Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Síða 4
Þorsteinn Antonsson manninum semstal kjamorku- sprengjunni J.J. haföi unniö á vellinum í hálft ár, þegar hann rakst á kjarnorkusprengjuna. Hún stóö á skýlisgólfinu, nýkomin upp úr kassanum, spegilgljáandi og bústin. J.J. skildi hverskonar hlutur þessi var, svo oft haföi hann séð myndir af sprengjum. Og þessi var gædd tign umfram þær allar. Hann fór sér hægt viö sópinn og reyndi aö líta út fyrir aö vera heimskari en hann var, gerði sig tómann á svipinn og lét aöra öxlina síga neöar hinni. Þetta var meiri dagurinn: fyrst haföi herráðsfor- inginn komiö, allur erillinn við móttökuna, síöar flutningavélarnar þrjár og vinnan viö aö afhlaöa þær og hann á tvöföldum taxta allan daginn. Og nú þegar hann í kvöldvinnunni er kominn á venjulegan taxta rekst hann á þetta. J.J. haföi þann hátt, þegar hann sópaði, aö byrja á því aö skipta gólfinu eftir endilögnu, sópa síöan frá miöju að hliðarveggnum hvern skárann af öðrum. Hann var hálfnaöur meö þann þriðja, þegar hann kom auga á sprengjuna. Nálgaöist hana nú æ meir eftir því sem hann lauk fleiri skárum, og alltaf var hann aö gefa henni gætur. Gat ekki stillt sig um þaö. Þarna er framtíöin, hugsaöi J.J. Ef hún er nokkurs staöar. Þarna möguleikarnir fyrir okkur Stínu. Og hvað hún Stína mín heföi gott af því, aö komast í sólina suður á Hvítuströndum í stað þess aö verða aö leggjast inn í Laugardal undir þessa volgru, sem ekki er nema nafnið. Þá sjaldan hún kemst vegna vinnu og veðurlags. Eða ég? íbúðin heimtar af mér helgarnar dauðlúnum og verður ekki tilbúin fyrr en aö ári; þaö held ég hún tæki kipp. Þetta er ekki heldur nokkur gangur hjá okkur Stínu, barnlaus og búin að vera saman á fjóröa ár. Viö megum fara aö vara okkur; þaö fer þá og þegar að hvísla. J.J. var nú kominn svo nærri, aö hann sá sjálfan sig speglast í álnum, abjúga mynd sína og sópsins í gljáandi belg sprengjunnar. Mátti nú til að staðnæmast og horfa með lotningu á gripinn. Þarna stóö svörtu settlegu letri júessneiví. Og eitthvert annað letur fyrir neðan, sem hann gat ekki greint vegna fjarlægðar, líklega merki framleiðandans. Þeir höföu sett sprengjuna á kassann, sem hún var í, einfaldlega hvolft honum við og nú var komið aö því, aö J.J. sópaði hálminum kringum brúnir hans, þeim træsum sem voru. Hann hafði þá grunaða um að hafa troðið magninu undir kassann um leið og þeir veltu honum, líklega með tilliti til samningsréttar hans aö honum bar ekki aö þrífa upp hvað sem var. Þeim virtist meðfædd tillitssemi viö verkaskiptingu, Könum. Og nú gat J.J. lesiö smáa letriö líka: Atombomb stóð þar, það var ekki um aö villast, og: General Electric. Var hún ekki frá þeim þvottavélin, sem hann keypti í fyrra? Reyndar. Og haföi slitiö sér fyrir austur á söndum við aö reka stólpa niöur í botnlausar frostvilpur. Brúnin þyngdist á J.J. þegar hann minntist þess sumars. Og hann fjarlægöist sprengjuna. Hann hélt áfram aö sópa og mokaði moöinu jafnóöum í handvagn, fyllti og ók út um litlar dyr á skýlinu og út í byng. Kippkorn frá voru nokkrir menn aö bóna slökkviliösbíl og fægja messingsamskeitin á slöngunum, því að daginn eftir átti aö fara fram slökkviliðssýning fyrir herráösforingjann og utanríkisráöherra meö