Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 4
íslenzkur expressionismi frá stríðsárunum: Seltjarnarnes, eftir Snorra Arinbjamar. Oft hefur það heyrzt í ræðu og riti, að íslenzk myndlist hafi byrjað á þessari öld. Ef mynd- list er ekki annað en olíumál- verk, þá er þessi skilgreining rétt. En öldum saman hafði á- kveðinni myndlistarhefð verið viðhaldið í landinu og birtist hún í vefnaði, útsaumi og út- skurði. Mest af því var vita- skuld skreytilist. Þegar tekið er tillit til að- stæðna á íslandi uppúr alda- mótunum síðustu, má það kall- ast merkilegt, að menn austan úr Flóa og austan af Borgar- firði eystra skyldu ráðast í akademiskt nám í málaralist. Og þegar þess er gætt, að landslagsmálverk var alveg nýtt fyrirbrigði með þjóðinni, þá er það einnig athyglisvert, hvað verkum þessara frum- herja var vel tekið. Framan af öldinni kom naumast annar skóli til tals en Akademíið í Kaupmannahöfn, þegar menn vildu forframa sig í listinni.En það var eins og flest önnur aka demí, talsvert steinrunnið og fremur geld menntastofnun. Þegar Ásgrímur kemur þaðan nýútskrifaður og málar mynd- ir í Vestmannaeyjum eftir heim komuna, verður naumast af þeim myndum ráðið, að hann hafi langskólanám í málaralist að baki. Ilann á eftir að finna sjálfan sig og það er eins og hann byrji fyrst að læra fyrir alvöru, þegar hann hefst handa, víðsvegar um landið, að mála sinn dýrðaróð um ís- lenzka náttúru. Eftir heimstyrjöldina síðari fóru ungir menn að efast um að listgyðjuna væri hvergi að finna utan Kaupmannahafnar og sú kynslóð myndlistarmanna sem talsvert fór að bera á hér uppúr 1950, Ieitaði fremur fanga í París, en sumir vestan- hafs, í Stokkhólmi, London eða á Ítalíu. Það var sú kynslóð myndlistarmanna, sem stóð að scptembersýningum eins og menn muna og þá var talsvert veðurhljóð í lofti og nýjabrum. Málarar kreppunnar höfðu komið þarna sem einskonar millistig eftir frumherjana. Það voru menn eins og Snorri Arin bjarnar, Gunnlaugur Scheving Finnur Jónsson, Þorvaldur Skúlason, Gunnlaugur Blön al og Jón Þorleifsson. Þeir höfðu hrifizt af sjávarþorpun- um með fiskibátum og veðruð- um bárujárnshúsum.Þeirgerðu kolakranann ódauðlegan, höfn- ina og skeggjaða karla við vinnu. Hjá sumum þessara mál- ara komi' fyrir sterk áhrif frá Picasso, bað sjáum við núna úr fjarlægðinni, en líklega hefur mönnum ekki verið það ljóst í þá daga nema kannske mál- urunum sjálfum. Þarna eru allt af sýnileg mótíf tekin fyrir og stílfærð, bæði formið og litur- inn. Þetta var mjög merkilegt og sérstætt tímabil, en ekki kunni fólk að meta þessa stefnu á þeim tíma fremur en endranær, þegar eitthvað ný- stárlegt stingur upp kollinum í listinni. Á þessum tíma ríkti geómetr- iska abstraktstefnan í París og þaðan bárust áhrifin fyrst og fremst. Þegar ungu mennirnir héldu fyrstu septembersýning- una í Listamanr.askálanum, var talsverður byltingarhugur á ferðinni og allt annað var gam- aldags, óalandi og óferjandi, líka stílfærðir sjómenn kreppu áranna. Nú átti allt að vera abstrakt og geómetrískt.Reglu stikan varð jafn nauðsynleg penslinum. Stundum voru þess- ar myndir aðeins bærilegar skreytingar og sýningar þess- ara ára uppúr 1950 voru af- skaplega dapurlegar og til- breytingalausar. Þrátt fyrrir nýjabrumið varð myndlistin á þessu tímaskeiði miklu óper- sónulegri en hún hefur nokkru sinni orðið: auk þess óðu hrein ræktaðar stælingar uppi og til hvers er þá barizt? Hvers virði er sú list, sem höfundurinn hef ur ekki megnað að gæða neinu frá sjálfam sér. Af eldri mál- urum var Þorvaldur Skúlason einn nógu