Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 12
 rithöfundum. „Maður verður að gæta þess að vera dálítið ósennilegur," sagði Wilde og hitti naglann á höfuðið. Eins og ég þreytist aldrei á að brýna fyrir mönnum, nemendum mínum jafnt sem öðrum, þá er svokölluð fræðileg varkárni oftar en ekki yfirvarp snerpuleysis og hugkvæmdarskorts.4 Fræðimenn sem lofa hæst þá dyggð eru venjulega þeir sem minnst hafa umleikis andlega, menn sem, eins og Sigurður Nor- dal orðaði það, „gera oft ekki annað en tína saman og sjóða upp kenningar annarra og áður fundnar staðreyndir... styðja sig sífellt við þær eins og börn, sem ganga með stokki og þora aldrei að sleppa sér.“6 Slíkir menn hafa ekki lyft neinum grettistökum í sögu vísinda og fræða. Þeir eru of sennileg- ir til þess. Aðrir reisa sér hins vegar bautasteina með því að þora að brýna raust- ina, þora að segja heldur meira en þeir geta staðið við í svipinn, þora að veifa frem- ur röngu tré en öngu. Þeir vekja okkur hin sem sífellt eigum á hættu að falla í vanans dorm. Þeir eru ljóskveikjendur þekkingar- innar og velgjörðarmenn mannkyns. Ég get ekki stillt mig um að geta þess í framhjáhlaupi að þessi sannindi virðast hafa farið öldungis fyrir ofan garð og neðan hjá andvígismönnum Einars Pálssonar goð- fræðings. Jafnvel þótt allar tilgátur Einars væru hillingar og tál (eins og þeir ugglaust telja) þá er samankominn í ritum hans slíkur hafsjór af fróðleik og ögrandi ályktunum að það hlýtur að vera dauður maður í fræð- unum sem ekki finnur sig tilknúinn að láta þær bera eða bresta. En fræði Einars koma máli mínu í dag að öðru leyti ekki við. Hvar vorum við? Ég var að stafa að því að kennarar ættu að vera þakklátir mönnum sem stormur og órói stendur af og leyfa sér að vega að þeim forsendum er hin svoköll- uðu kennslufræði hafa hvílt á, mönnum á borð við Þorstein Gylfason og Guðmund Magnússon. Hugleiðingarnar á þessum blöð- um eru lítill vottur af minni hálfu til að gjalda þeim torfalögin. Fyrst verð ég þó að lýsa vonbrigðum mínum með að framangreind umræða skuli hafa knýst þrefi um kjaramál kennarastétt- arinnar. Þau mikilvægu úrlausnarefni er varða eðli kennslustarfsins eru utangátta við hitt hvort kennarar séu of- eða van- haldnir í launum. Eldmóður góðs kennara er eins og andagift listamanns eða móður- ást óviðjafnanlegur hlutur sem ekki verður metinn til verðs, eins og viðjafnanlegir eig- inleikar, heldur göfgi. Hann er aukinheldur mannkostur, /erðleiki sem ekki verður eign- aður stétt heldur einstaklingi. Mælikvarða- leysi á óviðjafnanlega eiginleika og mikilvægi ákveðinna starfsstétta veldur því að kaupgjaldsmál hafa löngum verið ofur- seld gerræði og duttlungum, ekki rökum. Svo er guði fýrir að þakka. Ég nefndi áðan annað verðugt umræðu- efni síðustu missera, stöðu tungunnar í nútíð og framtíð. Sorfið hefur til stáls með „rekareiðsmönnum" og „viðnámsmönnum", er Helgi Hálfdanarson nefnir svo, þ.e.a.s. annars vegar talsmönnum hins málfarslega darwinisma, er líta á tunguna sem náttúru- lega tegund, og hins vegar varðstöðumönn- um fornra hefða og hæfilegrar íhaldssemi. Á meðan hefur menntamálaráðherra reynt að tendra áhuga fólks á íslensku máli með vakningarsamkomum um allt land. Svo lofs- verður sem eldhugur ráðherrans er verður hann þó einskis megnugur nema takast megi að bera log að kveik þeirra sem áður létu sér fátt um finnast, ekki aðeins hinna sem nógan funa höfðu fyrir. Menntun og tunga — kennsla og mál- kennd; hvaða ítök eiga þessi viðfangsefni hvort