Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 15
nefnir fyrstan Ara Þorgilsson, föður ís- lenzkrar söguritunar, er ritaði kringum 1130, og við tekur Eiríkur Oddsson, sem uppi var um miðja tólftu öld og ritaði sögu Noregs frá því um 1130 til 1161. Það, sem sagt er um Eirík þenna, sýnir hve samvizkusamlega slíkir höfundar •leituðust við að afla sér fróðleiks frá fyrstu hendi: „Frásögn þessa“, er okkur tjáð, „reit hann eftir fyrirsögn Hákonar maga, lends manns þeirra Haraldssona. Hákon og synir hans voru í öllum þess- Um deilum og ráðagjörðum. Enn nefnir Eiríkur fleiri menn, er honum sögðu frá þessum tíðindum, vitrir menn og sann- orðir, og voru nær, svo að þeir heyrðu eða sáu atburðina." Svo er það enn í sögu Sverris konungs, er Karl ábóti Jónsson ritaði milli 1165 og 1205. Þar er okkur sagt að „síðari hlutur bókar- ir.nar er ritaður eftir þeim mönnum, er minni höfðu til, svo að sjálfir þeir höfðu séð og heyrt þessi tíðindi, en sumir þeir er verið höfðu í orrustunum. Sum þessi tíðindi voru svo í minni fest, að menn -ituðu þau þegar eftir, er ný- orðin voru.“ S lík orð í ritum þessum varpa skýru Ijósi á það hugarfar, er leiddi til svo mikillar sagnaritunar á meðal ís- lendinga. Það sem okkur er sagt um þessa höfunda, er rétt nú voru nefndir, og það sem Snorri Sturluson segir um Ara Þorgilsson og heimildarmenn hans, á alveg jafnt við um marga hinna ó- nefndu höfunda sagnanna. Þeir voru ir.enn sem glöggan skUning höfðu á hinu eiginlega hlutverki sagnaritarans; þeir vissu hvernig þeir áttu að viða að sér efni, bera saman vitnisburðina og vinsa úr þeim, og hvernig þeir áttu að finna rétta tímasetningu atburðanna. En þeir vissu einnig að ólík efni krefjast ólíkr- ar meðferðar: að sú stranga rannsókn heimilda, sem saga samtíðar og nýlið- innar tíðar- útheimtir, átti ekki heima þar sem um var að rasða fjarlægari og skáldsögulegri tíma. „Lygisögur" þær, er féllu Sverri konungi í geð, voru ekki teknar alvarléga; það gerðu hvorki höf- undar þeirra né heldur hinir, er þeirra skyldu njóta, hversu mjög sem þetta kann að hafa verið misskilið síðar á tímum. Að því er bezt verður vitað, tíðkaðist ekki að færa skáldsögur þessar í letur fyrr en á þrettándu öld, og því ekki fyrr en eftir að sannsögulegt efni hafði verið tæmt. Þegar »114 það, sem vitað var um fræga íslendinga, konunga Nor- egs og Danmerkur, Orkneyjajarla, o. s. frv., hafði verið fært í letur, heimtaði lóngunin til bókmenntasköpunar nýtt viðfangsefni, og með því að hið ófalsaða efni var gengið til þurrðar, var tekið til við hitt, sem uppspunnið var. Með þessu rr.óti skapaðist fjöldi slíkra sagna, sem að nokkru leyti grundvölluðust á forn- um þjóðsögum, en byggðust þó að mestu leyti á ímyndunargáfu ritarans. Upp að vissu marki hafa þær greinilega skyld- leikamerki hver með annarri. Miðdep- illinn er einhver frægur konungur eða kappi, sem lendir í miklum ævintýrum: fer í víking, brýtur hauga, berst við dreka, risa o. s. frv., flest nokkuð hvað öðru líkt. En í mörgum þeirra koma fyrir áhrifamiklir atburðir, sem vel er sagt frá, og kemur það þar fram, að hin forna ritsnilli var ekki enn glötuð. Mál- ið á sögum þessum er yfirleitt gott og hinar beztu þeirra heyra til hinum klassiska tíma íslenzkra bókmennta. En ekki eru höfundar þessara sagna síður nafnlausir heldur en höfundar hinna sannsögulegu sagna, og sennilega liggur til þess sama áistæðan, þ.e.a.s. sú, að uppistaða sögunnar hafi verið búin að ganga munnmælaleiðina og að sagan hafi smárn saman myndazt í meðförum þeirra manna, er sögðu hana hver fram af