Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 14
Á VATNAJÖKLI Framhald af bls. 9 en taldi mig þó ekkert hafa með svo mikið að gera. Eftir hressingu, flóaða mjólk hjá Þorsteini fararstjóra og sviðakjamma og brauðbita úr eigin mal, var svo haldið af stað. Þótti okkur sumura nokkrir ferðafélaganna helzt til ákafir og gengu þeir nokkuð hratt upp fyrstu brekkurnar svo Tryggvi varð að biðja þá fara hægar, þeir myndu fá nóg af göngunni áður lyki. Við höfð- um verið vaktir klukkan þrjú um nóttina en flestir ekki gengið til náða fyrr en klukk- an að ganga tvö og sumir sofn- uðu alls ekkert þá nótt. Klukk an var um 5 um morguninn þegar lagt var upp. Þegar upp á Kistufellið kom var ekki glæsilegt um að litast. Kaf- þoka var þennan morgun og írði frostnálum úr þokunni. Nú kom sér vel að áttavita- stefna hafði verið tekin kvöld- ið áður. Okkur virtist sem bjart myndi ofan þokunnar og vonuðum að henni létti er liði á morguninn. Við renndum okkur varlega niður af Kistu- fellsöxlinni og inn á jökulinn, Er niður kom þorðum við ekki annað en binda okkur á streng, ef jökullinn væri sprunginn, en þarna var ný- fallinn snjór yfir öllu og frem- ur þungfært að ganga. Vorum við þrír bundnir á strenginn og fórum til skiptis fremstir. Var erfiðast að troða slóðina fyrir. Á strengnum vorum við Jón Sigurgeirsson og Ólafur Jóns son, aldursforseti fararinnar á jökul. Þeir sem á jökul gengu voru Tryggvi Þorsteinsson farar stjóri, Jón Sigurgeirsson, Ólaf- ur Jónsson, Eðvarð Sigurgeirs- son, Þorsteinn Svanlaugsson, Sigurður Steindórsson, Þráinn Þórhallsson, Þórarinn Björns- son úr Reykjavík og ég. Þegar leið á morguninn tók að birta og kom glaða sólskin og heiðskírt loft. Má það heita með eindæmum hve veðurguð- irnir voru okkur hliðhollir í þessari för. Ganga þessi var vissulega ströng. Frostið var 9 stig meðan sólar naut við. Menn gerðust göngumóðir og þorsti sótti á okkur. Reynt var að halda eins drjúgum hraða og kostur var. Annað slagið leit Jón á áttavitann og sá um að réttri stefnu væri haldið. Þegar leið á morguninn sáum við flugvélar fara að hnita hringi yfir flakinu. Nokkru fyrir hádegið kom flugvélin Vestfirðingur og flaug yfir okkur og síðan beint í áttina að flakinu. Nókkru síðar kom vélin aftur og kastaði til okk- ar orðsendingu. Stóð í henni að við værum á réttri leið og blysi myndi brátt verða skotið upp frá flakinu okkur til leiðbeiningar. Gangan var stöðugt á fótinn, enda vorum við á leið upp austanverða Bárð arbungu. Hvergi var þó bratt, en okkur virtist þessi stöðugi halli upp á við aldrei ætla að taka enda. Svo sáum við blys- ið og nú létti okkur, því við sáum að flakið myndi skammt undan. Svo kom ameriska vél- in í ljós yfir bunguna og loks allt flakið. Þegar við nálguð- umst sáum við að fólk dreif frá flakinu í átt til okkar. Sú stund mun okkur aldrei gleymast. Við féllumst í faðma við flugfólkið og fagnaðartár féllu af hvörmum þeirra. Ekki er mér heldur örgrannt um að við kæmumst einnig við af þeim hlýju móttökum sem við fengum. Okkur var fyllilega gefið í skyn að við kæmum þangað til að frelsa þau úr helj argreipum. Nú kom í ljós, að við höfð- um gert okkur rangar hug- myndir um aðbúnað þeirra. Þorstinn hafði verið okkur erf iðastur á leiðinni. Við höfðum takmörkuð drykkjarföng og þau höfðu frosið í ferðaflösk- unum