Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 3
H ® ® ® ® 1] B ® ® ® [E ® S1 Útgefaodi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulftr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. RHstjóm: Aðalstrœti 6. Sími 691100. Lífríkið við Mývatn er perla, sem verður að varð- veita, segir forseti brezka fuglafræðingafé- lagsins, sem var þar á ferðinni og tók myndir af f uglalíf i. Ugglaust eru allir sam- mála um fyllst aðgæzlu við Mývatn, en góð vísa verður aldrei of oft kveðin. Forsíðan er af málverki Hallgríms Helgasonar, „Model", sem verður ásamt 20—30 öðrum olíumálverkum á sýningu hans, sem hefst f dag í nýjum sýning- arstað, Gallerí Hallgerði, Bókhlöðustíg 2 í Reykjavík. Hallgrímur er einn af hinum ungu og framsæknu myndlistarmönnum okkar og eftir sýninguna er hann á förum til New York, þar sem hann mun dvelja og mála í vetur og verður þá með sýningu, sem þegar hefur verið ákveðin í Boston. Stóridómur var sá refsivöndur, sem búinn var íslendingum í margar aldir og átti að tryggja æskilegan fram- gangsmáta í kynferðislífi landsmanna. Fyrir alvarlegustu brot, svo sem blóðskömm og fram- hjáhald f þriðja sinn, voru karlar höggnir en konum drekkt. Þetta erfyrri hluti greinar eftir Davfð Þór Björgvinsson lögfr. Sigurður Einarsson Ég týndi minni rauðu rós í gær Ég týndi minni rauðu rós ígær eitt rökkur-augnablik, því vinurminn sleit hana afmérfast ogfeimulaust ogfesti hana á barminn sinn. Ég týndi minni rauðu rós ígær ogrökkurs bíð—þá finn ég vin minn þar, sem rós mín týndist — tef þar stundarbið og týniþví, sem eftir var. Hann, sem égelska, rændi minni rós, en rauðurlogi brennur mér í æðum, á meðan égbereim afhennarilmi ennþá íhári ogklæðum. Þvígeng ég aftur auðmjúk sömu spor, er ótta slökkur dagsins fagra Ijós, svo lengi sem hann verður ör afást við ilm af minni týndu rós. Meðhveijum aftni angan hennarþver. — Oginnan stundar týni égsjálfri mér. SÉRA Sigurður Einarsson f. 1898 á Amgeirsstöðum í Fljótshlíð, d. 1967. Cand theol frá Háskóla fslands 1926, kennari við Kennaraskól- ann og fréttamaður útvarpsins 1931—37 og síðan fréttastjóri þar til 1941. Hann var prestur í Holti undir Eyjafjöllum frá 1946 til dauða- dags. Höfundur 6 ljóðabóka og eftir hann liggja einnig leikrit. Til bráðabirgða Sniðugur maður lét svo um- mælt einhverju sinni, að á íslandi væru allir hlutir ein- lægt til bráðabirgða. Höfundi þessa gullkoms hefur eflaust verið heitt í hamsi og trúlega hefur hann ætlast til þess, að orð hans væru skilin sem ofanígjöf og aðfinnsla. Og víst má til sanns vegar færa, að ekki sé alltént æskilegt að tjalda ávallt til einnar nætur einvörðungu. í framhaldi af þessu snilliyrði megum við þó minnast orða postulans, er hann segir, að við séum gestir og útlendingar á jörð- inni. Það orð er þó aldrei nema satt. Og því má vel rökstyðja, að það beri í sér ákveðna óumdeilanlega kosti, að ýmis skip- an mála skuli aðeins vera til bráðabirgða. Eða hví skyldi sú kynsióð, sem nú hjarir, endilega þurfa að búa svo í haginn fyrir afkomendurna, að flestir póstar skuli fullaf- greiddir lagði í hendur þeirra, sem eftir okkur koma, þannig að litlu sem engu sé þar við að bæta, margt sem máli skiptir fullbúið og endanlegt, punktur settur aftan við í eitt hrollvekjandi skipti fyrir öll? Hver vildi eiga dívan, sem ekki slitnaði, þótt legið væri uppá honum í fimmhundruð ár? Væri ekki betra að skipta um ottóman eftir svosem hundrað ár og finna hönnun, sem því fólki hugnaðist betur, sem þá væri á dögum? Það heldur að vísu áfram að vera hlutverk beddans að láta liggja uppá sér, alveg á sama hátt og inntak og stefnumið mannlífs hættir aldrei að vera í því fólgið að hafa tíma og fjármuni til þess að létta vorum náung lífið og tómstundir til þess að líta í bók ellegar ná skalanum í hljóð- færaleik og söng. Þetta gildir alveg einstak- lega sársaukafullt um