Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 7
A götu íMadrid. Borgin hefur stækkað gífurlega á skömtnum tíma. Þar búa nú um 5 miUjónir manna. Mánuður í Madrid Hvernig væri að skella sér til Madrid, sjá sig um í heimsborginni og hressa uppá spænskukunnáttuna á námskeiði? Sjö íslenzkar konur létu sér ekki nægja að bollaleggja um það en drifu sig af stað. að var fyrir nokkrum árum að ég tók mér ferð á hendur til Spánar. Ekki til að stunda baðstrendur eins og nokkrum sinnum áður, heldur skyldi nú halda til Madrid og taka þátt í spönskunámskeiði fyrir útlendinga. Ég var EFTIRELLY VILHJÁLMS búin að lesa heil ósköp um þessa fögru borg og hlakkaði mikið til að sjá eitthvað af dýrðinni með eigin augum. Sérstaklega hafði ég í huga Prado-safnið, sem hefir að geyma stórfengleg verk gömlu meistaranna ásamt ijölda mörgu öðru markverðu. SJÖ konur í leit að Spænskukunnáttu Halldór Þorsteinsson hjá Málaskóla Halldórs átti upptökin að ferð þessari og hafði veg og vanda af henni. Skólastjóri skólans í Madrid kom hingað til lands vorið 1980 ásamt konu sinni, sem kenndi við skólann, og hélt hann einskonar fyrirlestra sem mér fannst mjög góðir. Við vorum sjö konur sem ákváðum að fara og borguðum við allt fyrirfram, húsnæði, fæði, kennslu og ferðalög tengd náminu. Að vísu var verð hóflegt miðað við okkar verðlag, en vel hefðum við getað sleppt því að borga fæðið fyrirfram, að minnsta kosti sumar okkar, en ég kem að því síðar. Hér heima hafði verið ákveðið hvar hver og ein okkar skyldi búa, en það var hjá spönskum fjölskyldum. Ferðin hófst snemma morguns og haldið til Lúxemborgar og þaðan til Frankfurt, þar sem beðið var í nokkra tíma eftir vél til Malaga. Þetta ferðalag tók allan daginn. í Malaga voru tvær konur sem ég þekkti og ætluðu einnig til Madrid í sömu erindagjörð- um og ég, en það voru þær Ema Sigurbergs- dóttir og Áslaug Jónsdóttir frá Keflavík, mestu sómakonur og fram úr hófí skemmti legar. Við vorum saman í tvo daga í Malaga og nutum sólarinnar. En auðvitað höfðu töskumar mínar orðið eftir í Lúxemborg og þess vegna varð ég að leita á náðir vinkvenn- Rakel Ruiz, fallega stúlkan, sem þær Áslaug, Erna og greinarhöfundurinn bjuggu hjá. anna með fatnað fyrri daginn í Malaga. En að góðum og gömlum íslenskum sið lagði ég í ferðina hlýlega klædd, eða í ullardragt, og ógjörlegt annað en skipta jrfír i eitthvað léttara, þar sem hitinn var all mikill. Reynd- ar skiluðu töskumar mínar sér svo áður en í algjört óefni var komið. Þetta kostaði dálítið vafstur vegna þess að Áslaug er stærri en ég og Ema minni, þannig að mikill tími fór í mátingar og „spekulasjónir". En með góðum vilja og góðu skapi tókst að leysa úr fataleysi mínu að lokum og allar urðum við ánægðar. Seinni daginn í Malaga sáum við undar- lega sjón á ströndinni. Klukkan var u.þ.b. fjögur síðdegis þegar ungur maður kom askvaðandi, leit hvorki til hægri né vinstri og óð beint út í sjó og hélt áfram uns hann fór á bóla kaf. Þetta var undarlegt fýrir þá sök að hann var kiæddur dökkum kvöld- klæðnaði og með hatt á höfði og hélt á hvítvínsflösku, sýndist okkur. Eftir að hafa horfið sjónum okkar andartak sást til hans þar sem hann tók strikið í land aftur, hattin- um fátækari, settist í sandinn og saup dijúgt á flösku sinni. En við vomm sannfærðar um að einhver selta hlyti að hafa komist í mjöðinn, en það virtist ekki koma að sök. Stuttu seinna komu einkennisklæddir ná ungar og tóku hann í sína vörslu, og mikið lifandi skelfíng urðum við sælar þegar við heyrðum að þarna fór ekki íslendingur, eins og við óttuðumst, heldur var það Svíi, eftir málfarinu að dæma. Að Iiðnum tveimur dögum í Malaga var haldið til Madrid og alvaran tók við. Flug- ferðin var þægileg og við vomm hálffegnar að komast í loftið frá byssubófunum í Malaga, því á flugvellinum var fullt af þeim, margir meira að segja eins og bolabítar á svipinn og illúðlegir mjög. Það hafði heyrst um hryðjuverk, sem ekki varð af í þetta skipti sem betur fór. Útsýnið úr flugvélinni var stórfenglegt og nutum við þess í ríkum mæli. Madrid liggur nærri miðsvæðis í landinu á mikilli hásléttu. Hugsunin sem lá að baki því að hafa höfuðborgina inni í miðju landi var sú, að iandinu ætti að stjóma frá miðju þess. Annars er lítið vitað um upphaf borgar- innar, en það mun hafa verið um 1605 að Filipus III Spánarkonungur gerði hana að eiginlegri höfíiðborg sinni. „NotiðÞið VIÐTENGINGARHÁTT" Allmikið var tekið að rökkva þegar við lentum í Madrid og fannst okkur allt dálítið framandi. Bæði er loftslagið miklu þurrara þar en í Malaga og „Los Madrilenos" (Madridbúar) frábrugðnir Andalúsíumönn- um, sem eru blandaðir márum, því þar varð ríki þeirra mest á fyrri tíð. Við náðum okkur í ágætan leigubíl og eftir að hafa ráðgast við ökumanninn, var ákveðið að fara fyrst þangað sem ég skyldi búa og síðan til dvalarstaðar Áslaugar og Emu. Á leiðinni tók ég eftir að bílstjórinn var hrifinn af mínu hverfí, sagði nefnilega sjálfan borgar- stjórann búa þar. Ég spurði hann þá hvort ekki væri hætta á sprengingum og svoleiðis ónæði, og taldi hann það ekki ólíklegt. En á þessum tíma var órói í Madrid eða hafði verið það, og öfgamenn reyndu að sprengja við mikilsverða staði. Ökumaðurinn okkar var viðfelldinn maður á miðjum aldri. Ég brann í skinninu eftir að fá að segja eitthvað gáfulegt á spönsku og ákvað því að skella á hann spurningu sem tengdist málfræðinni. — Notið þið mikið viðtengingarhátt í spönsku máli? Vesalings maðurinn leit snöggt aftur fyrir sig og leit mig rannsakandi augnaráði andartak. — Hvað sagðirðu við aumingja manninn manneskja, varstu eitthvað óþægileg við hann? sagði Ema, og fannst ég ekkert snið- ug. Ég útskýrði málið, en henni fannst alveg nógur tími til að pæla í svona leiðindum eins og viðtengingarhætti. — Það er öragglega hægt að tala reið- brennandi spönsku án þess að nota við- tengingarhátt, sagði hún. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16.AGÚST 1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.