Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 12
A A T T ííl T TH Í1 W!M T 1 i yj 1 .LlI li \MÁ 1 T&y Framhald aí bls. 7. flest árin, sem hann bjó í Laxnesi. Það var verið að byrja að leggja Mosfellssveitarveginn, þegar Guðjón flutti í sveitina. Þá var það eitt mesta áhugamál hreppsins og hinna efri hreppa að fá akfæran veg eftir sveitinni frá Reykjavík. Það mátti segja, að mjólkursala haefist til Reykjavíkur jafnhliða með daglegum flutningum og vegurinn þokaðist áfram upp sveitina. Mosfellshreppur átti þar nú góðan fulltrúa í hreppsnefndinni, þar sem Guðjón var. Þekk- ing hans á vegasamgöngumálum ásamt náinni sam- vinnu við landsverkfræðinginn, sem þá var orðinn Jon Þorláksson. Mosfellshreppur og þá ekki sízt Mosfellsdalsbú- ar áttu góðan fulltrúa þar sem Guðjón í Laxnesi var og ekki sízt í bættum vegamálum, því þegar þjóðvegurinn var kominn upp að Varmá og brú á ána 1910, kom hann því fram við hrepp og sýslu að ryðja til bráðabirgða leiðina upp Ása og svo- nefnd Vöð til að gera þá leið akfæra upp Mos- fellsdalinn, a.m.k. að sumrinu. Það varð til þess, að bændum Mosfellsdals varð kleift að flytja og selja mjólk til Reykjavíkur eins og hinum neðar í sveifinni, sem búnir voru að fá veginn. Með þessum byrjun- arvegabótum hófst hinn félagsbundni mjólkurflutn- ingur allra búenda Mosfellsdals til kaupstaðarins. Síðar nokkru var lagður góður vegur upp miðjan Mosfellsdalinn, sem Guðjón stóð einnig fyrir. Mörgum öðrum trúnaðarstörfum gegndi Guðjón fyrir sveit sína og hérað, svo sem í skattanefnd og 1 búnaðarfélagsmálum o.fl. En það sem þá vakti nokkra eftirtekt meðal fólks og enn lifir í huga samtíðarmanna hans, sem eru nú að verða fáir eft- ir, það var safnaðarstarf hans við Lágafellskirkju. Guðjón var safnaðarfulltrúi og kirkjuhaldari Lága- fellskirkju lengst af og kom á stofn söngkór safnaðar- ins, sem mun vera sá fyrsti í Lágafellskirkju. Guð- jón var talinn góður söngmaður, spilaði á orgel og þó einkum á fiðlu. Sigríður kona hans söng vel og hafði fallega söngrödd. Þá var til í Mosfellsdaln- um á sumum bæjum gott söngfólk, sem Guðjón æfði og kenndi og samæfði raddirnar. Séra Magnús Þorsteinsson, Mosfelli, var mikill söng- og radd- maður og var einnig með í þessum æfingum. Þess- ar söngæfingar voru haldnar heima hjá þeim hjón- um í Laxnesi. Þar voru líka hljóðfærin, orgelið og fiðlan. Guðjón lék ævinlega undir á fiðluna, þegar hann og þau hjón fóru til Lágafellskirkju, einkum á öllum hátíðum og stærri kirkjulegum athöfnum, sem setti meiri hátíðablæ á sönginn og kirkjuathöfnina. Guðjón var talinn feafa góða þekkingu á söng og allri músik. Það mátti næstum segja, að hvenær sem hann átti stund frá störfum sínum, var hann ýmist farinn að spila á orgelið eða leika á fiðluna, einkum þó fiðluna, og þá einnig fyrir gesti, sem komu til þeirra hjóna og ekki voru á hraðri ferð eða í snögg- um erindum. Það var skemmtilegt að vera gestur Guðjóns og þeirra hjóna, ef svo stóð á, að annir kölluðu ekki að og manni sjálfum lá ekkert á. Þá var Guðjón svo óendanlega ræðinn og hafði af nóg- um fróðleik að miðla. Hann hafði af svo miklum fræðaforða að taka af margs konar viðburðum, sem gerðust 1 uppeldissveit hans í Borgarfirði, og af óteljandi viðburðum og atvikum, sem gerðust þar sem hann var í vegavinnu á Austur- og Norður- landi. Af einkennilegum og sérstæðum mönnum og heimilum, sem hann kynntist og varð að hafa ýmis viðskipti við. Frásögnin svo hrein, lifandi og skemmtileg, að tíminn leið svo án þess að maður vissi af. Gesturinn