Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 10
Hverskonar fyrirbrigði eru Inga Birna Jónsdóttir stud. phil. Vanmáttug tilraun til að leysa gamla þraut Mér virðast Hippar vera afkvæmi tvískinnungs, vanmáttug tilraun til þess að finna lausn á ævagamalli þraut sem í eðli sínu er bæði heimspekileg og efnahagsleg. En þrautin er sú að finna leið til þess að lifa á þessari plánetu meðan ekki finnast aðrar betri, í sátt og samlyndi. Til skamms tíma hefur virzt þurfa ofurmenni til þess að sjá í gegn um tvískinnunginn samanber fyrri heimsstyrjöldina sem kom svo flatt upp á fólk að það trúði henni ekki fyrr en það fékk sprengju í and- litið. Dýr var sú reynsla og önnur engu minni þar á eftir og ekki þarf lengur neinn speking til þess að sjá misræmið sem er í orði og verki venjulegra góð- borgara þeirra landa sem framleiða víg- vélar, verðlauna hermennsku og gera út stríð. Þrátt fyrir fögur orð og fjálg- leik í ræðu og riti um frið, frelsi og kærleika vinna góðborgararnir myrkr- anna á milli til þess meðal annars að greiða þann skatt sem er vegarnesti sona þeirra á vígstöðvarnar. Ung- lingur sem verður vitni að slíkum tví- skinnungi neyðist annað hvort til þess að gerast hluthafi í svikamyllunni eða leita sér að andlegum félögum sem vilja Sagan af Marcy Síðan hefur Mary flækzt úr bústað í bústað, verið á 25 stöðum samanlagt. Hún borðar þegar matur er til, betlar þega hann er ekki til og fær fatnað sinn á ókeypis haugmarkaði. Eiturlyf fær hún ókeypis hjá vinum sínum. „Ég lifi fyrir þau núna“, segir hún, enn hátt uppi eftir sólahrings „sýrukúr" styrktan með codeini. Marcy finnst hún of feit og held- ur að hún geti megrað sig með Methed- rine. „Ég ætla að taka „hraða“ í þrjá daga, hætta svo dálítinn tíma og taka svo aftur „hraða“ í fjóra daga“, segir hún með nokkru stærilæti. „Ég get létzt um 10 kíló á tveim vikum. Ég er ekki viss um að ég geti haldið mér uppi svo lengi. Ég er alltaf uppi núna. Ég kemst ekki niður. Ég tek ekkert í þrjá daga og samt er ég uppi“. Hipparnir? gera eitthvað til þess að sporna við slíkri skinhelgi. Þessa útskýringu mína á hippafyrir- brigðinu byggi ég á yfirlýsingu þeirra um að hatri megi útrýma með fegurð, ást og tjáningarfrelsi. Einnig á því að þeir neita að gegna herþjónustu að ógleymdu slagorðinu: MAKE LOVE NOT WAR. Þetta er ekki fyrsti kærleiksboðskap- ur veraldarsögunnar. Og sagan endur- tekur sig. Komist tvískinnungurinn ekki inn um aðaldyrnar læðist hann bara inn bakdyramegin og nú er svo komið í ríki Hippa, sem telur um 250 þúsund þegna, að viss hluti þeirra er aðeins Hippar um helgar svo ekki séu höfð mörg orð um alla þá sem notað hafa hreyfinguna í eiginhagsmuna- skyni. Hvernig eiga líka börn að geta hrundið í framkvæmd æðstu hugsjón- um mannkynsins þegar fullorðnum hef- ur svo þráfaldlega brugðizt bogalistin? Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson sóknarprestur. Það vantar á pelann minn, mamma AF annarra frásögn þekki ég þetta fyrirbæri aðeins en geri fastlega ráð fyrir, að mér hafi verið rétt frá sagt erkynlegum háttum „Hippanna“ var fyrir mér lýst. Mér er sagt þeir taki villiköttinn sér til fyrirmyndar og legg- ist út, mér er sagt, að hópsækni þeirra minni á fyrsta fóðurskeið hænuungans, klæðnaður þeirra minni einna mest á fuglahræðurnar gömlu á ökrunum: sagt þeir kveði jafnvel upp dauðadóma yfir félögum sínum, ef þeir fari í fínu taug- arnar á forustusauðnum: í kynferðis- málum eru