Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 13
menn ok víða rænt. „Fara þeir þó,“ segir hann, „skjótt ok ákafliga. Vætti ek, at eigi myni áðr langt líða en þeir myni hér niðr koma." Síðan reri jarl alla fjörðu inn með öðru landi, en út með öðru, fór dag ok nótt ok hafði njósn it ofra um Eið, svá suðr í Fjörðu, svá ok norðr, þar er Eiríkr fór með t herinn. Þess getr í Eiríksdrápu. Fór Eiríkr jarl með herinn norðan sem snúðuligast. Xxxix. Kapítuli Sigvaldi jarl helt liði sínu norðr um Stað, lagði fyrst til Hereyja. Landsmenn, þótt vík- ingar fyndi, þá sögðu þeir aldri satt til, hvat jarlar höfðusk at. Víkingar herjuðu, hvar sem þeir fóru. Þeir lögðu útan at Höð, runnu þar upp ok herjuðu, færðu til skipa bæði man ok bú, en drápu karla þá, er vígt var at. En er þeir fóru ofan til skipa, þá kom til þeira gamall bóndi einn, en þar fór nær sveit Búa. Bóndinn mælti: „Þér farið óhermannliga, rekið til strandar kýr ok kálfa. Væri yðr meiri veiðr at taka björninn, er nú er nær kominn á bjarnbásinn." „Hvat segir karl?“ segja þeir. „Kanntu nökkut segja oss til Hákonar jarls?" Bóndi segir: „Hann rari í gær inn í Hörundarfjörð. Hafði jarl eitt skip eða tvau, eigi váru fleiri en þijú, ok hafði ekki til yðvar spurt." Þeir Búi taka þegar á hlaup til skipanna ok láta laust allt herfangit. Búi mælti: „Njótum vér nú, er vér höfum fengit njósn, ok verum næstir sigrinum.“ En er þeir koma á skipin, róa þeir þegar út. Kallaði Sigvaldi jarl á þá ok spurði tíðenda. Þeir segja, at Hákon jarl var þar inn í fjörðinn. Síðan leysir jarl flotann ok róa fyrir norðan eyna Höð ok svá inn um eyna. Xl. Kapítuli Hákon jarl ok Eiríkr jarl, sonr hans, lágu í Hallkelsvík. Var þar saman kominn herr þeira allr. Höfðu þeir hálft annat hundrað skipa ok höfðu þá spurt, at Jómsvíkingar höfðu lagt útan at Höð. Roru þá jarlar sunnan at leita þeira, en er þeir koma þar, sem heitir Hjörungavágr, þá finnask þeir. Skipa þá hvárirtveggju sínu liði til atlögu. Var í miðju liði merki Sigvalda jarls. Þar skipaði Hákon jarl til atlögu. Hafði Sigvaldi jarl tuttugu skip, en Hákon sex tigu. í liði Hákonar jarls váru höfðingjar Þórir hjörtr af Hálogalandi, annarr Styrkárr af Gimsum. í annan fylkingararm var Búi digri ok Sigurðr, bróðir hans, með tuttugu skipum. Þar lagði í móti Eiríkr jarl Hákonarson sex tigu skipa ok með honum þessir höfðingjar: Guðbrandr hvíti af Upplöndum ok Þorkell leira, víkverskr maðr. I annan fylkingararm lagði fram Vagn Ákason með tuttugu skip- um, en þar í mót Sveinn Hákonarson ok með honum Skeggi af Yijum af Upphaugi ok Rögnvaldr ór Ærvík af Staði með sex tigum skipa. Síðan lögðu þeir saman flotann, ok teksk þar in grimmasta orrosta ok fell mart af hvárumtveggjum ok miklu fleira af Hákonar liði, því at Jómsvíkingar börðusk bæði hraustliga ok djarfliga ok snarpliga ok skutu allt í gögnum skjölduna, ok svá mikill vápnaburðr var at Hákoni jarli, at brynja hans var slitin til ónýts, svá at hann kastaði af sér. Xli. kapítuli Jómsvíkingar höfðu skip stærri ok borð- meiri, en hvárirtveggju sóttu it djarfasta. Vagn Ákason lagði svá hart fram at skipi Sveins Hákonarsonar, at Sveinn lét á hömlu síga, ok helt við flótta. Þá lagði þannug til Eiríkr jarl ok fram í fylking móti Vagni. Þá lét Vagn undan síga, ok lágu skipin sem í fyrstu höfðu legit. Þá réð Eiríkr aptr til liðs síns, ok höfðu þá hans menn undan hamlat, en Búi hafði þá höggvit tengslin ok ætlaði at reka flóttann. Þá lagði Eiríkr jarl síbyrt við skip Búa, ok varð þá höggorr- osta in snarpasta, ok lögðu þá tvau eða þijú Eiríks skip at Búa skipi einu. Þá gerði illviðri ok él svá mikit, at haglkornit eitt vá eyri. Þá hjó Sigvaldi tengslin ok snori undan skipi sínu