Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 11
Eftirlíking- af inflúensuveiru, stækkuð 2,5 milljón sinnum. gagnslaust við strangari prófanir. Du Pont sneri sér nú til sama tilraunahóps- ins, sjálfboðaliða við University of Ulin- ois College of Medicine, undir forstöðu dr. George G. Jacksons. í lokatilraun gerðri á 300 háskólastúdentum, sem smit- aðir voru með ræktaðri veirutegund af kunnum styrkleika, veitti symmetrel mikla og ótvíræða vernd. Tilraunum var haldið áfram annarsstaðar á þúsundum einstaklinga þar til fyrst Du Pont og síðan Matvæla- og lyfjaeftirlitið var sannfært um ágæti symmetrels. Og jafn- vel þótt það sé ekki án aukaverkana '(taugaóstyrkur og ringlun) tekið í of Stórum skömmtum, þá var það algerlega öruggt í skynsamlegri meðferð hjá heim- 'ilislækninum. Onnur lyf, sem vinna á sama hátt og symmetrel en gegn öðrum sjúkdóm- um, munu vissulega fylgja í kjölfarið. Engin vísindakenning mælir gegn því að þessi lyf gætu ekki einungis fyrirbyggt sjukdóma heldur einnig læknað þá. Ef til vill verða einnig fundin samsett eða unnin lyf, sem einfaldlega efla varnar- mátt frumunnar sjálfrar gegn veirunum. Slíkt efni er þegar tii: það er eitt af eðlilegum efnasamböndum líkamans og kallast interferon vegna þess að það truiflar fjölgun veiranna. Gagngerar rannsóknir fara nú fram á þessu efni, en eá sem uppgötvaði það, dr. Alick Isaacs, lézt nýlega í Englandi. Um ýmsar leiðir er að velja í lyfja- hernaðinum gegn veirum og hefur hver um sig sína talsmenn og úrtölumenn. En meginatriðið er það, að þar sem aðeins fámennur hópur hafði áhuga á veiru- lyfjum, fyrst þegar Du Pont reið á vaðið, iðar nú allt af framkvæmdavilja á þessu Sviði. Symmetrel er ekki áhrifaríkara en gott inflúensubóluefni. Aðalkostur þess er sá að það veitir þeim vernd sem ekki eru •bólusettir, en þurfa skjóta vernd. Symmetrel verkar innan fjögurra klukkustunda, en áhrifa bóluefnisins 'gætir aftur á móti ekki fyrr en að 10 tíögum liðnum. E nn verður ekki séð hvort sym- metrel muni koma að víðtækum og var- anlegum notum. En jafnvel þótt síðari Veirulyf komi ekki að meira gagni en symmetrel gerir gagnvart Asíuinflúens- unni — þ. e. að mynda varnarvegg utan •um frumurnar — þá geta þau orðið mannkyninu til mikillar blessunar. Sjúk- dómur eins og inflúensa er „sjálf- takmarkandi“, þ.e.a.s. smitunin er skjót- virk, einkennin koma snemma í ljós og Veikin rennur sitt skeið á enda. Varúðar- íáðstafanir verður því að gera strax, eða Wls ekki. Þessar takmarkanir eiga ef til Vill alls ekki við um veirusjúkdóma sem þurfa lengri meðgöngutíma, eins og hettusótt og lifrarbólgu. Ef manni, sem torðið hefði fyrir smitun og jafnvel smit- ázt, væri fljótt gefið inn lyf sem verk- ‘aði á líkan hátt og symmetrel, gæti það Varið flestar frumur líkamans — þær sem enn væru ósnortnar af veirunni. I slíkum tilfellum myndi sýkingin aldrei ná til þeirra og sjúkdómseinkenni aldrei koma í ljós. H ugsum okkur ennfremur, að hvítblæði og e.t.v. aðrar tegundir krabbameins reyndust orsakaðar af veir- um, eins og margir vísindamenn hafa sterkan grun um. Ef svo væri, og að- ferð væri fundin til að uppgötva sjúk- dóminn á byrjunarstigi, myndi enginn maður í þesskonar hættu telja eftir sér að taka inn lyfjaskammt á hvérjum degi, Tétt eins og sykursýkissjúklingar taka 'insúlín — jafnvel það sem eftir væri ævinnar — til að forðast hvítblæði eða krabbamein. Hugsum okkur