í öðru er heimila mér að nefna þau í sömu andrá? Mig langar að ýja að svari við þeirri spurningu í nokkrum orðum, með þremur bálkum er fara hér á eftir: orða- bálki, kennslubálki og fagbálki. Allir snerta þeir að einhveiju leyti þau efni er ég hef tæpt á hér að framan. Ég reyni í senn að sjá á þeim sameiginlega fleti og horfa til nýrra átta. Slíkt er heimspekinnar. Orðábálkur Það kveður oft við nú á dögum að á þeirri vísinda-, upplýsinga- og fjölmiðlaöld sem upp er runnin sé mönnum fátt nauðsyn- legra en að geta tjáð hugsun sína á agaðan og skilmerkilegan hátt. Ekki eru það ein- asta stafnbúar málverndar og mályrkju sem þylja þennan óð, málsvarar ólíkustu starfs- stétta og þjóðfélagshópa taka í sama strenginn, allt frá búralegustu viðskipta- Efiiið og orðin órbergur Þórðarson hafði eitt sinn orð á því að í mannlífinu væri ekki hærra til ijáfurs en svo að hið léttara hjal ætti sér fleiri aðdáendur en hin hugsaða hugsun.1 Ekki þarf mörgum blöðum (eða nýjum íslenskum tímaritum) um Hugvekja um orðlist, kennslu- fræði og fag- mennsku EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON FYRRI HLUTI að fletta til að sannfærast um að lastmæli Þórbergs standi heima. Þar er undur fátt sem svarar kalli hans um efni er skapi „gerj- un í sálinni" og „gróanda í vitsmunalífínu", svo ekki sé nú minnst á „styrk í innræt- inu“.2 „Dægurþras og rígur", er annað íslenskt skáld bað þagna, ráða ríkjum sem fyrr. Þó er ekki fýrir það brennt að stöku sinn- um beri fyrir augu okkar í íslenskum blaðaheimi annað en auðgleymt snakk; þar djarfi raunverulega fyrir „hugsaðri hugsun" sem býður þysmælginni birginn. Á umliðn- um misserum hafa t.d. tvö málefni fengið verðskuldaða umfjöllun á þeim vettvangi, málefni sem eru mér bæði jafnhugstæð. Þar á ég í fyrra lagi við þrætur um eðli kennslustarfsins, fagmennsku kennara og gildi kennslu- og uppeldisfræða; en í hinu síðara umræður um viðgang tungunnar, þær hættur sem steðja að henni nú sem jafnan af tómlæti og spilling. Eiga ritstjórar Morgunblaðsins þakkir skilið fyrir að hafa leyft fulltrúum andstæðra sjónarmiða í báð- um þessum efnum að leggja sér orustuvöll á síðum blaðsins. Þau eru nefnilega mála síst fallin til að lokast inni í þröngum hring fræðirita heldur varða, eða ættu að varða, allan almenning miklu. Alveg varð ég hissa á því vandlætingar- felmtri sem sló á sum starfssystkin mín vegna skrifa Guðmundar Magnússonar, heimspekings og blaðamanns á Morgun- blaðinu, um örbirgð kennslu- og uppeldis- fræða. Gerði Guðmundur þó ekki annað en taka lítillega upp þráðinn frá sennu Þor- stein Gylfasonar við samanlagðan félagsvís- indaher íslendinga í Morgunblaðinu á vordögum 1980, einhverri skemmtilegustu ritdeilu er háð hefur verið hér lengi og ætti að verða skyldulesefni allra sem láta sig uppeldismál varða.3 Geðsmunafarald- urinn nú stafaði, skildist mér, af því að Guðmundur þessi væri hinn versti níðhögg- ur er reiddi öxi jafnt að fræðilegum sem fjárhagslegum rótum kennarastéttarinnar. Óg látum nú vera þótt Guðmundur hafi verið eitthvað fyrirgangsmeiri en hvað hann var hittinn. Einhvern tíma las ég eftir hann grein um hjáfræði, gott. ef ekki í Tímanum, sem mér þótti nokkuð vígmálug en var ekki síður andgæf fyrir bragðið. Það sem kennslu- og uppeldisfræðingun- uni, er deilt hafa á Guðmund, sést yfir er að mátuleg „ósvífni" er einn höfuðkostur fræðimanns, ekki löstur; eða öllu heldur sá ósennileiki sem Oscar Wilde eignaði góðum 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.