okkar. Hér var heldur ekkert að hafa nema einhvers- konar lifrarkæfu vítamínstöflur og frosið vatn í dósum. Hinar heitu steikur og svaladrykk- ir, sem svifið höfðu fyrir hug- skotsjónum okkar á leiðinni, urðu að engu. En nú tók flugfólkið og Sig urður Jónsson, flugeftirlitsmað ur að tygja sig af stað. Áður en það yrði gerði ameríska flugvél in síðustu tilraun til að hefja sig til flugs. Voru aðeins í henni áhöfnin og Sigurður. Miklum rakettum var komið fyrir und ir vængjum vélarinnar og síð- an voru hreyflarnir ræstir og flugvélin fór í stóran hring á jöklinum, en síðan í beina stefnu til norðurs og setti á fulla ferð. Þegar henni var náð var skotið af báðum rakettun- um. En allt þetta var til einsk is. Vélin komst ekki á loft og því var ekki um annað að ræða fyrir áhöfn hennar en gefast upp við svo búið. Jök- ullinn gaf henni ekki farar- leyfi að þessu sinni. Það var því ekki um annað að ræða en halda af stað á hestum postul- anna. Bandaríkjamennirnir kváðust hinsvegar ekki fara fyrr en þeir fengju um það fyr irmæli og auk þess höfðu þeir ekki skíði, eða annan búnað til göngu. Það var sama þótt við segðum þeim, að allra veðra væri hér von, og ekki miklar líkur til að handhægt yrði að senda síðar eftir þeim leiðang- ur. En kafteinninn sat við sinn keip. Fyrirskipun þurfti að koma til. Annað var að brjóta heragann. Flugfólkið fór að tygja sig af stað og hélt áleið- is niður af jöklinum ásamt fyrstu leiðangursmönnunum Munu hinir fyrstu hafa farið á þriðja tímanum. Það mun okkur lengi í minni að fyrstu hljóðin sem við heyrð um er við nálguðumst flakið, var ýlfur og gelt í hundum. Einhversstaðar hef ég séð í frá sögnum að 18 hundar hafi ver- ið í vélinni. Voru þeir allir í búrum. Er við komum voru þeir tólf talsins. Mun eitthvað af þeim hafa kastazt út úr vél- inni, er hún rakst í jökulinn og annan vænginn tók af henni Um þó var ekki meira vitað. Það varð nú sýnt að ekki væri annað að gera en lóga hundun- um. Jón Sigurgeirsson hafði haft þá fyrirhyggju að hafa með sér kindabyssu. Hann var um fleira fyrirhyggjusamur, eins og þegar hann týndi sam- an hvannanjóla í Herðubreiðar lindum til að stinga niður í jökulinn á göngunni upp, en Tryggvi setti á njólana sauð- svarta ullarlopa til þess við gætum auðveldar fundið leið- ina til baka. Mitt hlutverk varð að leiða hundana út úr búrunum og bera þá til dyra, en þar tók Ólaíur Jónsson við þeim og bar aftur fyrir flug- vélarflakið þar sem Jón veitti þeim miskunn með kindabyss- unni. Það var vissulega ekk- ert skemmtiverk, sem við unn- um þarna. Ég man að sumir þessara hunda voru örsmáir kjölturakkar, hríðskjálfandi og glorsoltnir. Erfitt hefði verið fyrir þessi gæludýr að gera sér gagn af fæðu í 16-20 stiga frosti, sem þarna var um nætur og hvað átti að vera þeim til að svala þorstanum? Nei, misk unarverkið varð að vinna. Auk litlu greyjanna, sem ég dró út úr búrunum, verða mér minn- isstæðir tveir stórir hundar, annar var stór bolabítur, sem hafðist við inni á salerni vél- arinnar. Hann var ekki árenni- legur að leiða hann út tilslátr- unar. En hann reyndist mein- laus, eins og raunar þeir allir. Þá man ég eftir stórum brún- um setter-hundi, sérlega falleg 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. apríl 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.