Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 21
en þverfmgr. Órækja kallaði á Þorlák bisk- up sér til hjálpar; hann söng og í meiðslun- um bænina „Sancta Maria mater domini nostri Jesu Christi“. Þorsteinn stakk í augun knífinum upp at vafínu. En er því var lok- it, bað Sturla hann minnask Arnbjargar og gelda hann. Tók hánn þá brott annat eist- at. Eptir þat skipaði Sturla menn til að geyma hans; en Svertingr var þar hjá Örækju." Við fórum nokkrir saman á þing til Bandaríkjanna sem ekki er í frásögur fær- andi. Ég hefði viljað hafa konuna með mér en hún gat það ekki. Líklega langaði hana ekki. Þetta var venjulegt þing, fróðlegt, tímafrekt erfiði, hafi maður áhuga á efninu. Ég hafði áhuga en langaði auðvitað líka til að sjá eitthvað af heimshluta sem ég ekki þekkti. En lítill tími var til þess, einhver hanastélsboð hér og þar um borgina, einu þeirra hefði ég betur sleppt Það var tekin mynd af okkur ásamt gestgjafanum og hún birt i einhveiju blaði. I stað þess að standa á baki einhvers og láta lítið á mér bera, því gestgjafann þekkti ég í rauninni ekki, dró ég mig út úr og sást því enn betur. Hann hafði verið kunningi náunga sem vorú eitt- hvað eldri en ég. Eg kynntist honum ekki, ekki þannig. Ég þekkti hann strax og ég sá hann. Ég vona að hann hafí ekki þekkt mig. Ég sá hann einu sinni líta til mín, en hann leit fljótt undan þegar ég leit til hans. Nei, hann man ekki eftir mér. Ég trúi því ekki. Ég hefði ekki átt að fara með strákun- um, ég þekkti hann ekki. Þekkt’ann ekki. Nei, ekki nema í sjón, og það af tilviljun. Eg fékk aukavinnu í verslun síðdegis þac sumar af þvf ég kunni mál og það voru famir að koma ferðamenn. Þá tók ég eftir honum. Hann bjó í húsinu við hliðina og ók sterkrauðum_ Porsche. Þess vegna tók ég eftir honum. Ég öfundaði hann af bflnum. Stúdentar höfðu ekki efni á slíku þá. Bíllinn var alls ekki nýr en hann hafði sitt gildi samt. Dýralækningaháskólinn var ekki langt frá og einhvem tíma þegar ég átti leið framhjá sá ég bílinn þar fyrir utan. Hann var sem sé í dýralækningum. Kani f dýralækningum á Porsche. Ég kom aldrei saman af hverju. Lfklega af ævintýraþrá. Það var annan daginn sem við vomm í Bandarikjunum að hann bauð nokkrum kunningjum frá háskólaárunum f hanastél. Ekki heim heldur á hótel, lítinn skuggsælan bar. Strákamir sögðu að ég skyldi koma með, ég hefði verið þar lfka. Ég fór með þeim. Hann er frægur, viðurkenndur og ríkur. Það reyndist vera þama fleira fólk sem hann hafði boðið en við. Þegar við komum var hann á tali við unga konu sem ég held ég hafi séð á þinginu. Þama vom líka aðrar konur sem ég hafði ekki séð áð- ur. Ég hrökk við þegar ég sá hann því ég þekkti hann strax; grannur, hár með langt, fölt andlit og brún augu sem horfðu af kaldri ákefð á heiminn. Hann hafði greini- lega meiri áhuga á þessum konum en sínum gömlu félögum frá námsámnum í Evrópu. Hann gekk samt til þeirra, heilsaði þeim og skiptist á nokkmm orðum við þá. Ég tók eftir að hann fylgdist áfram með konunum. Mig sá hann ekki, þegar hann heilsaði mér horfði hann annað. Eg hafði áður fylgst með honum án þess að hann tæki eftir því. Það var auðvelt að falla inn í það hlutverk aftur. Þessi maður var greinilega mjög nið- ursokkinn í að upplifa heiminn eins og hann vildi að hann væri, ætlaðist til að hann væri. Þegar ég horfði á hann úr fjarska núna minntist ég þess að hafa hugsað eitt- hvað líkt þegar ég fylgdist með honum og hann átti rauðan Porsche. Sumir menn umgangast .lífið eins og það sé til fyrir þá og haga sér þannig að þeim tekst að hafa þá trú, meðan áreksturinn verður ekki of þungur. Ég sá hvemig hann talaði við konumar, lágt og rólegajafnframt sem hann fylgdist með viðbrögðum þeirra og þegar honum fundust þau jákvæð spurði hann líklega: Getum við ekki hist á eftir, og ekið út í náttúruna? Fengi hann jákvætt svar tók hann til við þá næstu, og bað þá um næsta kvöld. Við neikvæðu svari var ekki annað að gera en spyrja þá þriðju um það sama. Skiptir ekki máli þó einhver segi nei, það em nógu margar sem segja já. Mér leiddist að horfa á þetta og vita okkur notaða sem