Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 13
frömuðum til hótfyndnustu skólamanna. Ræðunámskeið eru haldin, mælskukeppni háð og engu líkara en ný gullöld mælskulist- arinnar sé í nánd. Þær raddir, sem lengi máttu sín nokkurs meðal nemenda fram- haldsskólanna að íslenskan væri óþarft aukafag, hafa fyrir löngu hljóðnað og í áfangalýsingu fýrir byijendakennslu í rök- fræði í MA þótti sjálfsagt að setja fram það meginmarkmið að áfanganum væri ætlað að stuðla að rökvísri hugsun og ögun í fram- setningu og skipulagningu máls. Þessi þróun hlýtur að vera fagnaðarefni öllum þeim sem annt er um framgang tungunnar og trúa því að skipuleg hugsun uni ekki óvönduðu málfari. ÍFrá mínum bæjardyrum séð er þó enn ekki nema hálf sagan sögð. Ég legg nefni- lega annan og dýpri skilning en liggja kann x. á lausu við fyrstu sýn í þá staðhæfíngu að skipuleg hugsun uni ekki óvönduðu mál- t fari né ruglborinni framsetningu, — 7 skilning sem veltur á ákveðinni afstöðu til sambands máls, hugsunar og veruleika. I Krafan um vandað málfar kann, undir niðri, i j að vera krafa sem lýtur að sjálfri uppistöðu mannlegrar hugsunar, ekki aðeins ónauð- | synlegu ívafi hennar. En áður en lengra er \' haldið skulum við líta ögn um hæl í sögunni. Spumingum um samband hugsunar og o veruleika hefur verið varpað fram á ólíka vegu af flestum málsmetandi heimspeking- um sögunnar. Á síðustu öid hafa síðan samsvarandi spurningar um eðli tungumáls- ins bæst í hópinn. Varla getur önnur ■þrætuepli sem heimspekingar em gagn- málugri um en þessi; en með mátulegri einföldun má þó skipta afstöðu þeirra í tvo meginflokka er við skulum kalla raunhátta- kenningu og málháttakenningu. Einfaldasta skólabókarskýring á munin- um gæti ef til vill hljóðað svo að raun- háttakenning gerði ráð fyrir að eðlisnauð- syn væri til en málháttakenning að svo væri ekki heldur væri aðeins til orðanauð- syn. Að baki býr því spumingin um eðli hluta, hvort raunveralega séu til einhvetjir nauðsynlegir eiginleikar; eiginleikar sem þeir geti ekki verið án. Lengi vel sættu menn sig prýðilega við lausn Aristótelesar sem gengið hafði til móts við vandann með heilbrigða skynsemi „Eldmóður góðs kennara er eins og anda- gift listamanns eða móðurást óviðjafnan- legur hiutur, sem ekki verður metinn til verðs... Hann er aukinheldur mann- kostur, verðleiki sem ekki verður eignaður stétt heldur einstaklingi.“ óhugsandi sé að maður sem lifað hefði í fullkominni eingangran réði yfir máli, jafn- vel þótt einhver skildi þau hljóð sem hann gæfi frá sér.7 Standist málháttakenningin í grundvall- aratriðum má draga af henni fleiri, víðfeðm- ari og reyfarakenndari ályktanir en svo að þær verði tölum taldar hér. En nefna má að samkvæmt henni a) sjáum við heiminn nánast ekki eins og hann „er“ heldur eins og hann birtist okkur í ljósi þeirra hugtaka sem við höfum á valdi okkar og öll marktæk reynsla verður að laga sig að, b) er því öll mannleg hugsun samslungin máli, c) era nákvæmar þýðingar milli þjóðtungna í eðli sínu ókleifar; og d) stafa mörg helstu vanda- mál mannkyns af hugtakaruglingi eða frábrugðinni orðanotkun sem veldur því að ræður manna ganga á misvíxl. Og fangbrögð málhátta- og raunhátta- kenningar era síður en svo háð, einvörð- ungu, innan háskólaheimspeki. Þau birtast í einhveijum, mér liggur við að segja hinum ólíklegustu, myndum innan flestra fræða og vísinda. Mynda- og leikjakenning vega t.a.m. enn salt í almennum málvísindum og er skemmst að minnast ýfinga milli fylgis- manna Benjamins Lee Whorf annars vegar og Noams Chomsky hins vegar; en kenning- ar þeirra síðamefndu era raunar 300 árum á eftir tímanum, heimspekilega séð, þótt þær eigi nú mjög upp á pallborðið meðal málvísindamanna, m.a. á íslandi. Jafnvel kennslufræðingar era svo ekki ósnortnir af þessum væringum, eins og kemur á daginn í kennslubálki. Ég var iengi efins um það, persónulega, að málháttakenningin fengi staðist í sinni öfgakenndustu mynd og er enn mjög tor- trygginn á þær ályktanir sem virðist mega draga af henni um samband hugsunar og veraleika. Hins vegar era rökin fyrir vensl- um máls og hugsunar furðu sannfærandi, séu þau brotin til mergjar. Rýnum í þau um stund og sláum því fram í upphafi að það sem greini okkur menn frá dýram sé umfram allt hæfileikinn að hugsa í orðum, ekki bara myndum -r eða viðbrögðum. Að læra móðurmál sitt er að ljá hugsuninni löð sem hún getur lagst í. Alltof margir ganga fram í þeirri dul að fyrst komi hugsunin, síðan orðin: búningur hennar. Þessu er yfir- leitt þveröfugt farið. Fyrst koma orðin, eiginnöfn eða hugtaksorð — síðan hugtökin og hugsunin. Og það er hugsunin sem verð- ur að laga sig að orðunum og inntaki þeirra, ekki öfugt. Með