Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 3
HANS BENDIX: MÁLARI HAMINGJUNNAR PIERRE BONNARD Dæmigerð mynd eftir Pierre Bonnard: Kona horfir við dagsbirtu. F rakkland hyllir nú einn af mestu liitamönnum sínum á hundrað ára af- mæli hans og tuttugu árum eftir dánar- dægur með stórri sýningu í L’Orangerie á Place de la Concorde á Signubökkum. Það heí'ði e. t. v. verið ákjósanlegra, að hún hefði ekki verið alveg svona stór og viðamikil. Bonnard nýtur sín betur í stofum en í sölum, því að Bonnard er meistari hins nána innileika. Heimilið, húsið og garðurinn, er hans heimur. Léttir sólargeislar falla inn um glugg- enn og gefa okkur hugmynd um dýrð garðsins. Stúlkan, sem situr við sauma í skini lampans og ávaxtaskálin á dæmi- gerða franskköflótta dúknum — þessar fyrirmyndir sínar á hann sameiginlegar með vini sínum Vuillard. En götur og húsasund Parísar, torgin og trjágöngin, átti hann einn, þar sem allir þekkjast eins og í smáþorpi, og lögreglan er góð- kunningi götustúlknanna. Salathöfuðin á grænmetistorginu, lögreglubíllinn og handvagnarnir. París í byrjun aldarinn- ar. Hö/Uðborgardæturnar þvo rér og snyrta í flatbotnúðum bölum, eins og kettir á veiðum, sem spegla sig í vatn- inu um leið. í einföldu umhverfi, milli rúmsins, snyrtiborðsins, vatnskönnunn- ar og spegilsins, teygir sig fagursköpuð vera við gluggann, dagsljósið flæðir gegnum þunnt gluggatjaldið og gerir gælur við ávalar línur líkama hennar. Önnur kona, álút, hefur lyft öðrum fæt- inum upp á stól og nuddar á sér ökkl- ann, ilminn af spritti og glyseríni leggur fyrir vit okkar. f>að á að grípa seið augnabliksins í náttúrunni, ekki gera nákvæma eftirmynd af henni. Martha heitir fyrirmynd Bonnards, lífsförunaut- ur hans til æviloka. Martha hér og Martha þar, það er ósjaldan, sem hún fer í fótabað. Bæði í París og við Mi'ð- jarðarhafið mótar málarinn líkama hennar og kynsystra hennar eins og fallega, þroskaða ávexti. — Konur, kon- ur, konur . .. syngur prinsinn gamli í óperettunni „Gæfubarnið“. Við get- um e. t. v. ekki skýrt það með orðum, hvað hamingja er, en Bonnard tjáir hana í málverkum sínum. Enda þótt smekkur manna sé misjafn, skil ég ekki, hvernig listmálarar hafa getað skipt á ávölum örmum og þrýstn- um barmi og skolprörum, sorpi og töpp- um af ölflöskum. Það getur kannski talizt frumlegt, en mér virðist það ánauð og niðurlæging, allt of stór fórn á altari listarinnar. Skyldu það ekki vera fleiri en Bonnard (og ég), sem taka fegurð- ina í hlýjum, brúngullnum konulíkama fram yfir risastórar myndir af gulum fúkkablettum í köldum steinvegg? IVíér er það óskiljanlegt, að lista- menn nútímans skuli hafa afsalað sér hinni hlutstæðu náttúrumálaralist af frjálsum vilja. í henni var fólgin köllun, sem veitti þeím aðgang að gæðum, sem venjulegir dauðlegir menn öðlast ekki af sjálfu sér. Ég hef nefnilega enga trú á því, að klámið og sorinn sé neitt for- takslaust sannleiksvitni okkar tíma, það á sér minni sto'ð í raunveruleikanum en í dagdraumum og hugarórum. Að öðrum kosti væn það lítilfjörlegur gróðavegur. Dagdraumar. Voru þeir ekki rauði þráðurinn í list Bonnards, í lífi hans? Hann hitti Mörthu 1894, og þau eru óaðskiljanleg upp frá því, þrjátíu árum síðar kvænist hann henni, og hún deyr ekki fyrr en 1942. Allt of seint. Allt bendir til þess að hún hafi verið algjör- lega óalandi og óferjandi. Það mun hafa verið erfitt