Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 7
Baskneskur kaupmaður frá Navarra. veitingahúsarekstri — auðgað fjölda þeirra all vel. Ekki er auðvelt að áætla tölufjölda þeirra í hinum nýja heimi, en sennilega er það um hálf milljón sem eru sér þess meðvitandi að þeir eru af baskaættum. Forsaga Baskanna er nokkuð óskýr og hefir valdið talsverðum heilabrotum þeim sem í hana hafa gluggað. — Róm- verskir sagnaritarar skýra frá þjóð- flokki, „vascones“, í landi sem kemur nokkum veginn heim við legu Navarra- fylkis nú á dögum. Þeir virðast hafa hrundið árásum Vestgota, Franka, Nor- manna og — a. m. k. öðru hvoru — mára (Serkja) sem lagt höfðu undir sig mestallan Ebródalinn og setzt þar að. Það voru Baskar — en ekki Márar eins og kveðið er um í „Chansons de Ro- land“ (Rollants- eða Hrólfs-rímum) — sem hjuggu í spað bakvarðarsveitir hers Karlamagnúsar konungs við Roncevalles (Roncevaux) árið 778. — Þegar rofar til eftir pólitískan glundroða miðalda, hafa fylkin Álava, Vizcaya og Guipúz- coa sameinazt konungdæminu Kastilíu. Konungsríkið Navarra varð hjáleiga Ferdinands 2. af Aragón árið 1513. Þó höfðu Baskar, jafnt á Frakklandi sem á Spáni, meiri og minni sjálfsstjórn í mál- efnum varðandi verzlunarviðskipti, skattamál og herþjónustu, og voru þess- ar greinar felldar inn í gömul hefð- bundin lög Baskanna, „fueros“ eða „fors“, og kváðu þessi lög einnig á um rétt og stöðu fólks heimafyrir, og um erfðamálefni. Héldu þeir svo fast við þessi lög sem þeir máttu, en franska stjórnarbyltingin svipti fransk-baska öllu slíku þegar þar að kom. Á síðari árum hefir aftur á móti verið tekið vin- veittara tillit til sérstæðrar menningar og hefðar Baskanna, og með staðfest- ingu Daix-laganna, „Loi Daixonne" (1951) hefir baskisk tunga og ritmál — sem áður var bannfært í öllum opinber- um viðskiptum og plöggum — verið leyfð og tekin upp í ríkisskólum. Á Spáni reyndi ríkisvaldið að skerða og hefta sérstéttindi Baskanna, og olli það því að þeir studdu málstað Don Carlos í Karlistastríðinu (Spænska erfðastríðið) með hinum hörmulegustu afleiðingum. I kjölfar þessa fylgdi mikill áhugi ýmsra á stofnun stjórnarfarslega sjálfstæðs þjóðlegs baskaríkis, og er hugmyndin nánar skilgreind af Sabino de Arana Goiri sem stofnaði „Partido Nacionalista Vasco“ (Baskiska þjóðernissinnaflokk- inn) 1894, og var kjörorð hans: „Guð og hefðbundin lög“. — Að Baskar héldu sínum gömlu sérréttindum, „fueros“, var í rauninni meira virði heldur en slíkar róttækar kröfur; en ekki var liðinn lang- ur timi frá erfðastríðunum, er fór að dofna yfir samheldni manna viðvíkjandi öllum þessum sjálfstæðiskröfum. E r Spánn varð lýðveldi, 1930, klofnuðu Baskar, pólitískt séð, í tvær andstæðar fylkingar. Vizeaya, Guipúzcoa — og Álava að vissu marki — aðhylltust þá stefnu að vinna að aukinni sjálfs- stjórn innan vébanda lýðveldisins, og af þeim sökum hétu þeir því hollustu þrátt fyrir and-kaþólska — jafnvel and- kirkjulega — pólitik hins unga lýðveld- is. Navarra, aftur á móti, æskti einskis frekar en að lýðveldið liði undir lok, og þar átti Franco sína traustustu fylgis- menn frá fyrstu dögum uppreisnarinnar 1936, enda navarrískir „requétes“ meðal beztu herdeilda hans. — Bilbao-borg, er áður hafði verið traust virki sjálfs- stjórnarsinna gegn Karlistum, varð mið- stöð lýðveldissinna, og einnig kjarni baskiskrar