Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 12
Asíðastliðnu hausti sýndi New York City Opera söng- leikinn Julius Caesar eftir Hándel. Hlutverk Kleópötru söng Beverly Sills, sem hafði um árabil verið fast- ur starfskraftur óperuhússins, án þess að öðlast umtalsverða frægð. En frammistaða hennar á frumsýn- ingu þessa söngleiks vakti svo fá- dæma hrifningu, að tónlistargagn- rýnendur hika ekki við að fullyrða, að Beverly Sills sé ein af allra snjöllustu óperusöngkonum heims. Það má því segja um Beverly Sills, að hún hafi orðið heimsfræg á svip- stundu, og hlutverkaskipan og gesta- söngur víðs vegar um heim er skipulagður allt til ársins 1970. Be- verly sjálf veit skýringu á skyndi- frægð sinni: Ég hef alltaf haft kól- oratúr-rödd, en það hefur enginn gefið mér tækifæri til að beita henni fyrr. Einn er sá maður sem ætíð hef- ur haft óbifandi trú á henni, og það er framkvæmdastjóri New York City Opera, leikstjórinn Julius Rudel. Eftir sigur Beverly Sills á þessari frumsýningu, sagði hann: Þetta er stundin sem ég hef verið að bíða eftir og átti ætíð von á. B everly Siills er orðin 38 ára, alin upp í Broo-klyn í New York og rúss- R'esk í móðurætt. Rétt föðurnaifn henn- ar er Silvenman Sills er listamanns- nafn, sem hún hefur tekið sér. Bever- ly hefur verið sísiyngjandi allt frá bernaku og kom fyrst opinberlega fram 3 ára g'ömuil. Gullöld barnastjarnanna var að renn-a upp uim það leyti sem ég faeddiist, segir hún. Shirley Temple var fyrirmyndin. Gullnir silöngulokkar krýndu höfuð allra stúlkubarna — Be- verly Sills segir, að loikkarnir á höfði sínu hafi verið 65 taiisins — og sikemmt- anaiðnaðurinn hafi uppgötvað nýja teikjulind. Litlar telpuhnátur, sem gátu sungið og dansað voru á'kaflega vin- sælar jafnt hjá fullorðnuim sem börn- urn. Beverly Sills kom vikulega fram í föstum skemmtiþáttum í útvarpi frá því hún var 3ja ára og fram til 12 ára aldurs. Á þeim árum var þetta ein- göngu leikur, segir hún, en þegar ég ■var orðin 11—-12 ára, var ég' ekki sama pndrabarnið og ég var 5 ára. Ég var áð færast á erfiðan aldur, röddin tók að breytast og sjálfsöryggið að minnka. Undraba'rn verður að vera algerleg'a ónæmt fyrir umhverfi sínu. M-i n þó'tt Beverly Siils hætti að vera undrabarn, hvarf hún ekki adveg af sjónarsviðinu. Hún hélt áfram að leiika söng'hlutverk í útvaTpið, þegar þau buðust, en nú tólk alvarlegt náma Beverly Sills í hlutverki Kleópötru við. Hún sótti söngtíma hjá frægum söng'kennara í New York, sem hafði á sínum tima kennt Amelitu Galli-Ourci. Þessi söngkennari krafðist þess einnig af Beverly, að hún legði stund á ítölskui eða frönisiku. Þrettán ára að aldiri hóf bún lei'klistarnám. Adlt þetta stundaði hún jafnframit almennri skólagöngu. Að því náimi loknu var hún ráðin í óperu- f.otok, sem ferðaðist um landið með sýningar. I einni slíkri ferð söng hún aðalhlutverkið í „La Traviata" á 54 sýningum af 63. Þá var hún aðeins 21 árs að aldri og segja kunnugir, að furðuiegt megd telja, að röddin eyði- lagðist ekki adveg. Sjálf segir Beverly, að hún hafði fundið til meiri þreytu í fótunum en röddinni í þesisari sýning- arferð. Átta atlögur varð Beverly Sills að giera áður en henni tókst að komast inn í New York City Opera. Haustið 1954 var hún laks ráðin. Julius Ruidel, núverandi leikhússtjóri, segir að fyrr ha.fi hún eíkki verið undir það búin. Sjáiflsgagnrýni hafi gert það að venk- um, að röddin hafi verið of þvinguð og hann bætir því við, að furðuieg't sé að bera saiman söng hennar þá og nú, er hún virðist syn'gja erfiðustu ar- íur algerlega áreynsilulaust. ITyrsta hlutverk hennar við óper- una var Rasalind í „Leðurb(lakunni“ eftir Mozart oig síðian hefur hún aldrei sungið annað en aðalhlutverk. En þrátt fyrÍT góða frammiistöðu, virti'si mönnum þá ekki orðið ljóst hvað í henni bjó. Sjálf segist Beverly hafa skipt kröftum sínum um o,f milli heimilis og söngs. í huga hennar sat hejmilið o@ fjölskylduilíf í