Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 6
Tl r~ T) “i T dj JU Að undanförnu hefur Robert Kennedy verið mjög á dagskrá; ekki aðeins í heimalandi sínu, held- ur og í allri heimspressunni. Ástæð- an er augljós, heimurinn á í heild ekki svo lítið undir ákvörðunum Bandaríkjaforseta og í bili lítur út fyrir að Robert Kennedy geti gert sér talsverðar vonir um að hafna í stól forsetans eftir næstu kosningar. Ekki hafa aðferðir hans í seinni tíð verið með þeim hætti, að alvarlega hugsandi fólk fylltist hrifningu. Þvert á móti hefur afstaða hans virzt tækifæris- sinnuð og hann hefur hingað til verið heppinn með þau segl, sem hann hagar eftir breytilegum vindum stjórnmál- anna. Tvennt er Robert Kennedy sérstak- lega hagstætt. Annað er sú staðreynd, að hann er bróðir hins dóða forseta, sem myrtur var 1963. Minningin um hann er enn svo ljóslifandi og vissu- lega minnir Robert á bróður sinn. Hitt eru óvinsældir langvarandi styrjaldar í Viet Nam: þar sem hvorki gengur né rekur, en mörgu mannslífinu fórnað. Johnson hefur hlotið óvinsældir fyrir að fylgja eftir þeirri stefnu, sem John F. Kennedy hafði markað. Nú lítur hins- vegar út fyrir að Robert muni afla sér fylgis með því að hverfa frá þeirri stefnu. Ef Robert Kennedy verður forseti, þá hlýtur hann að þakka bróður sinum sáluga fyrir þá vegsemd að talsverðu leyti. Staðreyndin var sú, að Robert var ekki þekktur maður, þegar John Fitz- gerald útnefndi hann dómsmálaráðherra og satt að segja þótti sú embættisveit- ing í meira lagi vafasöm þá. En John Fitzgerald hafði miklar mætur á bróð- ur sínum: samstarf þeirra var náið og forsetinn taldi Robert einn snjallasta mann, sem hann þekkti: „He is easily the best man I have ever known“. Eftir morð forsetans varð það ljóst, að þeir Robert og Johnson áttu ekki samleið og eins hitt, að Robert var hinn sterki maður Kennedy fjölskyld- unnar. í fimm ár hefur Robert Kenne- dy öldungadeildarþingmaður beðið á- tekta, en vakið hæfilega athygli á sér öðru hvoru: meðal annars með því að klífa Kennedytind í Alaska, en bæði fjöll og flugvellir höfðu verið skýrð upp eftir morð forsetans. Robert kom fram fyrir mannfjölda í Póllandi á dög- unum og söng meira að segja uppi á bílþaki, en undirtektirnar voru nánast þær sömu og nú uppá síðkastið heima fyrir. Hann hélt áfram að hlaða niður börnum og eiga þau hjón nú orðið tíu erfingja. Rætnar tungur segja að þessi viðkoma stafi af því, að gamli maðurinn, faðir hans, verðlauni jafnan hvern nýjan afkomanda með einni millj- ón dollara. Robert Kennedy og Ethel kona hans. í þingnefnd áður en John varð forseti [7 T 1 L L L > Það er sagt að enginn verði forseti Bandaríkjanna án ærinna fjármuna, en Robert mun ekki fjár vant. Auðurinn er honum hinsvegar ekkert keppikefli: aðeins meðal til að ná ákveðnu marki. Kunnugir menn segja, að í honum búi efniviður, sem jafnan er fyrir hendi í vinsælum stjörnum. Einn vina hans hefur sagt: „Stingið bara puttunum í eyrun, þegar hann er að halda ræðu og sjáið hvort það er ekki jafn áhrifa- mikið“. Á kosningaferðalögum að undan- förnu hefur komið fyrir að fagnaðar- lætin voru slík, að ekki heyrðist orð af ræðunni. Það virtist ekki koma að sök. Hann hefur útlitið með sér: brús- andi hár hans og drengjalegt andlit á- samt frjálsmannlegri framkomu, hafa unnið hug og hjörtu margra, ekki sízt kvenna. En ræðumaður er hann ekki á móti bróður sínum og þeir sem bezt þekktu þá, telja að Robert hafi naum- ast skerpu og þá hárbeittu fyndni for- setans heitins- En Robert er tilfinninga- maður og „örlagatrúarmaður, sem lætur ekki neitt utanaðkomandi ráða örlög- um slnum“ eins og einn vina hans orðaði það. Hann á til barnaskap og hann er viss í sinni sök. Systir þeirra bræðra sagði eitt sinn um þá: „Jack gerði víðförult um lendur vafans, en þau lönd hefur Bobby ekki kannað ennþá“. Hann hefur unnið eins og víkingur síðustu fimm árin: unnið að því að mennta sig og bæta: þótt hann hefði verið með doktorsritgerð í smíðum, hefði hann naumast lagt sig skarpar fram. Hann hefur hugsað mikið um lífið og dauðann eins og bróðir hans og hug- rekki hafa þeir báðir dáð framar öðrum mannkostum. „Ég á fylgi meðal fátækra, til dæmis hjá negrum og Pu- erto—Ríkönum", segir hann. Hann virðist hafa ósvikna samúð með þeim, sem hafa orðið undir í þjóðfélaginu. Þó hann ekki fengi Pulitzer—verðlaun eins og John Fitzgerald, hefur Robert engu að síður fengizt við ritstörf og út hafa komið þrjár bækur eftir hann: „The Enemy within", um spillingu í verkalýðsmálum, „The pursuit of Just- ice“ um mál, sem hann fékkst við í embætti dómsmálaráðherra og „Just Friends and Brave Enemies". Hann þykir fremur þögull á stundum og einn af forustumönnum Demókrata, telur að ekki sé erfiðara að tala við nokkum mann en Robert Kennedy. Hann svari manni einfaldlega ekki. Um það sagði einn af aðstoðarmönnum hans, Peter Edelmans: „Okkur finnst stund- um, að hann ætti að segja meira. Hon- um finnst aftur á móti, að við ættum að segja minna“. Hann getur horft á mann með ein- kennilegum kulda, en bak við það augna ráð er hvorki mjög skapandi hugur eða djúpstseðar gáfur. Þó fer það eftir því, hvaða skilningur er lagður í það orð: En áhuginn er sannur, forvitnin er fyrir hendi og hann er fljótur að Hann er sífellt á ferð hugsa. Látleysið er einn bezti eiginleiki hans og klæðir hann vel. Sumir hafa minnzt á einskonar útstreymi af óskil- greinanlegum krafti frá persónu hans, en í rauninni er Robert innhverfur maður, og eins og margir slíkir menn, skilur hann ekki, hvað hann er áhrifa- mikill. Öldungadeildarþingmaðurinn Robert Kennedy fær 30 þúsund dollara í árs- og flugi í einka þotu sinni. laun, eða 1.7 milljón ísl. króna. Hann lætur þesskonar lítilræði renna óskipt til góðgerðastarfsemi. Af eignum sín- um og fjölskyldunnar hefur hann ár- legar tekjur, sem nema 5,7 milljónum ísl. króna. Hann lifir af þeim tekjum og einnig verður hann að borga all- fjölmennu aðstoðarliði laun af þessum tekjustofni. Ekki þykja kaupgreiðslur Framhald á bls. 13 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. apríl 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.