Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 2
Bernhard Stefánsson JÓN Á BERGI unum. Alltaf voru sögur þeirra jafn- sannfærandi, enda hreyfðist andlit og bolur í takt við efni og framsögn. Jónsi og Jóa voru eftirhermukrákur af Guðs náð, þó okkur finndist þau óþarflega spör á þessar smá kúnstir sínar. Mamma ferðbjó mig eins og ég væri að leggja uppí hnattreisu. Og alltaf ‘ gleymdist eitthvað svo eg varð að snúa við og hlusta á hana á ný. Aldrei hafði ég áður gert mér Ijóst að ég væri mikilvæg persóna. Systur mínar fylgdu mér til skips, eins og alvöru- sjómanni. Ekki hef ég hugmynd um hvort sjó- mannskonur nú á^jáögum kveðja ást- vini sína jafnáhyggjufullar og fyr á árum, er fleyturnar voru svo umkomu- lausar og einmana á hinu stóra geig- vænlega úthafi. Ég held að mamma hafi óttazt að ég mundi halda áfram yf- ir hafið til annarra landa, er ég hvort eð var væri kominn svo langt áleiðis að kollarnir á Kerlingsfjöllum voru sokknir ofaní landið. Við sigldum nótt og dag. Veðrið var svo fallegt fyrstu daga þessa júlímán- aðar fyrir hálfri öld, að við hnepptum ekki að okkur skyrturnar um lágnætt- ið. Þá gat ég ekki með öllu slitið úr huga mér þungt samvizkubit vegna þeirr ar yfirsjónar að hafa ekki lesið sjóferða bænina, eins og hinir hásetarnir hlutu að hafa gert. En enginn minnti mig á hana og ég kunni hana reyndar ekki. . Þegar ég fékk að fara á sjó með föður mínum, og sat við sýrið hjá honum, heyrði ég oftast orðaskil og varð þann- ig þátttakandi í hinni miklu trúarat- höfn. Nú var komin vél í flest skipin og bænin kannski talin óþörf, ekki leng- ur nauðsyn að samstilla hverja taug skipshafnarinnar til átaks, sem vélin vann nú. Ekki hafði ég kjark til að spyrja Jón Helgason, en eflaust hefur hann haldið gömlum sið, að fela Guði æðstu stjórn skips síns í blíðu sem stríðu. Fyrsti morgunninn á Selvogsbanka var viðburðaríkur og stórkostlegur. Þeg ar ég skreið úr kojunni og gægðist upp um lúkarsopið blasti við augum mér sjón, fögur og tignarleg, minnti mig á draum fremur en veruleika. Þvílíkt hafði ég aldrei séð né skynjað. Litli báturinn okkar, sem mér hafði fundizt »ifær í flestan sjó, var nú umkringdur yfirnáttúrulegu lífi og ævintýrum. Ég sá fjölda stórra og smárra skipa leika sér í kringuir okkur, sum létu ölduna bera sig, önnur voru á hraðferð. Þau bárust upp á ölduhryggina og hurfu ofaní dalina, og þau sem fjærst voru tókust á loft, sigldu hátt ofan hafflat- arins. Var þetta bara draumur? Nei, þetta var raunveruleiki, nýr og ókunn- ur. Hér var ég kominn á staðinn þar sem málarinn hafði staðið er hann gerði myndina fögru, sem ég síðar kynntist. Og hér var líka kvikt af fugli, sem ekki aðeins umkringdi skipið, heldur gerði hann sig svo heimakominn að setjast til borðs með okkur á þilfar- inu. Þó veður væri hið fegursta var þung , undiralda, sem lyfti skipinu og öllum þessum glæsilega flota, og lék undir hinum mikla ballet á þessu nýja leik- sviði. Þau hurfu með öllu langar stund- ir, eins og þau væru að kafa eftir stórfiskum, og komu svo skyndilega uppá öldutoppana og lyftu sér til flugs uppá festinguna. Hvílíkur morgunn! En við voru samt ekki skemtiferða fólk. Við vorum sjómenn, fiskimenn. Og nú kom Jón Helgason og kallaði einbeittri röddu: Allir uppá dekk að vinna. Varla höfðum við fyrr rennt fær- unum í sjó en fiskur tók að narta í beituna hjá mér og fyrr en varði hafði hann gleypt hana og öngulinn með og hékk fastur. Þetta var spennandi augna blik, sem ég hafði beðið með eftirvænt- ingu. Það var í fyrsta sinn sem ég renndi færi á djúpsjó. Hafði áður að- eins reynt við þaraþyrskling á grunn- inu innan við brimgarðinn. Hvaða skepna var komin á öngulinn? Þetta var ekki eins og að renna í á eða læk- inn við tjaldstaðinn heima, ekki eins og að fá þaraþyrskling, þar sem fyrirfram var vitað hvers var von ef stríkkaði á færinu. Þetta gat að vísu verið lítil veiði, en alveg eins flakandi lúða, eða enn stærri