enn, að maður gengi með veirukrabbamein, sem væri lengra á veg komið. Ef hann væri látinn gangast undir einhverja venju- lega læknismeðferð — geislun, uppskurð eða annað sem fjarlægði eða minnkaði sjálft krabbameinsæxlið — þá ættu töfl- urnar, ef þær væru fyrir hendi, að forða öðrum frumum líkamans frá þvi að sýkjast á sama hátt. Krabbameinið myndi því ekki breiðast út og sjúkling- urinn ætti að geta lifað lengi enn. Allir þessir möguleikar eru vangavelt- ur einar enn sem komið er. En svo er lyfjum eins og symmetrel fyrir að þákka að vangavelturnar eru grundvallaðar á raunhæfum vonum og heilbrigðu við- horfi. neyzluþjdöfélagiö Me Leginbarátta mannkynsins frá örófi alda hefur verið baráttan fyrir að hafa í sig og á. Þetta hefur verið svo hversdagslegt viðfangsefni og samtvinnað lífinu, að sagan greinir lítt frá því. Stundum mistókst þessi barátta og þá barði hungurvofan að dyrum. Enn í dag er brauðstritið meg- inviðfangsefni meirihluta mannkyns. Langt er þó síðan lítill hluti ein- staklinga hverrar þjóðar losnaði und- an þessari baráttu. Hvaða álit sem menn kunna að hafa á höfðingjum fyrri alda, þá mun það svo, að í lang- flestum tilfellum hefði lítið sem ekk- ert munað um það fyrir hinn almenna borgara, þótt auði þeirra og allsnægt- um hefði verið skipt niður og út- deilt meðal almennings. Um úr aldamótunum 1800 fór þetta að breytast. Þjóðarauðurinn tók að vaxa verulega í nokkrum löndum, og velmegun hætti að vera hlutskipti aðeins örfárra einstaklinga. Þrátt fyrir nokkra afturkippi hefur þessi þróun allvíða haldið áfram í svo rík- um mæli, einkum á þessari öld, að stór hluti einstaklinga viðkomandi þjóða getur nú borizt á sem höfð- ingjar fyrri alda. í sömu löndum eru fáir, sem ekki njóta meira eða minna góðs af hinum breyttu aðstæðum. Með snerpu og dugnaði tókst Is- lendingum eftir aldamótin síðustu að leggja þær undirstöður er dugðu til að við gætum tekið að fylgjast alvarlega með þróuninni. Urðu framfarir hér því örari sem á minna arfi var að byggja en í nágrannalöndunum. A rúmlega hálfri öld hefur íslenzka þjóðfélagið breytzt úr nauðþurfta- þjóðfélagi í gnægtaþjóðfélag, ef miðað er við fyrri tíma. Vissulega njóta ekki allir góðra kjara, en furðu margir gera það, og fáir eru alveg afskiptir, En í þessu sambandi verður að muna, að góð kjör eru orðin mörgum svo hversdagsleg, ýmist af eigin raun eða náinni afspurn, að þeir láta sér fátt um finnast. Þetta viðhorf má vissu- lega gagnrýna, en raunsæjar kröfur eru þó undirstaða hinna efnislegu fram fara, og ekki sýnist ástæða til annars en halda áfram veginn. Að minnsta kosti er það yfirlýst markmið allra þjóða og svo flestra einstaklinga, að svo verði gert. Erum við Islendingar þar sízt eftirbátar annarra. Efnaþjóðfélagið er stundum kennt við hina miklu og almennu neyzlu, sem skapast af góðum fjárhagi al- mennings. En almennt vöruúrval er mikilvæg forsenda þess, að menn geti ráðstafað tekjum sínum skynsam- lega. Eftir því sem búast má við í litlu landi, mun skilyrðinu um vöru- úrvalið að mestu hafa verið fullnægt hér fyrstu þrjá áratugi aldarinnar, ef ár fyrri heimsstyrjaldar eru undan- tekin. Fáir höfðu þó nægar tekjur til þess að njóta þess til fulls. Síðan tók við tímabil vöruskorts og atvinnuleys- is. í seinni heimsstyrjöldinni jukust tekjur meir og almennar en nokkru sinni, en erfitt var um vöruútvegun. Eftir stríðið voru tekjur áfram að jafnaði háar, en