Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 12
Helzf vildi ég Framhald af bls. 7 Og á þessEri upptalningu sérðu, eins og bcndinn sagði um prestinn, að margt hefi ég nú borið við um dagana.“ „Og nú vinnurðu hjá Rafveitunni?“ „Já, ég byrjaði að vinna hjá Raf- veitunni 1955 og hefi unnið þar síðan. Þar hefi ég eignazt marga góða vinnu- félaga, sem ég met mikils." „Já, þú segir, að Haffjarðará sé mikil veiðiá. Kynntistu ekki mörgum vonglöð- um veiðimönnum á búskaparárum þínum á Stóra—Hrauni?“ „Jú, það er óhætt að segja það. Og sumum ekki af lakara taginu. Þar kynnt ist ég til dæmis mörgum af Thorsbræðr- unum, sonum Thors Jensens. Einkum eldri bræðrunum. Þeir áttu þarna 3 veiðihús við ána. Richard og Kjartan Thors voru sérstaklega áhugasamir veiðimenn, en Ólafur var minni áhuga- maður um laxveiðar. Hann sat frekar inni og lagði kapal, tók á móti gestum og gaf þeim vín og aðrar veitingar. — Já, ég kynntist þeim vel. Ólaf Thors tel ég mikilhæfasta stjórn málamann okkar, það sem af er þessari öia, og höfuðstyrkur hans var í því fólginn, hve laginn hann var að sam- eina ýmis sundurleit öfl. Þar átti hann held ég engan sinn jafningja. Eg tel það mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokk- inn að missa Ölaf svo tiltölulega snemma, þótt hann ætti raunar orðið mikið æfistarf að baki og vel tækist til með eftirmann." „Þú ert Sjálfstæðismaður, Þórarinn?" „Ég hefi aldrei verið sérstaklega póli tískur, þegar átt er við stjórnmála- flokka. Ég hefi meir hneigzt til aðdáun- ar á einstökum stjórnmálamönnum. Til dæmis var ég mjög hrifinn af Jónasi á Hriflu á tímabili". „Hvað kom til?“ „Mér fannst Jónas mikið vilja gera fyrir sveitirnar og heppnast sumt af því vel. Auk þess féilu mér vel per- sónuleg kynni við hann. Innan síns flokks mun hann að vísu hafa verið helzt til ráðríkur, og reyndar í lands- málum yfirleitt, og heiftúðugur gat hann verið út í pólitíjka andstæðinga, sjálf- sagt um of. En þetta var prýðismaður í kynningu. Ég vissi um fátæka menn í sveitinni, sem hann tók upp á sína arma, útvegaði þeim vinnu og vildi allt fyrir þá gera. Ég held, að Jónas hafi farið of snemma af vígvellinum. Yngri mennirn- ir boluðu honum frá, eins og sagt er, að þeir ætli að hafa það með Eystein núna. Sagan endurtekur sig. Mér er ljóst, að þær miklu fram- farir, sem hér hafa orðið siðustu ára- tugi eru ekki verk neins eins stjórn- málaflokks, heldur hafa ýmsir flokkar að þeim staðið í félagi og á víxl. En ég er ekki frá því, að sumar fram- kvæmdir í þjóðfélaginu hafi verið of örar, við höfum jafnvel stundum "eist okkur hurðarás um öxí. Það hefur stund um verið of mikill gauragangur : fram- kvæmdum, að mínu áliti. Ég held, það séu takmörk fyrir því, hvað þegninn þolir mikinn hraða í þeim efnum, og á ég þá ekki við hina fjárhagslegu hlið, nema að litlu leyti. — En kannski mér finnist þetta, vegna þess, hve gamall ég er orðinn. Hitt held ég, að sé ekki elli að kenna, að ég feili mig miður vel vi'ö ýmsan málflutning stjórnarandstöðunn ar nú. Ég skil það aldrei, hvernig hægt er í senn að krefjast ítrasta sparnaðar á fjárlögum ríkisins og gera jafnhliða síauknar kröfur um vaxandi fjárfram- lög til flestra mála. Þetta gerir stjórnar- andstaðan óspart í dag, og því miður er það ekki ný saga.“ „Ert þú sjálfur ekki dável stæður fjárhagslega, Þórarinn, eftir þær marg- víslegu athafnir, sem þú hefur stundað um dagana?