Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 12
SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 vannst honum tími til að gera eina mynd. Það sakaði ekki þótt hann kæmi hálftíma of seint. Fyrirfólk var aldrei stundvist. — Þú mátt fara, sagði hann við þjóninn. — Ég kemst í jakkann sjálfur. Ævarr lokaði að sér og kveikti ljós. Glugginn bar ekki næga birtu, og auk þess var farið að rökkva. — Vinnuher- bergið var ekki eins vel búið húsgögnum og stofan: gamall svefnbekkur, málaratrönurnar hans á miðju gólfi og til hlið- ar fornfálegt borð hlaðið litum og penslum, nokkrir stólar. hann var ekki fullkomlega á- nægður með íbúðina. Aðalkost ur hennar var sá, að það var innangengt úr vinnustofunni í baðið. Hann bretti upp skyrtuerm- arnar, dró á sig gúmmíhanzka og byrjaði strax að mála. Lér- eft hafði hann alltaf við hönd- ina, og þurfti því ekki annað en festa eitt þeirra á trön- urnar. Hann notaði aldrei list- málaraliti í fyrstu áferð, heldur venjulega Hörpu—málningu. Dósunum var raðað á borðið samkvæmt litrófinu. Hann skvetti málningunni á léreftið með grófum pensli og gætti þess vandlega að fá ekki bletti á föt sín. Eftir að hafa þakið léreftið hinum fjölskrúðugustu litum, fór hann yfir myndflöt- inn með veggjarúllu. Síðan bar hann málverkið inn í bað- herbergið og lét það ofan í karið, þannig að myndin vissi upp, skrúfaðí lítið eitt frá heita vatninu og ýrði því yfir mál- verkið gegnum dreifikranann. Hann tók hanzkana af sér og kveikti í sígarettu, meðan hann beið þess að aðferðarrás- inni lyki. Vatnið var sjóðheitt, og gufumökkur steig upp frá myndinni. Fimm mínútur hlutu að nægja, þar eð vatnið var svona heitt. Hann fylgdist með vísinum á armbandsúri sínu, þar til tíminn var kominn. Þá lokaði hann fyrir kranann og lagði málverkið á hvolf á gólf- ið í vinnustofunni. Að ölluqa líkindum yrði það mátulega þurrt þegar hann kæmi heim í nótt. HANN ÓK heim í leigubifreið, þótt vegarspottinn milli heimil- is hans og sendiráðsins væri ekki langur. Hann hafði yfir- gefið samkvæmið áður en því lauk. Hugur hans var allur við myndina. Hún fékk hann tll að gleyma hæðnisglottinu sem lék um varir Atgeirs Gunnars- sonar, skæðasta keppinautar hans, þegar hann var beðinn að segja frá námsárum sínum í París. — Hvernig ætli hún hafi tekizt? í seinni tíð hafði það hent hvað eftir annað að myndir eyðilögðust fyrir hon- um, svo að hann varð að laum- ast niður í kjallara að nætur- lagi og brenna þær í miðstöðv- arofninum. Hann snaraðist úr frakkan- um og fleygði honum frá sér í anddyrinu. Gústaf myndi hirða hann í fyrramálið. — Vinnu- stofan var harðlæst, að vanda. Lykilinn bar hann alltaf á sér. Hann opnaði dyrnar skjálfhent ur, þaut að málverkinu og lyfti því frá gólfinu, reisti það upp við vegg og fetaði sig aftur á bak án þess að líta af því. Það var algerlega misheppnað: lit- irnir runnir saman í ólæsilega klessu. Hann gekk þétt upp að myndinni og dró fingurinn þvert yfir léreftið, svo fast, að rakur farfinn sveigðist undan þrýstingnum. — Það fór þá svona, tautaði hann angurvær og þreytusvip- ur færðist yfir andlitið. Hann hafði þó í engu brugðið út af þeirri tækni, sem gefizt hafði svo vel og notið þvnikrar hylli. Hann var að því kominn að fjarlægja myndina, þegar hon- um varð litið á hana aftur. Það var eins og hún tæki breyt ingum fyrir augum hans. Þver- rákin eftir fingurinn á hrjúfum myndfletinum tók á sig ham nöðru sem bugtaði sig gegn- um skógarþykkni. Risavöxnum plöntum skaut upp allt í kring- um hana, og jarðvegurinn und- ir henni var þakinn feysknum gróðri og skordýraleifum. En yfir gnæfði hrikalegt myrkviði, flækt þéttofnu neti eitur- grænna klifurjurta. í skugga trjánna glóðu skrautblóm, yfir- skynjanleg að fegurð, og lost- æt aldin héngu þungt í grein- unum. Hann starði um stund dol- fallinn á hið fullkomna lista- verk. Svo fór hann úr jakkan- um og tók til starfa, án þess að draga á sig hanzka né skeyta um klæði sín. Hjarta hans var þrungið sköpunar- gleði. Augun höfðu öðlast líf, og bjarminn sem stafaði af myndinni, varpaði endurskini á steinrunnið andlit hans. Fyrst dró hann línurnar upp eins og þær komu honum fyrir sjónir, og fór því næst ofan