Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 2
Ljósm. Ragnar Axelsson. „ ... mér fínnst lífíð eitt allsherjar djók“ Jólahugleiðing eftir séra HALLDÓR REYNISSON Smellin dægurlög sem oft eru leikin hafa þá náttúru að þau setjast í undirvitundina og læðast svo fram á varir manns þegar síst er von. Um daginn uppgötvaði ég í bílnum mínum að ég var að raula iagbút. Og textinn var þessi: „ ... mér finnst lífið eitt allsheijar djók." Þetta lag hefur heyrst oft á popprásunum núna fyrir jólin en það er Eyjólfur Kristjánsson sem syngur. Textinn er hins vegar eftir yfirtrúbadúr þjóðarinnar nú um stund, sjálft Stormskerið. Eins og margt annað sem sá maður hefur samið þá er textinn skemmtilega ófyrirleitinn. Það er gott að svíkja undan skatti, — lífið er gott ef maður á rettur og kók, — það er reyndar „algjört dúndur og æði“. Síðan klykk- ir þessi nútíðar skáldmögur þjóðarinnar út í viðlaginu með því að segja „ ... mér finnst lífið eitt allsheijar djók.“ Er iífið eitt allsheijar djók? Þetta viðlag er allnokkuð eldra en Sverrir Stormsker. Þessi afstaða að lífið hafi engan tilgang og að hinstu rök tilverunnar verði ekki numin. Þess vegna beri að slá öllu upp í kæruleysi — upp í djók. Fom grafskrift frá tímum Rómveija lýsir ámóta húmorískri uppgjöf: Ég var ekki til, ég varð ekki til, ég er ekki til, — gerir ekkert til. Núna þegar menn eru að vakna við timburmenn eyðslu- og fjárfestingarfyllerísins, er kannski best að slá þessu öllu upp í eitt allsheijar djók. Það er skammdegi í lofti og það er skammdegi í lífí þeirra sem nú óttast að missa vinnuna í upphafi nýs árs. Það er myrkur í huga þeirra sem misst hafa aleiguna í einu gjaldþrotinu eða öðru — og það er rökkur í sinni ráðamanna sem beðið hafa sið- ferðilegt skipbrot á einn veg eða annan. Léttlynd og hamingjusöm þjóð er í vanda — þjóð sem elskar sólbað- stofur, Kringluna og Stormsker. Þjóð í vanda, lífið er djók, hvar finnst svar? Núna í skammdegisbyijun kom síðasta ljóðabók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar út. Bókin hét einfaldlega Að lok- um. í síðustu ljóðum bókarinnar er skáldið að glíma við hinstu rök mannlegrar tilveru. Þar er hlutunum ekki sleg- ið upp í grín, þar yrkir maður sem er að kveðja lífið; hann leitar svars. En svarið er torfundið: Hvergi finnst svar. Er skiptiborðið bilað? Bænina um miskunn finnst mér sem ég dreymi, en veit þó fyrir víst, að svo er ekki. Er skiptiborðið bilað? Er lífið tilgangslaust streð sem maður verður að taka með kaldhæðnu hugrekki góð- skáldsins, eða í kómískri uppgjöf trúbadúrsins? Við skulum stilla yfir á aðra rás. Það kveður við allt annan tón: „Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós.“ Og þessi ijarlæga en þó kunn- uglega tóntegund heldur áffarn: „Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð...“ Við könnumst öll við þessi orð. Þau tilheyra jólunum, þessum undarlega tíma þegar við afklæðumst hversdagsleikanum og göngum á vit ævintýris um fjárhirða sem gættu um nóttina hjarðar sinnar, um skæra stjömu, um engla... Eru jólin ekki bara gleðilegur tími þegar við hyljum napran raunveruleikann með grenigreinum, gjöfum á vfsakjörum sem borgast í febrúar, með fallegri sögu um lítið bam sem átti að bjarga málunum? Dagur vonar sem aldrei rennur upp? Það má vera að helgimálfar og ævintýraljómi jólafrá- sögunnar dragi athygli okkar frá raunveruleika þessa atburðar er sagan greinir frá. Líkt og þegar glitrandi umbúðir draga athyglina frá innihaldinu. Við vitum að Jesús fæddist í þennan heim eins og aðrir menn. Við vitum að hann starfaði í Palestínu á dögum Rómveija og við vitum heilmikið um boðskap hans og lærisveina hans. Hann var rriaður og hefur ömgg- lega orðið fyrir freistingum allt til hins síðasta eins og aðrir menn. En