Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 9
Sögulok Smásaga eftir Gils Guðmundsson Ábóti bograr um stund við kistuna, fær lokið henni upp og tekur úr henni bókarhandrit stórt og auðsjáanlega nokkuð þungt. Hendurábóta skjálfa erhann leggur handritið hægt og varlega á borðið. Hann sest og býður bróður Grími að setjast gegnt sér. Guðmundur ábóti á Helga- felli gengur hægum skrefum að felliborðs- kistu við gafl á ábóta- stofu og styður hönd á vinstri síðu, þar sem sársaukinn er mestur. Síðan lýkur hann upp ólæstri kistunni, tekur þaðan minniskrot frá fundi gærdagsins, sest niður og býr sig undir að rita próventu- samning við ekkjuna Jórunni á Þverá. Hann skrifar hægt og settlega, með nokkrum hvfldum. Þreytuverkurinn undir vinstra herðablaðinu vill ekki líða hjá, en dvínar heldur. Orðin raðast smám saman á skinnið, lína eftir línu. Það er tekið að nálgast aftansöng þegar samningurinn liggur loks fullsaminn á borði, búinn til undirskriftar og vottfestingar. In nomine Domini Amen. Var það kaup þeirra Guðmundar ábóta að Helgafelli, með fullu samþykki konventu- bræðra nefnds klausturs, og Jórunnar Þor- gilsdóttur, að Jórunn gefur klaustrinu í pró- ventu sína jarðirnar Þverá og Kálfadal, með öllum þeim gögnum og gæðum, sem þeim jörðum hafa fylgt að fomu og nýju og hún varð fremst eigandi að. Þar til gefur Jórunn og klaustrinu að Helgafelli tuttugu kúgildi með jörðunum, tólf með Þverá og átta með Kálfadal. Hér í mót skilur Jórunn sér ævin- legan kost af klaustrinu og máladrykkju hinar stærstu hátíðir og þá er hún fastar. Hún skal og ftjálslega mega láta gera sér stofu og fá sjálf viðu til og smiðina, en klaustrið haldi stofunni að torfunum og eignist eftir hennar dag. Hún skal og hafa ef hún vill þjónustukonu á sinn kost, en ella hljóta þjónustu af staðnum. Þá skal Jórunn hafa sæng og kistu til klaustursins, og skal klaustrið eignast hvorttveggja að henni andaðri. Skal Jórunn koma í próent- una þá hún vill. Actum Helgafelli á fimmtu- daginn næsta fyrir Mikaelsmessu Anno Domini 1307. Þegar Guðmundur ábóti kom frá aftan- söng og hafði matast lítið eitt, fengið sér súpuspón, hélt hann til ábótastofu, lagðist upp við dogg í hvflu sína og lét hugann reika. Nú voru senn tvö ár síðan hann kom austan frá Þykkvabæjarklaustri til þess að gerast hér ábóti. Verkahringurinn var margþættur. Honum bar ekki einungis að vera andlegur leiðtogi reglubræðra, heldur og stjómandi fjölmenns heimilis, þar sem rekinn var búskapur, skóli og athvarf gamalmenna. Hann hafði kviðið fyrir, óttast að reynast ekki vandanum vaxinn. En hing- að til hafði starf hans blessast furðanlega. Næst sjálfum drottni var það þeim manni að þakka, sem hann átti stærri skuld að gjalda en nokkmm öðmm. Með traustu uppeldi, viturlegum ráðleggingum og þó einkum öraggu fordæmi, hafði Runólfur ábóti Sigmundsson í Þykkvabæjarklaustri reynst honum sá andlegur lærifaðir sem bestur gat orðið. Og nú hafði sú fregn borist vestur hingað, að hann væri látinn. Raunar kom það ekki mjög á óvart, hann var orðinn gamall og falls er von af fomu tré. í meira en fjörtíu ár hafði hann stýrt Þykkvabæjarklaustri við mikinn orðstír. Guðmundur ábóti mælir við sjálfan sig lágri röddu: Gott er göfugs manns að minnast. Gefi guð honum nú raun lofi betri. Ábóti rís á fætur og tekur að ganga um gólf. Hugurinn dvelur enn austur á Þykkvabæ og hann rifjar upp þann dag fyrir fullum þrjátíu ámm, er hann kom fýrst undir vemdarvæng Runólfs ábóta, ungur sveinstauli, og skyldi læra til prests. Hann man nokkum veginn orðréttan samning þann sem Runólfur og faðir hans höfðu gert með sér um námið. Á þriðjudaginn í páskum Anno Domini 1276 að Þykkvabæjarklaustri. Var þetta kaup þeirra Runólfs með guðs náð ábóta í Þykkvabæ og Þorvarðar bónda Brandssonar, að ábóti tekur við Guðmundi syni Þorvarðar og játar honum kosti, kennslu og klæðum þar til hann er fyrst messudjákn og síðan prestur að