Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Blaðsíða 6
Benedikt og ValgerSur á Hvalnesi. Myndin er tekin fyrir nokkrum árum. Menning utan alfaraleiöa Þuríöur J. Árnadöttir rœöir viö hjönin Valgerði Siguröardöttur og Benedikt Stefönsson ö Hvalnesi Fyrir kemur aó fólk sem býr í þéttbýli segist vera komið „aftur í menning- una“ þegar komið er heim úr ferðalögum um strjál- býlar sveitir landsins. Hvað þá er átt við með „menningu“ er óljóst. Sú grunnfæra trú er almennt rótgróin, að flestir menn- ingarþættir séu bundnir þéttbýli, helst stærstu þétt- býliskjörnunum. Þegar við komum á menningarheim- ili utan alfaraleiöa sann- færumst við um að þessu menningarmati okkar kann að vera nokkuð ábóta- vant. Á einu slíku heimili áttum við skemmtilega viðdvöl í áliðnum júlímánuði á siðastliðnu sumri. Við höfum ekið sem leið liggur austur um Austur- Skaftafellssýslu, snætt ágætan kvöldverð á nýtísku hóteli á Höfn i Hornafirði og á meðan orðið vitni að því, þegar elsta verslun- arhús kauptúnsins var' flutt af grunni og fært á annan stað í þorpinu til þess framvegis að verða þar geymsla menningar- verðmæta liðinna tíma, síðan ekið yfir Almánnaskarð í niðaþoku og misst gjörsamlega af rómuðu út- sýni þaðan. Skyggnið er litlu betra þegar komið er austur yfir skarðið, rétt að skyggnst verði niður að Papós austanvert við Brunnhornið. Lónssveitin er því strjálbýlli sem austar dregur og fyrir austan Reyðará, sem er Iisti- lega vel hýst og blómlegt býli, má heita að komið sé út úr byggð. Framundan er Lónsheiðin. Skammt frá heiðarsporðinum liggur hliðarvegur út af þjóðveg- inum, yfir Víkurá og áfram aust- ur að bænum Hvalnesi sem stend- ur undir hákambinum á Eystra- Horni. Lengra nær akvegur ekki. Við erum sem sagt komin út úr vegakortinu. En hvað þá um menninguna? Er menningarlíf fólks sem býr á svo afskekktum stað á einhvern hátt frábrugðið því sem tíðkast í þéttbýli? Þrátt fyrir áletrun bæði á Is- lensku og ensku við túnhliðið á Hvalnesi um einkaveg heim að bænum, höldum við áfram vióbú- in því að fólkinu sé ekki um ónæði gefið. En annað kemur í ljóst þegar við berjum aö dyrum: Húsráðendur telja ekkert sjálf- sagðara en að spjalla við forvitna ferðalanga. Og brátt erum við sest í stofu sem á'allan hátt ber svip- mót heimilismenningar hvar sem er'á landinu: myndir, hlóm, bæk- ur, handavinna, hljóðfæri auk annars húsbúnaóar. Út um glugg- ann sér yfir Hvalneskrók og það- an langt á haf út, til suðausturs sér til vitans á Hvalnesi varla meira en snertispöl frá bænum, að því er virðist. Búskapur á Hvalnesi Þau hjón Valgerður Sigurðar- dóttir og Benedikt Stefánsson hafa búið hér á Hvalnesi í 26 ár. Þau eru bæði Austur- Skaftfellingar, hún fædd og upp- alin á Höfn í Hornafirði en hann í Hlið í Lónssveit. En hvers vegna kusu ung, ný- gift hjón að setjast að á austasta og afskekktasta bænum I sveit- inni á því herrans ári 1951? Er þetta ef til vill ættarjörð? — Hvalnesið er ekki okkar ætt- arjörð. En Einar Eiríksson, sem hér bjó lengi og margir kannast við, keypti og tók við jörðinni eftir föður sinn sem hér bjó áður. Um það leyti sem við giftum okk- ur var hér litið um jarðir til ábúð- ar. Einar var þá nýlega hættur búskap og fluttur frá Hvalnesi og hafði jörðin verið i eyði í eitt eða tvö ár. Vegna kunningsskapar og tengsla við Einar, en systir hans var gift móðurbróður Valgerðar, réðist þaó svo að við tókum jörð- ina og fluttum hingað árið eftir að við giftum okkur eða 1951. Þá varð að byrja á því að byggja upp flest hús, þó var grindin að íbúð- arhúsinu komin upp en við lukum við bygginguna og búum enn i því húsi. Þá má telja að húsakostur sé nú viðunandi. Er Hvalnesið