Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 4
Píslarvotturinn WANG Þjóðhetja Peking-stjórnarinnar Þessi mynd af góða dátanum Wang Chieh (undir veggskildi af Maó Tse- tung) birtist í Dagblaði alþýðunnar í Peking 14. nóv. s.L Bókin, sem Wang heldur í fangi sér, er að sjálfsögðu „tJrval úr ritverkum Maó Tse-tungs“. Kínverskir kommúistar hafa eignazt nýja hetju — Wang Chieh, 23ja ára gamlan sveit- arforingja í hernum, sem Peking- stjórnin segir hafa „fórnað lífi sínu á dýrlegan hátt“ til að bjarga lífi tólf hermanna af völdum dýnamit- sprengingar í júlí sl. Holskefla áróðurs hefir gengið yfir meginland Kína síðan í nóv- ember, þar sem lof hefir verið bor- ið á dyggðir Wangs og arfleifð hans. 100,000 orða dagbók, sem „fannst í fórum hans“, hefur verið birt. Chou En-lai, forsætisráðherra, og Lin Piao, landvarnarráðherra, eru í hópi háttsettra foringja í Peking, sem borið hafa persónulega lof á „hinn góða dáta Maós“. Blöð og útvarp eru látin kyrja vígorðið „lærið af Wang Chieh“, og þau skýra einnig frá því, að fræðsludeildir hersins, verkamenn, æskulýðshópar og aðrir hafi fengið skipun um að „vígbúa“ fjöldann, svo að hann kynni sér dagbók þessa „byltingardýrlings“. Útdrættir úr dagbókinni voru birtir í helztu blöðum og tímaritum, en síðar var dagbókin birt í heild. Starfsmenn flokksins í stórborg- inni Nanking skýrðu brátt frá því, að baráttan til að líkja eftir Wang væri „háð af miklu kappi“. E n hvers konar maður var hann, þessi félagi Wang sálugi? Og hvers vegna hefir ævi hans og skrif orðið svo mikilvæg á meginlandi Kína? Samkvæmt frásögn yfirvalda í Pek- ing var Wang ósérhlífinn og óeigin- gjarn maður, svo að af bar, og hver hans hugsun, hvert orð hans og athöfn miðaðist við að auka veg „byltingar- innar", það er að segja Kína komm- Únista. Þess hefir verið getið til dæmis, að af því að ríkisstjórnin hvatti fólk til að giftast ekki of snemma, bæði til að halda fæðingum niðri og gera ungu fólki kleift að starfa í þágu ríkisins lengur en ella, frestaði Wang hjúskap sínum hvað eftir annað, til þess að geta þjónað hernum dag og nótt. egar nýr riðilsstjóri kom til þjónustu við sveit Wangs, fór Wang á fund hans og sagði: „Riðilsstjóri, þú ættir að gefa mér skipanir um meiri vinnu framvegis. Þú ættir að gera mjög strangar kröfur til mín, að því er snertir daglegt líf mitt. Hvenær sem þú verður var einhverra Hiistaka, áttu að gagnrýna mig“. í mörgum herjum hefði riðilsstjóri að líkindum vítt Wang fyrir ósvífni, sem nálgaðist óhlýðni og uppreisn, en haft er fyrir satt, að foringi Wangs hafi verið „mjög hrærður" af þessum orðum hans. ang notaði ekki vettlinga í kulda, svo að félagar hans gætu notað þá, hann neitaði að nota regnfrakka gveitar sinnar í illviðrum; og þegar nýir skór voru fáanlegir, beið hann, þar til allir aðrir höfðu fengið skó; þá fyrst fór hann og valdi sér. Þegar sveit Wangs hafði verið á göngu allan dag- inn, tók hann að sér að standa vörð í sex klukkustundir samfleytt, svo að þreyttir félagar hans gætu sofið og safnað kröftum til göngu næsta dag. Þegar sveit hans voru gefnir nokkrir aðgöngumiðar að leikhúsi, sagði Wang alltaf: „Parið og njótið sýningarinnar, drengir. Ég skal gæta herbúðanna. Ég get séð næstu sýningu". Þessi óeigingimi Wangs varð til þess, að hann var lofsunginn í blaðinu Rauða fánanum. Blaðið bar lof á Wang fyrir að gera aðeins það, sem flokkurinn vildi að hann gerði, og sagði, að „í fari hans vottar ekki fyrir einstaklingsein- kennum“. E n það, sem hóf Wang til hásala hetjudóms kínverskra kommúnista, var þrotlaus könnun hans og lestur á hin- um viðamiklu ritum Maó Tse-tungs — og það er aðalatriðið, sem mönnum er ætlað að læra af áróðrinum fyrir því að „læra af Wang Chieh“. Því að ef menn „læra“ af Wang, „læra“ menn af ritum Maós, sem