reykköfun og tilheyrandi. En í skýlinu var J.J. einn þessa kvöldstund nema Kani rölti í gegn veifaði til hans, gekk síðan aftur út með pappírskilju í hendinni. Þrjár þotur stóöu hliö við hliö og kubbar viö hjólin, sem J.J. gætti þess aö reka kústinn ekki í , þegar hann smeygði sér undir vængina. Við vegginn á móti var glerhús og þar á boröi í flóðljósi firösjá af Neptúnvél, sem var aö sjá eins og broddur á geitungi, þegar hún var komin á vélina; svo sögöu Kanar, en nú sundurtekin og óþekkjanleg. Viö sama vegg stóöu tveir snjóblásarar og sprautubíll fyrir frostlög; tæki, sem létu lítið yfir sér og engin þörf fyrir þessa muni, þoturnar, handvagninn, J.J. sjálfan, aö minnsta kosti í Ijósi þess, sem hann var aö enda viö aö uppgötva. Spegilskyggnd sprengjan virtist fyrirferðarmeiri en nokkuð annaö þarna inni, þótt rúmtak hennar væri lítið; hún speglaöi allt, sem umhverfis var. Reyndar var hún sjálf nærri því ósýnileg tilsýndar. J.J. var hálfnaöur með verk sitt og flutti sig yfir í hinn hluta skýlisins. Þrír Kanar komu gangandi inn í opinn skýlisendann. Þaö var létt yfir þeim og þeir voru háværir. Þeir voru í álfóöruðum þotugöllum og höföu flakandi frá sér. Staðnæmdust hjá sprengjunni. Þeir böröu hvern annan á bakið og sögðu, sjáið þið fegurðina, og: farðu í gandreið á henni yfir Rússland, og: hvernig líst þér á að taka þessa inn við höfuðverk. Tveir trallar komu akandi inn gólfiö og tóku þotur í tog, drógu þær út og síöan kom annar aftur og sótti þá, sem eftir var. Daginn eftir átti líka að veröa smá flugsýning og nú átti aö þeyta hreyflana, svo aö allt rynni liöugt þegar að því kæmi. Kanarnir héldu áfram að ærslast, svo spýtti einn þeirra tyggjó á nýsópaö gólfiö og þeir veifuöu brosandi til J.J. og fóru út. Hann var aftur einn í hússvelgnum. Næst þegar hann tæmdi handvagninn í bynginn viö skýlisvegginn sá hann, að veriö var að setja eldsneyti á þoturnar úti við brautarenda. Hann hinkraði við. Völlurinn breyddi úr sér framundan honum og til hliðanna og virtist nærri því ná út að sjóndeildarhringnum, svo stór var hann. Gráblár í kvöldrökkrinu. Mikilfenglegur. Lá fjöll á annan veg, fjarri. Húsaþyrping á hinn á einum staö. Kvöldhimininn var, talið neðan frá og upp, rauður, gulur og svartur. Og meðan J.J. stóð við bynginn og eitthvað var aö fæöast í huga hans, sem hann ekki greindi sjálfur nema óljóst, steig breiöþota niöur úr kvöldhimninum í fjarska; hún seig afturþung niður á völlinn, riöluö aö sjá í forgrunni hitaútstreymis hreyflanna, og vaggaði vængjunum, um leiö og hún snerti malbikiö steig upp hvít reyksúla; hún seig fram á nefnhjóliö og þegar hraöi hennar var oröinn jaröneskur breytti hún um stefnu og jafnframt um fas: var afkáralega háleggjuö og belgmikil meöan hún sparn sér áfram meö loftþjöppu aftan viö hreyflana og flugstöövarbyggingu í jaöri vallarins og þorpsins. Samtímis því, að dró niöur í breiöþotunni hófst gnýr frá orustuþotunum. J.J. renndi handvagni sínum inn fyrir dyrnar. Hann fór og sótti bíl sinn, stóra gamla ameríska fólksbifreiö, sem stóö ásamt öörum á stæöi viö vegginn og ók henni inn um skýlisendann. Staðnæmdist við sprengjuna. Sótti handvagn sinn, tók af honum kassann og eftir nokkur umsvif tókst honum að aka sprengjunni á vagngrindinni