þurfti aldrei að hafa fyrir um- ræðuefni. Þeir sem þekktu Guðjón. áhuga hans, vinnusemi og elju jafnhliða alvörumanninum, furð- uðu sig jafnvel á, hvað hann gaf sér stundum mik- inn tíma og hafði innilega mikla gleði af að hafa gesti og ræða við þá. Maður gat lært og munað heila frásagnarbálka af margvíslegum atburðum, sem skeðu, þegar hann var t.d. á Austfjörðum við vega- lagningar, og mannlýsingum, sem hann sagði frá af sérkennilegum körlum, sem hann kynntist og varð oft að hafa viðskipti við. Guðjón átti þennan lifandi og aðlaðandi frásagnarhæfileika, lá ekki hátt rómur, en frásögnin með léttu glettnisbrosi og flutt eins og æfður lesari af bókum, þegar hann var að segja frá. Þannig fannst gestum stundum tíminn fljótur að líða og oft fljótari en ætlað var. Hér að framan hefur að nokkru verið lýst Guð- jóni Helgasyni og heimili hans á því tímabili, sem hann lifði og starfaði sem bóndi og vegaverkstjóri í Laxnesi. Við, sem þá vorum ungir menn, minnumst hans sem framámanns bænda í flestum umbóta- og framfaramálum í búnaði og yfirmannsins okkar mörgu ungu mannanna í vegavinnunni, sem var meira leiðbeinandi i flestum verklegum greinum heldur en venjulegur skipandi verkstjóri. Hinn 19. júní 1919 lézt Guðjón úr skæðft lungna- bólgu, mátti næstum segja í blóma lífsins, ekki 49 ára, mitt í sínum framfara- og áhugamálum. Fráfall Guðjóns var mikið áfall sveit hans og héraði og þjóðarskaði að missa dugandi, vel gefinn ágætis- mann, þótt stærstur og sorglegastur hafi missirinn verið konu hans og börnum. Sigríður Halldórsdóttir bjó mörg ár í Laxnesi eftir að hún missti Guðjón, eða til vors 1928, að hún flutti til Reykjavíkur. Hjá þeim hjónum í Laxnesi ólst upp að nokkru leyti piltur að nafni Jósep Einarsson, austan frá Hornafirði. Hann var um tvítugt, þegar Guðjón féll frá, efnilegur maður og duglegur. Jósep reyndist líka Sigríði eins og góður sonur, heimili hennar og búskap, og var hjá henni, meðan hún bjó. Jósep var framúrskarandi heimilisrækinn, vinnusamur og ágætur verkmaður að hverju sem hann gekk og vildi gagn húsmóður sinnar í öllu, eins og sýndi sig líka, hvað Sigríður hélt lengst af vel í horfinu bæði með bústærð og viðhald húsa og jarðar og bætti þó alltaf við ræktun túnsins árlega. Það var góð samvinna þeirra Sigríðar og Jóseps. Hann var eins og góður húsbóndi heimilisins, hafði veg og vanda af öllum útiverkum og skepnuhirð- ingu án hennar afskipta eða eftirlits. Jósep var ágætur skepnuhirðir, jafn ungur maður, og hafði gaman af að umgangast þær. Hann var hirðu- og snyrtimaður um alla hluti sem hann vörðuðu og voru í hans verkahring. Sigríður var í eðli sínu lítið gefin fyrir sveita- búskap eins og hún sagði stundum sjálf frá á seinni árum, hafði enga löngun til að umgangast skepn- ur, enda óvön þeim á uppeldisárum sínum. Guðjón aftur á móti mikill áhugamaður og hafði mikla löngun til sveitabúskapar, sagði Sigríður, enda al- inn upp á stóru sveitaheimili og kunni öll verk til búskapar, lítil og oft engin atvinna á vetrum í Reykjavík og allra sízt fyrir þá, sem voru úti á landi mikinn hluta sumarsins. Var næstum ekkert fyrir þá að fá nema kljúfa og mylja grjót uppi í holtum. Því var sjálfsagt, að Guðjón réði því að taka jörð í sveit, fyrst hann hafði áhuga á búskap, eins og hún sagði. En þótt Sigríður segði stundum með hæglátri glettni um sjálfa sig, að hún væri engin sveita- kona eins og þær eiga að vera, mjólka kýr og ær, vinna á túnunum og fara í mógrafir, þá var Sigríð- ur það fullkomlega samt, þótt hún kynni ekki