Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 9
voru undir rannsókn hjá ríkislögregl- unni. í heila viku var ég fullkomlega ein- angraður og fékk engan mann að sjá nema nokkra þögl-a verði. Þarna var ekkert útvarp, og allt samtal var bannað. Gluggarnir í klefanum mínum voru ógagnsseir og gangurinn úti fyrir með svo þykkum ábreiðum, að ekkert fótatak heyrðist. Engu að síður vissi ég, að ég var undir stöðugu eftirliti, því að einn morgun, þegar ég var að hnoða svartabrauðið mitt og búa til kross úr því, til þess að drepa tímann, sem var orðinn óþolandi, var vörðurinn næst- um samstundis kominn inn í klefann, og spurði, hvað ég væri að gera. Ég fékk ekki að nota penna eða blýant, og gleraugun mín voru tekin af mér á hverju kvöldi, líklega til þess að ég skyldi ekki brjóta glerin og fremja sjálfsmorð með þeim að næturlagi. Þarna var alls ekkert samband við nokkurn mann — ekki einu sinni eitt bros. Þetta var hræðilegasta vikan í öllu lífi mínu, Enginn gat svarað beiðnum mínum um að fá að vita, hvers vegna ég væri þarna, og ég gat ekki annað haldið en verið væri að sjóða saman ákæru á mig fyrir njósnir. Ég reyndi að búa mig undir harkalegar yfirheyrslur, en ríkis- ANNAR HLUTI lögreglan var sögð útfarin í að kreista játningar út úr mönnum. Eftir nokkra daga ákvað ég að spyrja ekki einu sinni um örlög mín, þar eð slíkt gæti orðið útskýrt sem veikleiki af minni Ihálfu, eða þá sektarmeðvitund. Hinn 10. desember 1963 var mér ekið inn í miðborgina í Moskvu. Enn gaf enginn mér neina skýringu á neinu. Það var ekki fyrr en ég heyrði gamal- kunna rödd bandaríska ræðismanns- ins, James Klemstines, sem hafði verið við réttarhaldið yfir mér, að mér skild- ist, að ég hefði verið fluttur til Moskvu til að tala við fulltrúa frá sendiráð- inu. Því var stungið að mér, að ég mætti ekki láta neitt orð falla um það, hvar ég væri í haldi, eða hvað ég hefði verið að gera. Allt slíkt tal væri bann- að. Þótt ég gæti ekki sagt neitt af sjálf- um mér, var það þó mikill léttir að mega tala við Klemstine í staðinn fyrir við einhvern ríkislögreglumann, sem spyrði mig spjörunum úr. Sýnilega var eini tilgangurinn með þessu viðtali sá að sanna, að ég væri lifandi og við góða heilsu. af egar ég kom aftur í Fangabúða- nýlendu nr. 5 — 3. janúar 1964 — var hávetur og engin hreyfing á neinu í frostinu nema vindunum og okkur sjálfum. Á hverjum morgni klukkan átta stungum við brauðbita undir skyrturnar okkar, fórum í flókastígvél- in, settum upp loðhúfur, fórum í stopp- aðar treyjur — sem voru sæmilega hlýj- ar, jafnvel í þessum ógnarkulda — og söfnuðumst saman við aðalhliðið. Þar vorum við taldir nokkrum sinnum, bornir saman við Ijósmyndir af okkur, og svo reknir áfram í vinnuflokkum undir eftirliti hermanna með handvél- byssur og lögregluihunda. Samkvæmt reglunum áttum við að ganga þrír hlið við hlið og hvorki tala né reykja, en meðan við óðum gegn- um djúpan snjóinn fór fylkingin öll úr skorðum, og allir töluðu og reykt.u. Liðþjálfinn reyndi að halda uppi reglu. — Farið þið inn í röðina! Inn í röð- ina, segi ég! Annars verð ég vcndur! — Rólegur, karl minn, sagði einn eldri fanganna. Hver studdi á hnappinn hjá þér i