Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 8
Horft um öxl Áhöfnin við flakið', áður en hún fannst. Frá vinstri: Magnús Guðmundsson, Bolli Gunnars- son, Ingigerður Karlsdóttir, Guðmundur Sívertsen og Einar Runólfsson. Bagfinnur Stefáns- son tók myndina. „GLEÐIFREGNIN MESTA“, er yfirskrift for- ustugreinar Morgunblaðsins þriðjudaginn 19. september 1950. f þessari forystugrein er fjallað um það er millilandaflugvélin Geysir fannst á Vatnajökli og öll áhöfnin er heil á húfi, eins og segir með stærsta letri blaðsins yfir þvera forsíðuna. Sennilega hafa fáir atburðir í fréttasögu Morgunblaðsins vakið eins mikla gleði og þegar flak Geysis fannst á Vatnajökli og vitað var að áhöfnin væri öll á lífi og tiltölulega lítt sködduð. Það er og, að sennilega hefir um fáa atburði verið meira ritað en þennan. Því er það nánast að bera í bakkafullan lækinn, er ég nú tek mig til og leita í gömlum ár- göngum blaðsins til þess að ryfja upp og gæða nýju Iífi gamla fréttaviðburði úr sögu þess. Hitt á ég mér til afsökunar, að þetta er mér einn minnisstæðasti atburður úr eigin lífi, sem og einn með meiriháttar fréttavið- burðum sem blaðið hefur skýrt frá. Eg hef einnig þá sérstöðu að vera eini maðurinn í leiðangri Akureyringanna, sem fór alla leið að flakinu, og til þessa hefir tekið sér penna í hönd til að skýra frá atburði þessum. Haukur heitinn Snorrason, ritstjóri á Akureyri, rit- aði mjög greinagóða frásögn um þennan leið- angur í blað sitt „Dag“, en hann fór hins- vegar ekki alla leið að flakinu. Þótt ætlunin væri, að við gæddum gamla atburði lífi í þessum greinum með frásögnum annara, hefir það ekki talizt að hlaupa frá meginefninu, þótt ég segi hér ofurlítið sögubrot frá eigin brjósti. Ræð- ur í því efni sérstaða mín, með tilliti til þessa atburðar, svo og liitt, að vart verður fram hjá honum gengið, þegar við grípum niður í gamla árganga blaðsins og rifjum upp frétta- frásagnir þess. En rekjum nú í stórum drátt- um frásögn blaðsins af þessum einstæða atburði. Föstudaginn 15. september 1950 er hvarfs Geysis fyrst get ið í Morgunblaðinu, en þá að- eins í hluta upplagsins. Næsta dag segir blaðið að leitin að „Geysi“ beri engan árangur. það rekur ferð flugvélarinnar, sem lagði upp frá Luxemburg kl. 16.40 fimmtudaginn 14. september. Síðast hafði heyrzt í Geysi kl. 22.25 um kvöldið og sendi flugstjórinn þá skeyti um að vélin muni verða hálfri stundu á undan áætlun og muni verða kl. 23.30 í Reykja vík. Flugumferðastjórnin sendi Geysi skeyti ki. 22.52, en fær þá ekkert svar. Upp- lýst er í þessu blaði að fólk á Starmýri, Hofi og Geithelln um í Álftafirði hafi heyrt í flugvél á fimmtudagskvöldið, er gæti bent til að um Geysi væri að ræða, Flugvélin var í vöruflutn- ingaflugi á vegum Seabord Western og var mikill hluti far angursins ferðatöskur fólks sem var á leið frá Evrópu til Ameríku og svo voru 18 hund- ar með vélinni, Vegna þess að meðal pápiskra var heilagt ár munu flestir þeir, sem farang- ur áttu í vélinni, hafa verið að koma frá Róm. Sagt var og að lík hefði