aö farangursgeymslu bílsins. Og koma henni þar fyrir. Kom svo vagninum í samt horf aftur og honum á stæði sitt út viö vegg, fór úr gallanum. Og stundin var runnin upp. J.J. var búinn aö tapa starfi sínu. Hann ók út úr skýlinu viö þungan gný frá þotunum. Hann minntist bjórsins góöa og ódýra. Og alltaf gat hann séö nýjustu myndirnar í Andrjúsþíater, löngu áöur en þær komu í kvikmyndahús borgarinnar. Hann ók fram hjá útvarpsstööinni og hann sá fyrir sér masonítinnréttingar hennar, undanrennubláar, líkt og til samræmis viö það veðurlag sem algengast var á vellinum; mjóslegna Kana á blankuskóm á randi um hæðina, plötusnúöinn bak viö glerið meö heyrnartól yfir eyrunum, plöturekka á bak viö sig, kaffibolla sér við hliö á dökkbrúnni skrifborðsplötu, reifan að slíta af sér brandara í taltækiö, sem teygði sig til hans upp af borðinu eins og undarleg jurt, málmblóm; hve merkilegt honum þótti aö uppgötva aö vinsælustu lögin voru öll á breiðskífum, sem steyptar voru sérstaklega fyrir herinn. Myndrita veöurstofunnar á sömu hæð, sem punktaði ryðrauöar gerfitunglamyndir af lægðum og hæöum yfir landinu og leit út eins og olíufíring á bernskuheimili hans, upphár stokkur með rist; þaðan bárust þeirri íslensku þessi hlunnindi. Merkilegt! Það var frá mörgu aö hverfa. Hann minntist fræöslufunda undir merki skallaarnarins um gildi Atlantshafsbandalagsins, brúarstöpulsins í háskalega breiðu úthafinu, ómissandi fyrir samgöngunet lýðræðisþjóðanna um varnir sínar; Ijóshæröur maður heröagildur dró kennaraprik yfir orða og tölulista, sem brugöið var upp meö myndvörpu á vegg í stórum sal. Tilgangur staðarins var að verja lýöréttindi einstaklingsins, sagöi maöurinn, þar á meðal frelsi hans til aö beita eigin hugkvæmni viö aö bjarga sér. Einstaklingurinn var hann, J.J. Þessi orð fyrirlesarans heimfæröi hann nú á sjálfan sig á leið sinni gegnum þorpiö. Fyrst var að komast út af vellinum, gegnum hliöiö. Hapn ók með jöfnum hraða, sveittur í lófunum, vinkilbeygjur og beinar línur gatnanets milli lágra húslengja. Lagöi á leiö sína lykkju, lét sýnast aö hann horföi eftir hvaö væri í leikhúsi Andrésar þaö kvöldiö, var fullvel upplýstur um þaö af tunguliöugum útvarpsþulnum. Svona vorum viö, meö Barböru Streisand og Róbert Redford í aðalhlutverkum, þau héldust í hendur og brostu nú viö honum af auglýsingaspjaldi, hún líkt og uggandi um aö stórt nefið dytti niöur í munninn, hann kumpánlega, fjaöurmagnaö- ur. J.J. renndi upp á hæö og niður aö hliðinu. Og vera nú alveg eins og ég er vanur. hugsaöi hann. Setti staðlaða spurningu í svp sinn um leiö og hann leit viö veröinum, sem þegar kannaðist viö hann og veifaöi honum áfram. J.J. hafði til þessa ekki drýgt tekjur sínar meö smygli út af vellinum. Nú horfði þó ööru vísi viö. Nú sveimuöu fyrir hugskotssjónum hans myndir af Abraham Lincoln á billjardborösgrænum bakgrunni. Og hann sá lítið annaö. Þegar hann kom á Keflavíkurveginn, gaf hann í. Nú fer ég beint heim til Stínu, hugsaöi hann, og kem sprengjunni fyrir í kjallaranum. Síðan hringi ég á Riplogl sendiherra og set fram kosti. Á vellinum eru kjarnorkuvopn bönnuö, þaö vita allir. Utan hans má Kaninn ekkert gera og ef þeir senda á mig íslensku ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.