dag? Fangarnir fremst í röðinni tóku að stríða unga hermanninum, sem leit eftir þeim. Þetta var snc-tur ungur maður frá Úzbekistan, uppnefndur „Tasj- kent“. — Hæ, Tasjkent, varaðu þig. Ég ætla að stinga af! Tasjkent brosti, svo að skein í hvít- ar tennurnar. — Skömm er að heyra til þín! Ertu orðinn leiður á lífínu, svona ungur? M. lYi'nn vinnuhópur (20 manns) hafði fengið það verkefni að byggja gestabragga, þar sem eiginkonur, sem kornu í heimsókn, gátu fengið að sofa hjá mönnum sínum í fjórar nætur. En nú vorum við að höggva, kljúfa og hlaða upp viði úti í skóginum, til þess að birgja okkur upp af eldiviði. Við komum með andlitin ísköld og kynt- um bál, meðan dátarnir settu upp steng- ur til að afmarka starfssvæði okkar. Þeir stóðu svo vörð, hver á sínu horni, en þar sem þeir voru ekki ábyrgir fynr neinu nema örygginu, skiptu þeir sér ekkert af því, hvernig við ynnum. (Þetta Framhald á bls. 10. E n svo í desember var ég snögg- lega fluttur aftur til Moskvu í járn- brautarlest. Enginn gat sagt mér, hvert ég væri að fara eða hvers vegna, en þar eð ég hafði nýlega fengið orðsend- ingu frá sovétinu í Hvíta-Rússlandi, þar sem mér var ráðið til að sækja um náðun, þá skildi ég þetta þannig, að ég væri um það bil að sleppa. En þegar mér var skilað í fangelsi í Moskvu, og ég las á skjöldinn við dyrn- ar, varð ég fyrst hræddur fyrir alvöru. Þetta var sérfangelsi handa þeim, sem búðirnar. Kvöldin og sunnudagana átt- um við frí og gátum þá farið ferða okkar um búðirnar og heimsótt kunn- ingjana. Verðirnir létu þá sjaldan á sér kræla, en á kvöldin var varðliðið tvöfaldað, — og við eyddum frístund- unum í tiltölulegu frelsi og skröfuð- um við náungann og hvíldum okkur. Við höfðum skáktöfl og dómínó, stöku sinnum kvikmyndir, nokkra grammó- fóna, sem voru einkaeign, og hátalara fyrir Moskvuútvarpið, dagblöð, gömul tímarit og jafnvel nokkrar gulnaðar bókasafnsbækur. Dótið mitt hafði ver- að sent með mér, þegar ég fór frá Minsk, og gítarinn minn aflaði mér vinsælda meðal fanganna. Næstum á hverju kvöldi söfnuðust þeir saman kringum kojuna mína, og ég lék lög samkvæmt beiðni og æfði ný lög. Nick hélt áfram að sniglast kring- um mig í fyrstunni, en því meira sem ég sá til hans, því minna var ég hrifinn af honum. Hann hikaði og breytti sögu sinni, og því meira sem hann talaði, því tortryggilegra varð það í eyrum mínum. Hann var alltaf að reyna að veiða eitthvað upp úr mér með lagi: Hvernig likaði mér Sovétkerfið? Hver var afstaða mín til kommúnismans? Hvaða pólítisk sambönd hafði ég í Bandaríkjunum? Ég komst upp á það að tala aðeins almennt og gefa honum engar upplýsingar. Ég þóttist nú alveg viss um, að hann væri í erindum yfir- mannanna. Kannski ekki lögreglunjósn- ari, en ég gat ekki trúað, að hann væri sá, sem hann sagðist vera, og þetta gerði umgengni okkar óviðkunnanlega. Áður en vika var liðin, hafði ég van- izt reglunum þarna í fangabúðunum. Lifnaðarhættirnir voru fátæklegir en ekki óþolandi, nema að því er tók til varðanna og byssnanna — hefði það ekki verið, hefði þetta vel getað verið venjulegur vinnuslaður á einhverju landamærasvæði. 10. júll 190« LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.