Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Blaðsíða 5
Júlíus Streicher. Þegar búið er að drepa Gyðinga til síðasta manns, sagði hann, mun mannkynið lifa hamingjuriku lífi æ síðan. . . fyrir réttinn. Það reyndist ekki mikið á honum að græða. Til að mynda kom í ljós, að honum var alls ekki kunnugt um ýmsar helztu samþykktir Þjóðabanda- lagsins, enda þótt hann hefði verið utan- rikisráðherra Þýzkalands i sjö ár! Og yfirheyrslunum lauk með eftirfarandi orðaskiptum hans og Rudenko, hershöfðingja, sækjanda Sovétmanna: „Viðurkennið þér, að innlimun Tékkóslóvakíu hafi verið árás af Þjóð- verja hálfu?" Ribbentrop: „Nei, það viðurkenni ég ekki.“ Rudenko: „Viðurkennið þér, að Þjóð- verjar hafi ráðizt á Fólverja að fyrra bragði?" Ribbentrop: „Nei, ég verð að svara þessu sama.“ Rudenko: „Viðurkennið þér að hernám Danmerkur hafi verið yfirgang- ur af hálfu Þjóðverja?" Ribbentrop: „Nei. Að þvi, er Foring- inn sagði mér var hernám Danmerkur varúðarráðstöfun, og það var gripið til hennar vegna þess, að Englendingar voru i þann veginn að lenda." Rudenko: „Viðurkennið þér, að hernám Belgíu, Hollands og Luxemburg- ar hafi verið yfirgangur af Þjóðverja hálfu?“ Ribbentrop: „Ég verð að svara þessu sama og hinum spurningunum; nei, ég viðurkenni það ekki.“ Rudenko: „Viðurkennið þér, að hernám Grikklands hafi verið yfir- gangur af hálfu Þjóðverja?" Ribbentrop: „Nei“. Rudenko: „Viðurkennið þér, að inn- rásin í Sovétrikin hafi verið yfirgangur Þjóðverja?" Ribbentrop: „Nei, það var ekki yfir- gangur í almennum skilningi þess orðs“ ... Þessar undanfærslur og útúrsnúning- ar dugðu Ribbentrop þó að sjálfsögðu ekki; sannanirnar gegn honum voru of miklar, hann átti sér ekki varnar von. Gyðinga vinur í raun Sama var að segja um Júlíus Streicher, sem kom fyrir réttinn í apríl. Hann sveikst undan öllum sökum, sem á hann voru bornar og reyndi ýmist að eyða þeim ellegar koma þeim á aðra. Hann þóttist jafnvel ekki hafa haft hugmynd um það, að Gyðingar væru myrtir i stórum stíl í Þýzkalandi. Var sem hann kæmi af fjöllum, er hann var spurður um þetta. Þá hélt hann því og fram, að ætlunin að baki hatursáróðrinum gegn Gyðingum, sem hann hélt uppi árum saman í blaði sinu „Der Stiirmer", hefði verið sú að koma þvi til leiðar, að stofnað yrði nýtt þjóðríki Gyðinga utan Þýzka- lands! Griffith-Jones, sækjandi Breta, las upp fyrir honum klausu úr biaði hans frá því i febrúar 1944. Þar stóð þetta m.a.: „Sá, er semur sig að háttum Gyðinga er skepna, giæpamaður, og verðskuldar sömu örlög og þeir — tortimingu, dauða". „Haldið þér því enn fram“, spurði Griffith-Jones svo, „að þér hafið viljað stofna þjóðriki handa Gyðingum?" „Já,“ svaraði Streicher. „Þessi orð koma pólitiskum fyrirætlun- um minum ekkert við. Þér getið ekki tekið svona klausur upp úr blöðum og blásið þær upp i pólitiskar fyrirætlanir. Þér éerðið að gera greinarmun á póli- tiskum stefnumiðum og blaðagreinum. Það er sitt hvað“. Griffith-Jones lét sér þetta svar nægja í biii og hélt áfram: „Setjum svo. En nú skuium við fletta upp i biaðinu frá 2. marz á sama ári. Þar stendur: Það verður að steypa Gyðingum, þeim fædda glæpalýð, út i yztu myrkur. Þá, en ekki fyrr, er von tii þess, að afgangurinn af mannkyninu höndii hamingjuna. Þegar eilif nótt kem- ur yfir Gyðinga rennur um leið eilífur dagur yfir oss hinum“. „Var það ætlun- in“, spurði Griffith-Jones, „að eilif nótt, rikti í hinu fyrirhugaða þjóðriki Gyðinga?