Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 8
Eiki hafði eftir sértróðum mönnum, að miklar líkur mœtti telja á, að heimurinn fœrist fyrir miðnœtti og Tobbu fannst vissara að spyrja hannt hvort hann vœri ekki búinn að gleyma faðirvorinu. Tobba sneri sér að Stjönu og spurði, hvort hún botnaði nokkuð í þessu öllu saman? Það gerði Stjana ekki, sem varla var von. Enda hafði húsmóðir- in ekki búizt við því. Hins veg- ar stóð ekki á Stjönu að leggja sig alla fram um andlegt erf- iði, hún hætti að raka, studd- ist fram á hrífuna og braut heilann langa lengi, ótrufluð af hvers kyns ytri áreynslu. En það kom fyrir ekki. Tobbu var lítið gefið um langar hug- leiðingar, sem enginn ytri verknaður fylgdi, — sjálf gat hún bæði hugsað og látið dæl- una ganga án þess að stöðva nauðsynlegar athafnir. Hún hafði ekki lagt í vana sinn að reka á eftir vinnandi fólki beinum orðum, en rakaði sam- an brakþurru heyinu æði nærri vinnukonunni, og að lokum frá 'henni á alla vegu. Eiki hafði borið bagga í hlöðu og kom nú aftur, stutt- fættur og hraðstígur, hafði gef ið sér tíma til að gera upp reipið kyrfilega og hélt á því í annarri hendi, en þerraði með hinni svitataumana af breiðu enninu, roðasælt andlitið á að líta líkaist fj allshlíð á haust- degi, sem lækir hafa urið milii lyngtorfanna. Tobbu varð á — í eins konar ógáti — að leita fyrir sér um álit manns síns á áhugaimáli sínu þessa stundina: Hvernig þetta á að ganga fyrir sig, — hvernig allir skap- aðir hiutir eiga á svipstundu að eyðast og hverfa, og við — hvað um okkur muni verða ... botnar þú nokkuð í því, Ei- ríkur? spurði hún án þess að sleppa verki úr hönd. Eiki náði sér í puntstrá að tyggja, hnyklaði brúnir eftir beztu getu, en varð að gefast upp, — skildi hvorki upp né ofan, viðurkenndi hann hreyk- inn, og korn það engum á óvart. Hins vegar notaði Stjana tækifærið til að hætta verki á nýjan leik, — hafði dottið niður á ráðningu, sem ekki virt- ist ósennileg: Ætli það fuðri ekki upp eins og svörður í hlóðum, heila skítt ið! Fuðri upp? sveiaði húsfreyja fyrirlitlega: Hvað ætti þá að verða af okkur? Stjana íhugaði þá hlið máls- ins, en Tobbu var farið að þykja nóg um tafimar: Eftir dauðann kemur dómur- inn, stendur skrifað. Hvaða vit væri í því að láta okkur brenna til ösku og standa svo í stappi með að vekja okkur upp aft- ur? Það þættu mér skrýtin vinnubrögð, ég segi ekki nema það. Ætli það sé nú annað en sál- in — sem þeir vekja upp, á ég við, skaut Eiki inn í. Sálin! — Tobba gretti sig framan í bónda sinn: Ertu al- veg búinn að týna niður barna lærdóminum? Eiki fór hjá sér, var mein- illa við yfirheyrslur. Ég held nú við sleppum skikkanlega — með einhverju móti, huggaði Stjana húsbænd- ur sína: Að við förumst — ekki hef ég trú á því. Hvern- ig var það annars með skæðin, sem þú lofaðir að skera mér í morgun, Tobba mín? Þú skalt fá á lappimar, anz- að húsmóðirin henni stutt í spuna: Um leið og flefcknum er lokið! ... Tobba rakaði svo að alltaf var hey úr tveim til þremuir hrífuförum á lofti, þau mættu gjaman sjá það letiblóðin, hvemig ætti að vinma. Henni var ljóst að bóndinn og vinnu- konan notuðu sér bollalegging- amar til að hvíla lúin bein, en þagað gat hún ekki: Hann á að koma í skýjunum, sagði hún — og gaut auga í vesturátt, þar voru regnblikur á lofti, full hraðfara: óvíst, að þeim tækist að kollhirða áður en ofan í kæmi. Annars þótti húsfreyju ólíklegt, að Frelsar- inn kæmi í regnskýjum, renn- blautur, því hreyfði hún þó ekki við hin tvö. Þegar hér var komið fannst Eika mál til komið að láta ljós sitt skína, hann hafði gluggað í sunnanblöðin, hvort kvensum- ax væru læsar vissi hann ekki — aldrei litu þær í blað: það væri stjarna á leiðinni, hún stefndi beint á jörðina, það stóð í blöðumum, fræddi hann þær um — raunar ekki í fyrsta sinn. Ætli hamm komi þá ekki með stjömunmi? sagði Tobba — og sá fyrir sér meiri háttar heim- reið eða öllu heldur heimsigl- ingu, stjarnan mundi að ölllum líkindum lenda á Kúabalanom, þetta gat varla verið neitt helj- arferliki, líklega svona á við meðal gufuskip, nema að hún var kringlótt og lýsti af henmi: Þá fer það eins og ég sagði áðan, við verðum kölluð fyrir dóminn beint úr bænurni, enda væri annað engu lagi líkt. Ætli við getum ekki orðið nógu illa úti, hvort heldur er, stundi Stjana fram og hug- leiddi afglöp sín, stór og smá, vildi óska að hún hefði