fyrirrúmi. Erfið-ar fjöl- skylduástæður gerðu það auik þess að BEVERLY SILLS verkum, að hún hætti alveg að syngja um nokkurt skeið. H ún giftist árið 1956 auðugum viðBikiptajöfri, sem var eklkjumaður og þri'ggja barna faðir. Með honum fluttilst hún til Boston og þar eignuðust þau hjón tvö börn. Beverly segist hafa verið ákaflega hamingjusöm og hafa haft ær- ið að starfa með fimm börn á heimil- ir.u. Sönginm lagði hún ekki a'lveg á hiliuna, en hlutverk urðu stopulli, endia sótti hún æfingar og sýningar frá Bost- on og' mi'kill tími fór í ferðir á mi'llL Eni þegar dóttir þeirra hjóna var tveggja ára, kom í ljós, að hún var heyrnarlaus, og á hverjum morgni fór Beverly með hana á sérstakan skóla, þar sem henni var kennt að taia. Nokkrum mánuð'um siðar leiddi læknisrannsóikn í ljós að sonur þeirra, sem þá var aðeins nokk- urra mánaða gamall, var vangefinn. Be- verly varð svo mikið um, að hún sagði upp samningi sínum við óperuna. J.ulius Rudel, leikihússtjóri, neitaði að taka upp- ■S'ögn hennar til greina, en sagðist veita benni leyfi frá störfum um óákveðinn Beverly Sills tíma. Hann sagði hentni jafnframt, að mjög væri misráðið, að hún legði söng- inn á hilluna. Allan veturinn niæsta sendi hann henni persónleg uppörvun- arbréf, sem glöddu Beverly, en ekki tókst Ruidei að talja henni hug'hvarf rr.eð þesisum hætti. Loks sendi hann henni formlegt bréf, þar sem hann minnti hana á, að ’hún væri samnings- bundin og hann vænti þess, að hún virti það; í bréfinu tók hann einnig fram, hvenær hún ætti að mæta til æfinga. Beverly mætti á réttum tíma. Á söng hennar höfðu orðið alger og aug- ljós umiskipti; raddstyrkur hafði auk- izt, rad'dsvið víkkað. Jafnvel framkom- an var önnur. Beverly hafði alltaf ver- ið örug'g á sviði og haft viðurkennda leiklhæfileka, en nú vir'tis't ekikert skorta á 'hnitmiðaða samræmingu söngs og leikis. Jatfnframt virtist röddin hafa öðlazt sveiigjanleik og mýkt, sem ekki haifði gætt áður. Hún söng þetta ár öll þrjú kvenihlutverkin í „Ævintýri Hoffmiamns“ og hlaut mikið lotf fyrir bæði s'öng og leik og ári síðar kom heimsfrægðin fyrir hlutverkið í „Juliu® Caesar". Segja má, að viðurkenningin kiomi nokkuð seint, þegar þess er gætt að Beveriy Si'lls á 35 ára söngtferil að baki, þó hún sé reymdar eiklki nerna 38 ára gömul. En Beverly segir, að per- s'ónulegar raunir sínar hafi breytt við- horfi sín_u til s'jálfrar sín og listiðkunar sinnar. Ég bug'saði sem svo, segir húm, að ég gæti staðizt þessa raun á sviðinu úr því mér tófest að sigrast á persónu- legum erfi'ðleikum mínum. Þetta hefur loisað mdg við hömluT og ótta — kannski mætti seg'ja, að ég sé orðin kæroulausari um eigin frammis'töðu. En Beverly hikar ekki við að futllyrða, að hún mundi á stundinni gefa sönginn upp á bátinni, ef hún gæti fengið heiilbrigði barna sinna í staðinn. Staiðreyndin er sú, að Beverly Sills er skyndilega orðin fullþr;oskuð og mót- uð listaikoma. Operan „Juliuis Caes>ar“ var teikin upp á plötu, sem er í þann veginn að koma á markaðinn. Að lokn- um sýningum á „Julius Cae-sar“ hefur Beverly Si'lls verið á sífelldum ferða- lögum; í apríl síðastliðnum söng hún við Vínaróperuna og heillaði svo áheyr- en-dur, að henni var boðið að syngja þar aftur strax á næsta ári í „La Traviata" og „Ævintýri Hafifmanns“. Á s'iðastliðmu surnri söng hún á tónlistarr hátíðinni í Salzburg, í Liima í Peru, Lausanne í Sviiss og í Mexioo. Fram til árisins 1970 er hver stund bókuð, síðast á áætluninni er söngferð í Ástralíu í boði áströlsku ríkisstjórniarinnar. Um þestear mundir stendur Bever- iy Sillls í samningagerð við Metropolit- an óperuna í New York; hvernig þeirri sam'ningagerð lyktar, er ekki vitað. Enn er hún samnings'bundin hjá New York City Opera og um þessar mundir syngur hún hlutverk Shemak- han drottningar í óperunni „LeCop d’Or“ eftir R imeky-Koris a kov og var frumsýnimg í síðasta mánuðL 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.