“ „Líklega hefur það aldrei verið vilji 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Drottins, að ég yrðl rlkur matrur, sem kallað er, þótt ég hafi ávallt komizt þokkalega af, þrátt fyrir nokkra ómegð á tímabili. — Eins og ég gat um áðan, búnaðist mér allvel á Stóra—Hrauni framan af, og hver veit nema ég hefði orðið ríkur bóndi með tímanum, ef mæði veikin hefði ekki komið og gert þar strik í reikninginn. Nú, eftir að ég hætti að búa á Stóra—Hrauni, hóf ég, eins og ég gat áðan, útgerð í Drangsnesi. Síldarút- gerð. En þá bregður svo kynlega við, að skaparinn hættir að senda „silfur hafsins" á miðin og bægði mér þannig kurteislega frá því að verða útgerðar- milljónari. Og loks þegar ég vendi mínu kvæði í kross og ætla að gerast um- svifamikill prjónavélaiðjuhöldur, þá tek ur allt í einu að flytjast inn þetta fína úrval af alls konar prjónavörum. og þá samkeppni þoldi ég ekki. En ég er ekkert hnugginn yfir því, þótt æðri forsjón hafi hindrað mig í ab verða ríkur maður að veraldar- auði. — Ég hefi þó ávallt verið fremur veitandi en þiggjandi fjárhagslega, svo er Guði fyrir að þakka.“ „Ég þykist hafa skilið af ummælum þír.um, að þú sért trúaður á æðri for- sjón og handleiðslu Guðs“. „Já, ég trúi að sjálfsögðu á Guð og framhaldslíf. Um skeið hneigðist ég nokkuð að spíritisma, en hvarf frá hon um aftur. Síðan hefi ég fylgt þeirri kenningu biblíunnar, að menn eigi ekki að leita frétta hjá framliðnum. En ég álít þó, og hefi reynslu nokkra fyrir því, að hægt ér að leita frétta eftir leiðum spíritista, enda segir biblían ekki að slíkt sé ókleift. Einungis að slíkt eigi menn ekki að gera. Og því trúi ég. „Og hvers konar framhaldslíf held- urðu, að okkur sé búið? Alsæla?“ „Ég held, að við verðum að ganga í eins konar skóla hinum megin fyrst, til að verða móttækilegir fyrir ný við- horf og skilja ráðstafanir Drottins. Svona allflestir menn, að minnsta kosti. Það getur náttúrulega verið, að ginn- heilagir menn, eins og t.d. Franz frá Assisi eða slíkir þurfi ekki neinn undir- búning. En langflestir hygg ég að verði að ganga í skóla, til að verða mót- tækilegir fyrir náð Guðs.“ „Halda menn áfram að lifa fjölskyldu lífi hinum megin og geta afkvæmi eins og hér á jörðu?“ „Nei, ég held, að varanleg ást, nautnahyggja og þrá eftir heimilislífi, eins og við þekkjum það, hverfi frá okkur. Þegar við erum á góðum aldri og sæmilega frísk, gengur okkur auð- vitað illa að sætta okkur við tilhugs- unina um slíkt framhaldslíf. En ég hefi stundum legið allþungar sjúkdómsleg- ur. Og liggi maður í sjúkdómsmóki, finn ur maður stundum, hvernig veraldar- hyggjan, ástríður og áhyggjur fjara smátt og smátt frá manni í bili, víkja fyrir einhverri mildri kennd, sem erfitt er að skilgreina nánar. Þetta álít ég, að sé forsmekkur þess ástands, sem við komumst í eftir likams- dauðann. Umhugsun um veraldleg mál- efni hverfur okkur þá alveg, en mildi, friður og áhyggjuleysi verður ríkjandi. Er. vafaiaust bíða okkar þar ný verk- efni, þótt annars eðlis verði en þau, sem við eigum að venjast hérna megin grafar.“ „Jæja, Þórarinn, hvað gerirðu sjálfur ráð fyrir að komast af með marga vetur í undirbúningsskólanum hinum megin?“ „Ég vona, að mér nægi svona þrjú til fjögur undirbúningsár þar, þótt breyskur sé. Það mundi að tímalengd til nokkurn veginn samsvara því að læra til prests hérna í Háskólanum, eftir að menn hafa lokið stúdents- prófi. — Kannski gamall draumur minn um langskólanám gangi þá loks í uppfyll- ingu“. Sveinn Kristinsson. Ingibjörg Guðmundsdóttir segir frá. Það er Ingibjörg Guðmundsdáttir, kona Þorvaldar Guðmundssonar, hótelstjóra í Holti, sem svarar spurn- ingu þáttarins að þessu sinni. Ingi- I björg er lyfjafrœðingur að mennt, og hún rifjar það upp til gamans, að það var einmitt á námsárunum, 1 sem hún hlaut sína fyrstu tilsögn í I matreiðslu, þó að hún hefði reyndar vanizt almennri matargerð, eins og | öðrum húsverkum, heima hjá móður . sinni. Hún stundaði lyfjafrœðinámið á daginn, en sótti