þeir sagðir hegða sér eins og lóðahundar, kröfur þjóðfélagsins um undirbúningsmenntun eru aðhláturs efni hópsins og hlýðni við þær aðeins talinn vottur um heimsku. Hvers vegna öll þessi ósköp? Örugg- lega er ekkert eitt svar til við því. Gleymum því ekki, að allir unglingar eiga í erfiðleikum á mótum bernsku sinnar og fullorðins ára. Það er verið að yfirgefa mötunarskeið, og haldið í mót degi, þar sem krafizt er, að hinn ungi standi sjálfur og afli sér viður- væris. Þetta er í fyrstu óþægilegt, sér í lagi dekurbörnum. Fyrsta viðbragð þeirra verður þessvegna reiðin, reiðin gagnvart umhverfi sínu, því sem skyld- urnar leggur þeim á herðar, og pelann tekur af þeim. Annað gerir og vart við sig: hræðslan. Þau eru hrædd við sjálf sig, allar þessar annarlegu kenndir, sem með þeim bærast. Líkami þeirra tekur að gera kröfur, sem barnssál þeirra kann fá svör við, til þess að meta, hvort séu góðar eða illar. í þessu ástandi forðast þau einveruna og taka í hópum að leita úrlausnar vandamál- anna. Eðlilega verða sumar tiltektir þeirra barnalegar, eins og t.d. að neita að þvo sér og klippa hár sitt eða greiða. Venjulega tekur krakkana örstuttan tíma að vaxa upp úr þessum kjánaskap, þrátt fyrir allar tilraunir skemmti- iðnaðarins t.þ.a. handa þeim sem lengst á þessu stigi: Ég er reiður við hana mömmu. Hitt er alvarlegara, þegar hin vitrari í hópnum taka að leita sér að höggstað á hinum eldri. Hipparnir hafa t.d. komið auga á hræsni okkar og yfir- drepsskap. Tökum t.d. þetta með morð- in. Þjóð sem sendir sonu sína í stríð, og kallar þá hetjur, ef þeim lánast að drepa nokkra tugi af andstæðingum þjóðarinnar, en kallar aftur á móti þann, er drepur einn af samþegnum sínum, morðingja, krýpur vissulega hræsnis siðferði. Þetta hafa hinir ungu komið auga á, og ég er þeim sammála, að hér er það okkar að roðna en ekki þeirra. Ef við skoðum árás þeirra á klæða- tízkuna, þá munum við neydd til þess að viðurkenna, að hún er sprottin af því mati okkar hinna eldir, að and- legri fátækt og líkamlegum væskildómi verði skýlt með fallegum fötum. Ef ykkur þykir þetta harður dómur, þá skoðið axlapúðana á körlunum og gervibrjóst kvennanna. Víst er hér kynt undir af fégráðugum mönnum, en þeir eru flestir eldri en „Hipparnir" og gagnrýni á þá því ekki leyfð. Frjálslyndi „Hippanna“ í ástarleikj- um tel ég ekki til árásar á eitt eða neitt, heldur sprottið af vöntun barns- ins á ábyrgðartilfinningu fyrir gjörð- um sínum. Löngun þess vaknar í eitt- hvað, sem það hefir engan þroska t.þ.a. standa í móti. Hér munu þau heldur ekki vera ein á báti, þó barnaskapur þeirra geri þeim óþarft að hylja? I fáum orðum verður því svar mitt þetta. „Hipparnir“ eru afleiðing þess, að þjóðfélagshættir okkar eru að breyt ast. Kröfurnar til hæfni þegnanna vaxa og þar af leiðir tvennt: Aldur þegn- anna verður hærri, þegar þjóðfélagið viðurkennir, að þeir séu hæfir til þátt- töku á starfsvettvangi þess. í annan stað kemur það, að kröfurnar um und- irbúning fyrir lífsstarfið aukast. Af þessu leiðir aftur á móti það, að hinir vangefnari og getuminni hreinlega gef- ast upp, og til þess að klóra sig útúr því skipbroti hópast þeir saman í félags skap, er hefir að einkunnarorðum hvort sem félögum er það ljóst eða ekki „Það vantar á pelann minn mamma.