að koma auga á nokkuð, sem sagt yrði henni til hróss. Enginn af þeim, sem þekktu Bonnard og skrifuðu um hann, hefur reynt a'ð mæla henni bót. Alls enginn. Hún virðist hafa eitrað líf hans. Öfundssjúk, erfið í umgengni, sí- kvartandi. En hann hefur augsýnilega ekki getað án hennar verið. Hann skap- aði úr illgjarnri, lítilsigldri nöldurskjóðu ímynd kvenlegrar fegurðar. Hún hefur verið reglulegt illfygli og húskross, sem hann hefur hjúkrað og látið sér annt um. Árum saman verður stöðugt að mýkja sjúkan líkama hennar í heitum böðum. Það er tilefni hinna fjölmörgu mynda, geislandi af lífsgle'ði, af lokk- andi, hraustri og þokkafullri vatnadís, sem rennur út í eitt með gárunum á yfirboroi vatnsins, terrassógólfinu og purpuratjölduðum veggjum í gulum og gullnum, heitum litum. Hann hefur töfr- að hana burt úr ömurleika heimilisins á blómabeð í fjarlægu, heillandi ríki ham- ingjunnar. Uppbótarkenningin. Hann hefur látið sig dreyma um ástina, í draumum hans glóir hún í logandi lita- dýrð og töfraljóma. Árið 1925 hefur málari gleðinnar loks- ins efni á því að kaupa sér hús, „Le Bosquet", lítinn bóndabæ í Le Cannet, þar sem danski málarinn og myndhöggv- arinn J. F. Willumsen andaðist. í Le Bosquet skapar hann heim, sem er eins og hann byggi í ævintýrahöll úr „Þúsund og einni nótt“. Dagdraumar. Ef hlut- skipti þitt er slæmt, reyndu þá að gera eins gott úr því og þú getur. Bonnard eyddi erfiðum ævidögum sínum í að gera auglýsingaspjöld fyrir hamingjuna. F aðir Pierre Bonnards var skrif- stofustjóri í hermálaráðuneytinu. Pierre haí'ði ekki meiri trú á hæfileikum sín- um en svo — og hvaða unglingur hefði það? — að föður hans veittist auðvelt að telja hann á að fara í langskólanám. Lögfræðin varð fyrir valinu, og í nokkra mánuði var þessi óhagsýni unglingur til tafar og trafala á opinberri skrifstofu. Þá tókst honum, það var 1889, að fá prentað auglýsingaspjald fyrir kampa- vín. Það er í „art-nouveau“-stílnum, sem þá var ríkjandi, væmið og undir áhrif- um frá Chéret. En athyglisvert er, að einmitt það verður til þess að gefa Lautrec hugmyndina að því að teikna auglýsingaspjöld. Báðir verða fyrir áhrifum frá japanskri tréskurðarlist, sem þá var nýlega komin fram á sjónarsvið- ið í París, og síðan hefui stíll Bonnards, Chérets og Lautrecs sett svip sinn á evrópska plakatlist. Pierre Bonnard fékk 100 franka fyrir auglýsingaspjaldið, og það var ein af fáum róttækum ákvörðunum, sem hann tók á ævinni, þegar hann svarar bréfi r- - - —- ~ ■ - —-— — Sigurbur á Brún i. gætir, þú hleypir inn Bærinn er hruninn glóföxum þessa manns. og Brún er í eyði. - Hann beizlaði Munin, Eigirðu eymdarkot sér brá upp í heiði. með einhverri hagabeit, Kveðskapar maður hann lát þess hafa not, hjálpsaman þig ég veit. og knálega er setið. En klárinn er staður Ei myndi englafans og kemst varla fetið. óstuðlað tízkuraus Bjart er á leiðinni hafa við hörpudans, ef hann væri ei Siggalaus. í brekkum og höllum, tjásur á heiðinni, Spara ég spé og flím, tíbrá á fjöllum. en spái og vænti þess Tröllsóknaprestar Siggi minn setji rím á sálma og Davíðsvers. með tárhreina hökla. Stóðtrylltir hestar, 3. sem stefna á jökla. Víst mun oss bregða í brún, 2. burtsofnaðs lifi hrós. Brátt yfir Bragatún Veit ég þú, Pétur minn, braga mun annað ljós. valla sem himnaranns Jón úr Vör. • 15. október 18é7 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.