Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 2
Líkan af hinni upphaflegu áætlun Shafdies. Þarna áttu að rísa 1000 íbúðir, byggðar utaná einskonar píramídagrind. Grunnteikning af einni íbúðanna í Habitat ‘67. A = garður, S = stofa, E = eldhús, F = forstofa, I = inngangur, B = borð- stofa, G = gangur, H = svefnherbergi, C = baðherbergi. að teikna fyrir þetta sérstaka tilefni, hefur hann reynt að kryfja til mergjar vandamálið að búa í þéttbýli. 1 löndum þar sem borin er virðing fyrir frelsi og framtaki einstaklings- ins, hefur hver og einn rétt á sinni eigin íbúð, sínu eigin húsi. Heimili manns á að vera alveg óáreitt, út af fyrir sig, bjart og fagurt og þar eiga hverjum sem er að vera opnir frjálsir möguleikar til persónu- legrar útfærslu. Til þess að verða við þeirri kröfu, verður að vera aðgangur að sæmilega rúmgóðu utanhússvæði sem þó er lokað fyrir utanaðkom- andi áhorfendum. Það þurfa að vera möguleikar fyrir börn- in að leika sér utanhúss án minnstu hættu frá umferð og það þarf að vera greiður að- ^gangur að búðum jafnt sem 'bíiastæðum. Moshe Shafdie vill afmá þá skiptingu sem nú á sér stað, þegar byggð eru ýmist ein- býlishús, raðhús eða blokkir. Þess í stað vill hann fá eitt Með feiknarstórum krönum er nú unið að því að reisa Habitat ‘67. allsherjar sainhengi í þetta allt saman, svo sjálf týpan skipti ekki máli. Habitat ’67 minnir á söguna um hina hangandi garða í Babylon. Samt er ljóst, að með góðri skipulagningu og háþróaðri byggingartækni, er verkið mögulegt og veldur trúlega tímamótum. Mörgu sem hingað til hefur aðeins verið til í hugmynda- heimi og á teikniborðum, er safnað saman í Habitat ’67 og gert að veruleika. Hugmyndin um garðhúsið eða terras’húsið er gömul og ágætir arkitektar eins og Adolf Loos og Alvar Aalto gerðu ýmsar tilraunir þar að lútandi á árunum milli heimstyr j aldanna. Þarna kemur enn fram hug- myndin um íbúðir eins og skúffur 1 skáp; einingar sem falla inn í stóra heild og hægt er að nema á brott og flytja með sér. í Englandi hafa nokkrir framúrstefnumenn í hópi ungra arkitekta myndað samtök sem þeir kalla „Archigram". Þeirra lausn á vandamáli sambygg- inga er sú að byggja „plug-in- city“. Þar er enn á ferðinni áætlun um hús, sem raðað er saman í klasa; þó þannig, að unnt sé að faiga gömilu íbúð- inni og fá nýja, rétt eins og nýjan bíl — með því einu að kippa henni í heilu lagi í burt. Franskur arkitekt, Friedman að nafni, hefur gert teikningar að framtíðarborg sem að mestu hangir í feiknarlegri grind. Ein- hverjir mundu líklega verða lofthræddir þar, en aðlögunar- hæfnin hefur alltaf bjargað mannskepnunni og mundi trú- lega með tímanum uppræta veikleika eins og lofthræðslu. f Japan þar sem allt er að kafna í þéttbýli og fólksfjölg- un, er ljóst að grípa verður til róttækra breytinga á fyrir- komulagi bygginga í borgum. Þar starfar hópur arkitekta, svonefndir metabolistar, að því að finna framtíðinni stað. Sá vandi sem þar steðjar að, er að nokkru leyti fólginn í vöntun á landrými og japanskir framúr- menn í byggingamálum, hafa látið sér detta í hug fljótandi borgir, færa mannlífið út á hafið. Þegar borg er byggð eftir píramídakenningunni eins og Habitat ’67, þá myndast óhjá- kvæmilega heilmikið tómarúm innan píramídans og margir arkitektar hafa lagt höfuðið í bleyti til þess að finna góða og raunhæfa notkun á þessu rými. Það eru nú orðin 40 ár síðan Henri Sauvages byggði í Far- is íbúðasamstæðu út frá píramídalaginu. Innri partur samstæðunnar var notaður fyr- ir geysistóra sundlaug. Þar sem bílastæði eða bílageymslur eru víðast orðnar yfirþyrmandi vandamál, hefur mörgum kom- ið til hugar að nýta tómarúm píramídasamstæðunnar fyrir bílana. Það gerir Shafdie til dæmis í Habitat ’67, en inn- rými samstæðunnar er ekki lokað, heldur er hvarvetna op- ið út á milli íbúðaeininganna eins og myndirnar bera raunar með sér. Það má öllum augljóst vera, Þessi mynd gefur nokkra hug- mynd um, hvernig húsin eru samtengd. að borg verður ekki í einu og öllu upp byggð með einbýlis- húsum og rúmgóðum görðum, enda þótt slíkt sé sjálft ídealið frá sjónarmiði einstaklingsins. 