Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 5
. E g kaus að fara ein. Sjóferð. Fullkomið frí. Alein innan um fjölda fólks. Alein í friði. Sólskin 'hvern einasta dag, blár himinn, blár sjór. Ég eignaði mér vissan stól á þilfarinu, þann sið höfðu flestir. Þegjandi samkomulag. Við hægri hlið mína sat gamall maður, kryppling- ur. að því er virtist vel efnum búinn, og las í sífellu bækur um leyndardóma Austurlanda. Vinstra megin við mig sat gráhærð kona, m.jög hávaxin, áberandi en ekki að sama skapi smekklega klædd. Ég hafði þann sið að hafa alltaf með mér bók eða blöð; ég gerði það til þess að þurfa ekki að taka meiri þátt í samræðum fólksins en mér sjálfri þótti gott. Ég hélt að einangrun mín væri fullkomin, og að ég hefði algerlega á mínu valdi hvort hún yrði rofin eða ekki. Hvílík hamingja að eiga sjálfa sig í fnði í þrjár vikur. Ég hélt að svo yrði. E n því miður, ég komst að raun um annað. Gráhærða konan sá fyrir því. Hana vantaði alltaf áheyrendur. Og það var ég sem sat næst henni. — Afsakið, þér ætlið auðvitað alla leiðina? hóf hún máls. — Já, svaraði ég stuttlega. — Já, þér eigið gott. Yndislegt að hafa tækifæri til að fara svo langa ferð; sá sem hefði nú ráð á því. Ég fer nú bara til London. Hún frænka mín í ís- lenzka sendiráðinu bauð mér að koma til sín og dvelja nokkrar vikur. Ég býst varla við að eiga eftir að fara margar svona sjóferðir í þessu lífi. — Bara að skipið verði ekki hætt þessum ferðum, nema þér séuð sjálf alveg á næstu grösum við grafarbakkann? Ætli hún þagni nú ekki? hugsaði ég, en því var ekki að heilsa. — O, nei, það held ég varla. Ég reikna með að ná háum aldri; það hafa allir ættingjar mínir gert. Mér varð ljóst að ótalandi gæti hún ekki lifað. Og ég yrði að draga þar.n tíma, sem það tók að komast til London, frá fríinu mínu. — Já, ekki hefði mig órað fyrir því fyrir ári, að ég færi þessa ferð, þó ég væri búin að aura saman dálítilli upphæð. Ég geymdi peningana alltaf í Lands- bankanum, og nú er hann tómur. — Er Landsbankinn tómur? Þó ég hafi lítið vit á peningamálum, gat ég ekki fengið þetta til að hljóma sennijega. — Ég meinti auðVitað, að ég tók út allt sem ég átti, þér skiljið. Jú, ég skildi það. — Sjáið þér til, ég á frænku sem vinnur I sendi- ráðinu; við enum æskuvinkonur. Æ, þér þyrftuð að kynnast henni. Skemmtilegri manneskju hef ég aldrei fyrirhitt. — Hún hlýtur að vera alveg einstök. — Já, því getið þér slegið föstu. Hlær og talar allan daginn, allan sólarhringmn, ef því er að skipta. Drekkur eins og fílefldur karlmaður, en sér aldrei á henni, að hún hafi bragðað vín. — Drekkur hún svona mikið? — Það verða allir að gera, sem vinna í sendiráðum. Á hverjum degi árið um kring. Mesta furðu hve fátt af þessu fólki verður að aumingjum. — Það er víst mesta furða. — Hún frænka mín hefur vit á að gæta sín. Hún sér við öllu. —- Hvernig þá? SMÁSAGA EFTIR UNt'SI EIRÍKSDÓTTUR Hún frænka mín í sendirácfcinu — Nú, þegar hún fer í kokkteilpartí frá 5 til 7, þá notar hún aðferð, sem hún fann upp sjálf. — Það er og. — Jú, sjáið þér til, þjónarnir ganga um og fylla glösin í sífellu; hvernig haldið þér að færi fyrir þeim sem drykkju öll þau ósköp? — Það færi sjálfsagt ekki vel. — Nei, það færi ekki vel. En hún frænka mín í sendiráðinu, hún hefur sínar aðferðir. Hún hefur sagt mér margar sögur af þvi. — Jæja. — Sjáið þér til, hún drekkur næstum ekkert af víninu. — Hvað gerir hún þá? — Skvettir þvi. Út um allt. Bak við sófa, undir borð, blómapotta. Alls