Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 10
Jóhann Sigurðsson í London tók þessa mynd. James Hancock Þarná "nRir gághkvæmur skilningur á lííffli- þess sem tekur og hins sem tekið er frá, eða réttara sagt milli þess sem þiggur og þess sem gefur. Jafnvægi af þessu tagi er því miður víða á undanhaldi í lífríki nútím- ans.“ VIRKT EFTIRLIT MEÐ FERÐAMÖNNUM — En er ekki hætta á að þetta jafnvægi raskist við Mývatn? „Því er ekki að leyna að kísilgúmámið í Mývatni veldur mér nokkrum áhyggjum. Að vísu er ógemingur að segja með vissu hver áhrif starfsemi kísilgúrverksmiðjunnar hefur á hið viðkvæma lífríki við Mývatn en þetta verður að kanna rækilega. Ganga verður úr skugga um áhrif kísilgúmámsins á lífsskilyrði hinna ýmsu dýrategunda sem þama þrífast. í fljótu bragði virðist þessi vinnsla til dæmis geta spillt afkomu ýmissa fuglategunda, sem sækja fæðu sína í vatns- botninn. Þá eru mýflugur snar þáttur í lífkeðjunni við Mývatn og verði þær fyrir skakkafollum gæti það haft alvarlegar af- leiðingar fyrir gervallt lífríkið á þessum slóðum. Hér verður því að fara að öllu með gát.“ — En hvað um sívaxandi ferðamanna- straum og áhrif hans á lífríkið við Mývatn? „Mannskepnunni er eðlilegt að eiga sam- skipti við umhverfi sitt og stórbrotin fegurð Mývatns dregur auðvitað að sér fjölmarga ferðamenn. Vitanlega kallar slíkur straumur á hert eftirlit með þeim sem fara um hin viðkvæmu svæði. Eg er ekki í nokkmm vafa um að í þessu efni hafi verið vel að málum staðið fram að þessu; um það sann- færðist ég af kynnum mínum við Mývatns- svæðið og íbúa þess. Mér þótti ákaflega eftirtektarvert hversu íbúamir hafa vakandi auga með öllum þeim sem um svæðið fara og gæta þess að aðkomufólk spilli ekki við- kvæmu umhverfi og fuglalífínu þar. Eg fékk það sterklega á tilfínninguna að vemd Mý- vatnssvæðisins og lífríkis þess sé í góðum höndum. Fólkið, sem þama býr, veit hvað það er að gera og ég treysti því fyllilcga fyrir umsjá þessa einstæða lífríkis. Hið fjöl- skrúðuga fuglalíf við Mývatn er ekki í hættu ef haldið er áfram á réttri braut og heima- menn og aðrir hafa virkt eftirlit með þeim sem þama em á ferð.“ MÝVATNSSVÆÐIÐ DÝRMÆTPERLA — Þú ert þá ekki þeirrar skoðunar að ástæða sé til að takmarka ferðamanna- straum um Mývatnssvæðið? „Eins og nú standa sakir sýnist mér alger- Syngjandi lóa. Hancock þurfti ekkiann- aðen bregða sér smáspöl út fyrir dvalarstað sinn, Hótel Loftleiðir, tilþess aðná mynd afþessari lóu. Óvenjuleg sjón: skógarþröstur að baða sig. lega óþarft að innleiða boð og bönn, leggja stein í götu þeirra ferðamanna sem virða eðlilegar og nauðsynlegar umgengnisreglur við Mývatnssvæðið. Slíkt fæli í raun í sér uppgjöf og það sem verra er — uppgjöf fyrir ímynduðum óvini. Hinu fjölbreytta fuglalífí væri enginn sér- stakur akkur í lokun svæðisins eða margvís- legum nýjum boðum og bönnum. Þvert á móti stríddu slíkar hindranir í móti hugsjón- inni um heilbrigð og eðlileg samskipti manns Fýlláflugi. Tjaldur. og náttúru. Svo fremi sem slík samskipti em til fyrirmyndar er með öllu óþarft að grípa til ráðstafana, sem ijúfa þessi sam- skipti og slíta um leið mikilvæg tengsl milli manns og umhverfís, tengsi sem mér virð- ast standa með miklum blóma við Mývatn. Að vissu leyti má líkja lífríkinu við Mý- vatn við dýrmæta perlu. Sá sem á slíka perlu hlýtur að vera upp með sér og gera sér far um að leyfa samborgumm sínum að njóta fegurðarinnar. En eigandi perlunn- ar reynir jafnframt að