verið í vélinni. í þessu blaði er getið áhafn- ar vélarinnar, en hana skip- uðu: Magnús Guðmundsson, flugstjóri, Dagfinnur Stefóns- son, flugmaður, Guðmundur Si vertsen, loftsiglingafræðingur, Bolli Gunnarsson, loftskeyta- maður, Einar Runólfsson, véla maður og Ingigerður Karlsdótt ir, flugfreyja. Sagt er og, að leitað hafi verið á 95 þúsund ferkílómetra svæði, og að slysið sé óskiljan- legt. Þessa sorglega atburðar er einnig getið í forystugrein blaðsins og birtar eru mynd- ir af áhöfninni. Það þykir sýni lega ekki líklegt að hún sé enn á lífi. Á sunnudaginn seg- ir blaðið að enn sé leitin að Geysi árangurslaus en henni muni haldið áfram. Og svo kemur gleðifregnin þriðjudaginn 19. september yfir þvera forsíðuna. „Áhöfn Geys- is heil á húfi“. Tvær myndir eru birtar af flaki Geysis á Vatnajökli. Þar er sagt að leið angur frá Akureyri muni sækja fólkið. Og forystugrein blaðs- ins heitir „Gleðifregnin mesta“ Á miðvikudaginn er fregnin enn yfir þvera forsíðu og seg- ir þar: .Geysismenn dvöldu enn á jöklinum í nótt“. Þar segir að amerísk flugvél hafi lent hjá þeim í gær og fljúgi vænt- anlega með þá í dag. Á fimmtu daginn á forsíðan enn fimm dálka fyrirsögn, sem segir að Geysismenn fari gangandi af jöklinum, ameríska flugvél- in hafi laskazt og að óákveð- ið sé hvort fólkið verði sótt í flugvel eða fari til Akur- eyrar. Og föstudaginn 22. septem- ber er fregnin enn yfir þvera forsíðuna og fyrirsögnin hljóð ar svo: „Hvernig Geysisáhöfn- in komst af á jöklinum hljóm- ar sem kynjasaga.“. Þar á síð- unni er fjögurra dálka mynd af áhöfninni og í blaðinu eru viðtöl Valtýs Stefánssonar rit- stjóra við einstaka meðlimi á- hafnarinnar. Þá er fjallað um þetta mál í Reykjavíkurbréfi næsta sunnudag. Enn, miðviku daginn 27. september, er Geys- isslysið á forsíðu Morgunblaðs ins með þriggja dálka mynd af áhöfninni á jöklinum. Á blað- síðu 9,10 og 11 eru margar myndir og dagbók Bolla Gunn arssonar frá dvölinni á jöklin- um. Má af þessu sjá að fá, eða ekkert, atvik hefur verið rætt jafn ítarlega á fréttasíðum Morgunblaðsins sem þetta. Vignir Guðmundsson: TIIIKI. W CW n wnMUni Þegar áhöfn Geysis var sótf á Bárðarbungu Ég mun nú í þeim greinar- kafla, sem hér fer ó eftir, bæta nokkru við hið mikla mál, sem skrifað hefur verið um þetta atvik og halda mig eingöngu við ferð Akureyringanna og fé- laga þeirra úr Reykjavík, sem þátt tóku í leiðangrinum. Veit ég ekki betur en ég fylli í skarð þar sem áður mun ekki hafa verið ritað um sjálfa jök- ulgönguna af neinum leiðang- ursmanna. Jón Sigurgeirsson á Akureyri hefir sagt mér nokk- uð úr dagbókarbrotum, er hann gerði úr þessari för og kann ég honum þakkir fyrir. Það var laust eftir hádegið mánudaginn 18. september að ég var á leið niður Kaupvangs stræti á vinnustað minn niður við höfn. Er ég nálgaðist skrif stofu Flugfélags íslands í Kaup vangsstræti 4 kom Kristinn Jónsson afgreiðslumaður félags ins á fleygiferð út úr skrif- stofunni. Hann leit fljótlega kringum sig og sá ég að honum var mikið niðri fyrir. Hann sá engan þar nálægt nema mig svo hann þýtur til mín, þrífur utan um mig og snýr mér í hring um leið og hann segir: „Þau eru á lífi. Vélin er fund in inni á miðjum Vatnajökli.