öðrum. Nokkur atriði má loks nefna að niður- lagi: 1. Þeirrar spurningar kann að verða spurt, hvern trúnað megi leggja á sög- urnar, hvort taka megi þær sem gild vitni um sögulegar staðreyndir, t. d. fund Ameríku fyrir daga Kolumbusar. Þessu hefi ég þegar að nokkru leyti svarað með því að geta þess, að sög- urnar eru mjög misjafnlega traustar að því er sögulegt sannleiksgildi varðar; sumt er í þeim sannsögulegt, sumt b.ieinn skáldskapur, og þetta hvort- tveggja getur verið að finna í einni og sömu sögunni. Það er ekki nóg með það, að einn flokkur sagna er sannfróðari en annar, heldur verður og hver saga að dæmast eftir sínum eigin verðleikum. Stundum er það, að traustleika frá- sagnarinnar í tiltekinni sögu megi sannprófa með rökum utan hennar og óreiðanleiki hennar þar með fást stað- festur. Þannig hefir — svo að dæmi sé tekið — nýlega verið sýnt fram á það, að lýsingin á afskekktum stað í Noregi, eins og hana er að finna í Gunnlaugs- sögu, kemur nákvæmlega heim við það sem er að finna á staðnum, og að lands- lagsatriðin hljóta að hafa geymzt í arf- sögninni með merkilegri nákvæmni. í sögu eins af Danakonungum er af til- viljun að því vikið, að hann væri haltur, þó að annars sé ekkert um það vitað. Nýleg rannsókn á hinum konunglega legstað hefir leitt það í ljós, að þarna er rétt með farið. 2. Hvað sem er um eðli eða gildi þess, er sögurnar greina frá, veitir formið sjálft venjulega engan möguleika til þess að dæma um það. Hvort sem sagan er sönn eða tilbúin, er nákvæmn- in í smáatriðum hin sama og hrekk- leysið af hálfu sögumannsins, að því er virðist, hið sama. Meðan nokkuð skortir á fullan s'kilning á þessu atriði, er hætta á því, að íslenzk fornsaga verði alvar- lega misskilin og að höfundurinn verði aiveg að ósekju vændur um annaðhvort trúgirni eða vísvitandi tilraun til að blekkja. 3. Eitt er það, sem vill þreyta nú- tiðarmann er hann les íslenzka forn- sögu, eða verða honum til ama, en það eru hinar löngu ættartölur, settar þar inn, sem þær virðast alls ekki eiga heima. Þær eru þarna sökum þess, hve íslendingar láta sér títt um ævisögur og ættfræði (sem hvorttveggja er þeim engu miður hugleikið nú en í fornöld) og innskotsstaðurinn er í rauninni valinn af listrænum ástæðum, svo að frásögnin megi halda áfram óhindruð þar sem verr hefði farið að rjúfa hana. 4. Þýðingar. íslenzkan er flókið mál og erfitt, og það eru aðeins fáir, sem fórnað geta nægum tíma til að lœra hana. Flestar hinna verulega góðu og hugðnæmu sagna hafa verið þýddar, en mjög mismunandi vel. Það er ákaflega erfitt að þýða hið bezta óbundið mál ís- lenzkt á góða og eðlilega ensku, og það hefir enn engum tekizt til fulls. Hlut- verkið er enniþá örðugra þegar upp í sóguna eru teknar vísur skáldanna. Að þýða þær svo að vel sé, er hartnær ómögulegt; og svo að gráu sé bætt ofan á svart, eru lélegustu vísurnar í beztu íslendingasögunum. Það yfirlit, sem ég hefi hér gert, er ákaflega ófullkomin greinargerð á miklu efni, en það kann að gefa ofurlitla hug- mynd um það, hvernig íslenzkar forn- sögur urðu til og hvað þær hafa inni að halda, og umfram allt stuðla að því að eyða þeirri skoðun, að þær séu á nokk- urn hátt frumstæðar eða dularfullar, hvort heldur er um form eða efni. Þær eru svo langt frá að vera það, að fáar tegundir bókmennta eru í nánari snert- ingu við sögu og líf fólksíns, og við landið sem á þær, heldur en hin óspilita gerð íslenzkra fornsagna. Sn. 3. þýddi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 10. júlí 1066

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.