Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 1
HABITAT 'B7 Stórmerk nýjung £ byggingamálum, sem gyðingurinn Moshe Shafdie er höfundur að og sýnd verður á heimsýningunni í Montreal. Líkan af Habitat ‘67. Þarna hefur sjálfstæðum húsum verið raðað saman líkt og kubbum. c J íðan þéttbýli hófst og borg- ir mynduðust, hefur það verið stöðugt og áleitið vandamál, hversu bezt mætti haga upp- röðun á þeim einingum, sem verða umgjörð heimilanna. Iðnbyltingin kom með lausn á því máli, sem ennþá er sýnileg í stórborgum Evrópu. Tæknibylting þessarar aldar hefur fætt af sér aðra lausn; þá hina sömu, sem við nú bú- um við í flestum tiivikum Samt hefur það gerzt aftur og aftur að reiknistokkurinn og húmanisminn verða ekki á eitt sáttir; að mannlegar til- finningar mótmæla þegar til lengdar lætur því sem bæði var tæknilega og fjárhagslega hagkvæmt. Hér í Reykjavík höfum við þverskurð af því byggingaformi, sem ástundað er um allan hinn vestræna Iheim að minnsta kosti. Við byggjum að einhverju leyti sósíalt; ríkið stuðlar að til- orðningu ódýrra íbúða fyrir lægri tekjuhópana og allir eru sammála um að þesskonar íbúðir séu látnar mynda ein- hverskonar blokkir, enda segir reiknistokkurinn og tæknin að það verði hagkvæmt. í>að er líka óhætt að slá Því föstu að sambyggingar eru sí- fellt að taka framförum. Ég hef komið í nýlegar blokkaríbúðir sem hvað skipulagningu á- hrærir standa fyllilega á sporði einbýlishúsum eins og þau voru byggð fyrir einum eða tveimur áratugum. Samt er það segin saga, að þeir sem búa í sambýli, ætla sér ekki að vera þar til ei- lífðarnóns. Manni skilst að það hafi verið ráðizt í það fyrir- tæki af hagkvæmum ástæð- um, — en síðar meir lætur þetta sama fólk sig dreyma um að flytja í raðhús eða ein- býlishús. Hversvegna? Jú, það liggja til þess ýmsar ástæður. Það er ekki alveg hægt að hafa sína eigin hentisemi í sambýli. Það verður að taka tillit til mótbýlisfólksins í einu og öllu og sumum leiðist það. En yfirleitt mun óhætt að segja að samkomulagið sé gott og sú kenning, sem eitt sinn heyrðist, að ísleningar geti ekki búið í sambýlishús- um, hefur sem betur fer reynzt röng. En margir þrá einhverja garðholu eða grasblett út af fyrir sig; þrá það að geta ver- ið að einhverju marki einir i veröldinni þrátt fyrir nálægð annarra íbúða og þéttbýli. Þetta hefur að mjög takmörk- uðu leyti reynzt fært. Enda þótt stórar og fallegar gras- flatir séu umhverfis blokkirn- ar, þá er það harla opinbert og ópersónulegt gras. Sjaldan leggst þar nokkur íbúanna í sólbað, enda lítið séð fyrir skjólmyndun. Lóðarfrágang- urinn hefur að mestu orðið fyrir augað. Samt er engin önnur leið fær í bili; að koma upp íbúðum fyrir skikkanlegt verð er þrátt fyrir allt kjarni málsins og þungamiðja. Nýlega las ég ágæta grein eftir norskan arkitekt, þar sem hann ræddi um sambyggingar og þau sérstöku vandamál, sem þar koma fyrir. Hann sagði m. a. : „Við höfum naum- ast ennþá fundið það fjölbýlis- form, sem æskilegt væri. Við vorum bjartsýnir, þegar við byrjuðum að teikna blokkir, hreinsuðum til á stórum svæð- um og sögðum; Hér verður bara gras. Og svo teiknuðum við börn að leik á grasflötun- um framan við blokkirnar og allt leit