ungur í anda til að snúast strax á sveif með ab- straktstefounni og hefur ekki yfirgefið hana enn, þó reglu- stikan sé ekki lengur með í ráðum. Á þessum árum varð ab- straktstefnan einskonar trúar atriði hjá ungum íslenzkum mál urum. Hún mætti talsverðri mótspyrnu: það byrjaði sá al- kunni söngur, sem hljómað hef ur framá þennan dag, að menn þcttust ekki skilja og spurðu UM HVAÐ ERU FUGLARNIR AÐ SYNGJA Nokkur orð um nútímamyndlisf —2. hlisti — Eftir Gísia Sigurðsson LJÓÐRÆN HLÁKA EFTIR REGLUSTIKUSKEIÐIÐ Ljóðrænn abstraktstill. Málverk eftir Danann Richard Morten- sen, sem er einn frægastur málara þar í landi. hver annan efins: Er þetta virkilega Iist? Frá þessum tíma og allt fram á núlíðandi stund liefur dapurlegt tilbreytingar- leysi háð þeirri myndlist, sem hin yngri kynslóð málara hef- ur staðið að. Stundum hefðu heilar samsýningar getað verið eftir einn og sama manninn. Þessar geómetrisku æfingar urðu fyrirferðarmiklar í sölum listasafnsins okkar, en ein- hverra hluta vegna sést ekki nema brot af þeim núna þar. Vaknar þá sú spurning, hvort það sem einu sinni er góð list hljóti ekki að vera það áfram. Það þarf vissulega kjark til að fara sínar leiðir og láta ríkjandi tízku lönd og leið. Mjög fáir virðast hafa haft þesskonar hugrekki, enda „frystir úti“ eftir mætti, yrði þeirra vart. að færa annað en að kopíera það sem búið er að gera betur annarsstaðar og áður. Þegar fram líða stundir verð ur sá málari talinn merkari, sem miðlar augljósum, persónu legum séreinkennum, jafnvel þótt klaufaskapurinn sé aug- ljós, fram yfir þann sem kópí- erar útlendan meistara af fimi. Það var ekki fyrr en mörg- um árum síðar, að menn fóru að losna úr fjötrum reglustik- unnar og formalismans. En þeir voru þá búnir að gefa svo ein- dregnar yfirlýsingar og voru svo einlæglega sannfærðir um, að geómetriskt abstraktmál- verk væri bæði listform sam- tímans og framtíðarinnar, að þetta stóð þeim fyrir þrifum síðar og það varð hálfgert feimnismál að fara yfir í breyti Iegt tjáningarform. Sýning á geómetriskum abstraktmyndum frá „hörðu árunum". Málverk eftir Gunnar Aagaard Andersen í Artist’s House, London 1951. Abstrakt expressionismi, eitt vinsælasta listform eftirstríðs- áranna. Málverk eftir S. Blow Einn af menningarvitunum svokölluðu hefur sagt frá því, að hann kom á stóra samsýn- ingu flatarmynda í Kaupmanna höfn og þóttist strax hafa þekkt úr mynd eftir Veturliða, meira segja á löngu færi. Vera má, að rétt sé hermt, en undan tekning mundi það vera, að hægt væri að þckkja íslenzk- ar myndir úr öðrum frá þessum tíma. Til þess vantar persónu- leg tök og séreinkenni. Aftur á móti hefur sú gleði- lega þróun gert vart við sig uppá siðkastið, að persónuleg- um tökum sé náð og eitthvað meira á ferðinni en einskær eftiröpun. Sýnist raunar vera, að sú myndlist sé harla lítils virði, sem ekkert hefur fram Það er athyglisvert, að fáir íslenzkir málarar hafa kúvent, líkt og oft gerist í lífi mikilla málara, stundum oftar en einu sinni. Þeir eru íhaldssamir, sem vissulega getur verið styrkur og þeir lilaupast ógjarnan frá þeirri stefnu, sem þeir mörk- uðu sér ungir. Ásgrímur hvarf að vísu til sterkrar litanotkun- ar hin síðari árin, en hann hélt tryggð við formið og landslags fyrirmyndir sínar. Kjarval hef ur nokkurnveginn lialdið sínu striki og sama er að segja um Jón Stefánsson. Svavar Guðna son hefur þótt merkur málari í Danmörku og hann er jafn- vel talinn meðal forvígismanna í nútímalist þar í landi. Þeir Kópra-menn voru einu sinni 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.