úti- verk eins og svo margar konur í sveit gerðu þá, en Laxnesheimilið var stórt og umsvifamikið suma tíma, þar sem oft var margt manna. Svo það var ærið starf húsmóður að hirða stórt hús og heimili með mörgu fólki og með þeim myndarbrag, sem þar var alla tíð hjá Sigríði f Laxnesi var oftast mikil gestakoma. Þangað þurftu margir að koma, m.a. vegna margháttaðra starfa út á við, sem Guðjón hafði með að gera fyrir sveitina og ýmis önnur félagsmál auk vegaumsjón- arstarfsins, en margir þurftu að koma að Laxnesi þeirra erinda. Þá var á þessum árum eina símstöð- in í Mosfellsdalnum í Laxnesi og náði raunar yfir miklu meira svæði. Auk þess jókst mikið gesta- koma að Laxnesi eftir að reiðvegurinn var gerður frá Laxnesi upp á Mosfellsheiðarveg um Borgarhóla. Þá þurftu margir að koma að Laxnesi og fá sér hress- ingu þar og sima. Það tók mikinn tíma hjá Sigríði að afgreiða fólk við símann og sjá um hann. Sigríður hafði allan veg og vanda af landsímastöðinni þar, fjárreiður sem annað, sem var talsvert, þótt stöðin væri ekki talin til nema 3. fl. Fólk kom á öllum tímum að fá að hringja, svo og með skeyti og boð- sendingar, stundum langa leið, næstum daglega, eink- um á sumrin. Þetta tók upp ærinn tíma hjá hús- móðurinni. En hver voru svo þjónustulaunin? 5 aur- ar á viðtalsbilið og sama að senda út og taka á móti skeytum. Svo voru auðvitað góðgerðir, sem fylgdu handa hverjum manni, sem kom þangað í síma og þess háttar erindum. Það var öllum kunnugt sem þekktu, að mikill tími og fyrirhöfn fór oft hjá Sigríði í Laxnesi í þarfir aðkomumanna, og það því fremur þegar hún var nú bæði húsbóndinn og húsfreyjan að ann- ast gesti og þarfir þeirra sem að garði bar. Það var gott að koma gestur að Laxnesi, eins og raunar hef- ur legið £ landi um flest sveitaheimili, þótt mis- jafnar hafi verið ástæður á bæjum. En það bar fleira til en síminn og önnur brýn erindi. í Laxnesi voru betri og meiri húsakynni en þá var í sveit. Sama var að segja um fénaðarhús og allar aðrar ástæður samfara því. Það var aldrei rask eða til- færsla, þótt margir menn með hesta kæmu að Lax- nesi og gistu þar eða fengju þar hey fyrir hesta sína. Þar voru á öllum tímum mikil hey. Það var hlýtt og skemmtilegt ,að vera gestur Sigríðar í Lax- nesi eða ef með þurfti að leita til hennar á annan hátt, sem var gert án orða og eins og hún sjálf vissi ekki af. Sigriði var Ijúft að veita þeim sem að garði bar og eins þótt væri eitthvað sem skipti málL Til munu þeir vera enn, sem muna Sigríði í Lax- nesi snjóaveturinn mikla 1920. Þá komu margir aust- anmenn og fleiri með svanga hesta að Laxnesi. Þenn- an vetur hlóð niður aftakamiklum snjó, svo mikl- um að enginn núlifandi maður man annað eins síð- an 1898. Þá voru bændur víða hætt komnir með fénað sinn, einkum í efri sveitum Árnessýslu, þar sem jökullinn var mestur. En þá var lika næg korn- vara til í Reykjavík, sem bjargaði mörgum frá vand- ræðum, en það var mikil vinna og erfiði að draga að sér mikinn fóðurbæti á hestum og sleðum austur í sveitir, Laugardal, Grímsnes, Þingvallasveit og Grafning. Þá voru ekki bílarnir komnir til að flytja varning bænda í stórum hlössum á skömmum tíma. Um bænadagana þennan vetur komu hlýviðris. dagar svo snjQr blotnaði og seig nokkuð. Á laugar- dagskvöld fyrir páskadag, sem var 4. apríl, rauk upp með norðanstórhríð og grimmdarfrosti, síðan gerði stillur og frost nokkuð fram yfir viku af sumri. Varð þá svo mikið harðfenni yfir allt og góð færð á jöklinum að fara mátti yfir hvað sem var beint af auga með fullt