matreiðslunám- ' skeið hjá Soffíu Skúladóttur á kvöldin. Irigibjörg hefur starfað í Kven- I stúdentafélaginu og er núverandi formaður þess. Hún segir markmið 1 félagsins aðallega vera tvíþœtt, ann- 1 ars vegar að halda uppi skemmti- I og frœðslustarfsemi innan félagsins i og hins vegar að styrkja efnilega kvenstúdenta til náms. Fjáröflun til | styrkveitinganna fer fram með ýmsu rrióti, og núna er t.d. í undirbúningi 1 að hálda síðdegisskemmtun í Há- I skólabíói 9. marz með margvíslegu skemmtiefni, öllu nýju. En nú er bezt að venda sínu kvœði í kross og snúa sér að matnum. ,,Albezti matur, sem maðurinn minn fœr, er reyndar glæný, soðin I ýsa með kartöflum og brœddu smjöri“, segir Ingibjörg, „en það l verður harla litil uppskrift úr því, ekki satt? En ég get líka minnzt á veizlumat, sem er í miklum metum hjá honum. Það er reykt grísalæri, og þá nota ég að sjálfsögðu reykt | ALI-grísalœri, en ALI er merkið á framleiðslunni frá búi mannsins , míns á Minni-Vatnsleysu. í forrétt hef ég venjulega graflax með sinn- epssósu“. Reykt ALI-grísalœri: 1 ds. ananas, 1 bolli púðursykur, kjötkraftur, sveppir, madeira. Grísalœrið er soðið í vatni, þannig að fljóti yfir það, í 2—2l/2 klst. Par- an er síðan skorin af og lœrið látið í ofnskúffuna. Negulnöglum er stungið í, ananashringjum raðað of- an á og þeijr festir með trépinnum. Steikt í 1—11/2 klst. v. 160—180. Púðursykrinum er blandað saman við ananassafann og hellt yfir steik- ina öðru hverju og verður að gæta þess að hún þorni ekki. Steikin er borin fram heil og húsbóndinn fær það hlutverk að skera hana niður við borðið. Með steikinni eru bornar brúnað- ar kartöflur, spergill, hrásalat úr rifnu grœnmeti og einhverjum á- vöxtum, t.d. eplum eða appelsínum og madeirasósa. Madeirasósa er brún kjötsósa með niðurskornum sveppum, bragðbætt með madeira. Rétt er að taka frarn að í hana skal ekki notað soðið af reykta kjötinu. Eftirréttur er sitrónubúðingur: 5 eggjarauður, 5 msk. sykur, 1 Vi sítróna, 5 bl. matarlím, 5 eggjáhvitur. Eggjarauðurnar eru hrœrðar með sykrinum, matarlímið brœtt yfir gufu og blandað saman við ásamt sítrónusafanum. Síðast er stífþeytt- um eggjahvítunum blandað varlega útí. Búðingurinn er skreyttur með rjóma þegar hann er borinn fram. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 brúnu, leðurkenndu teinu. Það væri víst bezt fyrir hann að fara að koma sér, þegar hann væri búinn með það. Mamma myndi bíða eftir honum með annan tebolla. Hvað hafði náunginn í myndinni verið að drekka? Eitthvað rautt. Campari eða eitthvað svoleiðis. Eitthvað sem hljómaði eins og spánska. — „Til hvers viltu vera að fara burtu,“ hélt frú Brown áfram og gætti þess að hún hefði talið allar lykkjurn- ar. „Líður þér ekki vel hérna lengur?“ — „O, það er ekkert gaman hérna, finnst þér það nokkuð Charlie? Alltaf sömu gömlu búðirnar og sömu ölkrárn- ar og allt það.“ — „Ég veit ekki. Ég held að það sé alls staðar það sama,“ sagði Charlie og athugaði neglurnar til þess að sjá hverja hann þyrfti að naga. — „Ég heid að þú hafir horft allt og mikið á sjónvarpið, piltur minn. Þú ert ekki ánægður með neitt. Þið eruð öll eins, unga fólkið. Þið viljið fara út og skemmta ykkur og fá allt fyr- ir ekkert. Mamma þín sagði mér, að þú hefðir reynt að fá þér vinnu í Kanada. Fara bara að heiman rétt si svona. Jæja, það er enginn að aftra þér. Hann Charlie minn hérna hefur svo sem rétt til þess að yfirgefa hana mömmu sína ef hann vill. En hann ger- ir það ekki, vertu viss. Hann vill held- ur halda sér við góðan, heimatilbúinn mat. Það þarf mikið til þess að slá út góðan, heimatilbúinn mat.“ Len lauk við dreggjarnar með dálitlum við- 3. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.