hveiju nýju orði sem við lærum á móðurmáli okkar erum við því að skapa hugsuninni aukið svigrúm, svo fremi að það sé ekki óbrotið samheiti einhvers annars sem við þekkjum fyrir. Þetta hafa flestir reynt á sjálfum sér. Ég gleymi aldrei þegar ég fyrst heyrði og skildi orðið „uppburðarlaus". Auðvitað hafði ég fram að þeim tíma getað kallað mann .... að vopni eins og honum var lagið. Bersýni- lega mátti skipta eiginleikum í tvo flokka, ónauðsynlega og eðlislæga. Þótt ónauðsyn- legustu eiginleikamir breytist (t.d. að gult borð sé málað grænt) þá er hluturinn áfram sá sami (borð) en eftir eðlisbreytingu (t.d. ef kveikt er í borðinu) er það ekki lengur sami hluturinn (borðið er ekki lengur borð heldur brunarústir). Locke og aðrir nýaldarheimspekingar litu á það sem köllun sína að andæfa Aristót- elesi og eðlishyggju hans. Urðu þeir þar með árgalar máiháttakenningar. í raun era Nú myndi æra óstöðugan ef gera ætti þessu deiluefni meira en stundarskil hér, hvað þá ef kemba ætti í sundur rök beggja málsaðila. En ekki verður undan ekist að nefna lítillega til sögunnar frægasta heim- speking 20. aldar, Ludwig Wittgenstein, ét. lagði með síðari ritum sínum þungvægt og nýstárlegt lóð á vogaskál málháttakenning- arinnar. I sem stystu máli lítur Wittgenstein á félaga hvers málsamfélags sem þátttak- endur í leik þar sem málkerfið myndar leikreglurnar. Andstætt fyrri hugmyndum sinum og annarra um að málið sé umfram „Maður verður að gæta þess að vera dálítið ósennilegur,“ sagði Oscar Wilde og hitti naglann á höfuðið. Eins og ég þreytist aldr- ei á að brýna fyrir mönnum, nemendum mínum jafnt sem öðrum, þá er svokölluð fræðileg varkárni oftar en ekki yfirvarp snerpu- leysis og hugkvæmdarskorts.“ allir eiginleikar undir sömu sök seldir, sögðu þeir, og engir eðlislægari en aðrir. Við grein- um aðeins á milli fyrirbæranna eftir áhugaefnum okkar, áherslu og orðanotkun. Þannig hefðum við allt eins getað gert grein- armun á borðum eftir lit þeirra, kallað gul borð „borm“ en græn „born“. Síðan hefðum við fullyrt, þegar borð breytti um lit, að um eðlisbreytingu væri að ræða þar eð ný teg- und hefði orðið til. Hins vegar hefðum við kannski af hendingu flokkað saman borð og branarústir og því ekki talið það eðlis- breytingu þó að borð brynni til ösku. Málháttakenningin byggist þannig, í sinni róttækustu mynd, á því að engar náttúruleg- ar tegundir séu til heldur sé heimurinn einhverskonar greinarmunarlaus marg- breytileiki sem maðurinn kemur skipulagi á og flokkar niður eftir sínum mannlegu markalínum. „Eðliseiginleikar" eru, sam- kvæmt því, misskilið heiti á eiginleikum sem við höfum komið okkur saman um að auð- kenna skuli ákveðnar tegundir.6 allt lýsing á skynreyndum, myndum er standi okkur fyrir hugskotssjónum, lítur Wittgenstein á það sem samskiptatæki — eins og leikreglur raunar era. En það er forsenda reglna yfirleitt að þær skírskoti til einhvers hlutlægs mælikvarða eða við- miðunar. í hinni frægu einkamálsrök- færslu sinni (sem reyndar er svo flókin að margir frægir heimspekingar stæra sig af að hafa aldrei skilið bofs í henni) virðist Wittgenstein þannig færa rök að því að maður er reyndi að búa til mál um huglæg- ar skynjanir sínar, sem ekki væri hægt að kenna öðram, gæti aldrei verið viss um hvort hann færi eftir eigin reglum eða ekki þar eð viðmiðunina vantaði. Hann gæti, þess vegna, lifað í stöðugum sjálfsblekking- um. Niðurstaða Wittgensteins er að óhugsandi sé að maður gæti notað orð sem ekki væru skiljanleg neinum öðram, þ.e. orð um per- sónuleg fyrirbæri (skynjanir) sem enginn annar gæti hugsaniega þekkt; og einnig að aumingja, dugleysingja og amlóða; en þetta orð „uppburðarlaus", jafngagnsætt og það er, opnaði mér nýja sýn á veraleikann. Ég öðlaðist nýtt hugtak og um leið sá ég að margs kyns ástand, sem ég hafði ekki getað tekið hugartökum fyrr, var í raun talandi dæmi um uppburðarleysi, lyndiseinkunn er má herma upp á svo alltof marga. Þannig er það vísast sannmæli að við skynjum heim- inn einatt ekki eins og hann er heldur eins og við eram, eins og þau hugtök era sem við höfum á takteinum. Á Tonga-eyju, aust- an við Ástraiíu, var til skamms tíma ekkert orð til er svaraði nákvæmlega til enska orðs- ins „promise" eða íslenska orðsins „loforð". Um leið og orðið vantaði, vantaði einnig hugtakið og frambyggjarnir vissu ekki af því fremur en káifar af krossmarki hvað gesturinn var að fara þegar hann sagðist lofa að hitta þá í kvöld. Eftir að inntak orðsins hafði verið skýrt fyrir þeim má ætla að lokist hafi upp fyrir þeim nýr heimur. Til að seðja forvitni mál- og mannfræð- ' ( ! ! i i I i 1 LESBÓK MORGUNBLj^ÐSINS 6. SEPTEMBER 1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.