Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 7
Iþví margbreytta mann- safni, sem ber fyrir aug- un á spjöldum sögunnar á siðaskipta- öld og hefur svipmót endurreisnar- tímans, verður hér beint sjónum að konu sem átti rsetur í þessu tíma- bili sögu vorrar og mest og bezt sameinaði ættir Jóns biskups Ara- sonar (d. 1550) og Daða bónda Guð- mundssonar í Snóksdal (d. 1563), þessara tveggja höfuðandstæðinga. Kona sú sem hér vc-rðnr greint frá, svo langt sem heimildir ná, er Stein- unn Jónsdóttir frá SvalbarSi. Má segja að söguleg þýðing þessarar konu sé meiri en flestra annatra kvenna aldar- innar, en þær voru margar hverjar merkar, svo sern Helga tengdamóðir Steinunnar, fylgikona Jóns biskups Ara- sonar; Þórunn á Grund, sem var mág- kona Steinunnar; Anna á Stóru-Borg, fræg vegna ástar sinnar á smala sín- um, Hjalta; Þuriður stóra, fylgikona Odds Gottskálkssonar tögmanns; og fé- ríkustu konur aldarinnar og beztu kvonföng, eins og þær Ragnheiður Eggertsdóttir Hannessonar lögmanns, stjúpdóttir Steinunnar, og Guðrún Sæ- mundsdóttir ríka Eiríkssonar í Ási í Holtum. En þær áttu hvor um sig 17 hundruð hundraða (Grímsstaðaannáll). S teinunn var stórættuð og frænd- mörg, dóttir Jóns lögréttumanns á Sval- barði á Svalbarðsströnd (d. 1564) Magn- ússonar sýslumanns á Rauðuskriðu, Þorkelssonar prests í Laufási, Guð- bjartssonar, og konu hans, Ragnheiðar á rauðum sokkum Pétursdóttur lög- réttumanns (d. c. 1546) í Djúpadal í Eyjafirði Loftssonar, Ormssonar hirð- Drykkjarhorn frá 16. öld. Á lokinu er kynjadýrið einhyrningur sem var í skjaldarmerki Eggerts Hannessonar. unn hafi verið sammála og ekki latt Björn stórræðanna. Nöpur og ömuileg voru þau tíðindi sem Steinunn fékk, er hún frétti morð þeirra feðga, Jóns biskups og sona hans, 7. nóv. 1550. Mun Steinunn þá dagana hafa átt m'u'ga bænarstundina í kirkju Stefáns píslarvotts á Melstað. Hún var nú orðin ekkja á bezta aldri með stóran hóp ungra bama; voru bömin 7 sem upp komust. Hún hafði að vísu skjól hjá föður sínum og ættmennum sem voru mikils megandi, en tímar voru óvissir og ótryggir. F járstoð var svipt undan Stein- unni og börnum hennar er jarðir séra Björns, 47 að tölu, ásamt kúgildum voru dæmdar konungi. Séra Björn hafði mjög verið hneigður til jarða- kaupa. Kjarkur þeirra kvonna, sem stóðu grátnar eftir réttarmorð Hólafeðga, var óbugaður, og stóðu þær saman, Helga biskupsfrú á Hólum, Þórunn biskups- dóttir á Grund og Steinunn á Melstað, að hefna ódæðisins, og var Kristján skrifari drepinn á Kirkiubóli á Miðnesi 1551 og menn hans nokkrir, eins og kunnugt er. Ekkjunni Steinunni hefur verið erfitt eftir jarðamissinn að sjá börnum sínum faiborða og ala þau upp sem höfðingj- um sómdi og afkomer.dum hins mikla biskups á Hólum . Þó fjölgar nú hjá Steinunni sem er kona glæsileg á bezta aldri. Hún eignast barn með Guðna, syni Þormóðs sýslu- manns í Húnavatnssýslu, sem bjó á Más- stöðum í Vatnsdal, Arasonar. Guðni þessi flutti til Borgarfjarðar 1560 og bjó síðar á Sámsstöðum á Hvítársíðu. Er því barn þeirra Steinunnar og Guðna fætt fyrir 1560. Ekki hefur þetta þótt ljóður á ráði Steinunnar, barnið líklega fætt utan hjónabands. Steinunn Jdnsdóttir frá Svalbarði stjóra á Staðarhóli (d. 1434) Loftssonar ríka skálds á Skarði, Guttormssonar. Bræður Steinunnar urðu höfðingjar miklir; þeir voru: Jón lögmaður norð- an og vestan, bjó lengi á Þingeyrum og Arnarstapa (Vindheima-Jón) (d. 1606); Magnús prúði sýslumaður á Rauðu- skriðu og í Bæ á Rauðasandi (d. 1591); Sigurður sýslumaður á Reynistað (d. 1602), og Staðarhóls-Páll sýslumaður (d. 1598). Systur hennar voru: Þórdís sem átti Þorleif Þorgrímsson í Lögmannshlíð og Sólveig sem átti Filippus lögréttu- mann Þórarinsson á Svínavatni. Var Svalbarðsætt ein mesta valds- mannsætt hérlendis á 16. og 17. öld, fór með lögmanns- og sýsluvöld og var stór- tmðug að jarðagóssi. Ekki var ólíklegt að Steinunni byðist grnt gjaforð