“ „Þetta er einungis orða- leikur, andgyðinglegur að vísu, en kemur pólitiskum fyrirætlunum ekkert við fremur en hitt“. „Það má vel ver, að þetta sé andgyðinglegur orðaleikur. En Ernst Kaltenbrunner yfirmaSur öryggislögreglunnar og handlang- ari Himmlers. Vitni bar, að hann hefði komið í heimsókn í fangabúð- ir og látið sýna sér hinar ýmsu manndrápsaðferðir til skemmtunar. merking hans er ljós: það er verið að boða til fjöldamorða. Viðurkennið þér það?“ „Nei“, svaraði Streicher. GriffithJones hélt áfram. „Þá skulum við fletta upp í blaðinu frá 25. maí á sama ári. Þar stendur þetta m.a.: „Hvernig getum við bægt þessari hættu frá, svo að mannkynið komist aftur til heilsu? Nákvæmlega eins ,og maður vinnur bug á smitsjúkdómi. Hann segir sóttkveikjunum strið á hendur. Mannkyninu batnar ekki fyrr en búið er að útrýma Gyðingum, þessum skæðustu sóttkveikjum, sem sögur fara af. Það verður ekki hjá því komizt; mannk.vnið veröur ekki læknað af sjúkdómi sínum fyrr en búið er að eyða sóttkveikjunum, sem ollu honum. Og þá dugir ekkert kák. Meðan einhverjar sóttkveikjur lifa er víst, að sóttin kemur upp aftur fyrr eða siðar. Það verður því að drepa Gyðinga. þessi meindýr. til siðasta manns". „Til siðasta manns", endurtók Griffith-Jones. „Haldið þér þvi enn fram, að þér hafið viljað stofna sérstakt riki handa Gyðingum?" „Já, það er nú nokkuð langur vegur milli svona blaðaklausu og þjóðarmorðs“. „Ég skal lesa yður svolítið meira“, sagði þá Griffith-Jones, „Það er úr blaðinu frá 10. ágúst og hljóðar svo: „Gyðingarnir munu tapa í þessari orrustu og Gyðingdómurinn eyðast. Gyðingar munu upprættir verða, þeir munu verða drepnir til siðasta manns“. „Á að skilja þessi orð svo, að stofnað skuli sérstakt riki Gyðinga?” „Þetta er einungis spá, framtíðarsýn". svaraði Streicher. „Það má alls ekki skilja þetta svo, að verið sé að hvetja til þjóðar- moðrs, lífláts fimm milljóna rnanna". .. Þvi miður fyrir Streicher hafði hann jafnan tekið svo til orða í blaði sinu, sem hér má sjá, að enginn læs maður gat villzt á merkingunni, og undanfærslur hans fyrir réttinum voru vita þýðingar- lausar. Verjanda bauð við skjólstæð- ingnum Ernst Kaltenbrunner, aðstoðarmaður Himmlers og yfirumsjónarmaöur út- rýmingarbúðanna kom fyrir réttinn 10. desember 1945. Sakirnar, sem á hann voru bornar voru svo hroðalegar. að féiagar hans á sakabekknum þokuðu sér frá honum og verjandi hans veigraði sér við þvi að taka í hendina á honum! Sönnunargögnin gegn honum voru ærin og þau voru ótvíræð. Ilann hélt samt fram sakleysi sinu i lengstu lög og þverskallaðist jafnvel, þótt honum væru sýndar tilskipanir með undirskrift hans. Hann hélt þvi fram, að undirskriftirnar væru falsaðar! Þó kom þar, að hann viðurkenndi, að ýmsir glæpir mundu