Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1970, Blaðsíða 7
Tony Loftas KÖNNUN HAFDJÚPANNA Enn er vernlegur hluti af yfirborffi hnattarins manninum ókunnur. Enginn veit hver auð- æfi kunna að finnast á hafsbotninum. Nýlegur olíufumtur í Norðursjo er dæmi um þau verðmæti, sem leynast undir sjó. andi áhrif, sem lýst hefur verið af franska vísindamanninum og kafaranum Jacques-Yves-Coste- au — sem „upphafningiu sjávar- ins“, það er sæluleiðslu. Gasið þjappast einnig saman í eins- konar gassúpu, sem erfitt er að anda að sér. Menn hafa reynt að leysa þetta með því að nota helíum í stað köfnunarefnisins og að miklu súrefnisins líka, en því miður eru þeirri aðferð einn ig takmörk sett, og kafari, sem andar að sér þeirri gastegund, Við sjávarþrýsting kæmist senni lega aldrei nema niður á 70 metra eða svo. f>egar kafari vinnur við þann þrýsting sem er á nokkur hundruð feta dýpi, þá verður líkami hans ekki ósvipaður sóda vatnssprautu. Gas hefur þrýst sér inn í h'kama hans og, ef hann færi of hratt upp á yfirborðið og þrýst 'ingnum létti of snögglega af hon um, gæti það orðið til þess, að 'milljónir loftbóla mynduðust, en það gæti haft skaðlegar afleið- ingar. Kafarinn verður að koma hægt úr djúpinu, því að þá get- ur gasið þrýstst aftur út úr líkama hans um lungun. Tíminn, sem fer í það að losna við gasið, fer eftir því, hversu djúpt er kafað og hversu lengi, en um eina athyglisverða stað- reynd er að ræða í þessu sam- bandi — líkaminm tekur á móti ákveðnu magni á hverju til- teknu dýpi, og þegar hann hef- ur aðJaigazt því, tekur það jafn- langan tíma að losna við það, og skiptir þá ekki máli, hversu lengi kafarinn hefur verið í djúpinu. Það er öllum augljóst, hvað þessi staðreynd getur táknað. Ef maður þolir þrýstinginn við vinnuna í neðansjávarhúsi — þá eygja menn vísan framtíðar- dvalarstað á hafsbotni — að minnsta kosti í þrýstiklefum eins og eru um borð í Harð- skalla og botnbílnum — það er hægt að lengja tímann niðri, þar sem afþrýsting tekur sama tíma, hvort sem verið er skammt eða lengi. Franskir hafdjúpsfarar fóru sex saman niður á 328 feta dýpi í klefa, sem var nefndur Conshelf 3, og voru þar í 22 daga við þrýsting, sem var ellefu sinnum meiri en á yfirborði sjávar. Þeir voru 84 tíma á leiðinini upp, en þeir hefðu verið jafnlengi upp, þó að þeir hefðu ekki verið nema einn dag niðri á þessu dýpi. Menn hafa reynt að flytja hafsbotninn upp til sín á þurr- lendið með því að rækta neðan- sjávargróður ofan sjávar. Það er sagt að Hawaimenn hafi orð- ið fyrstir til að rækta sj ávar- gróður í pollum í fjörunni, en hvað sem rétt er í því, þá eru það Japanir, sem hafa náð mest- um árangri í þessari sjávargróð ursræktun, og þeir framleiddu mest af agar — en það er þurrk- að og bleikt þang og verður að hlaupi, þegar vatni er bætt í það. Þetta hlaup, agar, er notað í margskonar fæðu úr niður- soðnu kjöti og fiski eða sem eft- irréttur, ellegar salad. Japanimir hafa reyndar einn ig verið forgöngumenn um eldi ýmissa sjávardýra, svo sem fisks, rækju og humars. Kækj- an eir alm upp alveg úr eggjmiu og til fulls þroska, en humar- lnn er velddur UfandH, þannig að hann er látinn elta smádýr, sem hann hefur ágirnd á inn í þar til gerð hús, eins og sjá má fremst á meðfylgjandi mynd. Þessi aðferð við að veiða ung- viði sjávarins og ala það síðan upp hefur svo sem verið notuð við fledri tegumdir í fiskeldis- stöðvum, en nú er farið að leggja meiri áherzlu á klakið og uppeldi allt frá byrjun. Eina neðansjávartækið og út- búnaðurinn á myndinni, sem er verulega í ósamræmi við um- hverfið á sjávarbotni er það tæki, sem er efst til hægrL Þetta tæki, sem sendir frá sér sterk ljós, er með kúlu neðan á kviðnum og sú kúla er með tækniútbúnaði, sem á að leiða í ljós, hvað menn þurfi til að geta hafzt við á allt að 20 þúsund feta dýpi. HAFDJÚPIN Til skamms tíma stafaði eina glætan í hafdjúpunum frá sjálf- lýsandi fiskum og öðrum sjáv- ardýrum. En nú orðið kemur það fyrir að ljóskastarar neðan sjávarmyndavéla rjúfa myrkrið og ekmdig, þótt emn sé sjialdmar rannsóknar- og leitarljós djúp- könnunarbáta og hylkja. Það var þegar árið 1934, að tveir Banda- ríkjamenn, William Beebe og Otis Barton komust niður á rúmra þrjú þúsund feta dýpi í Kyrrahafinu og urðu þannig fyrstir manna til að líta hin miklu hafdjúp eigin augum. Hylkinu sem þeir höfðu til köf- unarinnar var sökkt niður í vír. Árið 1947 smíðaði Svisslending- urinn Auguste Piccard svo könnunarklefa, sem hægt