Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 13
SMÁSAGAM Framhald aí bls. 5 „Þa'ð dimmir alltaf einhvern tíma.‘‘ Hún hálfhljóp nokkur skref niður fjör- una eins og hún hefði séð silfurbréfið. Dauft geislabrot barst frá brotnandi öldu. Dreifðar maurildislegar froðutung- ur sleiktu sandinn. „Ertu viss um, að þú skiptir ekki um skoðun og komir með og fáir drykk?“ „Nei, þakka þér fyrir. Ég stanza aðeins lengur. Mig langar að finna silfurbréfið mitt.“ „Er það satt? Hvers vegna?“ Hún gekk nú í burtu, sneri andlitinu í sólsetrið og laut eitt höfði. „Ég vil það bara. Ég ætla bara að ganga fjöruna nokkrum sinnum enn. Kanntu ekki lagfð: „Fjöruna geng ég?“ Honum fannst hann heyra hana and- varpa. Ef til vill hafði hún allt í einu haldið niðri í sér andanum. „Það held ég varla.“ „ Skemmtilegt lag: „Fjöruna geng ég fellur að sær. kemurð’ ei bráðum, kæri, mér nær? ...“ Hún var þegar komin of langt til þess, að hann gæti heyrt endi lagsins. Mynd hennar bar svarta við dvínandi koparbjarmann, sem lék yfir sjónum. „Ég er hræddur um, að þú spáir ekki mikið hér eftir,“ kallaði hann. Hann fékk ekkert svar. Hann leit snöggt á hana, dökknandi sandinn og sleikjandi maurildistungurnar og gekk síðan upp úr fjörunni og upp í sandöldurnar. Kvöldblærinn var sterkari þar. Grá- gul hár melgrasins þrýstust að mjúkum sandinum. Það skrjáfaði í blöðum fjöru- þistilsins. Það skrjáfaði einnig í silfurbréfinu, sem festst hafði í melgrasinu. „Hún fór í öfuga átt,“ sagði hann upp- hátt. Hann var kominn hálfa leið niður í fjöruna og veifaði silfurbréfinu, þegar hann gerði sér ljóst, hvað hann var að gera. „Hérna er ég með bréfið þitt,“ sagði hann. „Ég er búinn að finna það.“ Skyndilega þagnaði hann og leit um leið í kringum sig, ef einhver kynni að hafa heyrt til hans. Allt í einu fann hann, hvað hann hagaði sér kjánalega alveg eins og bölv- að fífl. Hann litaðist fljótlega um á ströndinni í vaxandi rökkrinu til þess að fullvissa sig um, að stúlk- an hefði ekki heyrt hann hlaupa til baka með þetta hlægilega pappírs- snifsi. Hvers vegna í fjáranum skyldi þetta vera svo mikilvægt fyrir hana? Hvað í heiminum gæti nokkur gert við þetta? Honum fannst tími til kominn að hætta að flækjast þetta um eins og asni og fara heldur heim í félagsheimilið og fá sér viskíglas, kannski tvö. Hann lagði af stað upp í sandöldurn- ar og vöðlaði silfurbréfinu í litla kúlu á meðan. Uppi á ölduhryggnum sneri hann sér aftur við og leit til baka. Fjaran var alveg mannlaus. Hann fleyg'ði silfurkúlunni innan um stein- ana, sem líktust svo mjög eggjum, orpn- um af löngu horfnum fuglum og skeytti ekki einu sinni um, hvar hún datt. Að lokum horfði hann á síðustu kopar- litlu skýjatrefjar sólarlagsins og hrósaði happi. „Það er bezt að freista ekki gæfunn- ar um of,“ hugsaði hann. „Maður gæti lent í einhverju undarlegu. Hvað sem öðru líður fékkstu kúluna þína aftur. Vertu ánægður." Enn hlustaði hann eftir rödd hennar eða fótataki, en allt, sem heyrðist var þytur vindsins og öldurnar, sem komu og fóru og skvettust öðru hvoru upp á rökkvaða ströndina. Þáð var alveg eins og sjórinn héldi öðru hverju niðri í sér andanum, en tæki svo að raula lítið brot úr lagi. Anna María Þórisdóttir þýddi. GRINDAVÍK Framhald af bls. 11 6. vísa: Jón frá Miðbænum Jónsson á Þorkötlustöðum II, 39 ára. Kona 'hans var Valgerður Guðmundsdóttir og áttu þau mörg börn. Jón dó 13. desember 1882. 