Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 15
m """ " -- [öl 77 (PT? ■p r 'IT !T LU I ■■ mm Uu u öLJ UUlíjlíaIIJSl •m ,1 il lUL Hugprúðir, óttalausir ridd- arar, gráir fyrir járnum með brugðin sverð voru átrúnaðar- goð æskufólks hér fyrr á öld- um. Nú ganga goðin fram á orrustuvöllinn vopnaðir gítur- um í stað sverðs og skjaldar. í þessum orrustum sem bæði geta verið harðar og miskunn- arlausar berjast þessir ungu og djörfu riddarar nútímans um hjörtu fólksins. Nú eru það tónlistarhæfileikar sem gilda í stað vopnfimi fyrri alda. En hveijir eru þeir sem fremstir fljóta í straumi blues- tóna og beats. Hverjir eru þessir ungu, villtu menn sem með hæfileikum sínum hafa sveipað um sig dýrðarljóma í augum ungra aðdáenda. Hér að neðan er yfirlit yfir þá gít- arleikara sem þykja skara fram úr á Bretlandseyjum, en enska músikblaðið ,,MELODY MAKER“ hefur kaílað þessa menn „MAGNIFICENT SEV- EN“ sem þýða mætti á ís- lenzku: „HINIR 7 STÓRKOST- LEGU. stevieawinwood Jafnvel þótt Sbeve leiki ekki mikið á gítar nú orðið síðan hann fór yfir á orgel, meðan hann var hjá Spencer Davies, er hann enn talinn í hópi beztu biues 1 gítarleikara Eniglands, um lei'ð og hann er einnig sá yngsti. Þó að Steve sé undir mikl- um áhrifum frá Eric Clepton og B.B. King þróar hann með sér sinn sérstæða stíl og það er fyrst og fretnst hans eigin tónlist em hefur komið honum í fremtu röð enskra tónlistar- manna. Steve fæddist í Birmingham árið 1948. Hann kom fyrst fram opinberlegd með hljóm- sveit föður síns þegar hann var aðeins 9 ára gamall. Seinna lék hanr. svo í hljóm- sveit með bróður sinum áður en þeir báðir ger.gu í lið með Spenoer Davies. Fyrir utan að vera einn af hinum sjö stórkostlegu sem gitarleikari, þá mundi hann einnig ná langt ef sams- konar yfirlit yrði gert yfir söngvara, pianóleikara eða orgelleikara auk þess sem pilt- urinn er vei liðtækur með vibrafón, bassa ag trommur. Steve hætti í Spencer Davies Group“ snemma á þessu ári og stafnaði þá hljómsveitina „TRAFFIC" sem að nú nýtur sívaxandi vinsælda í Englandi. Eric er hinn ókrýndi kon- ungur brezkra blues gítarieik- ara og hans áhrifa gætir víðar, jafnvel í Bandaríkjunum, heimalandi blues tónlistarinnar. Fyrir 2 — 3 árum var hann kallaður „guðmn“ meðal ungra brezkra aödáenda en nú er mesti aðdáunarákafinn í rénun og Eric er aftur kom- inn í tölu venjulegra manna, með þeirri undant"kningu þó að hann er stórkostlegur hæfi- leikamaður með gítarinn. Eric er fæddur árið 1944 og hann varð fyrst fyrir áhrifum frá Ohuck Berry er hann nam steinkerasmíði við Kingston listaskólann, en það var um svipað leyti sem hann eignað- ist sinn fyrsf.a gítar. Hann stofnaði hljómsveit með Tom McGuiness sem ekki varð langlíf. Tom fór í hljóm- sveit Manfred Mann og Eric gerðist liðsmaður í Yardbirds, en einmitt þá rann upp blóma- skeið hjá þeirri hljómsveit. Ekki mun honum þó hafa lík- að allskostar vel vistin hjá Yardbirds þvi að hann hætti þar og lék um hríð með John Mayall. Að lokum stofnaði hann á s.l. ári hljómsveitina CREAM með Ginger Baker og Jack Bruce og virðist hann nú loks vera kominn i viðeigandi félagsskap. Ef það er einhver sem getur gert tilkali til kórónu Claptons þá er það ameríski negrinn Jimi Hendrix. Jimi starfar nú í Englandi með hljómsveit smni „EXPER- IENCE“ en su hljómsveit nýt- ur nú mikils álits meðal ervskra unglinga. Jimi hefur bæði tileinkað sér hinn villta „feedback" frá Pete Townshend og blues Claptons, sem ásamt einkenni- legri en skemmtilegri fram- komu skapar honum þessa hetjutilbeiðslu sem Eric Clap- ton eitt sinn naut. Hann fæddist ? Seattle, Was- hingtion árið 1945. Ekki mun skólavist hafa verið honum mjög að skapi því að hann hætti snemma í skóla og fór í herinn. Síðan hefur hann leikið með hinurr. ýmsu hljóm- sveitum, en bað var ekki fyrr en Jimi hitt: Chas Chandler úr Animals að stjarna han r verulega að hækka. Chas fékk haim til að koma tii Englands í september 1966, en það var þá sem hann stofnaði „Experi- ence“ ásamt Mitch Mitchell og Noel Redding. Jimmy er „týndi sauðurinn“ í hópnum. Harm er ekki eins þekktur meðal fólks eins og hinir sex og stafar það af því að síðan hann tók v:ð að Jaff Beck sem sólóieikari í Yard- birds hefur hljómsveitin sfarf að að mestu leyti i Bandarikj- unum. (Það er ef irtektarvert að þrír af sjö stórkostlegu hafa leikið með Yardbnds). En engu að síður sómir Jimmy sér vel í þessum afburða hópi og hann á án eía eftir að láta meira að sér kveða i framtíð- inni. Jimmi sem er 22 ára leikur einnig á sitar og hann er mik- ill áhugamaður á electroniska tónlist. ^PETE^OWNSHENDJ Áhrif þau sem Peter Towns- hend og The Who hafa haft á brezkar pophljómsveitir eru ómetanleg. Townshend var hinn fyrsti til að nota „feed- nack“ að öllu leyti jafnvel þótt í dag hafi það ekki eins mikil áhrif og fyrri lög þeirra, eins og t.d. „My Genera tion“ höfðu. Tilkoma hins villta og upp- reisnargjarna Townshend virð- ist hafa opnað ílóðgáttir ofsa- fenginnar tóniistar upp á gátt og þær flóðgáttir eru ekki lík- legar til að lokast aftur í bráð. Ólíkt hinum sex hefur Pete ekki sífellt hlaupið á milli hljómsveita heldur hefur hann haldið tryggð við The Who frá byrjun. Fullu nafni heitir hann Peter Dennis Blandford Townshend. Hann fæddist árið 1945 í Chiswick. Faðir hans lék í danshljómsveit svo að Pete á ekki langt að sækja tónlistargáfuna. Fyrir utan pop músik heifur hann einnig mjög gaman af að hlusta á jazz og klassiska tónlist. Peter Green er náungi sem er nýfarinn aö láta að sér kveða í brezku tónlistarlífi. Hann gerði nafn sitt frægt meðal blues aðdáenda sem eftirmaður Eric Claptons í uppeldisstöð bluesleikara, „John Mayall’s Bluesbreak- ers“. Peter fæddist í austurhJuta Lundúna árið 1946 og átti þar heima til niu ára aldurs. Er hann var tíu ára gamall gaf bróðir hans honum spánskan gítar sem hann fór strax að gutla með. Seinna fór hann yfir á bassa og lék þá með Bobby Denim og The Domi- noes. Síðan kynntist hann John Mayall og var með hon- um þar til hann stofnaði sína eigin hljómsveit ekki alls fyrir löngu, „THE FLEETWOOD MAC“ en það er hljómsveit sem ástæða er tii að veita at- hygli í framtíðinni. Það má segja að Jeff sé hinn óútreiknanlegasti af hin- um sjö stóikostlegu. Til skamms tíma hefur hann verið talinn í hópi beztu blues gítar- leikara heims en nú hefur hann breytt um og skapað sjálfstæðan slíl sem ekkert á skilt við blues Eric Claptons eða „feedback" Townshend. Hann hefur nú stofnað sína eigin hljómsveit og hafa þeir gefið út nokkrar hljómplötur sem náð hafa vinsældum eins og „Hi Ho Silver Lining" og „Tallyman", en þessi lög eru þannig að þau raunverulega flokkast hvorki undir blues né beat, en lýsa aftur á móti vel hinum nýja stíi sem Jeff er að skapa sér. En.Jeff er ennþá úrvals gít- arleikari þó að tækni hans komi ekki eins skýrt i Ijós rnúna eins og þegar hann lék æsandi pop músik með Yard birds. Jeff fæddist á Wallington, Surrey árið 1944. Hann nam við listaskóla eins og svo margar aðmr pop stjörnur hafa gert. Hans uppáhalds- menn. eru m.a. B.B. King, Buddy Guy, Les Paul og meðal uppáhaldshljómsveita hans brezkra eru t.d. The Who. 15. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.