Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 3
SMÁSAGA EFTIR GRÉTU SIGFÚSDÓTTUR FRÓNI í MUNCHEN Hinn þekkti íslenzki listmálari, Ævarr Fróni, heldur sýningu um þessar mundir í Miinchen, hinni ævafornu borg menningar og lista. Sýningin var opnuð af ræðismanni íslands, sem kynnti listamanninn og verk hans fyrir sýningargestum. í hófinu, sem hald ið var fyrir fréttaritara í veizlusal Grand Hotel Continental eftir opnunina, var lista- maðurinn heiðraður, og öll dagblöð borgarinnar birtu forsíðumynd af honum ásamt nokkrum listaverka hans. Gagnrýnin var mjög jákvæð. Helmingur myndanna seldist á örfáum dögum. ÞETTA VAR þriðja albúmið og þegar orðið fullt. Síðasta blaðsíð- an lá opin fyrir framan hann með innlímdum dagblaðaúr- klippum. Langir og grannir fingur hans þukluðu með- fram dálkaröndunum til að aðgæta hvort þær féllu nægilega vel að undir- stöðunni, en augu hans hvíldu á myndunum sem fylgdu hverj- um dálki. Þær voru allar af honum sjálfum, og flestar sýndu vangasvipinn. Það fór honum bezt að láta mynda sig í „prófíl“ vegna nefsins — þessa dásamlega „aristókrat- íska“ nefs, sem opnaði honum allar dyr. Maður með þvílíkt nef bar það með sér að vera af góðu bergi brotinn, og það veitti honum þá sjálfsöruggu framkomu sem með þurfti til þess að vekja virðingu sam- borgara sinna. A síðustu myndunum bar hann alskegg. Það undirstrik- aði hreinar línur andlitsins og leyndi lýtum þess: að hann var of stórmynntur og varaþykk- ur. — Hann byrjaði aftan frá og fletti albúminu spjaldanna á milli, renndi augunum laus- lega yfir gagnrýnina, með hug ann bundinn við myndirnar. Þarna voru líka augnabliks- myndir, teknar við opnun hinna mörgu sýninga, sem hann hafði haldið víðs vegar um heim. Því nær allir boðsgesta voi'u auð- ugir eða af tignum ættum, og hvarvetna hafði hann hlotið lofsorð fyrir list sína. Hann hrukkaði ennið eilítið og hvessti sjónir á einn dálk- inn. í þessu blaðaviðtali varð honum á að taka of djúpt í árinni. Hann las kafla úr viðtalinu með óánægjusvip. — En segið mér, herra Fróni, hvernig komizt þér yfir að halda svona margar sýningar á svo skömmum tíma? Það hlýt- ur að vera erfiðleikum bundið að flytja málverkin milli landa. — Ég leigi „atelier" í stærstu borgunum, og svo flýg ég á milli og mála myndirnar á staðnum. Þessu var illa tekið hér heima. Maður í hans stöðu mátti ekki við því að gefa höggstað á sér. Á fremstu síðu var skrá yf- ir þá sem hlutu listamannalaun á síðastliðnu ári. Neðarlega á listanum, undir fyrirsögninni 30 þúsund krónur, var nafnið hans: ÆVARR FRÓNI. Það naut sín vel á prenti, enda hafði hann skírt sig sjálfur. En það sem honum féll miður, var matið sem úthlutunarnefndin hafði lagt á hann sem lista- mann. Það hæfði honum ekki að vera settur í bás með mönn- um eins og Atgeiri Gunnars- syni, fúskurum sem að meira eða minna leyti stældu þá stóru í listinni, allt frá Cé- zanne og Monet, til van Gogh, Picasso og Riopelle ... Og svo var aðeins sagt, að þeir væru undir áhrifum frá einhverjum meistaranum, þó að megnið af framleiðslu þeirra væru hrein- ar og beinar eftirlíkingar. Nei, hann hefði átt að gerast gagnrýnandi. Þá hefðu þeir sannarlega fengið fyrir ferð ina. Það var ekki úr vegi að hann hróflaði við þeim endr- um og eins. Hann lokaði albúminu. Dag- blöðum með gapandi eyðum var dreift um skrifborðið. Hann lét þau liggja. Honum veitti ekki af að fara að búa sig til veizlunnar, sem halda átti í einu hinna erlendu sendi- ráða þá um kvöldið. Hann kall- aði á þjóninn og bað hann fylla baðkarið. Meðan vatnið rann í kerið, fékk hann sér vænan sjúss. Hann var dálítið taugaæstur, eins og alltaf þeg- ar hann langaði til að mála. Þó gat hann ekki haft af sér að fara í veizluna, þar sem honum gafst kostur á að ná tali af ýmsum málsmetandi mönnum. — Hann drakk út og lét glasið ásamt flöskunni inn í vínskápinn. Þjónninn hjálpaði honum úr fötunum. Ævarr hafði ekki hraðan á. Hann virtist njóta þess að standa strípaður fyrir framan þjóninn, öruggur um að þurfa ekki að blygðast sín fyrir líkamsvöxt sinn. Þjónninn sneri sér undan. Vandræðalegt við- mót hans olli eins konar há- þrýstisvæði milli þeirra. Þjónn- inn gerðist önnum kafinn við að tína fram hrein nærföt handa húsbónda sínum og fór svo að taka til í stofunni. Hann brá þó strax við, er Ævarr steig rennvotur upp úr bað- kerinu, og sveipaði um hann handklæði. — Náðu í smókinginn minn, skipaði Ævarr. — Já, herra, anzaði þjónn- inn auðmjúkur. Hann kom að vörmu spori með nýburstaðan smókinginn og lagði hann yfir stólbak, með an hann aðstoðaði húsbónda sinn við að klæðast. Fyrst var það hrukkufrí nylonskyrta með rykkilíni framan á brjóstinu og á handstúkunum, þar næst að- sniðnar, stífpressaðar buxurn- ar. Hálsbindið kaus Ævarr að hnýta sjálfur. Hann batt það í slaufu fyrir framan spegilinn, og hagræddi henni þar til end- arnir urðu jafnir. Spegillinn brá upp andliti hans, tjáning- arlausu og köldu, eins og meitl- uðu í marmara. Augun voru sljó, og yfirbragðið vitnaði um óháttbundið líferni. Það sem einkum setti svip á listamann- inn og gæddi hann sérstæðum persónuleika, var rauðleitt skeggið sem hrundi niður á skyrtubrjóstið, og hrafnsvart hárið sem nam við herðar. Að baki sér sá hann móta fyrir þjóninum, hlédrægum og lítilsigldum, bograndi við að krækja að honum lindanum, sem orðinn var helzt til þröng- ur, svo að krækjunum hætti til að hlaupa úr lykkjunum. — Hann hafði vanizt því í Lundúnum að halda þjón, og taldi sig heppinn að hafa kló- fest þennan unga mann, sem gerði ekki of háar kröfur. Þetta var allra geðugasti pilt- ur. Það kom betur í ljós eftir að hann hafði arfleitt hann að gömlu fötunum sínum og sið- fágað hann. Nú rétti hann úr sér, hár og grannur, hærri en hann sjálf ur. Fallega vaxinn? ... Já. — Frá fagurfræðilegu sjónar- miði var ólíkt skemmtilegra að horfa á laglega karlmenn en konur. Við tækifæri ætlaði hann að fá Gústaf til að sitja fyrir. Þráin eftir að mála kom yfir hann á ný. Ef til vill Framhald á bls. 12. 21. apríl 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.