Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 11
vv~- ■ ■ > - * ' • ; * * ' ■ ■ •-■-.". ••'' vv,.. . iiwtsmmi ■< '• •■■•••• >;;;v.•' •■•■•■•■.> m&>- :M0Mk .■.,■■■:.■:..■ i {U ' " ' Pétur Karlsson: SÓLARHRINGUR í VENEZUELA egar við loks 26. desember léttum akkerum í Vera Cruz í Mexikó tók við fimm daga sigling á spánska skipinu Virginia de Churruca frá Valencia, þar til við komum til La Guaira, sem er hafnarborg Caracas, höfuðborgar Venezuela. Við sigldum á sléttum, bláum fleti Carribean hafsins milli Kúbu og Jamaica og sást til lands beggja megin. Önnur landssýn á leiðinni voru vitarnir og flögtandi ljós olíuhreinsunarstöðvanna í Aruba og Curacao á Hollenzku Vestur-Indíum. Norðurströnd Venezuela er klettótt og fjöllótt og nær trjá- og plöntugróður alla leið upp á efstu fjallatindana. Af hafinu sýnist La Guaira stærri en hún er og eins og svo margar aðrar borgir í hitabeltinu virðist hún úr fjarlægð vera fögur og hvítþvegin í skærri birtu síðdegissólarinnar. Þegar komið er í land blasa hins vegar við óþrifaleg og daunill stræti. Byggðin í fjallshlíðinni líkist fátækra- hverfum en víðast hvar eru þó sjónvarpsloftnet. La Guaira er aðal hafnarborg Venezuela. Þegar við komum þangað lágu um það bil 12 stór verzlunarskip í höfninni og voru flest þeirra frá Noregi og Vestur- Þýzkalandi og glæsilegt ítalskt farþegaskip frá Genúa var nýkomið í höfn. í La Guaira hefur flotinn einnig aðsetur, en það má ráða af kafbátum, orustuskipum og nýju varðskipi ekki ósvipuðu Óðni. Strandlengja og landgrunn þessa lands er allt að því 3000 kílómetrar. Aðalhættan stafar þó ekki af brotum á fiskveiði- lögsögu heldur ásókn skæruliða frá Kúbu og í nýársboðskap sínum réðist forseti Venezuela harkalega að Fidel Castro. Rétt utan við hafnarborgina er aðalflugvöllur landsins og þaðan fljúga þotur til flestra heimshluta. Eftir röska gönguferð um borgina um tilheyrandi torg með styttum þjóðfrelsisleiðtoga, að madonnukirkjum og hávaða hafnarkránna fannst mér lítið markvert um að vera og fór ég snemma kvölds um borð í skipið. Næsta morgun ók ég í leigubíl til Caracas, sem er því næst 20 kílómetra í burtu og tengd La Guaira með fjögurra akreina lúxusvegi, sem liggur upp í allt að 1000 metra hæð yfir sjávarmáli og vindur sig í giljum og göngum í fjöllunum og eru ein göngin 3 km löng, sprengd í fjallið fyrir u.þ.b. 10 árum. Fjölmargir kaktusar á leiðinni minna á Mexikó. Vegurinn er mjög góður, leyfilegur há- markshraði 80 km. á klst. og því erum við í höfuðborginni eftir 20 mínútur. Þótt Caracas standi mjög hátt er hún umgirt jafnvel enn hærri fjöllum og efst á einu þeirra gnæfir geysistór upplýstur kross, sem er meira en 200 metra hár og er greiðfært þangað með fjallalyftu. Er þetta uppáhaldsútsýnisstaður íbúa og ferðamanna í Caracas. Spánverjar hófu að byggja þessa borg árið 1547 og nú búa þar 1.600.000 manns eða u.þ.b. einn fimmti hluti allra íbúa Venezuela. Þarna er mikill háskóli, sem stofnaður var árið 1725. Þarna fæddist Símon Bólívar, sem snemma á 19. öld kom í kring aðskilnaði frá Spáni, ekki eingöngu síns eigin lands heldur einnig Bóliviu, Panama, Kólumbíu, Ecuador og Perú. Aðaltorgið í Caracas og hæsta byggingin heita eftir honum, en hún er nýtízkulegur skýjakljúfur, 32ja hæða og eru þar stjórnarskrifstofur. Það er þó hættuspil að reisa mjög háar byggingar þarna vegna mikilla jarðskjálfta, sem stundum verða, einn hinna ægilegustu var árið 1812. Caracas er erilsborg — hrærigrautur gamla og nýja tímans. Miðhluti borgar- innar heitir „E1 Silencio11, sem þýðir „Þögn“, en ekkert er meira rangnefni vegna þess að þarna er miðstöð viðskiptalífsins og þess vegna er þar einna mestur skarkali. Sums staðar eru breiðgötur með trjáröðum og eins liggja um borgina fyrsta flokks bílabrautir á mörgum hæðum. Glæsilegar íbúðarblokkir, sem byggðar voru fyrir verkamenn fyrir um það bil 8 árum draga að sér athygli manna, en afkoma er þó sögð mjög erfið vegna verðbólgu og hárra skatta. Eitt af því, sem allir ferðamenn í Venezuela reka augun í er fjöldi vopnaðra lögreglumanna. Flestar opinberar byggingar svo sem ráðhús, þinghús, landssíma- hús og forsetahöllin eru vaktaðar, ekki bara af lögreglu heldur og vopnuðum hermönnum, sem hafa ákveðnar varðstöðvar. Þetta virðist eiga sér tvær aðal or- saki. Sú fyrri er, að skæruliðar