hafa, að sögn stjórnar- valda í Peking, inni að halda allan vís- dóm veraldar — alla heimsins vizku. Því er lýst í fjölda greina, hvernig Wang notaði hvert tækifæri, til að kynna sér rit Maós. „Hann lærði í frístunduim, á frídögum og í hvíldar- tímum“. Á hverjum degi, og jafnvel Eftir Fredrick Hansen um miðjar nætur, þegar hann varð að notast við vasaljós við lesturinn, kynnti Wang sér rit Maós. „Dagbók félaga Wang Chiehs", sagði f „Dagblaði frelsishersins“, „er heimild um traustan öreigahugsunarhátt og kenningafræði, sem hann öðlaðist með því að kanna og beita kenningum Maós á sveigjanlegan hátt“. IVÍaó er raunar þakkað, að Wang varð píslarvottur. Það var þegar Wang var að flytja fyrirlestur fyrir hermenn um eyðileggingu mannvirkja, að sú sprenging varð, sem hann vildi hindra með líkama sínum, að yrði hinum her- mönnunum að bana. „Þessi hetjudáð er alls ekki tilviljun- um háð“, sagði þetta hermanablað þá. „Þessi hetjuathöfn átti rætur sínar í hugsunarhætti Maó Tse-tungs“. Dagblað alþýðunnar, aðalblað komm- únistaflokks Kína, kvað dagbók Wangs sýna, að hann var „innblásinn bylting- aranda". Heiti dagbókarinnar er „Allar athafnir af öllu hjarta í þágu bylting- arinnar". Með þvi að kynna sér rit Maós, kvaðst Wang hafa „öðlazt þrek til að hugsa og starfa í daglegu lífi“. Á einum stað segir svo í dagbók- inni, og er það gott dæmi um hana: „Hvert er hið háleita markmið? Full- komnun byltingarinnar. Hver er fram- tíð manns? Byltingin. Hvað er ham- ingja? Þjónusta við fólkið“. I einni grein var sagt meðal annars: „Hvert orð, hver setning í dagbók Wang Ohiehs sýnir snilldina í hugsun- arhætti Maó Tse-tungs....“. ar sem dagbók Wangs er enn ein upptuggan á kenningum Maóista — hinm kínversku þjóð hefir um árabil verið skipað að kynna sér kenningar Maós — hvers vegna gerði stjórnin þá Wang að hetju? Þegar blöð flokksins voru látin hleypa af stokkunum Wang-dýrk'un, var það enn ein sönnun á þeim vanda, sem stjórn kommúnista á sífellt við að glíma. Leiðtogar Kínverja í Peking hafa þörf fyrir að halda þjóð sinni í sífelldum „byltingareldmóði", því að ella eru völd þeirra í hættu. Til þess að þjóðin gleymi ekki markinu, verður ríkisstjórnin „sífellt að fræða hana og endurfræða“. Könnun „hugsunar Maó Tse-tungs“ fyrir meðalgöngu Wangs og dagbÓKar hans var nýjasta tilraunin til að hrinda af stað „nýrri sókn“ á svi’ði landbúnað- ar og iðnaðarframleiðslu („þriðja fimm ára áætlunin", sem var langt á eftir áætlun, átti að hefjast 1966); til að hvetja einvalalið flokksstarfsmanna til að auðsýna aukið kapp og uppræta „veika bletti í hugsunarhætti þeirra“; til að innræta hernum óttaleysi, en það auðsýndi Wang með því að vera „fús til að fara til Vietnam"; og til að kenna öllum að vera „ósigrandi og óbilandi“ gegn „erlendum og innlendum stéttar- fj andmönnum' ‘. ]WÍ ikilvægasta atriðið er að móta ungu kynslóðina sem „arftaka“ Maós, sem nú er kominn á áttræðisaldur, og nánustu samverkamanna hans, sem einnig eru komnir á efri ár. Dagblað frelsishersins hefir kornizt svo að orði um þetta í forystugrein um Wang þann 8. nóvember: „Maó forseti benti á, að þegar aUt kemur til alls, fjallar spurningin um þjálfun arftaka málstaðar byltingar ör- eiganna um það..., hvort afkomendur okkar eiga að halda hina réttu braut, sem mörkuð er af Marx-Leninisma eða ekki .... í fáum orðum sagt, þetta er einstaklega mikilvæg spurning, svo að á henni getur líf eða dauði flokks okk- ar og lands oltið“. Þessi málsgrein var nær orðrétt end- urtekning á yfirlýsingu, sem birt var samtímis í „Rauða fánanum“ og „Dag- blaði alþýðunnar“ á miðju ári 1964, þegar endurvakin var og hert herferð fyrir þjálfun arftaka núverandi for- ingja. Var yfirlýsing þessi gefin eftir Framhald á bls. 12. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.