“ Þessari þróun verður sjálfsagt ekki snúið við, þar sem samgangur hinna eldri og yngri minnkar stöðugt. Hugg- un er það þó, að flestir unglingarnir þroskast á stuttum tíma í fulltíða menn, og yfirgefa því hóp „Hippanna". Um áhrifin af skipbrotinu með þeim er of fljótt að dæma. CLJÚFRABÚI Framhald af bls. 2 Ef til vill stórt orð, en nú skal í lokin nánar vikið að því. Móðir mín ólst upp hjá Rannveigu Hallgrímsdóttur, systur Jónasar Hallgríms- sonar, og síðara manni hennar, Stefáni Jónssyni, alþm. á Steinsstöð- um, frá því er hún var 9 ára og þar til hún stofnaði sitt eigið heimili með föður mínum. Hún sagði mér á barnsaldri að Dalvísur vœru um Öxnadal og sérstaklega um umhverfi Steinsstaða. Auðvitað hafði hún þetta frá Rannveigu, fóstru sinni, systur Jónasar. Ég er þess alveg fullviss að kœr systir skáldsins hefur vitað þetta betur heldur en Árni Óla, að öðru leyti með fullri virðingu fyrir honum. Bernh. Stefánsson. Marcy var ekki alin upp í fátækra- hverfi. Hún er eins og tamin kanína, sem sleppt er í skóginn og því auð- veld bráð. „Ég var lamin í Ellefta stræti ekki beint lamin, blökkumaður henti mjólkurkassa inn um glugga og hann rotaði mig. En ég var samt lamin á Washington torgi. Ég fór til fjögurra lög reglumanna, sem stóðu þar og sagði þeim frá því og þeir sögðu: „Hvað viltu að við gerum í því?“ Marcy varð vanfær og lét gera á sér 200 dollara fóstureyðingu fyrir fimm vikum. Aðgerðina framkvæmdi stúlka fáum árum eldri en Marey sjálf. „Hún virtist vita hvað hún var að gera,“ seg- ir Marcy. „En hún var alltaf með ótugt- arlega l'vndni. En hvað er hægt að gera? Það er ekki gott að ganga út. Mér þykir gaman að börnum. En það liggur þannig í því. Faðirinn er blökkumaður og ég er hvít. Ég bara vildi ekki eign- ast blökkubarn. O, ef mamma mín vissi þetta. Hún er mjög siðavönd. Ég elska mömmu mína, ég elska hana mjög mik- ið.“ Skömmu síðar fékk Marcy eitrun vegna fóstureyðingarinnar og mætir nú óreglulega í skoðun á Beth Israel sjúkra húsinu. Síðasta mánuðinn hefur Marcia bú- ið með tveim „heiðarlegum" mönnum á fjórðu hæð risbyggingar einnar á aust- ur Ellefta stræti. Hún er mannlegt gælu dýr, eldar fyrir þá mat þegar þeir koma úr vinnu og hefur dálítið horn útaf fyrir sig. „Ég kalla það herbergið mitt. Mér finnst andstyggilegt að vera til byrði, en ég er það víst ekki hérna. Ég elda og svoleiðis, en ég vil ekki sjá um þvottinn þeirra. Það er vond lykt af honum og mér verður flökurt". Marcy vonast til að fá sitt eigið her- bergi, þar sem hún getur haft ketti og komið og farið eins og henni sýnist. „Ég vil eiga stað þar sem ég get verið róleg, jafnvel þótt engin húsgögn séu þar, eða salerni eða heitt vatn. Ég þarf að eiga minn eiginn stað. Ég myndi sennilega verða hrædd þar, en mér er alveg sama ef lás er á dyrunum. Ef einhver af þessum Puerto Rico mönnum lemur mig á götunni, þá geri ég ekki neitt, en ef hann reynir að brjótast inn til mín — þá myndi ég drepa hann“. Stundum talar Marcy um að skemmta sér en hún er svo sljó að sjaldan verð- ur neitt úr því. „Mig langaði til að fara í Pálmagarðinn og dansa í gær- kvöld“ segir hún, „en ég gleymdi því þangað til í kvöld“. Og stundum talar hún um að halda sér til. „Þessi stelpa leyfði mér að fara í kjólnum sínum á sjúkrahúsið og ég var í almennilegum skóm. Ég er ekki mjög lagleg. Það er ég ekki. En mér fannst ég vera lag- leg“. Annað veifið dreymir hana um að kaupa vörubíl til þess að geta farið og skoðað Grand Cany~n, hitt andar- takið um að opna barnaheimili með vin- konu sinni, sem er kennari. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.