Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 2
Horft á heiminn Eftir Gabriel Laub Lærið, lærið — og þetta þriðja Iþeim löndum sem einhverra hluta vegna kenna sig við sósíalisma blasa hvarvetna við fólki þessi orð Leníns: „lærið, lærið, lærið!“. í Prag ganga margar sögur af stórleikaranum Jaroslav Vojta sem raunar er frábær brandarakall þó hann sé að vísu annálaður fyrir það að glutra jafnaðar- lega hápunkti sögunnar niðrí klúður. Þannig er frá því sagt að þegar hann var einhvemtíma beðinn að fara með fyrrgreind spekiorð Leníns þá svaraði hann að bragði: „Lærið, lærið... ha, djöfullinn sjálfur, hvað var nú þetta þriðja?" Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las það í blaði nýlega að tveir peninga- falsarar í Bæem hefðu skilað svo herfílegri „framleiðslu" að þeir voru óðara teknir og settir á bakvið lás og slá. (Mér er ekki kunnugt um það hvort rétturinn í Múnehen þyngdi dóminn yfir mönnunum vegna glæpsamlegs fúsks við fölsunarstörf- in; það væri að sönnu vonandi og mætti gilda um fleiri en peningafalsarana.) Segja má að orð Leníns hafi þama sannast eina ferðina enn — mönnunum var nær að læra, læra og læra betur áðuren þeir sneru sér að jafn listilegu starfí og framleiðsla peningaseðla verður að teljast. Raunar höfðu þeir báðir ögn verið að læra: á kópéringamámskeiðum og líka í einkatímum hjá konu einni sem vitaskuld hafði ekki hugboð um þau listaverk sem mennirnir höfðu í bígerð. Af þessu tilstandi öllu má eitt af tvennu ljóst vera. Annaðhvort hafa þessir falsar- ar látið gróðafíknina hlaupa með sig í gönur, lært of lítið og sannað þarmeð speki- orð Leníns um þrefaldan lærdóminn. Nema það mætti líka hugsa sér að þeir hafí verið að læra og læra en bara gleymt þessu héma þriðja — semsé að þá hafí skort alla hæfíleika til jafn göfugrar listar. Ekki væm þeir einir um það, blessaðir falsaramir sem varla þurfa fínleikann til neins í sínum störfum nema rétt bara handverksins. Þeir væm í góðum félagsskap. Nútildags trúir fólk því nefnilega að það sé fært um að læra hvað sem er bara með því að lesa réttar bækur eða fara á réttu námskeiðin. Hvort heldur menn ætla sér að verða frístundasmiðir ellegar iistvinir, rithöfundar eða spákellingar, afburðakokkar eða fræknir elskhugar — þá em undantekningarlaust til bækur um það og námskeið haidin í þessu. Það getur svo legið milli hluta hvort bókahöfund- amir og námskeiðafyrirlesaramir hafa minnstu von um neinn árangur — fyrir þetta klóra þeir inn nokkrar krónur og það er nóg; bókakaupandinn og maðurinn á nám- skeiðinu verður hinsvegar að trúa sem fastast á mátt lærdómsins, enda til lítils að vera með neinar efasemdir. Þannegin bóklærður kokkur getur brasað rándýrt kjöt svoleiðis nákvæmlega eftir fyrirmælunum þangaðtil steikin hans bragðast einsog hótunarbréf frá Gjaldheimt- unni. Annar kannski sveiflar sér uppí bólið með utanbókarlærðum tilburðum úr einhveiju Sjafnaryndinu og kemst að þvi sér til undrunar að þetta er voða lítið gaman. Og svo er þaðsem enn verra er: margir hafa svo óbifanlega trú á þessum lærdómi sínum að þeim bragðast steikin og hugnast formúlubólfarir alveg burtséð frá því sem þeim í raun kann að fínnast um þetta. Gott skal það vera því menn eru búnir að læra, læra... og hafa engu gleymt nema þessu þriðja: að það verður engum list sem hann leikur nema einhver vottur af hæfíleikum sé fyrir hendi. (Og því íjórða gleyma menn líka margoft, sémsé því að hverri list, hvortsem það er peningafölsun eða matseld, málverk eða bólfar- ir, fylgir jafnaðarlega áhætta sem enginn kennari getur tekið fyrir mann.) A þessari gleymsku byggjast orðið heilu atvinnugreinamar, tilaðmynda sálfræði- ráðgjöfín. Sálfræðingur þyrfti helst að vera mannþekkjari, því sálin er inní mann- eskjunni einhverstaðar en hreint ekki í bókum; flestir þeir sem titla sig Dipl. Psych. hafa þó aldrei neitt kynnt sér nema lærða doðranta fulla af hugtökum sem þeir nota í staðinn fyrir venjuleg orð, sem útaf fyrir sig er verkefni fyrir sálfræðing að skilja. Námið gaf þeim aldrei neinn tíma tilað kynnast fólki. Þegar menn koma til svona fræðinga — einsog henti vinkonu mína eina — með ósvikið vandamál utanúr lífinu þá hefur sá góði maður barasta áhuga á því hvemig manneskjan hafí verið látin á koppinn í bemsku. Því hann verður sko að koma henni í skema úr einhverri kennslubókinni, úr því hann kann ekkert á lifandi manneskjur. Skemmt- un