ok vildi flýja. Vagn Ákason kallaði á hann, bað hann eigi flýja. Sigvaldi jarl gaf ekki gaum at, hvat hann sagði. Þá skaut Vatn spjóti at honum ok laust þann, er við stýrit sat. Sigvaldi jarl rori í brot með hálfan fjórða teg skipa, en eptir lá hálfr þriði tegr. Þá lagði Hákon jarl sitt skip á annat borð Búa. Var þá Búa möhnurn skammt höggva í millum. Vígfúss Víga- Glúmsson tók upp nefsteðja, er lá á þiljun- um, er maðr hafði áðr hnoðit við hugró á sverði sínu. Vígfúss var allsterkr maðr. Hann kastaði steðjanum tveim höndum ok færði í höfuð Ásláki hólmskalla, svá at geirrinn stóð í heila niðri. Áslák höfðu ekki áðr vápn bitit, en hann hafði höggvit til beggja handa. Hann var fóstri Búa ok stafn- búi. En annarr var Hávarðr höggvandi. Hann var inn sterkasti maðr ok allfrækn. í þessi atsókn gengu upp Eiríks menn á skip Búa ok aptr at lyptingunni at Búa. Þá hjó Þorsteinn miðlangr til Búa um þvert ennit ok í sundr nefbjörgina. Varð þat all- mikit sár. Búi hjó til Þorsteins útan á síð- una, svá at í sundr tók manninn í miðju. Þá tók Búi upp kistur tvær, fullar gulls, ok kallar hátt: „Fyrir borð allir Búa liðar.“ Steypðisk Búi þá útan borðs með kistumar, ok margir hans menn hljópu þá fyrir borð, en sumir fellu á skipinu, því at eigi var gott griða at biðja. Var þá hroðit allt skip Búa með stöfnum ok síðan hvert at öðm. Síðan lagði Eiríkr jarl at skipi Vagns, ok var þar allhörð viðrtaka, en at lykðum var hroðit skip þeira, en Vagn handtekinn ok þeir þrír tigir ok fluttir á land upp bundnir. Þá gekk til Þorkell leira ok segir svá: „Þess stengðir þú heit, Vagn, at drepa mik, en mér þykkir hitt nú líkara, at ek drepa þik.“ Þeir Vagn sátu á einni lág allir saman. Þorkell hafði mikla exi. Hann hjó þann, er útast sat á láginni. Þeir Vagn vám svá bundnir, at einn strengr var snúinn at fótum allra þeira, en lausar vám hendr þeira. Þá mælti einn þeira: „Dálk hefi ek í hendi, ok mun ek stinga í jörðina, ef ek veit nökkut, þá er höfuðit er af mér.“ Höfuð var þeim höggvit, ok fell niðr dálkr ór hendi honum. Þá sat maðr fríðr ok hærðr vel. Hann sveip- ði hárinu fram yfir höfuð sér ok rétti fram hálsinn ok mælti: „Gerið eigi hárit í blóði.“ Einn maðr tók hárit í hönd sér ok helt fast. Þorkell reiddi at exina. Víkingrinn kippði höfðinu fast. Lét sá eptir, er hárinu helt. Reið oxin á báðar hendr honum ok tók af, svá at oxin nam í jörðu stað. Þá kom at Eiríkr jarl ok spurði: „Hverr er þessi maðr inn fríði?" „Sigurð kalla mik,“ segir hann, „ok em ék kenningarsonr Búa. Eigi em enn allir Jómsvíkingar dauðir." Eiríkr segir: „Þú munt vera at sönnu sannr sonr Búa. Viltu hafa grið?“ „Þat skiptir, hverr býðr,“ segir Sigurðr. „Vil ek þá,“ segir hann. Var hann þá tekinn ór strenginum. Þá mælti Þorkell leira: „Viltu, jarl, þessa menn alla láta grið hafa, þá skal aldri með lífí fara Vagn Ákason" — hleypr þá fram með reidda oxina, en víkingr Skarði reiddi sik til falls í strenginum ok fell fyrir fætr Þorkatli. Þorkell fell flatr um hann. Þá greip Vagn exina. Hann reiddi upp ok hjó Þorkel með banahögg. Þá mælti jarl: „Vagn, viltu hafa grið?“ „Vil ek,“ segir hann, „ef vér höfum allir.“ „Leysi þá ór strenginum," segir jarl, ok svá var gört. Átján vám drepnir, en tólf þágu grið. XLII.KAPÍTULI ___ Hákon jarl ok margir menn með honum sátu á tré einu. Þá brast strengr á skipi Búa, en ör sú kom á Gizur af Valdresi, lendan mann. Hann sat næst jarli ok búinn allvegliga. Síðan gengu menn á skipit út, ok fundu þeir Hávarð höggvanda ok stóð á knjám við borðit út, því at fætr vám af honum höggnir. Hann hafði boga í hendi. En er þeir kómu á skipit út, þá spurði Há- varðr: „Hverr fell af láginni?" Þeir sögðu, at sá hét Gizurr. „Þá varð minna