góð bújörð? — Nei, ekki á nútíma mæli- kvarða. Jörðin er Iítil heyskapar- jörð. Eins og sjá má eru hér engin skilyrði til ræktunar, engar gras- nytjar heima við nema túnið; meira er ekki hægt að rækta til að vinna með vélum eins og nútíma- búskapur krefst. Það er liðin tíð að slá í brekkum með orfi og !já og setja á Guð og gaddinn eins og má segja að áður væri gert. Hér í sveitunum hagar víða svo til að sækja verður heyskap langt að. En héðan frá Hvalnesi mun það vera einna lengst eða um 25 km. leið fram og til baka. Mér hefur talist svo til að við heyskap og heyflutninga ökum við á hverju sumri álíka langan veg eins og við hefðum ékið kringum allt island. Eini heyfengurinn sem við höfum hér heima er af litlu lúni og það látum við í vothey. Ég álít að bændur gefi þeirri heyverkun of Iítinn gaum, miðað við óstöðuga veðráttu; með því má einnig kom- ast af með minni vélakaup. Ef ekki væri svo langt að flytja heyið mundi ég verka allt hey í vothey, segir Benedikt. Hvert sækið þið grasnytjar? — Við höfum landsvæði sem ræktað hefúr verið upp í landi Reyðarár, einnig eyðijörð, Svín- hóla. Þegar búskapur fór að krefj- ast stærra bústofns gaf Hvalnesið ekki möguleika til að halda i við aðra í þeirri grein. Þorsteinn Geirsson bóndi á Reyðará gaf okk- ur þá kost á að rækta upp sand- spildu í féJagsstarfi. Ég hef nú þar vissan hluta af ræktuðu landi en unnið er með búvélum sem eru að hluta sameign okkar Þorsteins. Sá búskaparmáti tíðkast víðar hér um slóðir vegna uppgræðslu sand- anna hér i sýslu, sem er mjög landþröng. Vatnajökull kreppur að. Ég tel, að með því að friða sandana, byggja varnargarða, brúa árnar og setja þær í stokka, hafi verið stigið mikið framfara- spor og gjörbylting hefur orðið í búskaparmöguleikum. Frióunin ein nægði til þess að á 20 árum eða svo hafa sandarnir gróið upp og viða eru enn að skapast gras- lendi, auk þess sem þeir hafa ver- ið beinlínis ræktaðir upp. Þetta hefur orðið Iyftistöng fyrir bú- skap hér á Hvalnesi ekki siður en annarsstaðar. — Hafið þið stórt bú? — Við náum ekki vísitölubúi. Við höfum 330 fjár að vetrinum og þrjár kýr; mig minnir að vísi- tölubúið sé 430—50 ærgildi núna. Nei, við höfum engan hest. Hesta- eign hefur lagst niður að mestu í sveitinni, bæði er það vegna land- þrengsla og eftir að Jökulsá var brúuð er ekki lengur þörf fyrir hesta á heimilum; fjalllendið er það stórbrotið að ekki er smalandi á hestum. Hlunnindi og vitavarsla — Eru engin hlunnindi til af- nota með búskapnum? — Fyrr á tímum byggðist bú- skapur á Hvalnesi mest á sjósókn, var þá róið úr Hvalneskróknum og komu menn hingað úr öðrum landshlutum, einkum af Norður- landi til sjóróðra. Þegar Einar á Hvalnesi tók hér við búi byggðist afkoma fullt eins á sjófangi og landbúnaði. Fiskur gekk þá oft upp að landsteinum og var auð- velt að sökkhlaða bát á skömmum tíma. Nú er ekki um aðra sjósókn að ræða en nokkra silungsveiði í Lóninu til heimilisnota. Á 6. ára- tugnum var reynt að veiða ál til framleiðslu en talsvert mun vera um hann hér i lóninu. Sú tilraun náði þó ekki tilætluóum árangri en að henni stóðu Loftur Jónsson og SlS. Skúli á Laxalóni er nú með nýja tilraun um álaveiði en útkoman er enn óviss. — Er ekki eitthvað um berg- tegundir sem áhugi er fyrir að vinna? — Jú, hér er talsvert af gabbró eða forngrýti bæði í fjöll- unum og niður við sjó. Þetta er gráleit steintegund og bera hlið- arnar hérna fyrir ofan blæ af þessum gráa lit. Þetta hefur verið rannsakað allmikið en þó ekki til hlýtar. Þessi steinn er mjög harð- ur og veðrast lítið, hefur verið notaður í legsteina, skrautmuni, sófaborð og fleira. Væri vafalaust hægt að nýta hann meira