í flet- ina með sterkum litum og bronze. En nú notaði hann fíngerða pensla og listmálara- liti. — Að starfinu loknu stóð hann lengi í sömu sporum og dáði meistaraverk sitt, sem þarna birtist honum í ævin- týralegri litadýrð. Og því leng- ur sem hann horfði á það, því fleira gat að lesa úr því. Kynjaverur stigu fram úr skóg- arþykkninu: forsöguófreskjur, skuggavaldar og bjartálfar. En þó mótaði aðeins fyTÍr þessu öllu, eins og það væri hulið að hálfu. Það varð að beita ímyndunarafli til að ná tök- um á sjónhverfingaheimi mynd- arinnar. Fnunskóg á hún að tákna, sagði hann við sjálfan sig. — frumskóg mannlegs eðlis: leyni stigu grimmdar, haturs og sin- gjamra hvata, og musteri hins falda guðdómsneista, sem býr í sérhverri mannssál. — Hann einn vissi að listaverkið hafði orðið til vegna tilvilj- unar. En voru ekki stórkost- legustu afrek mannsandans byggð á tilviljun, frá morgni lífsins, er pithecanthropus lærði að gera eld, til vorra tima, er Newton uppgötvaði þyngdarlögmálið og Bequeral fékk fyrstu snertinguna við atómkjarnann? — Hann fann til skyldleika með guði sjálf- um þegar hann leit sköpunar- verk sitt, og sjá, það var harla gott. Missagnir leiðréttar Framhald af bls. 11 Er Garðar kom að Djúpadal hitti hann Theódór að máli og frétti hvernig komið var. Fór hann því aldrei að Gróu nesi en sneri við og fluttí tíðindin að Stað. Er Látramenn komu aftur að Hallsteinsnesi var degi mjög tekið að halla og veður enn óhagstætt til ferðar í myrkri. Voru þeir því um kyrrt fram undir birtinguna en héldu þá til Staðar. Þegar þeir komu á Staðarvíkina sáu þeir bát Gísla rekinn upp að rifjum skammt frá lendingunni. Konráð á Miðjanesi kom niður að sjónum á móti þeim er þeir lentu. Fór hann heim aftur og sagði Ólafi hvers þeir höfðu orðið vísari, en hinir fóru með sjónum á meðan og fundu þeir nokkuð að farviði bátsins. Konráð kom aftur með orð frá Ólafi, bað hann þá að sækja bátinn, hvað þeir og gerðu. Síðar þennan dag var safnað mönnum og leitað, svo sem unnt var, en ekki fannst annað en Iítils háttar til viðbótar af farviðnum. Undir kvöld þessa dags gekk vindur til norðuastanáttar og sigldu Látra- menn þá heim. Svo sem sést á þessari frásögn er ekkert óvenjulegt við til- drög þessarar ferðar Ólafs, sem þó er gefið í skyn í frásögn Kristjáns, þetta var eínungis ein af fjölmörgum fjár- ferðum hans. 3 Ég vil nú benda á nokkrar villur í frásögn Kristjáns, sem benda til mis- minnis eða óvandvirkni í frásögn hans. Hann segir að Garðar hafi komið frá Gróunesi kvöldið sem Ólafur kom í land. Þetta getur ekki verið rétt, því að hann fór ekki af stað í ferðina fyrr en daginn eftir. Ekki voru menn Ólafs heldur á Stað er Garðar kom ogsagði tíðindin. Þeir komu ekki til baka úr Ðjúpadalsferðinni fyrr en morguninn eftir, eftir að þeir höfðu fundið bát Gísla og komið honum að landi. Ekki var heldur skipulögð leit fyrr en eftir það. Þá er einnig rangt að Ólafur hafi sofið í herbergi presthjónanna á Stað, nóttina eftir að báturinn fannst, því hann sigldi heim þann sama dag. Segja má að allt þetta skipti litlu máli, en þó getur það snert þá sem í þessu stóðu með Ólafi. Um orsakir slyss ins og hvar það hefur að höndum borið er enginn til frásagnar og allt sem um það er skrifað eru því algerar getgátur. Þá vil ég og geta þess, að um tildrög þess er bátur þeirra Aðalsteins Ólafs- sonar og Magnúsar Níelssonar sökk veit enginn maður og finnast mér tilgátur Kristjáns, sem einnig koma fram í bók Jökuls Jakobssonar, „Síðasta skip suð- ur,“ um það að Magnús hafi stigið eða hrasað út á borðstokk bátsins, velt honum og þar með orðið valdur að dauða þeirra beggja, vera ákaflega ó- smekklegar, að ekki sé meira sagt. Faðir minn var viðstaddur er bát þeirra var náð upp, og segir hann, að engum sem þar var hafi dottið þessi orsök slyssins í hug. Er báturinn var tekinn upp var Magnús fastur í neti undir þóftu bátsins, en þeir félagEU ætluðu að_ leggja hrognkelsanet í þess- ari ferð. Ég get þessa hér vegna þess að ég hef séð rangt farið með það annarsstaðar. Þá kem ég að því sem Kristján sækir í frásögnina „Huldufólk í Hvallátrum, en það eru draumar Daníels og afleið- ingar þeirra. Svo segir þar: „Ein af þeim ótölulega mörgu eyjum, semliggja undir Látur heitir Seley, og hefur þar einhverntíma til forna verið haft í seli. Tóftirnar voru orðnar vallgrónar, en í kringum þær ávallt grænt töðu- gresi, og var það nefnt seltún. Var það gömul trú, að aldrei mætti slá tóft- imar eða seltúnið, en ef út af því væri brugðið, yrðu menn fyrir fjárskaða eða misstu nautgripi. Liðu svo langir tímar, að aldrei var seltúnið slegið.