æki á sleðum. Strax upp úr páskum gengu hestvagnalestir með fóðurbæti í tugatali frá Reykjavík upp að Lax- nesi, sem staflað var þar í heyhlöðuna. Jafnhliða komu sleðalestirnar austan yfir Mosfellsheiði þaðan úr sveitunum að sækja kornvöruna þangað. Þessir flutningar stóðu yfir alla daga meira og minna, með- an færðin hélzt viku af sumri. Þá var gott svöng- um og ferðalúnum að koma að Laxnesi og fá þar góða hressingu og hey fyrir hesta sína, sem margur þurfti. Hér er frá þessu sagt til að sýna litla mynd af okkar góðu og göfugu heimilum, sem voru reiðu- búin að rétta hjálparhönd í erfiðleikum annarra án þess í hugann kæmi endurgreiðsla. Sigríður var góð húsmóðir fólki sínu og lét þvl líða vel á allan hátt sem hún gat. Hún var alltaf glöð og hlý í daglegri umgengni, en þó hljóð og fáorð að eðlisfari. Sjálf var hún öll fyrir sitt heim- ili og þó mest inn á við, var fegin að þurfa sem minnst að hlutast til um út á við eða réttast sagt: svo heimakær, að hún vildi næstum ekki þurfa að heiman að fara nema til nauðsynjaerinda til Reykjavíkur vegna heimilisins, en vænst þótti henni um, ef hún gat falið þeim sem hún treysti að reka slík erindi fyrir sig. Þess utan fór Sigríður ekki einu sinni á næstu nágrannabæi. Svona var . hún gróin sínu heimili, en þótti mjög vænt um, þegar gestir og góðir kunningjar komu til hennar. Hún var verulega skemmtileg í viðræðum, einkum við þá sem hún þekkti. Sigríður var djúpgreind kona og vel að sér til munns og handa eins og þá var oft sagt. Unni æsku, menntun og listum. Hún hafði á sumum málefnum, sem uppi voru, aðrar skoðanir en sum- ir aðrir og gat þá varið það á svo skemmtilegan hátt og oft með glettnisfyndni, að það gat stund- um verið verulega gaman að hlusta á hana og henn- ar athugasemdir og samlíkingar. Stundum svaraði Sigríður svo skemmtilega og afvopnaði um leið, ef hún fann að spurt var af einhvers konar hnýsni eða forvitni. Þá var svarað með góðlátlegri fyndni án þess að hinn fyndi til, en þó ekki hægt að spyrja meir. Sigríður var góð móðir og umhyggjusöm börn- um sínum, vakti yfir velferð þeirra og að þau nytu sinna langana til þroska og menntunar, sem hún líka uppskar ríkulega og gat glaðzt yfir á efri árum ævi sinnar. Sigríður var innilega barngóð, þýð og skilnings- góð, þar sem krakkar og unglingar áttu í hlut. Hún hafði sjálf gleði af krökkum og æskufólki, sem hjá henni var. Stundum var skólakrökkum komið á heimili Sigriðar, sem gengu í skóla þaðan eða kennslan var þar. Þá var farkennslan algeng- ust í sveitum. Þessum krökkum þótti vænt um Sigríði alla ævi síðan og hún var vinur þeirra. Kona úr næstu sveit með nýfætt barn sitt varð veður- teppt í Laxnesi margar vikur vegna illviðra og ófærðar snjóaveturinn mikla 1920. Það varð órofa vinátta þessara heimila síðan. Þannig var Sigríður. Hún leitaði ekki eftir kynn- um annarra út í frá, heimilið var henni allt. Hún var tryggur vinur öllum þeim, sem hún batt kunn- ingsskap við, og eftir því gott til hennar að leita um það sem henni var unnt að veita. Sigríður hætti búskap vorið 1928. Seldi þá jörð- ina og búið og flutti til Reykjavikur. Dætur hennar þá uppkomnar og búnar að ljúka námi, og sonur hennar var þá orðinn landskunnur ritíhöfundur, sem dvaldi jafnhliða langtímum erlendis, svo henni fannst sínu hlutverki og búskap vera lokið í Lax- nesi. Vinir og sveitungar söknuðu Sigríðar og fólksins Framhald á bls. 15. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. apríl 1967.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.