1 sumum borgum Bandaríkj- anna hefur þetta verið leyft í ríkum mæli og árangurinn orð- ið sá að íbúðarhverfin gleypa undir sig landið og samgöngu- kerfið verður óhugnanlega dýrt. Ég held að sum þessara banda- rísku úthverfa séu kannske viðfelldnustu íbúðasvæði sem ég hef augum litið, en dæmið gengur ekki upp frá sjónar- miði velferðarríkisins. Tilraun Moshes Shafdies í Montreal er merkileg fyrir þá sök, að þar er fólkinu gefin sú tilfinning, að það búi eit.t sér, þrátt fyrir raunverulegt sambýli. Þar er séð fyrir góðu rými úti og inni; allsstaðar kemst sólarljós- ið að, skjólmyndun virðist vera sæmileg og allt saman kemst þetta fyrir á takmörkuðu land- rými. Svalir sem í rauninni eru stór garður, fullkomlega út af fyrir sig, fylgja hverri ibúð. - RABB Framhald aí bls. 16. innar, sem þá hafði verið laus um tæpra sex ára skeið. Var fastmæl- um bundið að lœknadeild færi þess á leit við menntamálaráðherra að staðan yrði án tafar auglýst láus til umsóknar. En síðan hljóp einhver snurða á þráðinn, sem aldrei fékkst fullnægjandi skýring á, og staðan var ekki auglýst fyrr en ári síðar, 1. maí 1966, með um- sóknarfresti til 1. ágúst 1966. Hall- dór hafði á þessu ári hafnað góðum boðum um stöður í Venezúela og Bandaríkjunum. Hann sótti nú um stöðuna á Keldum ásamt lœknun- urh Guðmundi Péturssyni og Mar- gréti Guðnadóttur. Dómnefnd var skipuð í september 1966 og sátu í henni þrírlæknar, sem.ekki höfðu neina sérþekkingu er gerði þá hœfa til að dœma vinnu og ritsmíðar umsœkjenda, enda mun vart nokkur hérlendur maður hafa slíka sérþekkingu. Dómnefndin skilaði áliti í nóvemberbyrjun og dœmdi alla umsækjendur jafn- hœfa, gerði ekki upp á milli þeirra með tilliti til þeirra gagna sem fyrir lágu. Sú niðurstaða er undar- leg þegar haft er í huga að Halldór hafði unnið níu ár við Tilrauna- stöðina á Keldum eða erlendis að verkefnum hennar, hefur doktors- próf i þeirri vísindagrein sem um langt skeið hefur verið veigamest í rannsóknum hennar, og hefur birt um 20 vísindaritgerðir í þess- ari grein í þekktum erlendum vís- indatímaritum. Hinir umsækjend- urnir voru yngri, höfðu miklu styttri vísindaferil að baki sér og því mun minni vísindaleg gögn fram að færa. Hvorugt þeirra hefur dokt- orspróf, og annað þeirra (Guð- mundur Pétursson) hefur ekki unnið að verkefnum á vegum Keldna nema hluta úr ári 1957-58, þegar hann var þar sem stúdent. Álit dómnefndar var lagt fyrir fund í lœknadeild 9. nóvember 1966, þar sem leynileg atkvœða- greiðsla leiddi til þess að mœlt var með Guðmundi Péturssyni í stöð- una. Skömmu síðar skilaði yfir- dýralœknir, sem á lögum sam- kvæmt tillögurétt í málinu, áliti sínu og taldi alla umsœkjendur hæfa, en Halldór þó hœfastan sakir mestrar vísindalegrar reynslu. Það skal tekið fram að staða forstöðu- manns Tilraunastöðvarinnar er lögum samkvæmt ekki lœknisstaða, og virðist því í hœsta máta furðu- legt að láta lœkna eina ráða úr- slitum um veitingu hennar. Ráð- herra telur sig bundinn af úrskurði læknadeildar, en hins vegar hefur Guðmundur Pétursson ekki enn verið formlega skipaður í stöðuna, enda hefur hann dvalizt i Sviss að undanförnu. 1. júní 1966 sótti hann um stöðu sérfrœðings í meina- og veirufrœði við Tilraunastöðina, jafnframt því sem liann sótti um stöðu forstöðumanns. Allt útlit er nú fyrir að dr. Halldór Þormar verði að hverfa af landi brott, enda hefur honum verið boðin eftir- sóknarverð staða forstöðumanns veirudeildar hjá Institute for Bas- ic Research in Mental Retardation í New York, og missum við þá einn fœrasta vísindamann okkar á þessu sviði. Lœt ég lesendur um að dœma, hvort að þessu máli öllu hafi verið staðið með mannsœm- andi hœtti af hálfu lœlcnadeildar. Sigurður A. Magnússon. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. apríl 1967.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.