Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 13
minnihlutanna, andinn sem þeim er eölislægur, hefir uppgötvaö veröld þar sem hátíöleg alvara og mikilleiki eru ekki til — uppgötvað afkáraleik þess heims. Sögumynd Hegels — þá mynd þar sem sagan er spök af viti og sífellt, eins og iöin skóiatelpa, á uppleiö um framfarastigann — hana hafa Kafka og Hasek jarðsett í kyrrþey. í þeim skilningi erum viö arftakar þeirra. Kímnin hjá okkur í Prag er stundum ekki auöskilin. Gagnrýnendur tóku Milos Forman til bæna af því aö í einni af myndum sínum kom hann áhorfendum til aö hlæja þar sem þeir áttu ekki aö hlæja; þar sem þaö var óviðeigandi. En er þetta ekki einmitt kjarni málsins? Kómedían er ekki í heiminn komin til aö liggja hlýöin og auösveip í einhverri skúffu undir gamanleiki, skopleiki og skemmtiþætti, þó „alvarlega hugsandi" menn vilji hemja hana þar. Kómedían er alls staöar, í okkur öllum; fylgir okkur eins og skuggi, jafnvel í ógæfunni; situr fyrir okkur eins og bjargsnös. Öguð hlýðnin í Jósef K. gerir hann kómískan, og saga hans þeim mun meiri harmsaga. Hasek hlær á blóövellin- um, og manndrápið veröur þeim mun óbærilegra. Þaö er nefnilega huggun í harmleiknum. í harmleiknum getum viö látið okkur finnast aö viö séum mikil og merkileg. Fólk sem á sér harmsögu getur sagt hana meö stolti. Ef menn vantar harmvíddina í tilveru sína, ef mann þekkja einungis kómedíu lífsins, eiga þeir engan kost á háum hugmyndum um sjálfa sig. Þegar eg kom til Frakklands var ekkert sem eg furöaöi mig eins á og munurinn á tékkneskri og franskri kímni. Frakkar eru dæmalaust kímnir, fyndnir og kátir. En þeir taka sjalfa sig og heiminn hátíðlega. Viö Tékkar erum miklu daprari í lund, en viö tökum ekkert hátíölega. Alla mína tíö í Tékkóslóvakíu baröist eg gegn því að bókmenntir væru geröar aö einberu áróöurstæki. Hvaö sé eg svo þegar eg kem til vesturlanda nema þaö, aö hér skrifa menn um bókmenntir svokallaðra Austur-Evrópulanda eins og þær væru í raun ekkert annaö en áróöurstæki, hvort heldur fyrir komm- únisma eöa gegn. Eg verö aö játa aö eg er ekki hrifinn af oröinu „andóf,“ allra síst þegar þaö er haft um listir. Þaö sver sig beint í ætt viö þann rangsnúning sem umhverfir öllu í stjórnmál og hugmynda- fræði og lamar hvert listaverk. Skáldsögur Tibors Dérys, kvikmyndir Milosar Formans — eru þær andóf eöa ekki? Þær veröa ekki dregnar f neinn slíkan dilk. Sá sem ekki getur litið á list sem honum berst frá Prag eöa Búdapest nema eftir svona forheimskandi pólitískri forskrift myrðir listaverkin af engu minni" grimmd en verstu kenningarþrælar stalínismans. Og honum er fyrirmunaö aö heyra hina réttu rödd þessarar listar. Þaö sem gefur henni gildi er ekki aö hún áfellist eina eöa aöra landsstjórn eöa stjórnarfar, heldur hitt, aö hún hefir fram aö flytja nýjan vitnisburö um manninn, reistan á félagslegri og mannlegri reynslu sem menn hér vestra geta ekki einu sinni gert sér í hugarlund. Ykkur sem kallið þaö „ábyrga afstööu (commitment) að bókmenntir séu í þjónustu einhverrar pólitískrar trúarjátn- ingar, vil eg segja berum orðum, aö slíkar bókmenntir eru ekkert annaö en fjölda- fylgd (conformity) af alversta tagi. Rithöfundur öfundar alltaf hnefaleikara eöa byltingarmann. Hann vill gera eitthvaö, og af því hann langar til aö eiga beinan hlut aö „raunveruleikanum", skrifar hann í þágu póiitískra markmiöa sem liggja beint viö þá og þá stundina. En skáldsagan afneitar ekki fjöldafylgd meö því aö samsamast róttækri andstööu í stjórnmálum, heldur meö því aö sýna tilveruna í nýju, óháöu, einstæðu Ijósi. Meö þessu móti einu getur skáldsagan ráöist gegn viöteknum skoöunum og sjónarmiöum. Sumir ritskýrendur eru haldnir þeirri Framhald á bls. 15 Nýtt og sterkt tromp á hendi frá Fiat í flokki vel búinna, miðlungsstórra fjölskyldubíla BILAR Samkeppnin á millistærðar- markaðnum í Evrópu er hörð og nýjar tálbeitur koma fram á ári hverju. Nýjasta tálbeitan frá Fiat-stórveldinu er auðkennd með 132-2000 og lítur að sjálfsögðu út — eins og Fiat. Allir meiri háttar bílar í pessum flokki kosta nú orðið öðru hvoru megin viö 4 milljónir og svo er um þennan: Fiat 132 kostar 3,8 milljónir. Þær breytingar hafa orðið á niður- rööun hjá Fiat, að hætt hefur verið framleiðslu á Fiat 130, sem á sínum tíma átti að vera tilraun til innrásar í Benz-klassann, sem stundum er nefndur svo. Með öörum orðum: Stór lúxusbíll á Evrópumælikvarða