ef ekki væri svo óhagstætt um flutninga og fjarlægð frá vinnslustöðum. En jarðfræðingar hafa rannsakað þennan landshluta mikið enda er þetta talinn vera elsti hluti lands- ins. — Hér er vili; sjáið þið um vitavörslu? — Þessi viti var byggður skömmu eftir að við fluttum hing- að. Við höfum séð um hann. Það er bindandi starf og stundum all- erfitt. Það þarf að vitja hans 4. hvern dag. Þangað er stundum illfært, til dæmis í kafsnjó og stór- veðrum. I venjulegu færi er um klukkutíma gangur báðar leiðir. Til skamms tíma var greiðsla fyr- ir þetta starf vægasl sagt mjög lág, en nú hefur verið nokkuð bætt þar um, þó ekki Dagsbrúnar- taxti. Þegar nýi vegurinn kemst á austur fyrir verður mun auðveld- ara að komast i vitann. Eins og er endar akvegur hér á hlaðinu. Ferðafólk gerir sér þetta ekki ljóst og sumir hafa keyrt hér í gegn og ætlað að brjótast austur fyrir og lent í vandræðum. Þess vegna settum við upp athugasemd á túnhliðið um að hingað liggi einkavegur. — Hvenær eigið þið von á að vegasamband komist á austur í Álftafjörð? — Um það vil ég ekki spá, segir Benedikt. Undirbúningur og mæl- ingar hafa nú staðið yfir um 5 undanfarin ár, en ætli fyrstu framkvæmdir fari ekki að sjást bráðlega, jafnvel í sumar? Þegar vegasamband kemst á verður gjörbreyting á samgönguaðstöðu hér. Einangrun og gamlar búskaparvenjur — Hefur einangrunin haft mikil áhrif á búskapar- og heimil- ishætti ykkar? — Ekki verður því neitað. A margan hátt hefur það þó færst i betra horf á seinni árum. En við getum alltaf átt von á að verða innilokuð vegna ófærðar svo mán- uðum skiptir á veturna, lengst hefur það orðið þrír mánuðir. Við höfum að visu bíl en á þeim tima kemur hann að engu gagni. Til gamans má geta þess að í fyrra- vetur fórum við hjónin i fyrsta skipti í okkar búskap saman til Reykjavíkur og þurftum þá að ganga 7 km leið inn að vegamót- um í ófærð. Við komum svo aftur eftir fimm daga og urðum þá að ganga sömu leið til heim. — Er aöstaðan á heimilinu ekki svipuð og vfðast annarsstað- ar? — Til skamms tíma höfðum við rafmagn frá lítilli rafstöð sem Einar Eiríksson lét byggja en hún var aðeins til ljósa. Eftir að við fengum hingað rikisrafmagn fyr- ir tveimur árum, höfum við þau heimilistæki sem nú þykja sjálf- sögð og svo auðvitað ljós úti og inni. En við höldum samt ýmsum gömlum venjum i búskapnum. Við reykjum og söltum kjöt og silung heima. Mjólkin er aðskilin og strokkað smjör. Valgerður býr til skyr á gamla vísu en kaupir þó hleypinn til þess. Hún segir að búið gefi ekki svo mikið af sér að hægt sé að kaupa öll matvæli i plastumbúðum. Héðan hefur aldrei verið seld mjólk. Benedikt segir að sér þyki samlagsmjólkin vond og rjóminn lélegur. — Eg tel að áróður út af óholl- ustu landbúnaðarafurða hafi við takmörkuð rök að styðjast, segir hann. Á þeirri framleiðslu höfum við uppfætt allstóra fjölskyldu, og svo er Guði fyrir að þakka að ekkert okkar hefur enn þurft að leggjast inn á sjúkrahús og börn- in okkar þurftu ekki á tannvið- gerðum að halda fyrr en þau voru farin að heiman. — Eigið þið mörg börn? Eru þau öll farin að heiman? — Börnin eru fimm. Stefán er elstur og býr nú á Siglufirði. Agnes er nýlega gift og orðin bú- sett á Höfn. Sigurður og Benedikt eru heima á sumrin og yngst er Kristín, sem er 12 ára. Hún er heima hjá okkur nema þegar hún er í skóla á veturna. Hér er barna- skólinn farskóli en skyldunám verða unglingar að sækja niður í Nesjaskóla. Ætterni og uppvaxtarár — En vendum nú umræðum að ættum ykkar og uppvaxtarárum. Benedikt, þú ert borinn og barn- fæddur hér I sveit. Rekur þú ætt- ir þínar einnig hingað?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.