happit en ek vilda,“ segir hann. „Ærit var óhappit," segja þeir, „en eigi skaltu vinna fleiri" — ok drepa hann. Síðan var valrinn kannaðr ok borit fé til hlutskiptis. Hálfr þriðji togr skipa var hroðinn af Jómsvíkingum. Síðan skilja þeir her þenna. Ferr Hákon jarl til Þrándheims ok líkaði stórilla, er Eiríkr hafði grið gefit Vagni Ákasyni. Þat er sögn manna, at Hákon jarl hafi í þessi orrostu blótit til sigrs sér Erlingi, syni sínum, ok síðan gerði élit, ok þá snori mannfallinu á hendr Jómsvíkingum. Eiríkr jarl fór þá til Upplanda ok svá austr í ríki sitt, ok fór Vagn Ákason með honum. Þá gipti Eiríkr Vagni Ingibjörgu, dóttur Þorkels leim, ok gaf honum langskip gott með öllum reiða ok fekk honum skipan til. Skilðusk þeir inir kærstu vinir. Fór þá Vagn heim suðr til Danmerkr ok varð síðan ágætr maðr, ok er mart stórmenni frá honum komit. Leiðrétting Laugardaginn 7. júní sl. birtist í Lesbók grein undir fyrirsögninni „Hikandi skref" eftir Eirík Jónsson, sem því miður varð Tómasson í Lesbókinni af einhveijum óskilj- anlegum ástæðum. Greinin er athugasemd við niðurstöðu Sveins Skorra Höskuldssonar um ljóð eftir Gunnar Gunnarsson skáld. Eiríkur Jónsson hefur oft áður skrifað í Lesbók, t.d. um föng Halldórs Laxness. Hann er frá Prestbakka í Hrútafirði, var áður kennari á Laugarvatni og síðan lektor við Kennaraháskólann. Elísabet Jökulsdóttir Sólgleraugu Auðvitað er heimurinn hættulegur sagði hann þegar hún hallaði sér að honum í ýturvöxnum sófa í augnmjúku myrkri tónlistarinnar og bað hann að gæta sín: Heimurinn væri svo stór og hún svo lítil og ægilega hrædd í þessum hættulega heimi þá endurtók hann: Auðvitað er heimurinn hræddur. Eru blá eldfjöll Auðvitað þori ég hvorki né vil segja þér hvemig mér líður mér finnst ég vera fjall og þú ert annað Ijall blátt Elísabet Jökulsdóttir er skáld og húsmóðir í Reykja vík. Vilhjálmur H. Gíslason Horft til baka Yfir fjallið feykir vindur snjó en fólur máni hlær að skýja baki, rústin þar sem bóndinn áður bjó er bundin frostsins heljartaki. Hér sólin skein við glöðum bæjarbrag barðist líf og dauði um æðstu völdin, hér streittist fólkið sérhvem drottins dag við dagleg störf, sem entust fram á kvöldin. Sér léku bömin bæjarhólnum á að brotnum gleijum, legg og sauðavölum, hvert brotið gler var gimsteinn álfum frá en gamlir kjáíkar hjörð í grænum dölum. Brátt svo tóku árin önnur við æskan hvarf, bömin urðu að mönnum, þau kvöddu sveitarinnar fagran frið og fóm burt að sinna öðmm störfum. Þá urðu hjónin aðeins eftir cin að yrkja það, sem jörðin hafði að bjóða, þau fengu gigt í gömul, lúin bein og gengu síðast feðra sinna slóða. Nú falið liggur freðinni i jörð það foldar skart sem þau um áður hirtu og nakin stráin náköld standa vörð en næturhúmið bíður dagsins birtu. VHhjálmur H. Gíslason er matvælafræðingur norðan úr Húnavatnssýslu en býrí Reykja vík ogáður í Danmörku. J.W. Bruheim Þrír grannar Þrír em þeir grannar að grafa gröf. Þegja um það sem þeim býr í bijósti: Þráðurinn hrokkinn í sundur, hverful er lífsins gjöf. Þeim finnst sem hálf grenndin sé horfin í burtu, vin þeirra tók út í trylltum veðraham. Þögnin ein segir sorglega sögu fram. Lág hvflir þoka yfir landi. Fellur regn, faldast bámr. Komið er haust og hviður leika við lauf og strá. Annars allt hið sama um land og lá. Grannamir ljúka verki. Hátt ber moldarhrúgu. Pontan gengur á milli þeirra. Þeir hika enn andartak. Opin gröfin gin. Þegja og lúta höfði. Síðan heldur hver heim til sín. J.M. Bruheim er norskt samtimaskáld, f. 1914, og er væntanlegur hingað i vegum Norræna hússins í haust. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 16.AG0ST 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.