“ Nokkuð má það teljast undarlegt, að núlifandi fólk í Hvallátrum hefur aldrei hejrrt getuð um þessi álög á seltúninu, enda var það slegið árlega á meðan úteyja- heyskapur var stundaður að nokkru ráðL Hins vegar er hóll eða hólmi á milli selsins og svonefndra Króka, sem Skarðhóll nefnist, og var hann talinn álagablettur og mátti ekki slá hann. Þegar Ólaf dreymdi draum þann, sem getið er um í Gráskinnu, kom hann heim í Sel úr Króknum og sló blett á hólnum í leiðinni. Sagði Ólafur föður mínum þennan draum og var hann eitt- hvað á þá leið, að honum þótti koma til sín karl og kerling og kvarta undan því að hann hefði slegið túnið þeirra, og vildu þau hafa bætur fyrir. Ólafur vildi ekki verða við kröfum þeirra í fyrstu, en er hann hafði dreymt þetta tvisvar eða þrisvar, þá lét hann þau hafa Flatey (ekki Flathólma), sem er lítil eyja austur eða norðaustur af Sel- inu, og sló hana ekki það sumar. Ekki nefndi Ólafur umkvartanir þeirra hjóna vegna umróts á kofum eða rústum þar í Selinu, hvorki er hann sagði föður mínum draum sinn né öðrum, sem ég hef átt tal við. Mér segir svo hugur um, að sá þáttur draumsins sé hugar- fóstur þess er sagt hefur draum Daní- els, sem á að vera orsök allra slysa og óhappa í Hvallátrum frá þeim tíma, og þar til Ólafur er allur. 4 Svo undarlega bregður við, að eng- inn sem ég hef talað við þar vestra hefur heyrt þennan draum, og mun þó oft hafa verið minnzt á drauma í Látr- um áður fyrr. Og sama er að segja um ummæli í sambandi við hann. Móðir mín hefur gaman af draumum og kann marga gamla drauma, en aldrei heyrði hún þennan draum fyrr en hann kom út í Gráskinnu. Ekki sagði Ólafur föður mínum heldur neitt í þessa átt, og ræddu þeir þó margt saman um atburði fyrri ára í búskapartíð Ólafs. Ekki eru traustari heimildir fyrir þess ari frásögn í Gráskinnu en það, að sagt er að Daníel hafi misst konu sína árið 1910, en hún ól honum þó tvö börn eftir það. Einnig er það rangt að Daníel hafi drukknað 1913 en það var 1915. Þá er í umræddum frásögnum sleppt að geta eins mannsins, sem fórst með Daníel, en hann hét Friðrik Jónsson og var vinnumaður í Látrum. Heimildarmenn að þessari frásögn Nordals eru tvær gamlar konur. Hvers vegna sneri hann sér ekki heldur til Ólafs, eða annarra, sem sagt gátu um sannleiksgildi þessarar frásagnar? Það hefði þó verið hægt, þar sem þetta er skráð aðeins 5 árum eftir dauða Daní- els, og Ólafur þá í fullu fjöri. Hefði það ekki verið skemmtilegara en að birta slúðursögu, sem hlaut að særa mjög þá, sem þessi ósköp dundu öll yfir? Ég geri mér fulla grein fyrir þvi, að skrif um löngu Iiðna atburði og leið- réttingar á frásögnum af þeim, er eins og að glíma við drauga. Margir þeirra manna er þarna voru á þessum tíma eru löngu látnir. En þó er ennþá lif- andi fólk, sem man þessa atburði sem um er að ræða, og svíður það eðlilega þegar þessi sár eru rifin upp. Þó sær- ir það mest þegar meðferð mála er á þann hátt, að settir eru blettir á fólk í í gröf sinni, svo sem hér er gert, þegar ótrúmennsku Daníels við systur sína og mág er kennt um svo alvarlega hluti. En vandfundnir munu þeir hafa verið, er sökuðu þann mann um ótrú- mennsku eða óheilindi yfirleitt. Það mun ávallt verða farsælla, að leita eftir beztu fáanlegum heimildum, þegar sagnir eru skráðar, en að birta frásagnir, sem vitað er að eru brenglað ar, þó að þær reynist ef til vill falla ókunnugum lesendum eins vel í geð og hinar réttu. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Hitstjórar: SigurBur Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árnf GarSar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur. Reykjavik 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. apríl 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.