Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 25
Myndröð um tíf Krists eftir Emil Nolde. ar að heimildum. Þeir höfðu aðgang að sög- unni í ýmsum „falstextum" (apókrýfum) sem ekki er að finna í biblíunni okkar. Þeir fóru að minnsta kosti ekki eftir Lúkasarguð- spjalli, því í þessum myndum gerist at- burðurinn ekki í fjárhúsi heldur í helli skammt fyrir utan Betlehem. í þessum forn- kristnu sviðssetningum komu ekki aðeins hirðingjamir, sem Lúkas segir frá, heldur einnig vitringamir þrír. Samkvæmt Matt- eusarguðspjalli komu vitringarnir hinsvegar að frelsaranum nokkru eftir fæðinguna og af því má ráða að tímasetning atburðanna í fomkristnu myndunum hafi verið önnur en tíðkaðist síðar. Það er einnig athyglis- vert að í myndum frá þessum tímum er Jósef látinn vera afsíðis og oft á svipinn eins og hann sé í fýlu. Astæðan var sú að þrátt fyrir að englamir hafi skýrt fyrir hon- um af hvaða völdum María varð þunguð, þá máluðu listamenn hann eins og kokkálað- an eiginmann. Þessi fornkristna sviðssetning, með asn- ann og uxann, hellinn, hirðingjana og vitr- ingana, hefur lengst lifað í rússneskum íkon- um (helgimyndum) eða fram á nítjándu öld. Á litlum íkon frá lokum 16. aldar og birtur er hér, sjáum við söguna frá því að vitring- amir þrír koma ríðandi á hestum sínum að fæðingarstaðnum þartil María og Jósef flýja með Jesúm til Egyptalands. Efst til vinstri á myndinni sjást vitringamir þrír, þar undir þegar þeir færa Jesú gjafirnar og lengst niðri í vinstra hominu sést Heródes skipa fyrir um barnamorðin sem sjást neðst í miðri mynd. Hægra megin á myndinni, fyr- ir miðju, sjást síðan María og Jósef á flóttan- um til Egyptalands. Efst á myndinni fyrir miðju liggur Jesús í vöggunni og á hann skín geisli frá stjömu sem haldið er uppi af engli. í sumum gömlum Biblíutextum er talað um að geislinn hafi beinlínis stafað frá engli sem var á sveimi yfir jötunni eða hellinum. Það sem gerir þessa mynd óvenju- lega era konurnar tvær sem baða Jesúbam- ið. Frásögnin af því er einnig sótt í fals- texta en sjálft sagnaminnið er rannið frá sögum fomaldarinnar um fæðingu Díonýs- osar. _ Á Ítalíu og í öðram vestrænum löndum era myndimar af fæðingu Jesú fjölbreyttari hvað efnisval varðar en rússnesku íkonam- ir. Jafnvel eftir að menn fóru að sækja fyrst og fremst í Lúkasarguðspjallið og ijárhúsið orðið að fæðingarstað frelsarans glytti oft í hellinn í bakgranninum. Lengst af lá Jesús í jötunni með uxann og asnann í bakgrannin- um en á fjórtándu öld koma fram myndir þar sem barnið liggur á jörðinni fyrri fram- an Maríu sem krýpur á kné. Þessi túlkun á atburðinum er að líkindum fyrst komin frá Fransiskumunknum Johannes de Caulibus, sem bjó í Toskana á Ítalíu í byrjun 14. ald- ar. Þessi túlkun fékk þó fyrst almenna út- breiðslu eftir að afskriftir af vitranum heila- grar Birgittu breiddust út um alla Evrópu undir lok miðalda. í frásögn Birgittu kemur meðal annars fram að himneskur ljómi hafi stafað frá baminu og hann var svo sterkur að sólin féll í skuggann af honum. Hér var komið heldur betur myndefni fyrir málar- ana. í mynd þýska listamannsins Meistara Franke (sjá mynd) frá Hamborg, sem gerð er um 1420, knékrýpur María við nakið bamið sem liggur á jörðinni, þrír englar era á sveimi til aðstoðar, asninn og uxinn éta úr garða með heimspekilegri ró og Jósef er slíkt aukanúmer að hann.er hreint ekki með á myndinni. Frá Jesú stafa gullnir geislar upp til himinsins, sem hefur rofnað og þar er Guð álmáttugur og veitir mæðgin- unum blessun sína. Guð hefur þannig komið í stað stjömunn- ar og í geislanum milli hans og sonarins sést gjaman dúfa, sem tákn um heilagan anda. Þar með era myndirnar af fæðingu Jesú einnig orðnar að myndum af heilagri þrenningu. Þessir gullnu geislar sem Meistari Franke notaði í sinni mynd nægðu ekki til lengdar að túlka það yfimáttúrulega ljós sem heilög Birgitta greindi frá. Með því að láta at- burðina gerast í myrkri urðu geislarnir Koma vitringanna. Málverk-eftir Ghirlandaio, Flórens, 1449. Hér er fæðingin sviðsett eins og á glæsilegu óperusviði væri. FæðingJesú ogfleira á rússneskum íkon frá því um 1600, sem nú er í Nationalmuseum íStokk- hólmi. Sjá nánarígrein. meira áberandi og í sumum myndum eru þeir eini ljósgjafinn. Myndir í þeim dúr vora gerðar fram undir átjándu öld, meðal ann- ars af hinum fræga E1 Greco. Við skulum líta á mynd eftir Bar- tolommeo della Gatta (mynd 4). Hann var uppi á síðari hluta 15. aldar og bjó í Flórens á Italíu. Mynd hans er blanda af ýmsum skólum og er þannig einskonar samnefnari fyrir þær mismunandi túlkanir á atburðinum sem fyrir hendi eru. í þessari mynd er dags- ljós. Jesúbamið liggur á jörðinni; frá því stafa engir geislar en himnamir hafa samt sem áður rofnað og þar birtist guð ásamt herskara af englum. Atburðurinn á sér stað í þaklausu fjárhúsi en bakvið það er hellir og milli hans og fjárhússins standa asninn og uxinn við jötuna og bíða þess að barnið verði lagt í hana. í forgranni myndarinnar til vinstri situr Jósef, sofandi með hönd K. VT\'- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.