hafa sterkar gætur á þessum dýrgrip sínum svo að ófyrirleitið fólk hrífí hann ekki á brott. Svipaða sögu er að segja af þessari dýrmætu perlu sem þið eigið, íslendingar, lífríkinu við Mývatn. Þið hljótið að vera hreykin af þessari feg- urð, þessu fjölskrúðuga og ósnortna fugla- lífí, sem á sér fáa líka í veröldinni. Þið hljótið að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að þetta stórkostlega vatnasvæði verði of miklum ágangi að bráð. Auðvitað em ýmsir hættuboðar, þeir em alls staðar, en þið megið ekki bregðast við með offorsi. Þið megið ekki stinga perlunni í lokaða hirslu þar sem enginn fær notið fegurðar hennar." Aftur Til Íslands — Og þú ætlar að heimsækja ísland aft- ur til að skoða þessa dýrmætu perlu sem Mývatnssvæðið er? „Já, svo sannarlega. Raunar hef ég ákveðið að skrifa sérstakan kafla um Mý- vatnssvæðið í bók sem ég hef nú í bígerð ásamt bandarískum prófessor, Kushlan að nafni. Bókin mun fjalla um vistfræði ýmissa vatnasvæða heimsins. Lífríkið við Mývatn er að mörgu leyti einstakt og fuil ástæða til að kynna það fyrir áhugafólki víða um lönd. Hér í Bretlandi em til dæmis fjölmarg- ir áhugamenn um fuglaskoðun sem ég veit að munu heillast af fuglalífinu við Mývatn. Eg hef nú í hyggju að halda fyrirlestra og sýna myndir sem ég tók uppi á Islandi, og í kjölfarið væntanlega fylgja hópi áhuga- fólks til Mývatns til að skoða fuglalífíð þar.“ Já, James Hancock, forseti Breska fugla- fræðingafélagsins, er staðráðinn í að leggja leið sína til Islands á ný. Og hann veit að ekki verður komið að lokuðum dymm hjá fólkinu, sem hann komst í kynni við í fyrstu Islandsferðinni. „Ég mun aldrei gleyma hinu hlýja við- móti allra íslendinganna, sem ég kynntist. Allir vildu allt fyrir mig gera og eru mér þó sérstaklega minnisstæðar viðtökur þeirra Mývetninga sem ég sótti heim. Ég hlakka til að hitta þetta fólk aftur og alla aðra sem greiddu götu mína og gerðu íslandsferðina ógleymanlega.“ Linda Vilhjálmsdóttir Ljóðað Hún er kuldaleg klakaborgin hinumegin hafsins á svona snjóhvítum vetri andskoti kuldaleg og um það bil það segjandi og fátt annað gerandi á svona snjóhvítum morgni en að drekka rauðvín af stút og lita varirnar blóðrauðar og leita að blúsbláum línum í Ijóð ogganga áfram veginn blindandi og með sólina í bakið í snjóhvítum snjónum áfram uns vegurinn rennur saman við svartnættið þá stefnirðu á neongyllt hliðið og verður þar segja þeir í tæka tíð Höfundurinn er ung Reykjavíkur- stúlka og hafa ljóð eftir hana birzt áður. Guðbergur Aðalsteinsson Skilnaður Einn að morgni undir hvítri pappírssól frá Japan kaidur gustur innum opinn glugga minninganna Seint er risið á fætur í einstaklingsíbúð hugans Regnvot stræti tóbaksgulir fingur strjúka blautt hár hokinn maður á göngu afturábak inn í tímann nemur staðar hlustar í ijarlægð súngið í rigningunni: Kjólföt á grannan mann til sölu Höfundurinn fæst við ritstörf og býr pá Vatnsleysuströnd. Jón Egill Bergþórsson Fjórar tönkur Af værum blundi vakna ég. Stekk á fætur með vor í hjarta! Þýt út i hita og sól, hleyp að hjalandi læknum. II Ég vakna. Það er vor. Ég hleyp útí sólskin og angan gróðurs. Handan um háleita þögn heyri ég kliða í læk. III Vakna. það er vor. úr skugga húss geng. ég út í gróður ilm og sól. handan um þögnina heyri ég enn í Iæknum. IV vakna enn er til vor og veit um sólskinið skugga þess. ilmlaust. handan um gutl í læk skynj a ég bara þögnina 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.