staðar Hún segist ekki vita tölu á öllum þeim blómum sem hún hefur drekkt í víni. — Jæja, fer hún þannig að því? — Já, þannig fer hún að því. Og hún er svo skemmtileg. Jafnvel dauð manneskja mundi hlæja, þegar henni tekst upp. Ég man alltaf þegar hann Bjarni heildsali fór út til að leita sér lækninga. Hann var með magasár. Frænka mín var beðin að taka á móti honum og greiða fyrir honum, koma honum á gott sjúkrahús, skiljið þér. Þá fékk hún nú hlutverk sem átti við hana. Þér haldið auðvitað að hún hafi lagt hann inn á sjúkrahús? Ekki aldeilis. Hún fór með hann á alla dýrustu matstaði og nætur- klúbba í London, drakk með honum heilar nætur. — Og drakk hún þá? — Auðvitað ekki. Hún skvetti undir borð og bak við gluggatjöld og hélt heildsalanum í himnaskapi í hálfan mánuð. — Og hvað svo? — Nú, þá var seðlaveskið hans orðið tómt, og hann fór heim. — Með magann ólæknaðan? — Aldrei fundið að hann hefði maga síðan. Já, hún kann á karlmennina, vefur þeim um fingur sér. — Það lítur út fyrir það. — Við erum talsvert líkar. Báðar hávaxnar, og nctum skó nr. 42. Já, hún kann á karlmennina, það er óihætt um það. Eg svaraði með löngum geispa, sem ég reyndi þó að leyna. Svo stóð ég upp og ákvað að leggja mig; kannski fyndi hún sér annað fórnarlamb á með- an. Þegar ég settist í stólinn minn seinni hluta dags- ins, reiðubúin að baka mig í sólinni, var hún hvergi sjáanleg. Guði sé lof. Ég lokaði augunum og var ham- ingjusöm í sólskininu. Það stóð ekki lengi. — Æ, hvað það er gott að sjá yður áftur. Ég hef bara saknað yðar, get ég sagt yður. Þér eruð svo intelligent, segir maður það ekki? Ég er ekki sterk á svelíinu í tungumálum. Þér eruð óvenjuleg kona. Þér hefðuð átt að vinna í sendiráði, þér hafið áreið- aniega gaman af að kynnast sérkennilegu fólkL Já, þér ættuð sannarlega að vera í sendiráðL — Ég þakka. — Ég hugsa að það hefði átt vel við mig líka að lifa svona lífi eins og hún frænka min. Fötin sem hún sendir mér, þér ættuð að sjá þau. Hún sendir mér oft föt; við notum nákvæmlega sömu stærð. Þessa fjólubláu dragt, sem ég er í núna, sendi hún mér fyrir stuttu. Það er nú svo, hugsaði ég, að visu hef ég álíka mikið vit á sendiráðum og halastjörnum, en ekki þóttu mér fötin smekkleg. — Já, hún kynnist alira landa fólki, oft afskaplega skemmtilegu. Það segir sig sjálft. — Lítið á þetta armband. Það er gjöf frá prinsin- um af Algebru, já Algebru, ég man það áreiðanlega rétt. Hann kom til London í þriggja daga heimsókn og varð svona yfir sig hrifinn af henni. Þeir eru óskaplega blóðheitir í Algebru. Líka aðalsmennirnir. Veslings prinsinn, hann skrifar henni enniþá á háLfs- mánaðar frestL — Hvernig ætli loftslagið sé í Algebru? spurði ég og var einhvemveginn ekki alveg með á nótunum. — Loftsiagið? Heitt. Ofsalega heitt. Svo rignir kannski í hálfan mánuð í einu. — Ég kem ekki staðnum fyrir mig, sagði ég. — Æ, það munar engu. En hugsið yður, hefði ég nú ekki gifzt fiskkaupmanninum, blessuð sé minn- ing hans, þá ynni ég áreiðanlega í einhverju sendiráð- inu líka. Já ég giftist og hann var dauðans drullu- sokkur, en sá dauði tekur sína dánu með sér. Og eng- inn getur tekið frá manni minningarnar. Það er víst og satt. — Það er nú svo. — Hún hefði áreiðanlega útvegað mér vinnu I ser.diráði. Hún spilar á karlmenn eins og einföldusUi munnhörpur. En þessi slysni mín, að fara að giftast fiskkaupmanninum, var eingöngu vegna þess að ég Framhald á bls. 6 S. apríl 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.