Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Page 2
Jóhann Hjálmarsson FJÖGUR ÞÝDD UÓÐ Gullaume Appollinaire ÁLETRUN Á LEIÐI TOLLÞJÓNSINS OG MÁLARANS HENRI ROUSSEAU siöngutemjarinn. Málverk eftir næfistann Henri Rousseau. Kæri Rousseau heyriröu til okkar Viö heilsum þér Delaunay og kona hans Monsieur Queval og ég Láttu okkur sleppa tollfrjálst gegnum hliö himnaríkis Viö skulum taka meö okkur pensla liti og striga svo aö þú getir í helgum frítímum þínum í sannri birtu málaö andlit stjarnanna eins og þú málaðir einu sinni mynd af mér Blaise Cendrars ÓRÍON Hann er stjörnumerkiö mitt Hann líkist hendi Hann er hönd mín stigin upp til himna í stríöinu sá ég Óríón gegnum skotrauf Þegar loftskipin vörpuöu sprengjum á París komu þau alltaf frá Óríón í dag logar hann beint fyrir ofan mig Stórsiglan stingst gegnum lófann svo aö mig verkjar Eins og í hendinni sem var slitin af mér og spjót stendur alltaf gegnum Reiner Kunze UPPREISN 1 Á mynd af Lenín haföi D., nemandi í 10 ára bekk, teiknað gleraugu og sítt hár. Opinberlega. Af þeim sökum aö hann haföi komiö hættulega nærri óvinum verkalýösstéttarinnar, nánast gerst handbendi heimsveldissinna, var honum stillt upp í miöju skólaportinu. Refsing: athugasemd, færö í bekkjarbókina sem mun fylgja honum alla ævi. 2 Þú spyrö hvers vegna alla ævi. Lenín veröur honum ekki framar aö liöi, dóttir. Jan Skácel ÞAÐ SEM EG ELSKA Af því sem gott er elska ég eldinn og svart silfur stjarnanna handan viö linda næturinnar. Silfriö svarta og forn orö sem notuö voru þegar slegiö var til riddara: Þol þessi þrjú högg og meira ekki Af því sem gott er elska ég daginn þegar voriö leggur reiötygi á vakra hesta, bláa beislistauma og rósrauða hnakka. Þaö kemur aftur á hverju ári. Voriö gleymir ekki gömlum vinum. Af öllu því sem gott er elska ég mest forna ást okkar sem ryö fellur ekki á og ég dýrka þig takmarkalaust: Ástin er gærdagsins, hún fæöist í dag og hún varir á morgun. Þol þessi þrjú högg og meira ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.