af slík- iin ættum sem hún var Jf ón biskup á Hólum 1524—50 kom líka auga á þessa vænlegu og ættstóru höfðingjadóttur frá Svalbarði og fékk hennar handa syni sínum. séra Birni efficiales á Melstað í Miðfirði 1534—50, til fylgdar eða fylgikonu, eins og það var kallað. Prestar máttu eigi kvænast í kaþólskum sið, eins og kunnugt er, en tóku sér tíðum fylgikonur með kaup- mála og drukku festaröi sitt. Var geng- ið í öllu frá þessum fylgikonu-hjóna- böndum löglega, að minnsta kosti þeiiiri hlið er sneri að fjármálum. Það var ekki smán, heldur heiður fyrir höfðingjadætur að gefast þannig auðugum og ættstórum prestum. Kaupmáli Steinunnar og Björns var gerður 25. apríl 1533. Hefur Steinunn þá verið kornung, 13—15 ára gömul, fædd 1518—20. Með þessari giftingu tókust tengdir miklar með Jóni biskupi cg hans fólki og Svalbarðsætt. Hefur hinum ungu og rnetnaðargjörnu Sval- barðsbræðrum án efa verið styrkur að þeim mágsemdum. að mætti ætla að nokkur raun hafi það verið Steinunni kornungri að gefast jafn örlyndum manni sem séra Birni á Melstað. Ástir þeirra munu þó haía verið góðar, en kappgirni og stór- læti Björns ekki verið henni fjarri skapi. Þó má álykta, að Steinunni hafi verið lagið að fara samningaleið að flestum málum með viturlegri ígrundun, eins og síðar sést á giftmgum hennar og til- tektum. Miklar deilur stóðu um höfuðbólið Staðarhól í Saurbæ. Hafði Skálholts- biskup gert staðinn að beneficium eftir að hafa náð í eignarheimild á honum. Pétur Loftsson í Djúpadal gaf Stein- unni dótturdóttur sinrn tilkall það sem hann átti til Staðarhóls. Kom það nú í hlut séra Björns, manns Steinunnar, að reka réttar konu sinnar. Fór Björn með fjölmenni og rak Þórð prest Ólafs- son af staðnum, er þar var í umboði Skálholtsbiskups. Mun Steinunn ekki hafa latt Björn þeirrar farar, því síðar hélt hún fast á tilkalli sínu til jarða og var séð í gjörðum sínum. au Björn höfðu bú á Staðarhóli 2—3 ár. Steinunn situr nú þessi ár 1534—50 heima á Meistað í ástúðlegri sambúð við mann sinn og stóran mann- vænlegan barnahóp. Fyrir augu ber gervilega konu þar sem Steinunn fer; hún er klædd þunguin, efnismiklum, lituuðugum klæðum að þeirra tíma tizku, skreytt silfurskartgripum, ber fald á höfði og hefur lyklakippu væna við belti sér, lítandi eftir öllu úti og inm á miklu höfðingjasetri. Á meðan gerast hinir stærstu atburðir í land- inu, siðaskipti í trúarefnum, herferðir og trúar- og þjóðevnisbarátta Jóns biskups Arasonar og sona hans. Var séra Björn á Melstað nin styrkasta stoð fóður síns í þeim málum og líkist meir ævintýrariddara á þessum árum en þjónandi presti, og er grunur á að Stein- Eftir Jónas Guölaugsson Steinunn giftist nú í annað sinn Ólafi, ftyni Jóns Einarssonar sýslumanns a Geitaskarði og Kristínar dóttur Gott- skálks grimma Hólabiskups Nikulásson- ar, bróður Egils lögrétí.umanns á Geita- skarði. Með Ólafi á Steinunn eina dóttur barna, Guðrúnu, sem síðar varð merk kona og mun verða getið hér á eftir. Olafur og Steinunn bjuggu að Hofi í Vatnsdal; í þeim dal hefur nú Stein- unn unað, sem er einri hinn fegursti á landi hér, og sárin gróið. Skammvinnt varð hjónaband þeirra Hofshjóna; hefur Ólafur látizt á bezta aldri. Þ essi önnur gitting Steinunnar styrkti mjög aðstöðu nennar við far- sælt uppeldi barna hennat og Björns, en þau skulu nú talin- Jón sýslumaður á Holtastöðum og Grund (d. 1613); Magnús lögréttumaðuv að Hofi á Höfða- strónd, Grund og Ljósavatni (d. eftir 1594); skrifaði hann merkilega um af- gang Jóns afa síns; Teitur lögréttu- maður á Holtastöðum i Langadal; Árni lögréttumaður á Sauðafelli í Dölum (d. 1591); Bjarni á Brjánslæk; Halldóra sem átti Bjarna á Sknðu í Hörgárdal Pálsson, móðir Halls h.irða; Ragnheiður sem átti fyrst Sigurð á Stokkseyri Bjarnason, Torfasonar í Klofa, síðar Markús sýslumann í Héraðsdal í Skaga- firði. Framhald á bls. 10. 10. júlí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.