Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Page 7
Bætt heilsa — betra líf skóginum" og afturhvarfiö til náttúr- unnar rétt einu sinni. Cheryl geislar af hreysti og unggæðislegri fegurð án þess aö vera alltof sykursæt. Hún kemur öslandi beint uppúr sjónum í flasið á Ijósmyndaranum meö háriö út um allt og brosið verður að sjálf- sögðu að vera breitt í Ameríku. Ein slík mynd hefur verið út gefin á stóru plakati, sem gengur eins og skæöa- drífa um gervöll Bandaríkin og ugglaust víðar. Allir vita allt um Cheryl Tiegs: Hvaö hún boröar, hvaö hún er margar tommur í mittið og hvað hárgreiðslumeistarinn hennar heitir. Fjárfúlgurnar sem hún fær fyrir starf sitt eru fáránlegar, en um leið er pottþétt auglýsing í öllu sem hún sést í á myndum. Árstekjur hennar eru taldar vera um 74 milljónir ísl. króna. Maðurinn hennar hefur sem sagt örugga fyrirvinnu og gegnir fram- kvæmdastjórastarfi fyrir konu sína. Þótt ótrúlegt megi virðast, þurfti ungfrúin að ganga töluvert eftir honum, en þó lét hann til leiðast. Hann heitir Stan Dragoti; er kvik- myndaframleiðandi og 15 árum eldri. Þau hafa ekki mátt vera aö því að eignast börn. Cheryl Tiegs lítur út fyrir að vera 19 ára. En það ótrúlega er, að hún er rétt nýkomin á fertugs- aldurinn. Kannast menn ekki viö þaö aö hafa spurt kunningja sinn, eöa jafnvel bláókunnuga manneskju, í mesta sakleysi: „Hvernig hefuröu það?“ eöa „Hvernig er heilsan?“ og orðið síðan að hlusta á korterslanga eða hálftíma sjúkrasögu, kryddaöa tölum um tíöni hægöa og ööru ámóta yndisaukandi, og hinn marghrjáöi sögumaöur jafnvel myndaö sig til aö fletta upp um sig eða niður og sýna skurðum ristan kviðinn, svo sem til aö lífga frásögn- ina? Ætli flestir hafi ekki rekizt á ímyndunarsjúkling einhvern tíma um dagana. Og margir þekkja þá betur en svo: hafa sem sé þurft að búa viö ímyndunarveiki maka sinna árum saman. ímyndunarsjúklingur er maður hald- inn sjúklegum ótta viö veikindi og undirlagöur alls kyns sjúkdómsein- kennum, oft mjög langvinnum, sem valdið geta alvarlegri vanlíðan — en verða með engu móti rakin til neinna lífrænna sjúkdóma hversu mjög sem viðbúiö aö annaö veröi komiö í staöinn daginn eftir. Menn veröa ósjaldan ímyndunarveikir þegar í bernsku og er þaö þá oft sök foreldra. Móöir sem notar höfuöverk aö staðaldri til þess að koma á ró á heimilinu, á þaö á hættu, aö börn hennar veröi ímyndunarveik. Þau læra þaö sem fyrir þeim er haft. Ef þeim er sagt nærri daglega, aö nú veröi þau aö vera þæg af því aö mamma sé meö höfúðverk, eöa mamma fái höfuðverk ef þau hlýöi ekki, má búast viö því aö þau fari að nota magaverki til þess aö komast hjá því aö fara í skólann. Ef þau finna þar aö auki aö viðhorf foreldranna og framkoma gjörbreytist um leiö og þau kvarta um magaverk eöa slen, er nærri öruggt aö þau fara aö gera sér upp lasleika æ oftar. Þeir foreldrar eru til, sem svo eru uppteknir af sjálfum sér, aö þeir sýna börnum sínum sjaldan eöa aldrei ástúð og umhyggju nema þegar þau eru veik. Þaö kann varla góöri lukku ímyndunarveiki er ekki auðveld viðfangs eftir dr. Michael Halbertstam leitað er. Enda kemur hér annaö til. Flest veikindi eru að einhverju leyti af sálrænum toga. Að vísu munu misling- ar, til dæmis að nefna, ekkert viðkomandi sálarlífinu, en hjartasjúk- dómar, og fjölmargir aðrir alvarlegir sjúkdómar, eiga sér bæöi andlegar og líkamlegar orsakir. Aðrir, svonefndir „geð-vefrænir“ sjúkdómar, t.d. höfuö- verkur, bakverkir, ofnæmi og gigt, eiga sér e.t.v. fyrst og fremst sálrænar ástæður enda þótt líkamleg einkenni og líkamlegur sársauki fylgi. Og svo er ímyndunarveikin. ímyndunarveikum verður flest að sjúkdómi. Finni hann til ónota í maga telur hann óðara víst, að hann sé kominn með magakrabba (og senni- lega ólæknandi). Finni hann til svima þykist hann vita, að hjartaáfall sé yfirvofandi. Þaö er oft hægar ort en gert að telja þessa sjúklinga af ímyndunum sínum. Þeir eru allvissir í sinni sök og taka því oft ekki vel er læknar segjast ekkert geta gert fyrir þá. (í Bandaríkjunum er ekki óalgengt, aö ímyndunarsjúklingar séu skornir upp til þess eins aö sefa þá er fortölur duga ekki. Þaö eru líka mörg dæmi þess, að læknar neituðu að skera, sjúklingar fyrtust við og leituöu annaö, vanalega til skottulækna og þá stundum meö hörmulegum afleiðing- um). Mjög margir komast aldrei yfir ímyndunarveiki sína vegna þess, að þeir leita ekki læknis viö því sem að þeim gengur í raun og veru heldur aöeins einkennunum, sem þeir þykjast finna til (og finna oft til). Og þau eru óþrjótandi: ef tekst aö eyöa einu er að stýra. Þegar ímyndunarsjúklingar komast á fullorðinsár eru þeir stund- um orðnir svo uppteknir af sér og sjúkdómum sínum, aö þeir hafa enga hugsun eöa tilfinningar aflögu handa öðrum. Aftur á móti notfæra þeir sér veikindin sífellt til þess aö vekja samúö og ástúð. En vopnuö snýst oft í höndum þeirra: vinir og ættingjar fara aö foröast þá, og þeir veröa æ fremur einmana. Aö lokum getur þar komiö, aö enginn nenni aö hlusta á harmatölur þeirra nema læknirinn og gerir hann þaö þó ekki meö glööu geöi þar sem hann vill um fram allt lækna þá, en þeir streitast á móti. Þaö er þá orðiö þeim nauösyn aö vera „veikir“... Af framansögöu ætti aö vera Ijóst, aö þaö er ekki hægöarleikur að lækna ímyndunarsjúklinga. Og þaö er varla á færi læknis eins; þar þurfa fleiri aö hjálpa til. ímyndunarsjúklingur veröur ekki læknaöur meðan honum helzt uppi aö nota „sjúkdóms"einkenni sín til þess aö vekja samúö annarra, snúa þeim í kringum sig, og koma sér undan ábyrgö og skyldum. Fyrst er aö gera sér grein fyrir þessu. Svo verður að snúa við blaöinu, hætta aö kenna í brjósti um manninn og ala þannig á veikindum hans. Það verður að koma hreinskilnislega fram við hann, neita að hlýða á hinar endalausu harmatöl- ur og segja honum einfaldlega aö maöur trúi þeim ekki nema rétt í meöallagi. Hins vegar á aö sýna honum nærgætni og tillitsemi þegar hann kvartar ekki. Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.