Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 14
Freysteinn Gunnarsson, f. 1892, d. 1972, bóndasonur frá Vola í Flóa, Ámessýslu, guð- fræðingur og lengi skólastjóri Kennaraskólans. Einhver af- kastamesti þýðandi bókmennta íslenskur og orðabókahöfundur, ljóðskáld, gaf út Kvæði 1—11, frumsamin og þýdd. Vísumar sem hér koma eru úr bókum Freysteins. I. Þegar líður góa góð gengur átt í suður. Vorsins unga vógguljóð vekur einmánuður. m. Árin hverfa í aldaþröng. Elli verður sumum þung. Þegar gerist leiðin löng, léttir sporin sálin ung. IV. Gott er að eignast gerða skó, gefna á jóladaginn. Skinnið er af sel úr sjó, saumaði maður laginn. V. Þegar ég finn af þessu bragð, þá fer mér að hlýna, eins og þú legðir ullarlagð ofan á sálu mína. VII. Margur hreppir harðan kost. Hélar jörð og gránar. Þetta er er eilíft þurrafrost, þangað til hann hlánar. VIII. Hvorki býr við borð né sæng, bjargast þó um vetur. Svífur hátt á svörtum væng soltið krummatetur. IX. Margar furðufregnir berast. Flestir á þær missa trúna. Enginn veit, hvað er að gerast úti í veröldinni núna. II. Þó að festing fölvi él, fær ei bresta trúin. Enn er best að vera vel við sem flestu búinn. VI. Hvað er í fréttum? Hvað er títt? Hvað er mest til ama? Engar fréttir, ekkert nýtt, allt við þetta sama. XI. Nú er fátt með friðarbrag. Fært er margt úr skorðum. En stelkurinn syngur sama lag, sem hann gerði forðum. XII. Það má segja, að allt er eins og ekki í lagi. Enginn hefur neitt til neins af neinu tagi. XIII. Hætt er við, og hætt er við, að hugann illa dreymi. Mikið er, hvað mikið er af myrkri í þessum heimi. XIV. Situr einn og segir frá, sveitist við að ljúga. Annar hlustar hrifinn á og hamast við að trúa. Bréf hefur borist frá syni Freysteins Gunnarssonar skóla- stjóra: „í vísnaþætti í Lesbók 22. febr. er spurt um höfund vísu sem var letruð á eldspýtna- stokka í eina tíð. Vísan er eftir Freystein Gunnarsson og er prentuð í Kvæðum árið 1935. Orðið eymd er notað í fleirtölu bæði að fomu og nýju, sbr. orðabækur Fritzners, Blöndals og Menningarsjóðs." — Vísna- maður þakkar. Ég sagði að Tóbakseinkasala Ríkisins hefði annast sölu þess- ara eldspýtna þar sem vísan piýddi stokkana. Nú hefur mér verið bent á að þetta hafi verið fyrir tíð þeirrar stofnunar, og að Frímúrarareglan á íslandi hafí staðið að þessari eldspýtna- sölu. Og að þetta hafi verið gert til ágóða fyrir hjálparþurfandi börn. Þessar upplýsingar þakka ég einnig. J.G.J. Leysigeisla beitt á blöðruhálskirtílinn Þessi kirtill stækkar venjulega með aldrinum og þrengir að þ vagrásinni. Stækkun hans getur verið illkynja og við skurðaðgerðir hafa 9 af hverjum 10 orðið getulausir, en nú er farið að beita leysigeisla í stað þess að skera og með góðum árangri Blöðruhálskirtillinn hrjáir að heita má hvern mann fyrr eða síðar, ef hann lifír nógu lengi. En bættum lækningaaðferðum er það að þakka, að miklu minni hætta er nú, á þeim aukaverkunum, aðallega getuleysi, sem menn hafa óttast svo mjög, ef þeir þyrftu að fara í aðgerð, að margir sjúkir menn hafa í lengstu lög forðast að leita þeirra ráða, er helst duga. Eftir því sem sérfræðingar í þvagfæra- fræði tileinka sér hinar nýju aðferðir, ætti dauðsföllum af völdum krabbameins í blöðruhálskirtli að fækka, en það er víða um lönd annað skæðasta krabbameinið hjá fullorðnum karlmönnum. Hægt á að vera að lina þjáningar þeirra, sem góðkynja stækkun blöðruhálskirtils hrjáir, án þess að þeir þurfi að leggjast á sjúkrahús og taka þá áhættu, sem venjulegum uppskurði fylg- ir. Enda þótt enn hafi reynst erfitt að þróa aðferðir til að finna krabbamein í blöðru- hálskirtli á fyrstu stigum þess sem og að kveða á um orsakir góðkynja stækkunar hans, lýstu þvagfæralæknar á blaðamanna- fundi í Bandaríkjunum fyrir nokkru mikilli