vígslu, ef honum verður það auðið. Hér í mót lagði Þorvarður til klaustursins til ævinlegrar eignar jarðirnar Botn og Kúhól, auk þess fímm kúgildi og fimm hundmð að haustlagi. Allt frá þeirri stundu er Guðmundur Þorvarðsson kom fyrst til náms í Kirkjubæj- arklaustur, leit hann á Runólf ábóta sem andlegan föður sinn og fyrirmynd í smáu sem stóm. Guðmundur hafði tekið vígslur á tilskildum tíma, gegndi síðan í fjögur ár prestsembætti að Ásum í Skaftártungu, en hvarf þá að eigin ósk undir vemdarvæng Runólfs ábóta að nýju og gerðist klaustur- bróðir í Þykkvabæ. Þar hafði hann síðan dvalið þar til fyrir tveimur ámm tæpum, að Ámi biskup Helgason vígði hann til ábóta á Helgafelli. En það var Runólfur, sem því réði. Ekki fór það neitt á milli mála. Guðmundur ábóti hafði stöðugt gengið um gólf meðan hann rifjaði upp minningarn- ar. Nú nam hann staðar, tók annarri hendi um rúmstuðulinn og mælti í hálfúm hljóðum: Hann treysti mér. Megi guð gefa að ég bregðist aldrei því trausti. Nýr dagur er risinn. Um miðjan morgun að lokinni tíðagerð gengur Guðmundur ábóti til stofu sinnar. Hann er hressari en í gærkvöldi, verkurinn undir síðunni er nær horfinn. Ábóti hefúr beðið bróður Grím Hallsteinsson að ganga á sinn fund að lokn- um dögurði. Grímur er sá munkur á Helga- felli, sem ábóti ber hvað mest traust til. Honum er margt til lista lagt og skrifari er hann afburðagóður. Guðmundur ábóti hefur ákveðið að fela bróður Grími verk að vinna, þar sem list hans við handritaskriftir á að fá að njóta sín. Bróðir Grímur knýr dyra á tilsettum tíma. Hann er tæplega miðaldra, stuttur og feit- laginn, og sýnist ennþá digrari en ella við hliðina á ábóta, homðum, beinaberam og leggjalöngum. Guðmundur ábóti gengur að bókakistu mikilli, sem innst er í stofunni. Kistan er vandað smíði, afturlukt og með þrem hesp- um fyrir. Ábóti bograr um stund við kistuna, fær lokið henni upp og tekur úr henni bókar- handrit stórt og auðsjáanlega nokkuð þungt. Hendur ábóta skjálfa er hann leggur hand- ritið hægt og varlega á borðið. Hann sest og býður bróður Grími að setjast gegnt sér. Ábóti tekur til máls. Svo sem vænta mátti var það fátt verald- legra muna sem ég kom með hingað, enda bannar klaustureiður oss munkum að eiga séreignir. En einn var sá gripur mikils hátt- ar, sem fylgdi föggum mínum fátæklegum, gjöf frá klaustrinu í Þykkvabæ til Helga- fellsklausturs. Er það bók sú hin mikla, sem hér liggur á borði. Og þó að hún geymi ekki kenningar helgar er þar margt að finna um mannlegan breyskleika, gæfu og ógæfu, svik og syndagjöld. Og nú ætla ég þér þann starfa, kæri konventubróðir, að afrita hand- rit þetta af þeirri list og prýði, sem þér er gefin umfram aðra menn. Góð skinn skal síst skorta. Gmnar mig að ekki verði tor- fúndinn auðugur höfðingi, sem eignast vildi slikan kjörgrip gegn æmu gjaldi. Mætti sú sala verða fátæku klaustri vom nokkur tekjulind. Bróðir Grímur bjó sig undir að seilast eftir bókinni, en ábóti bandaði í gegn og lagði á efra bókarspjaldið þrjá fingur hægri handar. Síðan hélt hann áfram: Áður en ég fel þér bók þessa í hendur, fysir mig að greina lítið eitt frá manni þeim, sem hana setti saman. Er mér það og ljúft verk, því hér á í hlut lærifaðir minn og leiðtogi, Runólfur ábóti Sigmundsson. Hann var kominn af flestum hinum rík- ustu og göfugustu ættum landsins. Hann var af Svínfellingakyni, en að honum stóðu einnig Ásbimingar, Haukdælir og Sturlung- ar, auk frændgarðs á Héraði austur. Föður- bræður hans vom Brandur Jónsson ábóti og síðar biskup og Ormur Svínfellingur, hið mesta göfugmenni. Ungum var Runólfi komið til náms í guðlegum fræðum hjá Brandi föðurbróður sínum, ábóta í Þykkva- bæjarklaustri. Sagði Brandur svo frá, að engum manni hefði hann kennt sem jafn- kostgæfinn var og jafngóðan hug lagði á nám sitt sem Runólfur. Undir handarjaðri LESBOK MORGUNBLAÐSINS 16.AGÚST 1986 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.