fiskur. Við vorum komn- ir á stórfiskamið. Kannski var þetta ein hver ógnarskepna sem líklegri væri til að ráða niðurlögum mínum en ég hennar. En sem ég stend þarna milli heims og helju í bardaga við ókennt villidýr undirdjúpanna, er kallað hástöf um til okkar hásetanna að binda færin eða draga þau upp, og gefa okkur á vald nýs ævintýris. Það var Jón, sjálf- ur skipstjórinn, sem kallaði. í kíkinum hafði hann komið auga á stórt yfir- náttúrulegt skip koma siglandi og stefna beint á litla bátinn okkar. Og þetta var sannarlega ekki venjulegt fiski- skip, vélbátur eða togari, ekki heldur vöruflutningaskip. Þetta var ævintýra- skip af því tagi, sem drengir á mínu reki eiga alltaf von á, þó þau láti sjaldan verða af því að koma nema í draumum. Nú var þetta undraskip á leið til okkar. Það mátti lesa úr andliti Jónsa að hér var sá atburður að gerast, sem var ofar öllum fiskum og neðarsjávar skepnum, og yfirleitt afkomu fólks, þó ríkidæmi væri ekki mikið meðal skjólstæðinga hans. Við skulum einbeita augunum að þessari sendingu frá fjarlægum lönd- um, ef ekki frá öðrum hnöttum, sagði Jónsi og brosti með öllum sínum stóra, hrjúfa líkama. Við urðum allir að augum, einkum ég, nýliði í sjómannsstarfi. Það kom líka í ljós að skipið var glæsilegra en okkur hafði grunað, og það var ekki einungis knúið vél, heldur bafði það himinhá og fögur segl, strengd á mörg möstur, spjót og rár. Það væri raunar réttara að kalla það vængi, sem fleyttu þessu risaskipi um höfin blá. Ég horfði þó á stefnið kljúfa háar öldurn- ar, renna sér niður eftir þeim og príla upp aftur. Og löðrið æddi í áttina til okkar svo það brakaði í súðunum á Frey. En smám saman fjarlægðist það aftur, beitti risavængjum sínum og sleit sig laust frá haffletinum. Og það lyfti sér eins og fugl, eða skip á málverki, og flaug uppá festinguna. Og ég horfði með eigin augum er það sigldi úr aug- sýn og inní himinvíddirnar. Á meðan við stóðum allir sem upp- numdir og störðum á þetta undur ver- aldar, stóð Jón Helgason við stýrið á Frey og mælti ekki orð, var sýnilega jafnheillaður og við hinir. Hann opnaði nú gluggann á stýrishúsinu og úr marg- ræðu brosi hans mátti lesa spurningu: Var þetta ekki góð tilbreyting? Og hann sagði stilltri, mildri röddu: Eigum við nú ekki piltar að snúa okkur aftur að færunum — okkar daglega brauð- striti. Nú er iiðin hálf öld síðan ég fór í mína einu sjóferð með Jóni Helga- syni á Bergi. En sú ferð var táknræn um alla afstöðu þessa farsæia raun- sæa fiskimanns og hlédræga Islendings til mannlífsins. Ég mun ávalt sjá hann fyrir mér í stafni á Frey suður á Selvogsbanka, og aðeins eitt skref óstig ið: Uppá festinguna með Ævintýraskip- inu. GLJÚFRABÚI og Arni Ola Mér hefur oft þótt bæði skemmtilegt og fróðlegt að lesa ýmsar greinar eftir Árna Óla. Nú bregður svo við, að hann skrifar grein í Lesbók Morgunblaðsins, 4. tölubl. frá 28. janúar í ár, er liann nefnir: „Hvar er Gljúfrabúi sá er Jónas kveður um?“, sem mér finnst veikum rökum studd. Veit auk þess, sem síðar verður gerð grein fyrir, að niðurstaða Árna er algjörlega röng. Víkjum þá fyrst að rökum Árna Óla. Jónas yrkir kvœðið Gunnars- hólmi fyrir Bjarna Thorarensen á Möðruvöllum, að því er Árni segir. Látum svo vera. Gunnarshólmi er, eins og flestir vita, eitt dýrmœt- asta listaverk sem þjóðin á í bundnu máli. Þar er Fljótshlíðinni og umhverfi hennar lýst snilldarlega og svo atburðarins þegar Gunnar sneri aftur getið af sömu snilldinni. Betur verður ekki gert. Jónas dvaldist um tíma á Breiðabólstað í Fljótshlíð hjá Tómasi vini sínum. Satt er það, að „Fögur er hlíðin“ og tel ég víst að Jónas hefði ort um hana án hvatningar, en þó mun það sjálfsagt rétt, að Bjarni hafi óskað þess. Þetta eiga svo m. a. að vera rök fyrir því, að Jónas hafi kveðið Dalvísur um Fljótshlíð. Bjarna Thorarensen hefur án efa þótt vænt um fæðingarsveit sína, Fljótshliðina, þó hann færi þaðan 16 ára gamall. En getur