byggingalist. Rammger hús eru reist til mörg hundruð ára. Öll að vi'su hugsuð til þess að breyttu breytanda að halda úti vatni og vindum. En sérhver kynslóð hefur sínar áherslur, þótt þemað sé óbreytt, líkt og þegar Blön- dal-Bengtson leikur svítur Baehs handa einsamalli knéfiðlu allt öðru vísi en Pablo gamli Casals; þó halda svíturnar áfram að líta alveg eins út á pappírnum frá einni kynslóð til annarrar. Eins og fagnaðarerind- ið sjálft í guðspjöllunum að sínu leyti, þótt við predikum að vísu ögn öðru vísi nú en fyrir segjum fimmtíu árum. Um veturnætur verður vígð veglegasta kirkja íslands. Nokkrir hafa látið í ljósi áhyggjur af því, að mörgu verði ekki fulllok- ið um frágang og búnað kirkjunnar á vígsludaginn. En ég spyr á móti: Hvað ger- ir það til? Það er ágætt, að sumt skuli aðeins vera til bráðabirgða. Þá gefst tími til að athuga sinn gang; fleiri koma til sög- unnar og segja sitt orð. Kirkjubyggingar mega semsé gjarnan vera að vissu leyti til bráðabirgða. Þær þurfa gífurlegs undirbúnings við allt um það. Huga þarf að gerð safnaðarins og sér- þörfurn, ef einhveijar eru. Helgisiðir guðsþjónustunnar mega síst gleymast. Og táknmál nútíma byggingalistar er veigamik- ið athugunarefni. Byggingarnefndin þarf að skoða fjölda merkilegra kirkna utanlands og innan, ekki síst hinar nýrri þeirra. En ekki má láta staðar numið við það. Það er líka nauðsynlegt að huga að fjölda annarra velheppnaðra bygginga. Án slíkrar undir- búningsvinnu getur engin byggingarnefnd tekið ákvarðanir af viti. Og þá fyrst er kom- inn tími til þess að kalla á byggingameistar- ann. Það er leitt til þess að vita, að oft virð- ast arkítektar líta framhjá þeim þáttum, er lúta að sérþörfum, safnaðargerð og stað- háttum, þar með talinni hinni kristnu guðsþjónustu. Og þetta er því sorglegra, sem hér er ekki verið að reisa útiskemmu, verk- færageymslu eða bílskúr, heldur musteri, sem mun standa í fjölmargar kvnslóðir, ef Guð lofar. Kirkjuskipið þarf af þessum ástæðum að rúma margar mismunandi áherslur í guðs- þjónustulífi og helgisiðum. Það þarf að veita svigrúm ólíkum smekk í innréttingum og skreytingum. Byggingin þarf í sem fæstum orðum að þola þaö, að söfnuðurinn endurný- ist, nýir prestar komi til starfa, nýir organistar á söngpallinn og nýtt fólk í kirkjubekkina. Það er hins vegar engin nauðsyn að húsið endurspegli einhveija ákveðna áherslu í guðfræði. í því sambandi kemur í hugann nýja kirkjan í Miðnesheið- inni; nokkur handtök breyta þessu nýstár- lega guðshúsi úr baptistakirkju í sýnagógu. Það er mjög óæskilegt, að kirkjuhúsið sé frá byijun fullbúið, endanlega frágengið og engu við að bæta. Ekki gildir þetta síst um listrænan búnað kirkjunnar og tilhögun kirkjugripa, svo sem altaris, predikunarstóls og orgels. Kirkja verður þá fyrst kirkja safn- aðarins í þriðja ættlið, þegar margir hafa átt þátt í að prýða hana og haft tóm til þess að íhuga notkun hússins og fyrirkomu- lag allt. Að byggja kirkju er þess vegna í alveg bókstaflegum skilningi að byggja fyr- ir framtíðina. Skemmtilegra hlýtur að teljast, að kirkjan sé að utan sem innan auðþekkjanleg sem kirkja, svo ekki verði villst á henni og skyndibitastað eða íþróttahúsi. En umfram allt þarf hún að vera notalegt og notadijúgt hús, og endilega ekki svo upphafin í tign og fegurð, að lífið sjálft virðist þar víðs fjarri. Hún þarf að rúma gleði og sorg, hvíld og hressingu, hreyfingu, Iist, liti og söng. Hún er hús undir boðun orðsins og lofgjörð safnaðarins. Hús handa söfnuðinum i dag og á morgun. Og höfum ekki beyg af hlutum, sem eru til bráðabirgða. Þeir verða oft ísmeygileg hvatning til dáða. Og svo erum við hér hvort sem er sjálf aðeins til bráðabirgða. Þangað til við komum í hinar eilífu tjaldbúðir. GUNNAR BJÖRNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. SEPTEMBER 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.