hafa verið framdir i fangabúðum — en engir þó í hans valdatíð, að því er hann vissi. Ekki stóð sú staðhæfing lengi, að sovézki sækjandinh las t.d. upp í sóknar- ræðu sinni framburö vitnis, sem verið hafði fangi í Mathausenbúöunum. Sá kvaðst muna það vel, er Kaltenbrunner kom eitt sinn i heimsókn og „lét sýna sér þrjár liflátsaðferðir; og voru menn fyrst hengdir, aðrir siðan skotnir og enn aðrir drepnir meö eiturgasi". Kristilegur sósíalisti og bjargvættur Pólverja Fritz Sauckel, yfirforingi i SA og siðar SS og nokkurs konar verkalýðsráðherra Hitlers var borinn þeirri sök m.a., að i valdatið hans heföu fleiri en fimm milljónir útlendinga verið fluttar nauðugar heiman að frá sér til Þýzka- lands og settar þar til nauðungarvinnu og hefði þetta fólk sætt „hinni hrylli- legustu meðferð". Var Sauckel talinn bera höfuðúbyrgð á framkvæmd þessara þjóðflutninga. En hann kannaðist ekkert við það. Kvaðst hann vera sannfærður, kristilegur sósialisti, og blásaklaus af öllu misjöfnu. Enn hann varð ramm- flæktur í framburði sínum og heila- spuna og hlaut hann dauðadóm fyrir störf sín að „verkalýðsmálum". Hans Frank, fyrrum landstjóri í Pól- landi var sömuleiðis blásaklaus aö eigin sögn. Hann fullyrti að engir glæpri hefðu verið framdir í hans stjórnartíð i Póllandi; hann hefði einungis gripið til „nauðsynlegra friðunarráðstafana"! Þaö væri allt og sumt. Um hin skipulegu fjöldamorð í fangabúðum i Þýzkalandi hefði hann ekkert vitað. Honum heföi ekki verið sagt frá þeim! Hann hélt því fram. að SS-menn sem nefndir voru og staðið höfðu fyrir stór- felldum hryðjuverkum, hefðu ekki verið undir sig settir heldur Heinrich Himmler, og bæri hann því enga ábyrgð á illvirkjum þeirra. Þvert á móti hefði hann gert allt, sem i hans valdi stóð til þess að bjarga mannslifum og hefði sér tekizt að forða tugum þúsunda manna við dauða. Þvi miður var þessu öfugt farið: hann hafði sent tugi þúsunda manna i dauöann, og það varð fljötsannað. í ræðu sinni las sækjandi upp þessa klausu eftir Frank; hún var frá því í mai 1940: ... nú notfærum við okkur það, að menn i útlöndum hafa allan hugann við vestur- vigstöðvarnar. drepum nokkur þúsund Pólverja — og byrjum á foringjum pólsku leyniþjónustunnar... Og í dómsorðinu stendur þetta m.a.: „Stjórn Franks i Póllandi var ógnar- stjórn. Og það var nokkur visbending um það, sem koma skyldi, er hann komst svo að orði við fréttamann í febrúar 1940 (og visaði þar til tilkynningar von Neuraths um líflát tékkneskra stúdenta): „Ef ég skipaði svo fyrir. að fest skyldi upp tilkynning í hvert sinn. sem sjö Pólverjar eru skotnir kæmi brátt að því, að skógar eyddust i landinu; það þyrfti svo mikinn trjávið til þess að framleiða pappirinn i tilk.vnningarar!““ Frank var dæmdur til dauöa — eins og allir hinir, sem áður voru taldir. — WERNER MASER Kaltenbrunner neitaði öllum sakar- giftum eða kom þeim á forvera sinn, Reinhard Heydrich. En sannanirnar voru órækar, og glæpirnir svo hroðalegir, að verjandi Kaltenbrunners veigraði sér við því að taka í hendina á honum!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.