meö ríkulegum búnaði. Hinir fjáöu héldu samt áfram að kaupa Benz eða Jaguar eða Maserati, enda heitið Fiat orðið svo kyrfilega samtengt fremur ódýrum smærri bílum, að undir pví er erfitt um vik að sannfæra kaupendur dýrra bíla. Fiat 131 Mirafiori og Fiat 132 hafa um skeið verið milíistæröargerðir, sem hlotið hafa útbreiöslu og veru- legar vinsældir. Nú pegar hætt hefur verið framleiðslu á peim stóra Fiat 130, hefur Fiat 132 hlotið í arf ýmiskonar ágæti eins og pegar ríkur frændi fellur frá. Að utanverðu hafa engar meiri háttar breytingar átt sér staö að pví undanskildu, aö einhver verklegasti gúmmílisti í samanlögð- um bílaiðnaðinum er nú kominn utan á hliðina og fer vel, enda hefur löngum verið ausið lofi á ítáli fyrir örugga formkennd og hæfni við hönnun. En listinn er par aö auki hinn parfasti hlutur; tekur áreiðanlega við mörgum skrámum, sem annars lentu á hurðum og brettum og væri betur að fleiri tækju sér Þessa gúmmígjörð til fyrirmyndar. Að öðru leyti heldur Fiat 132 peim megineinkennum aö vera kantaöur meö háum rúðum og par af leiðir gott útsýni og birta, sem verður aö telja mikilsvert frá öryggissjónarmiöi. Að innanverðu birtist arfurinn frá Fiat 130 í pá veru, að sæti og innrétting eru meö töluverðu lúxus- ívafi; allt er klætt með plussi, loftiö líka. Sætin eru vel formuð, rými ágætt á alla kanta og par að auki er ausiö í bilinn ýmiskonar smápægind- um, sem hingað til hefur aðeins pótt tilhlýðilegt að hafa á boðstólum í dýrum bílum. Þar á meðal má nefna stillanlegt stýri og rafknúnar rúður. Mælaborðið er fremur af framúr- stefnuættinni og vel búið mælum, en bíllinn sem hér um ræðir var búinn pýzkri Borg-Warner sjálfskiptingu, sem skiptir í um pað bil 3000 snúningum pr. mínútu í venjulegum akstri, en 4000 snúningum, þegar verulega er gefið inn. Fiat 132-2000 er búinn power-stýri af peírri gerö, sem pyngist smám saman, eftir pví sem hraðinn eykst. Það er í senn pægilegt og til öryggis. i annan stað parf ekki aö snúa stýrinu einhver ósköp eins og tíökast í amerískri bilagerð. Stýrið er í fáum orðum sagt mjög gott, mátulega létt og bíllinn er stöðugur í rásinni. Diskahemlar eru á öllum hjólum; peir FIAT132 2000 Vélin í Fiat 132 er fjögurra strokka og annaö hvort 107 hestöfl (SAE) eða 122 hestöfl í 2 lítra gerðinni, sem hér er til umræðu. Viðbragöshraðinn er góður: 11,8 sek í hundraðið með minni vélinni og 11 sek. sléttar með 122 hestafla vélinni. En pað er miöaö við beinskiptingu. Svissneska bílaár- bókin, sem talin er til áreiöanlegustu heimilda og ævinlega er stuöst við í þessum þáttum, nefnir ekki við- bragðshraðann með sjálfskiptingu, en hann er eitthvaö minni. Hámarks- hraðinn með stærri vélinni er 170 km á klst. Þyngdin er ekki nema 1105 kg og verða pví ekki nema 10,2 kg á hvert Din-hestafl, sem er gott orku- hlutfall. Lengdin er 4,39 m, breiddin 1,64 m og hæðin 143,5. Með sjálf- skiptingu er eyðslan 11,1 lítri á hundraöiö samkvæmt fyrrgreindri heimild, en 9,8 lítrar með beinskipt- ingu. Gísli Sigurðsson. læsast aldrei og er erfitt að finna hemla, sem taka peim fram. Fiatinn er eins og hugur manns í akstri og mjög erfitt að finna honum nokkuð tii foráttu. Farangursrýmið er stórt og heillegt, barnalæsingar á afturhurðum, sérstök lituð sól- skyggni að framan og einnig til hliðanna. Allt sýnist petta sniðið fyrir afslappaðan fjölskylduakstur, með börnin aftur í. Sem sagt: Fiat 132-2000 lítur í fljóti bragði vel út, en einni veigamikilli spurningu verður pó ekki svaraö hér. Sú spurning snýst um endinguna. Mín reynsla af Fiatbílum, — ódýrari geröum að vísu, — hefur verið sú, að peir voru ævinlega ánægjulegir í akstri og ágætir, þegar peir voru í lagi. En pví miöur voru peir alltof oft í ólagi og margt reyndist heldur óvandað. Fiat hefur til pessa átt erfitt með að leysa paö grundvallaratriði, að gangsetning sé örugg. í nýlegri könnun sem fram fór í Bandaríkjun- um, kom í Ijós, aö Fiat var sá bíll á öllum bílamarkaðnum, sem átti við mesta gangsetningarerfiðleika að stríða. Allt petta veröur aö hafa í huga, en sá sem hér var reyndur, fór í gang eins og klukka og ekki gaf hann vísbendingu um neitt, sem ástæða væri að hafa áhyggjur af. Kannski er líka búiö að bæta úr ýmsum peim sjúkdómum, sem hrjáð hafa Fiat. Og raunar er líklegt og jafnvel víst, aö peir kvillar koma síður fram í svo vandaðri gerð sem Fiat 132.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.