Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Page 11
í áratugi höfðu hjón af ættbálki frumbyggja Ástralíu verið í útlegð frá sínu fólki, sem nú hefur tekið upp nýja lifnaðarhætti. Þau Warri og Yatungka lifðu á pessu tímabili því hirðingjalífi í Gibson-eyðimörkinni, sem frum- byggjar Ástralíu höfðu gert frá ómunatíð. En útlitið var ekki bjart, þegar mannfræðileiðangur fann þau. Gífurlegir þurrkar höfðu staðið langtímum saman og vatnsbólin voru þurr. Eftir dr. Bill Peasley. mökk. Mudjon renndi augum um sjóndeildarhringinn í norðri, en hristi síðan höfuðið hægt. Það var ekkert svar sjáanlegt. Ef gamla fólkið væri á lífi við Karinarri, myndi það hafa séð merki okkar. 'Við héldum áfram í norður, og þegar við komum að kambi sandhóls, hrópaði Mudjon „booyoo" (reykur) og benti ákaft í norðaustur, þar sem við gátum greint þunna reykslæðu yfir sandhólunum í um 10 mílna fjarlægð. Einhverjir voru á lífi þarna, einhver hafði lifað af hina löngu göngu. Það varð lítið um svefn í tjöldum okkar þessa nótt. Mudjon talaði um hina gömlu vini sína, og eftirvæntingin var greinilega mikil og léttirinn, því að við vorum allir orðnir úrkula vonar um, að þau Warri og Yatungka væru á lífi. Við héldum af stað við sólarupprás næsta morgun, 19. ágúst, og klukkan níu að morgni, þegar við nálguðumst sandhólskamb, komum við auga á einmana mannveru, sem hélt í austur og var að brenna þyrnirunnum. í sjónauka sá Mudjon, að þetta var Warri, en hann gat hvergi séð Yatungka. Skyldi hún ekki hafa komizt lífs af? Mudjon gat ekki stillt sig um að hraða sér af stað yfir þyrnivaxna sléttuna. Það urðu miklir fagnaðar- fundir hjá hinum gömlu vinum, því að Mudjon hafði sagt Warri fyrir löngu, trjám, sem nú væru nær nakin, en það var eina fæðan, sem þau höfðu getað aflað sér svo vikum skipti. Búð þeirra var í lágum runni á leirbakka við Karinarri og eina skýli þeirra var úr greinum gert. Aleiga þeirra var nokkur spjót, graftrarspaði, nokkrir trédiskar, tvær tinkrúsir og lítið axarhöfuð, sem gestur hafði gefið þeim endur fyrir löngu. Yatungka kom til búðarinnar um hádegið með fullan disk af quandong- ávöxtum og í fylgd nokkurra mjósleg- inna dingóa, sem hurfu hið skjótasta í runnana, þegar þeir urðu okkar varir. Hún var yngri en Warri og virtist heilsubetri. Hún hafði getað haldið í honum lífinu með matvælasöfnun sinni, því að Warri hafði verið of veikur til að fara neitt að ráði til að leita að fæðu. Það var líka Yatungka, sem gat klöngrazt niður í botn vatnsbólsins og náð þar þeim vatnsdropum, sem seitluðu fram þar. Warri var ekki einu sinni fær um það. Mudjon var himinlifandi yfir því að sjá vini sína aftur. Hann sagði okkur, að hjónin hefðu ekki búizt við því að lifa þetta af öllu lengur, þar sem þetta siðasta vatnsból væri nær þurrt og það væri í engan stað að leita, þegar Karinarri sleppti. Þau hikuðu ekki, þegar Mudjon spurði, hvort þau vildu koma til ættfólks síns, sem nú byggi lengst í suðri, jafnvel þótt það yrði til gjarmr að einn góðan veðurdag myndi hann koma aftur til Mandildjaralands til að hitta hann. Warri var ógurlega magur með mörg ljót sár á skrokknum, en þau höfðu ekki náð að gróa vegna næringarskorts hans. Vinstri handleggur hans var visinn og hægri fótur hans bólginn og olli honum miklum þrautum. Hann var na'kinn og var ekki einu sinni með hárbeltið, sem menn hafa yfirleitt við veiðar á þessum slóðum, og hann bar aðeins eitt spjót og spjótkastara. Hann sagði, að Yatungka væri á lífi og hefði haldið i austurátt langan veg til að safna ávöxtum af quandong— þess, að þau yrðu að yfirgefa sitt elskaða land. Þau áttu einskis annars úrkosta, því að víst mátti telja, að dvöl þýddi dauði. Morguninn eftir tóku þau saman hinar litlu eigur sínar og stigu upp í farartæki okkar, reiðubúin að hefja langa ferð út úr landi sínu til að hitta syni sína og þeirra fjölskyldur á mörkum landnáms hinna hvítu. Þannig fluttu síðustu hirðingjarnir úr vesturhluta Gibson eyðimerkurinn- ar, úr landsvæði Mandjildjara, og skildu landið eftir eyðilegt og þögult. Sv.Á. þýddi. A Soffía Þorkelsdöttir LJÖÐ Lífiö vék úr vegi þegar ég reyndi aö nálgast þaö. En þaö læddist til mín þegar ég átti þess síst von. Smaug inní hjarta mitt þegar ég uggöi ekki aö mér. Og þegar ég fann þaö í hjarta mínu hvarf þaö á braut. Skildi eftir spor sín full af sársauka og trega. Sigurður Anton Friðþjöfsson BORGARLJÖS Aö fíflsins hætti án fyrirhyggju var för mín gerö Ég hiröi ekkert um horfna drauma né heilög vé Geng ómælisstræti auðra borga einn á ferö Ég tíni forboönar ferskar þrúgur af föllnu tré knúinn áfram af kynjaafli ég kem ég verö Ég dansa óöur því eitrið gefur mér aldrei hlé Mig langar í friö en lífiö mér neitar aö leita hans Eftir taumlaust svall hinna trylltu nátta og tæmda skál Sturluöum augum stari á meyjar stíga dans Ómælisstræti auöra borga fer ein mín sál Mitt eiröarleysi er ólga í blóöi örvita manns. Meiri freisting Meiri gleöi MEIRA TÁL Ölafur Jöhann Ölafsson í FJARSKA Handan viö hnjúka himinn er fagur. Blikar þar á bárur í bjartara Ijósi. Þar sigla um sundin sægarpar miklir. Og farfuglar koma sem feröast meö tónum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.