ánægju sinni yfir þeim framförum sem orðið hafa undanfarið í sjúkdómsgreiningu og meðferð á þessu sviði. NÝ UPPSKURÐARTÆKNI Til dæmis hefur ný tækni gert læknum kleift að skera menn upp við krabbameini í blöðruhálskirtli, án þess að aðgerðin valdi getuleysi, eins og gerðist í 90 af hundraði tilfella með venjulegri aðferð. Vegna hætt- unnar á getuleysi velja margir menn og sérfræðingar þeirra í þvagfærafræði (sem nær allir eru karlmenn) varanlegri lækn- ingaaðferðir eða alls enga og treysta þannig á það, að krabbameinið, sem oft fer hægt, verði ekki banvænt. Varðandi stækkun blöðruhálskirtilsins, sem er miklu algengara vandamál, þá eru vísindamenn að gera tilraunir með YAG- leysigeisla, er það mjög sterkur ljósgeisli, sem hægt er að nota á læknisstofum með staðbundinni deyfingu til að eyða „án blóðs- úthellinga" aukavef, sem getur truflað þvaglát og kynferðislega nautn. í sambandi við sýkingu í blöðruhálskirtli, sem getur komið fýrir unga sem gamla, þá hefur ný tækni við sjúkdómsgreiningu leitt til þess, að fundist hafa viðráðanlegar orsak- ir áður óþekktrar sýkingar. Dæmi um það er Chlamydiaveiki, sem berst með samförum og nú er algengasti kynsjúkdómur í Banda- ríkjunum, en nú er vitað að, Chlamydia er skýringin á meira en helmingi tilfella sýk- ingar í blöðruhálskirtli. Nú er það fastur liður í rannsókn þvagfæralækna að ganga úr skugga um það með prófun, hvort þessi sýkill eigi hlut að máli. Við leit að þekkingu á blöðruhálskirtli og orsökum að ólagi á honum hefur lelðin ekki alltaf legið í þá átt, sem búast hefði mátt við. Sem dæmi um það má geta þess, að vísindamenn við John Hopkins-háskólann hafa nýlega sýnt fram á, að sú trú manna, sem lengi hefur verið við lýði, að hormóna- breytingar, sem fylgi aldrinum, valdi stækk- un blöðruhálskirtilsins, er sennilega röng. Á grundvelli hinna nýju upplýsinga hafa þeir horfið frá þeim ráðum, sem gefin höfðu verið varðandi forvörn og meðferð, þar sem þeir telja ekki líklegt, að þau verði til gagns, og þeir hafa reyndar snúið sér að teikniborð- inu aftur í leit að nýjum hugmyndum. Kirtillinn Stækkar MeðAldri Allar þessar rannsóknir snúast um kirtil á stærð við hnetu, sem hefur afmarkað hlutverk, en mjög mikilvæga staðsetningu. í blöðruhálskirtlinum myndast vökvinn, sem nærir og flytur sáðfrumumar sína leið. Án þessa vökva er maðurinn nær örugglega ófijór, enda þótt það þurfi ekki að hafa áhrif á getuna eða nautnina. Blöðruhálskirtillinn lykur um efsta hluta þvagrásarinnar og neðsta hluta blöðrunnar. I því er vandinn fólginn. Þegar kirtillinn stækkar af einhveijum ástæðum, getur hann þrengt að þvagrásinni og hindrað þvag- rennslið. Sé ekkert við því gert, getur þetta valdið sýkingu í blöðru og nýrum, varanleg- um nýmaskemmdum og algerri stöðvun þvagrennslis, sem gerir neyðaraðgerð nauð- synlega. Stækkun blöðmhálskirtils getur einnig valdið sársauka við stinningu getnað- arlims og sáðlát. Hjá ungum drengjum er blöðmhálskirtill- inn örlítill, en fer síðan að stækka með hormónabreytingum. Marc Cohen, sérfræð- ingur í þvagfærasjúkdómum við Beth Israel Hospital, segir, að það sé eðlilegt, að vefur kirtilsins stækki, eftir því sem menn eldast. En að það virðist bundið erfðum, hversu mjög hann stækkar og hvað hratt. Og hvort stækkunin raski starfsemi þvagfæranna fari eftir því, hvaða hluti kirtilsins stækki. Hjá sumum mönnum kann mjög stór blöðm- hálskirtill að valda litlum eða engum óþæg- indum, meðan vefurinn þrengir ekki að þvagrásinni, en jafnvel lítill vöxtur á vondum stað getur haft mjög slæmar afleiðingar. Þegar óþarfa vefur er fjarlægður með skurð- aðgerð eða leysigeislum, er talað um, að blöðmhálskirtillinn sé tekinn, en í rauninni er hinn eiginlegi blöðmhálskirtill skilinn eftir ósnertur. Ef allt er með felldu, á