kommúnista dyljast á skógasvæðunum og ógna lífi manna. Hin er mikill fjöldi þjófa og bófa, sem ógna öryggi friðsamra borg- ara, sem eru einir á ferli að kvöldi til. Háðskir útlendingar hafa kallað Venezuela „Byssulandið". Mér fannst hins vegar allt vera með kyrrum kjörum a. m. k. á yfirborðinu meðan á minni stuttu dagsheimsókn stóð. í Venezuela, sem nær yfir 1 milljón ferkílómetra svæði er landslag og loftslag hvort tveggja mjög breytilegt. Úr hitabeltissvækju strandhéraðanna má leita til rúmlega 5000 metra hárra jökla og kemst skíðafólk þangað með fjallalyftum. Rakur og ófær frumskógurinn stingur í stúf við sandauðnir og hásléttur. Þar eru mörg stórfljót og eins og á íslandi eru mörg silungsvötn og fossar. Hæsti fossinn, sem vitað er um er Englafoss (Salto Angel), sem fellur beint niður 800 metra. Landið er mjög auðugt frá náttúrunnar hendi og er þar fyrst að nefna olíu, járn, verðmæta málma og steintegundir, efnasambönd og kol. Kókó, kaffi baðm- ull og maís eru mikilvægar afurðir. f vatnsföllunum felst mikill raforkufjársjóður og er álitið, að hann mundi nægja til þess að sjá allri Suður Ameríku fyrir rafmagni. Iðnvæðing er ör í Venezuela. Árið 1965 voru einungis 15% vélknúinna tækja framleidd á staðnum, en búizt er við, að sú tala stigi upp í 70% árið 1974. Útflutningurinn er í vexti og reynt er að beina erlendu fjármagni inn í landið. Þýzk áhrif virðast vera sterk eins og víðast annarsstaðar í Suður Ameríku og virðast viðskiptaauglýsingar frá Vestur-Þýzkalandi vera alveg eins algengar og auglýsingar frá Bandaríkjunum. Japanir hafa einnig sýnt viðskiptum við Vene- zuela mikinn áhuga. Athyglisvert er, að í u.þ.b. 60 kílómetra fjarlægð frá Caracas í fjallahéruðun- um, hefur varðveizt dálítið af hinu gamla Þýzkalandi og kallast sá staður Tovar Nýlendan, en hana stofnuðu innflytjendur frá Suður-Þýzkalandi fyrir 120 árum í Humboldt dalnum. Loftslag og landslag líkist því, sem er í Svartaskógi og bláeygir bændur viðhalda byggingarstíl, klæðnaði og venjum forfeðra sinna. Margt er líkt með Venezuela og Mexíkó, sagan, landslagið, loftslagið og tungan. Bæði löndin lutu Spánverjum og endurheimtu sjálfstæði sitt á sömu tímum. Spánsk menningaráhrif eru enn sterk á báðum stöðum, en mikil hefur samt blóðblönd- unin verið við íbúana. í Venezuela eru þó fleiri komnir af negrum en í Mexikó þar sem slíkt þekkist varla. Einnig eru skotvopn miklu sjaldgæfari í Mexikó, en þar eiga útlendingar miklu greiðari aðgang og eftirlit er þar allt miklu minna. Mexikanar sýnast vera miklu ánægðara og rólegra fólk jafnvel þótt efnahagur þeirra sé ekki betri og þeir virðast vera öruggari um sjálfa sig sem þjóð. í Mexíkó ber heldur ekki á neinum ótta við Kúbumenn. Jæja, skipið okkar hefur létt akkerum á ný. Við höfum farið fram hjá eyja- klasanum í Carribean hafinu milli Dominica og Martinique og erum á víðáttu Atlantshafsins. Þetta er þó allt öðru vísi Atlantshaf en við ísland. Hér er mild norðaustan gola, stöðugur 20—25 gráðu hiti, himinninn er heiður og sjórinn sléttur. Alls eru um borð 50 farþegar og eru næstum allir spánskir. Að vissu leyti líkist þetta Örkinni hans Nóa — tvennt af öllu. Um borð eru tveir páfa- gaukar, tveir hundar, tveir bardagahanar, tveir Fransmenn og tvær þýzkar kon- ur (en einungis einn íslendingur). Áhafnarmeðlimir eru allir ungir Spánverjar, er skipstjórinn aðeins 32 ára gamall og eru sumir þeirra, sérstaklega þeir frá Norður-Spáni, einkennilega líkir sumum íslendingum. Spánskir þorskveiðimenn hljóta fyrr á tímum að hafa átt góðar stundir á Vestfjörðum, til dæmis. Við reiknum með að taka land á Kanaríeyjum 11. janúar og vonast ég til að geta sett þessa grein í póst þar. Tímamunur okkar og Evrópu minnkar stöðugt og í gærkvöldi heyrði ég greinilega í loftskeytaklefanum morsfréttir til íslenzkra skipa frá Gufunesi á 13 megariðum. Því miður er engin talstöð í skipinu svo að ég get ekki hringt heim, en gott er að komast í þessa bylgjusnertingu við fs- land eftir 9 mánaða fjarveru. Pólstjarnan, sem enn er mjög lágt á næturhimninum, er á hægfara uppleið til* betur þekktrar stöðu. Þægileg tilhugsun. Eftir á að hyggja, ég hef komizt að því, að það að drekka „skál“ á spænsku er að drekka „bryndís" um borð í Virginia de Churruca. 3. marz 1M8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.