þetta vel út. En það sýndi sig, að fólkið varð leitt á að búa þarna og það hélt EFTIE GÍSLA SIGURÐSSON áfram að láta sig dreyma um lítið gamaldags hús með snotr- um garði út af fyrir sig“. Ef til vill verður einhver breyting á þessu, ef sú nýstár- lega hugmynd um sambýli, sem nú er verið að fram- kvæma, heppnast og hlotnast vinsældir. Eins og allir vita er mikil og merkileg heimsýning í uppsiglingu vestur í Montreal og meðal annarra þjóða taka íslendingar þátt í sýningunni. Á hverri heimsýningu er jafnan byggt eitthvað, sem ekki verður rifið niður að sýning- unni lokinni, en fær að standa áfram sem einskonar symból eða minnisvarði. Yfirvöld vest- ur í Montreal hafa ákveðið að búa til nýtt land, nýjan tanga út í Lawrence-fljótið og þar á verður reist einhver frum- legasta sambygging, sem enn- þá hefur séð dagsins ljós. Þarna á að sýna dæmi um sam- býli framtíðarinnar og nota til þess alla þá tækni, sem mönn- A þessari mynd og einnig þeirri efstu sést hvernig sam- göngukerfið er samofið: Á jarð- hæð, 6. hæð og 10. hæð liggja umferðargötur, en stórar lyftur tengja allar hæðir saman. um er nú til ráðstöfunar, þegar mikið liggur við. Það er varla hægt að kalla þessa byggingu blokk, heldur er hér samfastur klasi íbúða á mörgum hæðum. Nafnið er HABITAT ’67 og höfundurinn er unguf ísraelsmaður, Moshe Shafdie. í stórum dráttum má segja að hugmyndin sé á þann veg, að fjölda einbýlishúsa er raðað saman líkt og kubbum, sem bindast saman eftir ákveðnum reglum, en snúa sitt á hvað og eru sjálfstæðir í heildinni. Þetta er í rauninni heil borg úr einbýlishúsum, en allt byggt upp í loftið unz komnar eru 12 hæðir. Um leið er heildin svipuð píramída; dregst saman jafnframt því sem hún hækkar og þar með uppfyllist sá draumur, að hvert hús fær blett eða stórar svalir út af fyrir sig. Jafnframt er gert ráð fyrir innbyggðu samgöngukerfi, sem er í hæsta máta merki- legt. Umferðargötur liggja á þrem mismunandi hæðum eftir endilangri íbúðasamsteypunni og göturnar eru að auki tengd- ar með nokkrum risastórum lyftum. Fyrir utan jarðhæðina, verða göturnar á 6. og 10. hæð. Sú bygging, sem heimsýning- argestir eiga eftir að sjá, er þó aðeins lítilræði hjá upp- runalégri hugmynd Moshes Shafdies. Hann gerði í fyrstu ráð fyrir 1000 íbúðum í þess- um klasa, en sú áætlun var skorin verulega niður. Shafdie gerði einnig ráð fyrir búðum, skrifstofum og flestum þeim stofnunum, sem fólki þykir þægilegt að hafa í nágrenni við sig. En sá hluti teikning- arinnar var felldur niður. Sjálfur segir Moshe Shafdie um hugmynd sína: „Habitat ’67 er þannig að reynt er að byggja allar helztu gerðir íbúða en nota aðeins til þess takmarkað magn fjöldafram- leiddra eininga. Áætlunin mið- ar að því að vera fjárhagslega hagkvæm, þegar litið er á langan tíma, þar sem þörfin á vinnuafli er takmörkuð. Fjár- hagsleg hagkvæmni í bygging- um er pólitísk nauðsyn nú á dögum. Til þess að sjá vaxandi fólksfjölda fyrir íbúðum, verð- ur að vera unnt að framleiða meira, þó með minnkandi vinnukrafti, minni efnisnotkun og sparnað á landrými“. Moshe Shafdie Íítur á við- fangsefni sitt sem lausn fyrir heiminn allan og fremur en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.