030) var lífið á íslandi fullt af óróa, jafnvel fyrir þá sem friðsamir voru. Þar var engin þurrð æsilegra at- burða handa þeim mönnum að segja frá, sem tekið höfðu þátt í þeim, og# fyrir næstu niðjana. í þessum frásögn- um af ferli ættanna lá það, sem með- al annars varð em af undirstöðum íslenzkra fornsagna. 4. Módurlandið — Og nú voru mik- i' tíðindi að gerast í Noregi. Haraldur hárfagn og þeir Noregskonungar, sem á eftir honum komu, unnu kappsamlega að því að skapa sögu heima og erlendis. Framhald á bls. 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.