“ Ég vissi samstundis við hvað hann átti, því annað var ekki ofar í hugum landsmanna, hvar sem voru á landinu, en hvarf flugvélarinnar Geysis. Síðan fór ég með honum inn á skrif- stofu til að fá nánari fregnir. Nær samstundis var farið að ræða um með hverjum hætti mætti bjarga fólkinu af jökl- inum og var þá talað um leiðangur frá Akureyri. Bauð ég mig þegar fram til far arinnar, en ákveðið var í upp- hafi að hafa leiðangurinn ekki f jölmennan. Sem skíðamaður og fjallaflækingur var ég tekinn gildur. Þorsteinn Þorsteinsson formaður Ferðafélags Akureyr ar var fenginn til að vera far- arstjóri leiðangursins, en son- ar hans, Tryggvi, skyldi hafa á hendi fararstjórn á jöklinum. Fékk ég leyfi yfirboðara míns til fararinnar og fylgdist síðan með skipulagningu leiðangurs- ins fram eftir degi, en fór síð- an heim að búa mig af stað. Átti ég góðan ferðabúnað og hafði ég með mér gott nesti og einkar mikið af sokkum. Hlýddi ég þar ráðum fóstur- móður minnar, sem hafði á löngum æviferli mikla reynslu í að búa ferðamenn að heiman. Að loknum kvöldverði var liðs safnaðurinn saman kominn á skrifstofu Flugfélagsins. Það dróst þó fram á 10. tímann um kvöldið að komast af stað. Fóru raunar ekki allir samtím is. Jón Sigurgeirsson og Ólaf- ur Jónsson höfðu farið nokkru fyrr, en Haukur Snorrason, Kristján P. Guðmundsson og Eðvarð Sigurgeirsson nokkru síðar. f för Akureyringanna voru 5 jeppar og einn stór trukkur undir farangur. Leiðangurmenn voru þessir: Þorsteinn Þorsteinsson farar- stjóri, Tryggvi Þorsteinsson skátaforingi og kennari, far- arstjóri á jökli, ólafur Jónsson forstjóri og einn mesti fræði- maður um Ódáðahraun, Jón Sigurgeirsson lögregluþjónn kunnur fjallaferðamaður, Vign ir Guðmundsson tollvörður, Þor steinn Svanlaugsson bifreiðar- stjóri, Sigurður Steindórsson af greiðslumaður, Þráinn Þór- hallsson afgreiðslumaður síðar prentari, Bragi Svanlaugsson verkstæðisformaður og bifvéla meistari, Grímur Valdemars- son trésmíðameistari, Hólm- steinn Egilsson bifreiðastjóri (ók trukknum og kom honum yfir hinar ótrúlegustu torfær- ur) Jóhann Helgason afgreiðslu maður og síðar flugmaður, Haukur Snorrason ritstjóri, Eð varð Sigurgeirsson ljósmynd- ari og Kristján P. Guðmunds- son forstjóri. Eru þá taldir Akureyringarnir 15, sem í leið- angrinum voru. f þann mund, er leiðangur- inn var að leggja upp, spurð- ist að nýlega væru komnir af fjöllum 8 Reykvíkingar, sem höfðu farið norður í • Vonar- skarð og um Sprengisand nið- ur í Bárðardal. Sögðu þeir vötn í vexti og leiðina erfiða, er beinast lá við að fara inn að jökli. Það varð því að ráði að halda til Reykjahlíðar í Mý vatnssveit fyrsta kvöldið en þaðan með morgni fram hjá Hrossaborg um Herðubreiðar- lindir fram jaðar Herðubreið- arhrauns um Upptyppinga og 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. apríl 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.