hefur maðurinn lært, lært og lært. Raunverulega hef ég aldrei dregið orð Leníns um mikilvægi lærdómsins neitt í efa, enda vissu menn þetta á undan honum. Núorðið þykir mér samt einsog meiri sannfæringarkraftur í skrýtlunni hans Vojta. Menn skyldu því læra og læra en gleyma samt ekki þessu þriðja. Og heldur ekki þessu fjórða. fal L Ll ÓíM "0 f ! l! LölLdLi iJLbJ Malarastúlkan fagra Arið 1821 kom út ljóðabók eftir Wilhelm MÚller og fremst í henni voru kvæðin um malarastúlkuna fögru. Sagan segir að Schubert hafi kom- ið í heimsókn til gamals skóla- bróður og rekist þar á bókina og séð í einu vettvangi að þar var efniviður sem hentaði honum og hvarf á brott með hana. Daginn eftir á hann að hafa skilað henni aftur og til að afsaka að hann tók bókina ófrjálsri hendi sýndi hann vini sínum nokkur sönglög sem hann hafði gert við fyrstu kvæð- in. Það hefir verið haft fyrir satt að fyrstu lögin hafi verið samin í maímánuði 1823. Líf Schuberts var ekki dans á rósum um þetta leyti. Hann veiktist og dvaldist í sjúkrahúsi, en samningu laga- flokksins miðaði samt áfram. Eifersucht und Stoltz er samið í október 1823 og Die shöne Miillerin var gefín út 1824 sem op. 25 eftir Schubert. Síðan þá hefír þessi lagaflokkur um hverf- lyndi ástarinnar og hugraun malarasveinsins sem trúir lækn- um fyrir tilfinningum sínum verið eitt af sígildum viðfangsefn- um allra góðra ljóðasöngvara og óperusöngvararnir hafa einnig reynt sig við að flytja þennan óð æskunnar og ástarinnar í öllu sínu litrófí. Einn þeirra sem nýverið hefír sungió þetta verk inn á hljómplötu er mexíkanski óperu- söngvarinn Francisco Araiza. Hann er þekktur sem góður Moz- artsöngvari og syngur í óperum Donizettis við góðar undirtektir, en hann hefír einnig sungið söng- lög Shuberts á tónlistarhátíðum í Hohenems og þar á meðal Mal- arastúlkuna fögru við góðar undirtektir svo að talið er að síðan Fritz Wunderlich leið hafí ekki annar en Arazia túlkað gleði ög sorg malarasveinsins með jafn glæsilegri rödd. Margir ljóða- söngvarar, jafnt barítónsöngvarar sem tenórar — sem verkið er skrifað fyrir, hafa sungið þetta verk á hljómplötur og má þar nefna Peter Pears, Peter Schreier og Patridge að Wunderlich ógleymdum og úr hópi barítón- söngvara má nefna sjálfan Fisch- er-Dieskau, Hermann Prey og Gerard Souzay, sú plata hefír verið gefin út á ný og þar er Dalton Baldwin við flygilinn. Ir- win Gage leikur með Araiza (DG digital 415 347), hann er tæplega jafnoki Geralds Moore eða Britt- ens svo að tveir afburðamenn séu nefndir. Engu að síður er enginn svikinn af þessari plötu. A.K. Hrotur eru ekki heilnæmar Menn mega ekki skilja fyrirsögnina svo, að það sé lífshætta á ferðum að einhverju leyti, þegar fólk hrýtur í svefni. En það eru hrotur með stuttum hléum á and- ardrætti, apnea á útlensku, sem menn eru farnir að líta á sem hættumerki. Menn grunar að hrotur og andardráttarhlé geti haft áhrif á efnaskipti í líkaman- um og þar með á þau gangverk sem stjórna blóðrásinni. Á vegum háskólans í Helsing- fors hefur verið gerð rannsókn varðandi menn sem dáið hafa skyndi)ega og af óskýranlegum ástæðum á aldrinum 37—75 ára, og bendir hún til þess að samband sé á milli hjarta- og æðasjúkdóma og hrota og andardráttarhléa. Þeim sem hrutu var greinilega mun hættara við að deyja úr ýmsum hjarta- og æðasjúkdóm- um. Þetta viðfangsefni, sem menn hafa gefíð lítinn gaum, fram til þessa, hefur einnig verið tekið til meðferðar annars staðar á Norð- urlöndum. Á Glostrup-sjúkrahús- inu í Kaupmannahöfn hafa verið könnuð vandamál varðandi svefn hjá 800 mönnum og konum sjö- tugum að aldri, sérstaklega hrotur, með hliðsjón af hjarta- og æðasjúkdómum. 65 prósent karla og 35 prósent kvenna sem hrutu ákaflega, voru greinilega frábrugðin þeim sem ekki hrutu. Yfirleitt höfðu þau hærri blóð- þrýsting og þeim var hættara við að fá kransæðastíflu, hjartaslag og heilablæðingu. Hrotufólk þetta var að jafnaði í þyngra lagi, en það reykti ekki meira en hitt sem ekki hraut. Af þessu hafa sérfræðingar sem rannsaka svefn, komist að þeirri niðurstöðu að það verði að skoða þá sjúklinga betur, sem leita til lækna vegna vanda, sem þeir eiga í varðandi svefn og þar á meðal hrotur. Það á ekki einfaldlega að gefa þeim svefnpillur, heldur kanna hvort svefntruflanir séu merki um sjúkdóm sem að baki Ieynist. (Farmand)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.