7. vísa: Árni Magnússon, Þorkötlu- stöðum III var fertugur. Hann var kvæntur Guðrúnu Þórðardóttur. Hún lézt af barnsförum 14. febrúar 1866, en Árni kvæntist aftur. Síðari kona hans var Valgerður Gamalíelsdóttir frá Gafli í Flóa. Árni andaðist 12. júlí 1870. 8. vísa: Jón Hafliðason á Hópi I, 49 ára. Gróa Þórðardóttir hét hans kona. Þau fluttust frá Grindavík til Sand- gerðis. 9. vísa: Einar Jónsson, hreppstjóri í Garðhúsum var 27 ára, giftur Guðrúnu Sigurðardóttur frá Götu í Selvogi. Með al barna þeirra var Einar Guðjón Ein- arsson, hinn kunni útgerðar- og athafna maður í Grindavík. 10. vísa: Sæmundur Jónsson á Járn- gerðarstöðum II, 32 ára. Kona hans var Sigríður Bjarnadóttir frá Hólmabúð í Vogum Hannessonar. Þau áttu mörg börn. Me'ðal þeirra voru dr. Bjarni nátt- úrufræðingur og Margrét kona Tómasar Guðmundssonar á Járngerðarstöðum. Sæmundur var bróðir Einars í Garðhús- um. 11. vísa: Jón Sveinsson á Járngerðar- stöðum I, 40 ára. Hann dó 17. júní 1869 og segist dr. Bjarni Sæmundsson muna það fyrst eftir sér, er Jón var jarð- sunginn. Ekkja hans var Þrúður Magnúsdóttir frá Vallarhúsum, fluttist þangað eftir lát hans. 12. vísa: Þórður Matthíasson á Húsa- tóttum er ekki í manntali þar, árið sem vísirnar eru kveðnar, sjálfsagt utan- plássmáður, enda var ekki óalgengt að austanmenn, t.d. bændur úr Árnesþingi, væru formenn í Grindavík. Þ«r fengu sínar formannsvísur ekki síður en heima menn. Þessar eru t.d. um Hannes Þor- leifsson í Miklaholtshreppi í Flóa, sem á sínum tíma var formaður í Grinda- vík: Dýrum glanna drómund á dregst að hranna safni bóndinn Hannes Helli frá, hraustra manna jafni. Stjórnar lipurt, stífir bönd stjórn ei fipast mundi vænu skipi og vaskri hönd vaggar nipurt undir. (ísl. sagnaþ. og þjóðs.) 13. vísa: Guðmundur Ingimundarson. I manntali á Húsatóttum þetta ár er hann talinn 20 ára vinnumaður hjá ekkj- unni Valgerði Guðmundsdóttur. Hún hafði verið gift Jóni Sæmundssyni (seinni kona hans), sem lézt úr taksótt um sumarmál 1863. Hann var faðir Sæ- mundar á Járngerðarstöðum og Einars í Garðhúsum. Jón keypti Húsatóttir árið 1836 fyrir 630 ríkisdali. Valgerður á Húsatóttum bjó stórt, hafði 15 manns í heimili. Þetta ár var Staðarprestur sr. Jón Jakobsson, í hús- mennsku hjá henni með fjölskyldu sína. Guðmundur Ingimundarson fluttist að Húsatóttum frá Reykjavöllum í Biskups- tungum ásamt barnsmóður sinni Guð- björgu Egilsdóttur, 27 ára. Þau giftust og fóru að búa í Móakoti í Staðar- hverfi. Ekki var dvöl þeirra þar nema tvö ár og fluttust þau þá burt úr Grinda vík, hvar sem gæfan hefur svo síðan „glingrað við Guðmund Ingimundar- nið.“ 14. og 15. visa: Jón Magnússon og Árni Guðmundsson, sem vísur þessar nafngreina, virðast ekki vera í mann- tali Grindavíkur þegar þessar formanns vísur voru kveðnar. hagalagcfar Ekki styttust bæjargöngin. í þann tíma, er Björn Sæmundsson bjó á Ekkjufelli, var lögferjan á Lagar- fljóti þar, en hafði áður verið í Ekkju- fellsseli. Einu sinni kom Zeuten læknir, sem þá bjó á Eskifirði, þar yfir fljótið. Hann hafði verið sóttur upp í Fell, mig minnir að Ormarsstöðum. Þá stóð svo á að Gúðmundur, sonur Björns, þá ungur drengur, var talsvert veikur og bað Björn lækninn að líta á hann. Lækn- ir kvaðst engan tíma hafa til