kyngeta og fullnæging að vera áfram með eðlilegum hætti, en hjá um það bil helmingi þeirra manna, sem gangast undir slíka skurðaðgerð, fer mest af sæðinu á eftir inn í blöðmna í stað þess að fara gegnum lim- inn. Þetta er ekki skaðlegt, en það gerir manninn ófijóan. Langflestar aðgerðir vegna góðkynja stækkunar kirtilsins em nú framkvæmdar gegnum þvagrásina — sem sagt án hol- skurðar. Dr. Cohen segir, að þetta sé hægt vegna nýrra tækja, sem lýsa og stækka og hafa aukið mjög hraða og öryggi aðgerðar- innar, með því að skurðlæknamir geta séð allt, sem þeir era að gera. Bættar deyfingar- aðferðir hafa einnig aukið öryggið, svo að slíkar skurðaðgerðir hafa tekist giftusam- lega á mönnum allt að 99 ára gömlum að sögn dr. Cohens. Leysigeislar Reyndir YAG-leysirinn, sem hefur hlotið samþykki heilbrigðisyfirvalda til notkunar við meðferð vegna krabbameins í blöðm og þvagrásar- þrengsla, er nú reyndur við góðkynja stækk- un blöðmhálskirtils. í stað þess að skera burt óþurftarvef, sem stundum getur haft í for með sér hættulega mikið blóðlát og sársauka, er YAG-leysinum beitt, sem „sýð- ur“ vefinn, svo að hann leysist upp og hverfur burt með þvaginu sársaukalaust. Dr. Patrick Walsh, þvagfærafræðingur við John Hopkins-háskólann, hefur breytt lítillega hinni viðteknu, gagngerðu skurðað- gerð, þegar allur blöðmhálskirtillinn er tekinn og nokkuð af aðliggjandi veljum, í því skyni að forða því að kyngeta manna skerðist af völdum uppkurðarins. Þetta á við um meðferð vegna krabbameins í kirtlin- um, en sá sjúkdómur er tengdur fituríku mataræði. í samvinnu við hollenzkan lækni, dr. P. Donner, rannsakaði hann andvana fædd böm, og þeim tókst að staðsetja þær taugar, sem liggja um blöðmhálskirtilinn endaþarmsmegin og bera ábyrgð á getunni. ÁRLEG SKOÐUN ER VÆN- LEGASTA AÐFERÐIN Dr. Walsh rannsakaði síðan blöðmháls- kirtla úr líkum af fullorðnum mönnum til að staðsetja nákvæmlega hinar örsmáu, en þýðingarmiklu taugar. Þær var að finna í þykkum vef, sem venjulega er skorinn eða skaddaður við gagngert brottnám kirtilsins og þá með þeim afleiðingum, að getan hverfur. Að þessu loknu gat hann breytt skurðaðgerðinni, svo að þessar taugar sködduðust ekki. Áður var talið, að einungis 10 af hundraði sjúklinga héldu getunni eftir þessa skurðaðgerð, en með hinni breyttu aðferð er sú tala komin upp í 70. Sé beitt geislalækningum við krabbamein í blöðm- hálskirtli, er talið, að um 50—60 af hundraði sjúklinga haldi getunni. Einn þvagfærafræðingur komst svo að orði, að starfsbræður sínir væm að hverfa frá þeirri skoðun, að krabbamein í blöðm- hálskirtli væri „góðkynja“ meinsemd, því að fleiri dæju úr því í Bandaríkjunum en úr nokkm öðra krabbameini nema lungna- krabba. Þar í landi er sagt, að um 70 prósent af krabbameini í blöðruhálskirtli finnist ekki, fyrr en það er komið á tiltölulega hátt stig og líkurnar á bata hafa minnkað að mun. Ýmsar efnafræðilegar prófanir til að upp- götva þennan sjúkdóm snemma hafa ekki borið tilætlaðan árangur, og því er það enn í gildi, að árleg læknisskoðun um endaþarm- inn frá því menn em 45—50 ára gamlir, sé vænlegasta aðferðin til að vita vissu sína í þessu efni. Aftur á móti er verið að reyna nýja að- ferð, sem Japanir hafa þróað, og byggist hún á hátíðni kanna, sem stungið er í enda- þarminn. Með því á að vera hægt að rann- saka allan blöðmhálskirtilinn, en ekki aðeins þann hluta, sem hægt er að ná til raufarleið- is. Um ástæðurnar til hinnar góðkynja stækkunar blöðmhálskirtilsins verður ekk- ert fullyrt ennþá. En það virðist þó ömggt, að þessi góðkynja ofvöxtur er ekki forleikur að krabbameini. Þetta er bara nokkuð, sem hendir nærri því hvem mann, sem lifir langt fram yfir fimmtugt. (The New York Times)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.