Árni Óla ekki hugsað sér, að Jónasi Hallgrímssyni hafi líka þótt vænt um sína fœðingarsveit, Öxnadalinn? og því ort Dalvísur um hann. Jónas ólst dlveg upp á Steinsstöðum í Öxnadal þar til faðir hans andaðist 1816. Eftir það var hann að vísu um tíma inni í Eyja- firði, en kom fljótt í Steinsstaði aftur og var þar á sumrin á skólaárum sínum, síðast sumarið 1828, sem kvæðið Ferðalok vottar. En hann kom þó í Steinsstaði síðar, bæði 1837 og 1841. Þá dvaldi hann þar m. k. nokkra daga. Ég talaði sjálfur við gamla konu, sem mundi Jónas vel frá því sumri. Þó Dalvísur séu vel kveðnar og okkur Öxndælingum þyki vænt um þœr, af því þœr eru um dalinn okkar, þá verður þeim þó ekki jafnað við Gunnarshólma að því er listgildi snertir. Ekki heldur sem náttúrulýsingar. Hafi nú Jónas viljað bœta um lof sitt um Fljótshlíð- ina, sem raunar virðist ekki fært neinum, þá bœttu Dalvísur sízt af öllu Gunnarshólma upp. Slikt held ég að engum sé fært og Jónasi hafi ekki verið það heldur. Þó virðist sem Árni Óla hugsi sér eitt- hvað slikt. í Dalvísum eru nefnd ýmis heiti. Árni Óla segir þau vera til í Fljótshlíðinni. Ég efa það ekki. Ætli mörg af þeim séu ekki til í flest- um sveitum? Að minnsta kosti eru þau til, eða voru að m. k. til í Öxnadal. Þar er „Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berja- lautum“ og þar var og það í landi Steinsstaða „Flóatetur, fífusund Ég hef sjálfur verið við heyskap í Steinsstaðaflóanum og rétt fyrir sunnan og neðan túnið á Steinsstöðum var fram á mín þroskaár blautt sund, hvítt af fífu hvert sumar. Fyrir ofan Steinsstaði er skarð í fjallið. Þar eru eða voru að m. k. fjallagrös. Þangað upp fóru þau systkinin, Jónas og Rannveig, á unglingsaldri til að tína grös. Þar er „Góða skarð með grasa hnoss“. Benda ekki orðin: „Verið hefur vel með oss, verða mun það ennþá löngum“ til þess, að barn þeirrar sveitar sem um er kveðið hafi sagt þau? „Bunulækur blár og tœr“ mun vera til i flestum dölum þessa lands og þeir eru margir í Öxna- dal. Ekki vantar þar heldur „hnjúkafjöllin himinblá“. Og nóg er þar af hamragörðum, meira að segja í landi Steinsstaða. Hvítir tindar eru þar að vísu ekki allt árið, en oft snjóar þó í fjallatindana á sumrin, þó ekki festi snjó á láglendi. „Bakkafögur á í hvammi“ er þar einnig. Yfirleitt er allt það í Öxnadal, sem Jónas nefnir í Dalvísum. Þá kem ég að aðaltrompi Árna Óla, nafninu Gljúfrabúi. 1 fyrsta lagi er foss sá, er hann nefnir svo, ekki í Fljótshlið heldur undir Eyjafjöllum. Það skiptir að vísu ekki máli. En í öðru lagi heitir fossinn alls ekki Gljúfrabúi frá upphaji, þó líklega séu ýmsir farnir að kalla hann svo nú, síðan sú tilgáta kom fram fyrir nokkrum árum að Jónas eigi við hann í Dalvísuum. Ég kom fyrir allmörgum árum að þessum fossi, þá var mér sagt af kunnugum manni, að áin eða lœkurinn sem fossinn er í héti Gljúfurá og fossinn Gljúfurárfoss og í Arbók Ferða- félags íslands árið 1931 segir Skúli Skúlason, Rangœingur og ná- kunnugur, að fossinn heiti Gljúfrafoss, að vísu bætir hann svo við að fossinn kunni að vera sá Gljúfrabúi, sem Jónas gerði frægan. Samt er auðséð að hann hefur ekki borið það nafn frá upphafi. Ég hygg að vísu að Gljúfrabúi megi skoðast sem samnefnari á fossum hér á landi yfirleitt og að Jónas Hallgrímsson hafi fyrstur smíðað það, en enginn sérstakur foss heitir því nafni. Nafnið á við bœði um fossinn í Gljúfurá undir Eyjafjöllum og fossinn, sem fellur fram af háum klettastalli skammt fyrir ofan bæinn á Steinsstöðum í Öxnadal. Hann kemur sannarlega úr gljúfrum, eða lœkurinn sem hann er í, mjög þröngu klettagili. „Gilið mitt í klettaþröngum". Skiptir þá engu máli hvort orðið mitt er atviksorð og þýði mitt í klettaþröngum, eins og Árni Ola heldur, eða hvort Jónas er að tala um gilið sitt, sem ég tel líklegra. Ég sagði í upphafi að ég vissi að niðurstaða Árna Óla vœri röng. Framhald á bis. 10 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.