var hann frá guði kominn? Var Guð með einhveij- um óræðum og óskiljanlegum hætti kominn til manna í veru þessa manns? Að taka á sig þeirra kjör? Að upplifa gjaldþrotin og sárindin? Að segja þeim að lífíð væri ekki bara djók; það hefði jákvæðan tilgang og stefnu? Að það væri til svar? Hér svari hver fyrir sig. Jólin boða að Guð sé til og að hann er náiægur þrátt fyrir gjaldþrot, skipbrot og mannlegan brest. Þau boða að þessi guð sé aldrei nálægari en í skammdegi mannlegr- ar tilveru þegar fyrirtæki manna fara á hausinn; þegar fiskurinn, sjálft lifibrauðið, hverfur af miðunum; þegar háir stólar upphefðarinnar bresta undan breyskum mönn- um. Stormskerinu finnst kannski lífíð eitt allsherjar djók. Ólafur Jóhann fann ef til vill aldrei svarið. Það hefur hins vegar sá sægur manna kynslóð fram af kynslóð sem í djúpi sinnar veru hefur fundið nærveru þess sama Guðs og gerðist maður á jólum. Guð gefi að þú finnir nærveru hans á þessum jólum sem nú ganga í hönd. Gleðileg jól. Höfundur er sóknarprestur i Hruna. Efni r 1 jólablaði Forsíðan: María og Jesús, pastelmynd gerð af Jóni Reykdal eftir mynd í íslenzku teiknibókinni, AM 673, og er hún einnig á forsíðu Nýja testamentis Odds Gottskálkssonar, sem frá er sagt á bls 6-7. Mér finnst lífíð eitt allsherjar djók. Jóla- hugvekja eftir séra Halldór Reynisson í Hruna, bls 2. Móðir guðs og lækning þjóða. Grein Þor- steins Antonssonar um Lilju Eysteins Asgrímsson- ar, bls 4-5. Nýja testamenti Odds. Kynning á nýrri útg- áfu og birtur kafli úr formála Sigurbjamar Einar- sonar biskups, bls 6-7. Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigutjónssonar er jólaleikrit Þjóðleikhússins og af því tilefni skrif- ar Hávar Siguijónsson um leikritið, bls 8. Nína, rússneska elskan min. Minning frá vígstöðvunum í Rússlandi í heimstyijöldinni síðari. Eftir Karl Kortsson dýralækni á Hellu, bls 10. Gengið í guðshús. Sagt frá nýrri bók um íslenzkar kirlqur og birtur hluti úr texta dr. Gunn- ars Kristjánssonar ásamt myndum, bls 12. Vika í Lincoln Center. Grein um eina fræg- ustu listamiðstöð heimsins eftir Jón Þórarinsson tónsþáld, bls 15. Lífið er dramatískast af öllu. Samtal Elísa- betar Jökulsdóttur við Steindór Hjörleifsson leik- ara, bls 18. Martröð. Saga eftir Þorvarð Helgason, mynd- skreytt af Steingrími Eyfjörð, bls 21. Kirkjugluggar Leifs Breiðfíörð í Steibis. Sagt frá gluggum, sem Leifur gerði í kirlqu í Suður-Þýzkalandi, bls 22. Fæðing Jesú séð með augum listamanna. Grein með myndum eftir Þorgeir Ólafsson list- fræðing, bls 24. Hljóðlát listakona úr Firðinum. Grein með myndum um Hönnu Davíðssson listmálara eftir Ásthildi Erlingsdóttur, bls 27. Himnesk tónhst. Grein eftir Ævar R. Kvaran um hljóma utan úr geimnum, sem engu eru líkir og sumt fólk hefur heyrt, bls 29. Tvær örsögur eftir Frederic Brown, bls 28. Samúð með orðum. Smásaga eftir Jón Dan, myndskreytt af Ólafí M. Jóhannessyni, bls 30. í fótsport Eggerts Stefánssonar í Schio. Grein eftir Friðrik Á. Brekkan með myndum og teikningum Örlygs Sigurðssonar, bls 32. Verðlaunakrossgáta bls 35 og verðlaunamyndagáta bls 40. Mark Watson og Glaumbær. Grein eftir Önnu Snorradóttur um Íslandsvininn Mark Watson og birtar myndir af málverkum, sem hann safnaði frá íslandi, bls 36. Ljóð eftir Matthías Johannessen (bls 3), Jakob Jónsson (bls 14), Hrafn Gunnlaugsson (bls 23), Sigurð Pálsson (bls 26), Guðbjörgu Tómasdóttur (bls 31), Elísabetu Jökulsdóttur (bls 34), og Jón frá Pálmholti (bls 39). Myndir teiknaðar eða málaðar sérstaklega fyrir jólablað Lesbókar eftir Magnús Kjartansson, Steingrím Eyfjörð, Jón Óskar, Rósu Ingólfsdóttur, Örlyg Sigurðsson, Evu Benjamínsdóttur, Sveiir Bjömsson og Gísla Sigurðsson. 2 ■-•»«;í-sÍK!Íá. ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.