verið kirkjuræknari — og líklega hefði það komið sér betur, að rnuna bænimir sínar. Sumir hverjir að minnsta kosti, samsinnti Tobba mynd- uglega: Drottinn rannsafcar hjörtu og nýru, stendur þar, bætti hún við — og þótti vænt um, að hún skyldi ekki hafa lagt af kvöldbænimar, enda sofnaði hún svo vel með þær á vörunum. Hins vegar vannst henni sjaldan tími til að biðia fyrir sér á morgnana, hún yrði að reyna að fieyta sér á því, sem hún kunni það var hreint ekki svo lítið. Þunglegar horfði það víst fyrir honum Eiríki hennar, aumingjanum. Að hon- um yrði bjargað með góðu móti, var ekki metí öllu víst. Stór- syndugur var hanr varla, en að hann kynni nokkra bæn eða myndi þó ekki væri nema fað- irvorið orðrétt, þatí þorði hún að þvertaka fyrir. Og nú var ekki langt til stefnu. Það heiði verið reynandi að troða ein- hverju í hann á síðustu stundu. Maður, sem ekkert guðsorð kunni utan að — hvernig átti það að fara, nema illa? En að kenna honum mundi taka meira en fáein augnablik og varð að gerast undir fjögur augu. Hún yrði víst að láta það eiga sig. Stjana var að snúast í kring um þau frá morgni til kvölds og ekkert skilrúm í baðstof- unni. Eiki hafði ekki enn þá haft fyrir að slá úr reipinu undir bagga, tuggði sem ákafast punt- inn, var langi kominn með fjórða stöngulinn, Tobba hafði talið þá ofan í hann, þó hún væri annars ekki bitasár. Bóndi virtist þungt hugsandi, og var þó hálf sauðarlegur — og nú fannst húsfreyju ekki leggjandi meira á hitt reipið: Komdu að binda, maður! hreytti hún út úr sér — hann hafði horft á hana draga í hagldirnar, án þess að hafast að. Þá hafði Eiki loksins komizt að skynsamlegri niðurstöðu: Hvers vegna erum við annars að bisa við þetta? Úr þvi að halastjörnuhelvítið er sama sem ókomin! hrópaði hann — en tókst ekki að segja það eins skeytingarleysislega og hann hafði ætlað sér: Hverjum kem- ur þetta úthey að gagni? Hver á að gefa það? Ég bara spyr. Halastjarna! gegndi Tobba honum, heldur en ekki hneyksl uð: Hvað viltu vera að upp- nefna guðs sköpunarverk og blóta í ofanálag? Gættu tungu þinnar, maður! Ætlarðu að bæta á syndabaggann með því að halda að þér höndum og láta skraufþurrt stráið rigna niður? Ég veit ekki annað um dómsdag en það sem spekingarnir segja. En ilmandi laufhey þekki ég og kann að meta, það skal inn áð- ur en skúrin skellur á, þó ég verði að raka, binda og bera heim ein míns liðs. Eiki fleygði frá sér punt- stönglinum, hér vai ekkert und anfæri. Á Stjönu var auðséð að hún vissi hvorki í þennan heim né annan þá stundina, áhyggjur hennar snerust aðallega um hreysið, sem hún varð að hír- ast í með húsbændum sínum, þetta var bannsettur kotræfiil, húsin að falli kor.iin — ekki efnilegt að vera kölluð fyrir dóm út úr öðru eii.s greni! Þá var það eitthvað annað á Hrauni — með nýja timburhús- ið. Það væri munur að koma út þaðan, þegar kállið hljóm- aði, á nýjum skóm, bryddum, eins og hún ætti þar heima! og ekki ólíklegt að hún yrði betur úti í fylgd með almenni- legu fólki. Þegar bagginn var bundinn og rólaði á stuttfótum húsbcnd ans áleiðis til hlöðunnar, sá Stjana sér leik á borði að mæl- ast til þess við húsmóður sína, hvort hún mætti ekki skreppa út að Hrauni, þegar þau væru búin að koma flekknum í hlöðu. Tobbu varð svo við, að hún stöðvaði hrífuna í miðju fari. Það var engu líkara en að guð hefði heyrt bænir hennar. Færi Stjana í heimsókn, yrði hún ein með bónda sínum og gæfist tækifæri til að hressa upp á það sem hann hafði lært þegar hann gekk til spurninga. Því ekki það, anzaði hún af- undin og gáði vel, að vinnu- konan yrði þess ekki vör, hve fúslega hún varð við bæn henn- ar: Við hefðum getað verið bú- in fyrir löngu og bóndi minn slegið nokkrar brýnur. Jæja dagurinn er víst farinn for- görðum hvort eð er. Að vilyrði þessu fengnu stóð ekki á Stjönu, sem var sæmilega verkfær, þegar hún gleymd; sér ekki, enda rak það á eftir, að stundin vai nálæg og gat jafnvel verið nálægari en nokk ur vissi. Að hvergi sást til stjörnunnar frægu var ekki að marka — svona um hábjartan daginn. Þegar þau lötruðu heim að loknu verki, Eiki með dreifa- pokann á öxlinni, lét Tobba orð falla um, að hún hefði lof- að Stjönu að hún mætti bregða sér út að Hrauni, vonandi hefði hún ekki tekið hai.a frá fyrir- huguðu verki? Við þá ráðstöf- un konu sinnar hafði bóndi ekk- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.