þjóðemishreyfingar. Barizt var á þessum slóðum fram í september 1937, og utan Spánar minnast menn sérstaklega þessa þáttar borgarastyrj- aldarinnar vegna Guernica. Þessi bær, fom þingstaður Vizcaya-fylkis og bask- ískt þjóðemistákn, var skotinn sundur og saman og brenndur til ösku, flestir íbúanna strádrepnir, í loftárás þýzkra og ítalskra nazista og fasista (bandamanna Francos), þrátt fyrir að bærinn hafði ekki minnstu hemaðarlega þýðingu. Hitler og Mussolini vom þar að æfa sig, — prófa ný hernaðartæki og tækni — undir það sem koma skyldi (seinni heimsstyrjöldina). Pablo Picasso (sjálfur Spánverji) hefir gert þetta atvik ódauð- legt í hinu mikla og fræga málverki „Guernica“. Eftir borgarastyrjöldina (1936—39) varð fjöldi Baska landflótta, margir eru í útlegð vestanhafs og bask- isk þjóðernissinnastjórn situr enn í París. A máli Baska heitir land þeirra „Euskal Erria“ og timgan „euskera", „eskuara'* eða „úskara", allt eftir mál- lýzkum. Baskamál tala 6—7 hundr. þús- und Spánar-Baskar og um eitt hundrað þúsund Frakklands-Baskar. — Tunga þessi hefir aldrei verið lögskipuð þjóð- tunga í nokkru landi, alltaf látið í minni pokann fyrir rómönsku málunum. Þetta er all sundurleitt mál, en skipa má því í átta höfuðflokka eða díalekta. Vizcaya- baskiska er talsvert frábrugðin öllum hinum. En kjarni og uppbygging málsins er allsstaðar hinn sami. Baskisk tunga er hið einasta lifandi tungumál í Vestur- Evrópu sem ekki á rætur sínar að rekja til Indo-evrópsk uppruna. — Áður fyrr voru getgátur og vangaveltur um upp- runa þess, en nú hafa menn hallazt a’ð þeirri skoðun að það sé „áframhald" (með ýmsum breytingum gegn um ald- irnar) af tungumáli Aquitani-anna sem á tímum Cesars byggðu landið milli Garonne-elfur, Pyreneafjalla og Atlants- hafs. Einnig ku það eiga sér rætur í tungu hinna fornu vascona, er byggðu mestan hluta núverandi Spænska Na- varra og næsta umhverfi. Málið mun alls ekki runnið frá rótum forn-íberísku, en mjög sennilegt að það sé að nokkru skylt kákasisku málunum. Sennilegt að í fyrndinni hafi þessi tunga flutzt vest- ur á bóginn með þjóðflutningum og komfð frá Litlu-Asíu, og þetta skeð í byrjun bronsaldar (um 2000 f. Kr.). B askisk orð þekkjast allt frá 8. öld, og elzta dagsett prentað plagg er frá 16. öld. — Málið er ritað samkvæmt því stafrófi sem tíðkast á Spáni og Frakk- landi, eftir því sen> við á. Tungan er all sérkennileg, og tíðkast mjög hverskyns samsetningur orða og nafna, og óvíða munu finnast lengri nöfn. T. d. þekkti ég í San Sebastián (Guipúzcoa) kaptein, eða skipherra í flotanum er bar nafnið Garteizgoicheascoa, sem og stóð á nafn- spjaldi hans. En hann trúði mér eitt sinn fyrir því að með réttu, og fullt, væri nafnið: Iturriberrigorrigarteiz- goicheascoa, sem vita-skuld ná'ði ekki nokkurri átt að nota allt, svona til hvers- dags, og yfirleitt aðeins notaður síðasti hlutinn: Goicheascoa. Skírnarnafnið var aðeins Luis (Lúðvík). — Inn í baskísku hafa runnið fjöldi tökuorða úr latinu, spænsku, frönsku og gaskónamáli. HEIMILDIR: Arturo Campión: „Euskariana" (Bil- bao, Pamplona), I. López Mendizá- bal: „Historia del pais vasco“. P. Veyrim: „Les Basques" (Bayonne). J. de Galíndez: „E1 Derecho Vasco“. Meillet &Cohen: „Les Langues du Monde“. Borgin Leiza í Navarra. Bóndabæir á Baskalandi. 15. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.