þess, og tjáði þar engin orð um að hafa, hann sat við sinn keip, og var þó eigi talið, að bani væri búinn þeim, sem hann var sóttur til. — Daginn eftir kom Zeuten aftur, gekk til Björns, þar sem hann var að slá á túninu og sagði að nú skyldi hann líta á drenginn. „Ég hef ekki haft tíma til að stytta bæjargöngin síðan í gær“, anzaði Björn og hélt áfram við verk sitt. Vi'ð það fór læknir leiðar sinn- ar. (Gísli í Skógargerði.) Felldu þau Bogi hugi saman. Þá er Bogi (Benedictsen) var í Hóla- skóla var hann stundum í jólaleyfi á vetrum hjá sr. Pétri Péturssyni á Mikla- bæ eða Vigfúsi Scheving sýslumanni á Víðivöllum. Var þá uppeldisstúlka hjá sýslumanni, Anna Þorsteinsdóttir, föður- systir Jónasar skálds Hallgrímssonar og felldu þau Bogi hugi saman og trúlof- uðust. En sr. Stefán Þorsteinsson á Völl- um, bróðir Önnu, segir í ættartölum sínum (í minni eigu) að Bogi hafi „ekki fengið þess ráðið fyrir sínum“ að kvong- ast Önnu, hafi hún þótt fátæk. Var hún fríðleiksstúlka og gerfileg og vildi Ari læknir Arason á Flugumýri einnig fá hennar, en hún giftist síðar síra Mágn- úsi í Steinnesi (d. 1838) syni Árna bisk- ups Þórarinssonar. (Merkir íslendingar.) Ætli það eigi fyrir yðiur að liggja. Sunnefa og Einar maður hennar bjuggu í Hrunakrók, en eftir að þau létu af búskap voru þau einhvern tíma vinnuhjú í Hruna hjá sr. Jóhanni Briem. Sunnefa og Einar sváfu í sama rúmi. Einhverju sinni var hún a'ð búa um rúmið, áður en háttað var og prestur að ganga um gólf. Þá segir hann við Sunnefu: „Ekki langar mig til að sofa hjá þér, Sunnefa.“ Þá segir kerling og hnussar í henni. „O, ætli það eigi fyrir yður að liggja.“ Presturinn hafði tekið eftir því, að kerlingin ýtti öllu fiðrinu úr undirsæng- inni efst í rúmið, þar sem hún lá, en lét karlinn liggja í gryfju við stokk fram. (ísl. sagnaþ. og þjóðsögur.) 43 úr Grindavík. Árið 1788 skrifáði Levetzov stiftamt- maður bréf til alþýðu í ýmsar sýslur Suðurlands, um það hvað margir mundu vera færir um að taka þátt í vörnum landsins ef ófrið bæri að höndum og með hverju þeir mundu berjast, og bið- ur menn að rita á bréfin og senda sér svo aftur. í Grindavík gáfu 43 sig fram til land- varnanna. Þar af vill 31 berjast með bar- efli, 5 með arngeir, 4 með gevær og barefli, 1 með bajonet, 1 með byssu og 1 með byssu og sverði. Hreppstjórar Grindavíkurhrepps skýra frá að ókunn- ug ófriðarskip muni ekki rata inn á Grindavík og hafa því verið búnir að gleyma Tyrkjanum. (Sunnanfari.) t-------------------------------------------------- Viö óhreinan sand Eftir Dag Þorleifsson Við óhreinan sand í ögri var aflanum landað og brúðaröl bruggað í skyndi og blótsvíni grandað. Ég veit ekki hverskonar vessum þess blóð var blandað. Og eftir álfkvennamessu var engladans hafinn; álengdar hökti þó einhver og ósýni vafinn. Ég veit ekki hver þar í skugganum studdist við stafinn. I sandinum eldur var aukinn og umhverfis troðið. I pottinn þá káfaði krumla og komst víst í soðið. Ég veit ekki heldur með vissu hvort var henni boðið. Og aldrei við óhreinni sanda var aflanum landað og aldrei í ögri svo þröngu var áttæring strandað og aldrei var blótsvíni betra á blóðvelli grandað og ekki til öldrykkju skárri var eitthvert sinn vandað. Ég veit ekki hverskonar vessum það vín var blandað. 15. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.