var að aigla. Hann notfærði sér reynslu sína af loftbelgjum fyllt um heitu lofti og hafði bátinn þannig í tvennu lagi, að sterkur þrýstiklefi var festur neðan í stórt flotholt, en það var fyllt olíu, sem er eðlisléttari vökvi en sjór. Siðan var sett allmikil ballest á flotholtið til þess að sökkva farartækinu, og þegar snúið var aftur var ballest þess ari varpað „fyrir borð“ í hæfi- legum áföngum. Á flotholtinu voru ventlar til þess að nægur sjór kæmist inn undir olíuna og jafnaði þannig þrýstinginn utan c*g inin'ain hinina þurnrnu vegigja flotholtsins. Það var þegar ljóst, að bátar þsssir e>ða hylki áttu framtíð fyrir sér og nú var hafizt handa víða um heim að endurbæta þá og þróa. Brátt höfðu bæði franskir og bandarískir djúp- bátar komizt enn dýpra niður en hinir tveir fyrri. En þráitt fyrir þesisar framfar- ir eru hafdjúpin þó enn að miklu leyti utan seilingar okk- ar. Af þeiim fjörutíu djúpbát- um sem byggðir hafa verið og eru í smíðum hefur aðeins einn komizt niður á mesta þekkt dýpi heimshafanma. Það var Trieste ammar, sem kioimst niðui- í Mari- amais gjánia í Kyrralhafinu árið 1960 undir stjórn Jacques, (son ar Auguste Piccards) og Don Walsh, bandarísks liðsforingja. Þeir komust niður á þrjátiu og fimm þúsund og átta hundruð feta dýpi í gjánmi, en gjá þessi er svo risavaxim að hún gæti hæglega rúmað Everestfjall og yrði þó rúmt um það. Hins veg- ar eru þó nokkrir djúpbátar sem starfað geta á nokkur þús- und feta dýpi í alllangan tíma. En þótt sjálfsagt sé að þróa þessa djúpbáta og endurbæta þá til meiri afreka, þá er þó enn meiri þörf á hentugum bátum, sem geta athafnað sig á grunn- sævinu. Það er hætt við því að rannsóknirnar á hafdjúpinu borgi sig öllu síðar en hinar. Rannsóknir á djúpunum hafa enn fyrst og fremst hernaðar- legt og strangvísindalegt gildi, en hinar fremur hagnýtt. Her- málayfirvöldin líta á hafdjúpin, sem kafbátageymslur og eld- flaugastæði. Hins vegar lítur vísindamaðurinn á hafið sem eina heild og skilur ekki grunn- sævi frá djúpsævi, þótt við höf- um skipt haíinu í tvo hluta til hagræðingar. Hafið sjálft styður hins vegar skoðun vísinda- mannsins. Það er ein heild. Ef svo færi éinhverntíma að úthöfin þornuðu upp þá gæfi okkur á að líta eitthvert stór- brotnasta landslag — eða haf- lag — sem til er á hnettinum. Einhverjar mestu sléttur hnatt- arins eru á sjávarbotni. Svo risa fjöll upp af þeim á stöku sfað; mörg þeirra eru flöt að of- an. Annarsstaðar eru geysilegir fjallgarðar og þar sem þeir verða hæstir risa þeir upp úr yfirborðinu og mynda gjarnan eyjaklaisa. Triistan dia Cuinlha eyj- arnar eru til dæmis tindar á Miðatlantshafshryggnum. Enn annars staðar eru feiknadjúpar gjár á borð við Marianasgjána. Á einum stað í Suður-Ameríku er nær óslitinn þrettán kíló- metra bratti frá botni gjáar til tinda Andesfj allanna. Þegar niður í hafdjúpin kem- ur, verður fyrir vandamál, sem oft hefur sett rannsökuðum stól- iimn fyrir dynraar, en það er þrýst iingurion. Það er hanin gem úti- lokar það, að menn geti kafað einir nema fáeina tugi metra niður. Þrýstingur á djúpbát á tuttugu þúsund feta dýpi er meir en fjögur tonn á ferþuml- ung en upp við yfirborðið ekki nema sjö og hálft kíló. Þegar Trieste komst sem dýpst í hinni frægu ferð sinni, sem sagt var frá að framan, varð þrýstingur- inn um átta tonn á ferþumlung. Það er orðið allþétt faðmlag. Þaið yrði eiklki m iikið eftir af manni sem sleppt yrði út við þær aðstæður. Og þó nokkrum sinnum hefur það hent, að kaf- bátar hafa bókstaflega lagzt saman eða rifnað á miklu minna dýpi en þessu. Haffræðingar lita ,,land“-nám hafdjúpanna og hafbotnsins svip uðum augum og geimvísinda- menn tungllendingu. Um eitt skeið leit út fyrir að þáttaskil væru framundan í baráttu mannsins við djúpið; það var þegar Trieste komst niður í Marianasgjána, en nú hafa geim vísindin og allir sigrarnir á þeim vettvangi skotið hinum alger- lega ref fyrir rass. Enn hefur enginn lagt í það að spá fyrir um þann dag, er fyrsti maður- inn tekur sér göngutúr um gjár- botn. Þó er sífellt verið að sperr- ast við að halda rannsóknum og tilraunum áfram. Við og við eru smíðaðir nýir djúpbátar; af þeim má nefna DSSV bát bandaríska flotans, sem á að geta athafnað sig á allt að því tuttugu þús- und feta dýpi. Það þýðir, að nú eru í raun og veru níutíu og átta prósent hafdjúpanna í seil- ingarfæri mannsins, — í orði kveðnu. Fraimíhiald á bls. 8. 19. júlí 1970 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.