ekki var hægt að njóta þeirra nema að nokkru leyti vegna gjaldeyriserfiðleika, sem bæði voru áskapaðir og sjálfskaparvíti. Það er ekki fyrr en eftir 1960, sem íslend- ingar kynnast nútíma neyzluþjóðfélagi af eigin raun. Tekjur almennings eru miklar, búðirnar fyllast af vörum og hægt er að fá lítt skammtaðan ferða- gjaldeyri og meira að segja nýjan bíl, án þess að vera í nokkrum stjórn- málaflokki. Draumur kynslóðanna er orðinn að veruleika. Nú þurfa tslendingar ekki lengur að heillast til álfheima til að kynnast glæsilegum vistarverum og öðrum undrum veraldar. Nú geta menn litið í kringum sig í eigin hí- býlum eða næsta nágranna, og fjöl- margir eiga þess kost að ferðast víða um lönd. Umskiptin eru snögg og varla von, að allir átti sig á breyttum aðstæðum. Sumir eru jafnvel ergilegir og telja að ýmis menningarverðmæti séu nú lítils metin. Víst hlýtur eitthvað að fara forgörðum í öllu umrótinu, en margt gott hefur líka komið í staðinn. Reyndar svo margt, að yfirgnæfandi meirihluti fólks vill, að áfram sé hald- ið á leið bætts efnahags. Virðist tími til þess kominn fyrir þá áhyggjufullu og ergilegu að hugsa málin af meiri víðsýni. Má halda því fram, að með því að átta sig á breyttum aðstæðum mundu þeir einmitt ryðja hindrun um úr vegi fyrir aukinni menningu þjóðfélagsins. stæður heldur hvort öðru nátengd. Menning og auður eru ekki and- Það sést bezt á Aþenu og Flórens mannkynssögunnar. En nú á tímum er menningin ekki aðeins fyrir fáa útvalda heldur fyrir nær alla sem vilja njóta hennar. Það vilja hins veg- ar ekki allir, og er óþarfi að fyllast einhverjum trúboðseldmóði af þeirri ástæðu. Og svo er menning fólgin í fleiru en lestri og ljóðagerð. Híbýla- prýði og bættir umgengnishættir eru líka hluti menningar, svo að við er- um að öllu samanlögðu á góðri fram- farabraut. Hitt er svo annað mál, hvort sum- ir mættu ekki fara sér ögn hægar í allri þessari framsókn og framförum. Um það verður hver og einn að dæma sjálfur. En í öllum stympingum ein- staklinga og stétta megum við ekki gleyma lausn sameiginlegra vanda- mála. Það er einhver veikleiki í þeirri menningu, sem hvetur menn til að búa prýðilega um sig innan dyra, en kemur þó ekki í veg fyrir, að þeir sjái eftir þeim peningum, er þeir verða að greiða til að snyrtilega sé að þeim búið utan lóðarmarka. Þetta er þó að breytast. En ekki dugar að laga göt- urnar einar. Við verðum einnig að leggja stórfé í að bæta vegakerfið, sem er e.t.v. eina sviðið, þar sem tsland er ennþá vanþróað. Mörg önnur svið munu einnig krefjast aukins fjár- magns, svo sem skóla- og heilbrigðis- mál. Við íslendingar höfum nú komizt í það góðar álnir, að við teljumst í hópi tiltölulega fárra háneyzluþjóðfé- lega. Sú efnahagsbylting, sem skipað hefur okkur svo ofarlega meðal þjóða heims, hefur eðlilega haft í för með sér ýmiss konar umrót og rugling, sem vonandi er tímabundinn. Enda þurf- um við að fara að beina auði okkar í ríkara mæli að vissum sameiginleg- um þörfum, sem orðið hafa nokkuð afskiptar. Fum hinna áhyggjufullu og ergilegu má þó ekki verða ráðandi, því að engin stórhætta er á ferðum, heldur þarf stöðugt að bregðast við nýjum vandamálum af festu og still- ingu. Að lokum skal það enn tekið fram, að neyzla efnahagslegra og menningarlegra verðmæta fer vel saman, og er hið fyrra oftast forsenda hins síðara. G. S. V. 9. apríl 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.