Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Qupperneq 10
Við vorum að búa okkur undir að hefja annan áfanga leiðangurs okkar, sem fylgdi þeirri leið, sem David Carnegie, sonur þáverandi jarlsins af Southesk, fór yfir Gibson og Great Sandy eyðimerkurnar í Vest- ur-Ástralíu árið 1896. Við höfum lokið við fyrsta áfanga 1976 og vorum vissir um, að við myndum ná til Hallsvíkur 1977 og ljúka þar með öðrum áfanga. En nokkrum vikum fyrir hina áætluðu brottför komu til okkar nokkrir öldungar úr Mandjildjara- ættflokknum, sem nú býr í útjaðri landnáms hvítra manna fjarri heim- kynnum ættflokksins, og báðu okkur að svipast um eftir gömlum Frumbyggja hjónum, sem talið væri að væru enn á lífi á vesturhluta Gibson eyðimerkur- innar. Öldungarnir höfðu áhyggjur af líðan þeirra. Gífurlegir þurrkar höfðu haldizt í þrjú ár og ekki hafði sézt til hjónanna lengi. Þegar við höfðum komið af Gibson eyðimörkinni árið áður, höfðum við talað við öldungana um „reyk“, sem við hefðum orðið varir við í um 100 mílna fjarlægð, þegar við vorum langt inni í Warri er orðinn gamall eins og á grönum má sjá, en líf peirra hjóna parna í eyðimörkinni er lýsandi dæmi um aðlögunarhæfni mannsins á stöðum, sem ekki sýnast lífvænlegir. Reykur, sem sést ofarlega á myndinni til hægri, varð til þess aö vísa mannfræðileiðangrinum á aðsetursstað gömlu frumbyggja- hjónanna, sem höfðu hafst þarna við í áratugi. Þyrrkingslegur runnagróður vex barna upp úr sandinum. Á neðri myndinni sjást pau Warri og Yatungka viö síðasta bæli sitt í skrælpurrum sandi, bar sem áður haföi verið vatnsból. sennilega hinir einu eiginlegu hirðingj- ar í Ástralíu. Þau voru einu lifandi mannverurnar í allri þessari feikilega víðlendu eyðimörk, afkomendur fólks, sem hafði reikað um land ættstofns síns sennilega í 30000 ár. Af hverju höfðu þessi hjón kosið að verða eftir í þessu hrjóstruga landi, þegar allir ættingjar þeirra voru fluttir burt í nágrenni. við landnámsmenn? Fyrir því voru tvær ástæður. Hin fyrri var ást þeirra á sínu eigin landi og hin næmu tengsl við landið, sem öðrum en Frumbyggjum er svo erfitt að skilja. Hin síðari var ást þeirra hvort á öðru, sem varð til þess að þau misvirtu hjónabandslög ættflokksins. Warri hafði tekið Yatungka, sem honum var bannað að kvænast, og þau flýðu bæði frá landi ættflokksins. Flokkur manna elti þau í refsingarskyni inn í land nágrannaættflokks, það kom til bar- daga með spjótum, en Warri og Yatungka komust undan og héldu langt í vesturátt. Þar héldu þau sig í mörg ár, þráðu alltaf að snúa aftur til síns fólks, en óttuðust þá refsingu, sem þau myndu hljóta fyrir óhlýðni sína. En svo fór þó, að taugin til lands ættstofnsins varð of römm og þau héldu til baka yfir þyrnum stráðar sléttur og sandhóla til heimkynna sinna. En þá var fólk þeirra að mestu horfið á braut í átt til landa hvítra manna, svo að þau komu að nær auðu landi. Og brátt voru Warri og fjöl- skylda hans einu íbúarnir í landi ættflokksins. Þau reikuðu frá einu vatnsbólinu til annars fram og aftur um landið og veiddu og söfnuðu matvælum á leið- inni. Synir þeirra urðu uppkomnir og einn af öðrum hélt burtu í suðurátt til að leita að kvonfangi og þeir komu ekki aftur. Þau héldu áfram að reika um landið og veiddu með hundum sínum, viltum dingóum, sem þau höfðu tamið, og lifðu því lífi, sem ættflokkur þeirra hafði lifað um aldir. Ferð okkar hófst 31. júlí 1977, og í Síðustu hiróin sandhólunum á mörkum Mandjidjara- lands. Næstu mánuði var mikið um þetta rætt, og öldungarnir urðu sannfærir um, að „reykurinn" hlyti að hafa verið sendur upp af gömlu hjónun'um, sem táknaði, að þau væru enn á lífi. Menn voru sammála um, að samband þyrfti að hafa við þau til að athuga, hvort þau gætu aflað sér nægrar fæðu og vatns til að lifa af þessa hryllilegu þurrka. Hjónin voru ein úti í eyðimörkinni. Þau voru hin síðustu af ættflokki sínum, sem bjuggu enn í sínu eigin „landi“. Þau voru einu hirðingjarnir í allri vestur Gibson eyðimörkinni og hópnum voru fimm hvítir menn og einn Frumbyggi, Mudjon, öldungur í Mandjildjara- ættflokknum. Mudjon hafði komið af eyðimörkinni fyrir 25 árum og hafði stundað veiðar fyrir löngu með sínum gamla vini, Warri. Við héldum djúpt inn í Gibson eyðimörkina á þremur fjögurra hjóla farartækjum, og það var ekki fyrr en 16. ágúst, að við komum til Mandjidjaralands. Öll vatnsbólin voru þurr, en greinilegt var, að Warri og Yatungka höfðu hafzt þar við og neyðzt til að halda burt, þegar vatnið þraut. Við kveiktum miída elda í þyrnirunn- um til að gefa merki um návist okkar, en fengum engan reyk sem andsvar. Mudjon var sannfærður um, að gömlu hjónin hefðu tortímzt einhvers staðar í sandhólunum vegna vatnsskorts. Morguninn eftir reikaði grindhorað- ur dingó inn í tjaldbúðir okkar, og Mudjon bjóst við því, að þetta væri einn af veiðihundum hjónanna. Nú var hann viss um, að Warri og Yatungka væru látin, því að hann var sannfærður um, að hjónin myndu aldrei yfirgefa dýr sín. Við nálguðumst næsta vatnsból með nokkurri varúð, en komumst að raun um, að Warri og Yatungka hefðu haldið burt eftir örvæntingarfullan, en árangurslausan gröft eftir vatni. Við rákum slóð þeirra yfir sandhólana í norðaustur, og Mudjon gerði ráð fyrir, að þau væru á leiðinni til Karinarri vatnsbólsins í um 50 mílna fjarlægð. Það var vatnsbólið, sem fólk hans hafði alltaf leitað til í verstu þurrkum, þegar öll önnur voru þorrin. Ef hjónin hefðu komizt þangað, kynnu þau að vera á lífi. Enn einu sinni kveiktum við eld af þyrnirunnum og sendum upp feikilegan reykmökk, en ekkert svar var að sjá. Við ákváðum að hraða för okkar yfir sandhólana til Karinarri og eftir um 30 mílur sendum við enn upp reykjar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.