skálkaskjól. Ég sagði samt ekkert við strákana. Þegar við voram að fara var okkur rétt lítið kort sem leit í fyrstu út eins og dánar- tilkynning sem fólk sendir ættingjum og vinum hins látna í landinu þar sem við höfð- um stundað nám. í raun og vera var þetta kynningarspjald fyrir kaffihús í anda borg- arinnar sem við stunduðum nám í. Ég hafði engan sérstakan áhuga en stakk spjaldinu samt í vasann. Morguninn eftir fréttist að gestgjafí okk- ar hafði orðið fyrir slysi um nóttina. Slysið var sagt líta út fyrir að vera hefndarað- Martröð — Kannski verður að dáleiða þig. — Já, ætli það ekki bara. Takk fyrir kaffið. — Kannski kem ég heim stutt um hádeg- ið. Bless. ■ — Bless. Ég var í vandræðum. Ég gat ekki sagt henni frá þvi sem mig dreymdh ekki af því ég vissi ekki hvað það var. Eg vissi það mjög vel. Og ástæðumar fyrir uppvakningu æskuhrollsins gat ég heldur engum sagt. Ég varð að bjarga mér sjálfur. Onnur leið var ekki opin, og til þess skrifa ég þetta. Ég er augnlæknir, ekki sállæknir. Mér hefur samt skilist að það sé gott fyrir sjúkl- inga að tala, segja hug sinn, segja frá. Þannig má víst líka létta fargi af sálinni. Egill orti Sonatorrek og leið víst betur á eftir. Ég hef ekki þann mátt. Ég verð samt að rekja þræði þessarar sögu saman eins og mér er unnt. Líklega ræð ég einhver tákn ekki rétt, en ég verð að reyna, verð að sigrast á ótta mínum, losna við martröð- ina. Dreymdi mig eitthvað þá? Ég man það ekki. Þrátt fyrir fáorða lýsingu Sturlungu sá ég atburðinn mjög ljóslega fyrir mér. Ég lifði atburðina, kenndi sársauka og fann til með ógæfusömum syni höfðingjans. En ég hafði gleymt því, það era áratugir síðan, og taki ég mér Sturlungu í hönd sem kem- ur fyrir, les ég þetta ekki. Ég held ég hafi ekki lesið það síðan ég las það fyrst með hrolli, nýkynþroska unglingur. „Sturla reið nú á brott með Órækju upp til jökla, ok Svertingur með honum einn hans manna. Þeir riðu upp á Amarvatns- heiði, þar til er þeir koma á Hellisfiljar. Þá fara þeir í hellinn Surt ok upp á vígit Lögðu þeir þá hendur á Órækju, ok kvaddi Sturla til Þorstein langabein at meiða hann. Þeir skoraðu af spjótskapti og gerðu af hæl; bað Sturla hann þar með ljósta út augun; en Þorsteinn lézk eigi við þat kunna. Var þá tekinn knífur ok vafðr ok ætlat af meirr Dreymdi mig eitthvað þá? Ég man það ekki. Þrátt fyrir fáorða lýsingu Sturlungu sá ég atburðinn mjög ljóslega fyrir mér: „Þorsteinn stakk í augun knífinum upp at vafinu. En er því var lokit, bað Sturla hann að minnask Arnbjargar og gelda hann. Tók hann þá brott annat eistat.“ Smásaga eftir ÞORVARÐ HELGASON Mynd: Steingrímur Eyfiörð amviskusamir og vinnusam- ir borgarar sem fara snemma að sofa til að geta rækt störf sín vel næsta dag era kannski famir að Iosa svefn, lyfta sér upp úr svefn- djúpinu myrka sem enginn man til að hafa dvalist í. Á þeirri uppleið geta orðið truflanir, árekstrar sem jafrivel vekja snarpa skelfingu. Maðurinn kippist saman og rekur jafn- framt upp sáréaukafullt hróp, konan við hliðina hrekkur upp af mildum draumi sínum. Hún rís upp og réttir fram höndina eins og til að hugga manninn. — yaknaðu, vaknaðu! — Ég er vaknaður. — Hvað kom fyrir, hvað var þig að dreyma? Maðurinn svarar ekki strax, en snýr sér svo að konunni og tekur utan um hana, hvíslar að henni. — Ég veit það ekki, ég man það ekki, kannski vil ég ekki muna það. Hann kyssir hana á hálsinn og lætur vel að henni áfram. Þegar þau era komin á fætur og sest að ijúkandi kaffi og heitu ristuðu brauði er konan lfklega enn yndislega þreytt eftir morgunleikinn, en hún hefur ásett sér að segja þetta við manninn sinn, og þegar kaffið hefur flætt deginum inn í heila henn- ar getur hún það. — Ég held þú verðir að tala við ein- hvem, sálfræðing eða eitthvað svoleiðis, þetta er í þriðja sinn síðan í sumar að þú færð svona martröð. Það er ofsalega óþægi- legt að vakna við þetta. — Fyrirgefðu. — Já, auðvitað fyrirgef ég. En þér hlýtur að finnast þetta óþægilegt líka. — Já, jújú. Ég skal hugsa málið. — Manstu virkilega ekki hvað þig dreym- ir? — Nei. LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.